Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021 Ég man þá tíð þegar efni í fjölmiðlum var þannig að ef þú misstir af einhverju þá var það bara farið. Línuleg dagskrá var eina dagskráin. Ég man líka þegar það var bara ein útvarps- rás á Íslandi sem spilaði mest þunglamalega klassík nema mögulega í tvo klukkutíma á viku í óskalagaþáttum sjómanna, sjúklinga og unga fólksins. Ég man líka þegar þessi eina sjónvarpsrás sem við höfðum sendi ekki út á fimmtudögum og ekki í júlí. Ég man að lesblindu börnin þóttu bara vit- laus og voru sett í tossabekk. Ég man þegar mjólk var seld í sérstökum búðum, sem einmitt seldu bara mjólk. Voru þess vegna kallaðar mjólkurbúðir. Ég man líka þegar búðum var bannað að hafa opið lengur en til klukkan 18 á daginn og það mátti ekki hafa opið á sunnudögum. Ef þú áttir ekki mjólk á sunnudegi þá var það bara þannig. Ég man þegar það þótti eðlilegt að eyða heil- um degi í að fá skoðun á bílinn sinn í Bifreiða- eftirliti ríkisins. Þá þurfti maður að vera búinn að fara á annan stað og fá sérstaka skoðun á ljósin í bílnum. Ég man þegar þriggja stafa verðbólga var daglegt brauð. Ég man eftir gulu miðunum þegar maður fór yfir á ávísanaheftinu. Ég man eftir hallærisplaninu þar sem ung- lingar komu allar helgar. Ég man eftir að hafa verið sleginn utan undir af kennara. Það þótti eðlilegt. Ég man eftir því að það þótti eðlilegt að kon- ur fengju lægri laun. Ég man hve margir urðu reiðir þegar lög voru sett um bílbeltanotkun. Ég man þegar það var bara hægt að kaupa tvær tegundir af kaffi á Íslandi. Ég man eftir fólki sem fannst það fáránleg hugmynd að ein- stæð móðir yrði forseti. Ég man þá tíð þegar nánast allir fjölmiðlar landsins voru reknir af stjórnmálaflokkum og fréttir þeirra litaðar af því. Ég man þegar við máttum ekki kaupa bjór nema við ynnum hjá flugfélagi. Ég man þegar það þótti eðlilegasti hlutur í heimi að allir reyktu innandyra. Alls staðar. Ég man eftir bjórlíki. Ég man þegar samkynhneigð þótti óeðli og yfirleitt talað um homma sem kynvillinga. Brúðkaup voru ekki í boði fyrir þetta fólk. Ég man þegar það þótti ekkert athugavert við að áreita konur. Ég er 54 ára. ’ Ég man þegar það þótti eðlilegasti hlutur í heimi að allir reyktu innandyra. Alls staðar. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Ég man Loftslagsváin hefur sent heim- inn á hraðferð inn í græna orkubyltingu og Ísland hefur einstakt tækifæri til að taka þar af- gerandi forystu. Það er sjálfbært og loftslagsvænt efnahagstækifæri – risastórt tækifæri – sem við eigum að sækja stíft. Markmið Íslands Við höfum sett okkur mörg mark- mið í loftslagsmálum en það sem er kannski skýrast og hreinlegast af þeim öllum snýst einfaldlega um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti. Að við hættum að nota innflutta ol- íu. Þetta markmið var sett í nýrri langtímaorkustefnu fyrir Ísland, sem ég beitti mér fyrir að yrði unn- in í þverpólitísku samstarfi. Hvenær viljum við að það gerist? Í orkustefnunni segir fyrir árið 2050 en þar sem ómögulegt er að spá fyrir um hvernig mál þróast er eðlilegra að stefna að því að ná þessu markmiði fyrst allra þjóða heims. Það er raunhæft, við getum það og því myndu fylgja gríðarleg tæki- færi, fyrir um- hverfið og fyrir okkur öll. Hvað þarf til? Greiningar sem unnar hafa verið fyrir Samorku benda til þess að við þurfum um 1.200 megavött af upp- settu afli í raforku til að losa okkur við núverandi notkun okkar á jarð- efnaeldsneyti á öllum sviðum, í lofti, láði og legi, hér innanlands. (Milli- landaflug er því undanskilið). Þessi tala getur hækkað eða lækkað eftir því hvaða orkugjafar munu koma í stað olíunnar, en það gætu orðið rafmagn, vetni, annað rafeldsneyti eða lífmassi í ólíkum hlutföllum eft- ir því hvort um er að ræða þunga- flutninga, innanlandsflug, fiski- pskipaflotann o.s.frv. Til að setja 1.200 MW í samhengi þýðir þetta að við þurfum að auka raforkuframleiðslu um ríflega þriðj- ung frá því sem nú er. Það er alls ekki óyfirstíganleg áskorun. En þessu til viðbótar þurfum við að geta sinnt þörfum nýrrar orkusæk- innar starfsemi á borð við gagna- ver, ylrækt og fleira, auk þess sem við gætum viljað selja hluta af græna eldsneytinu okkar til ann- arra landa. Loks er allt útlit fyrir að millilandaflug færi sig á næstu árum yfir í umhverfisvænna elds- neyti, sem við myndum að sjálf- sögðu líka vilja framleiða. Orku- þörfin er því umtalsverð, fyrir alvöruorkuskipti. Til að sækja þetta tækifæri þurf- um við að styðja myndarlega við þróun á þeim nýju lausnum sem þarf til að skipta út núverandi mengandi orkugjöfum, hafa aðlað- andi og samkeppnishæft umhverfi fyrir fjárfesta sem vilja byggja upp græna starfsemi, og tryggja að sú orka sem til þarf verði til staðar. Núverandi regluverk stendur í vegi fyrir því og úr því þarf að bæta, án þess að gefa afslátt af kröfum um umhverfisvernd og sjálfbæra nýt- ingu auðlinda. Hvað þýðir það fyrir mig og þig? Ávinningurinn er bæði stór og margþættur. Loftslagið mun njóta góðs af. Aðgengi íslenskrar fram- leiðslu að erlendum mörkuðum mun stóraukast og verð hennar hækka. Þjóðarbúið mun spara tugi millj- arða í gjaldeyr- istekjur sem í dag fara til kaupa á meng- andi jarð- efnaeldsneyti frá útlöndum. Orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands mun aukast. Aukin raf- orkuframleiðsla í þágu stærri hóps viðskiptavina stuðlar að betri nýt- ingu orkuauðlinda og minni sóun á þeim, sem er því miður umtalsverð í dag. Dýrmæt þekking mun byggj- ast upp á Íslandi sem hægt verður að flytja út. Sprotar og nýsköp- unarfyrirtæki munu spretta fram og vaxa, rétt eins og gerst hefur í kringum sjávarútveginn svo dæmi sé tekið. Ísland mun vekja heims- athygli ef við tökum afgerandi for- ystu í loftslagsmálum og grænu byltingunni, með allri þeirri land- kynningu og fjölbreytta ávinningi sem slík staða hefur í för með sér. Og síðast en ekki síst verða til ný atvinnutækifæri og stóraukin verð- mætasköpun; hreinlega nýr hug- vitsdrifinn atvinnuvegur í fram- leiðslu á vistvænu eldseyti framtíðarinnar. Hugur þarf að fylgja máli Ákvörðunin um þessa framtíðarsýn hefur í raun verið tekin. Við höfum tekið hana sjálf, en heimurinn hefur líka að einhverju leyti tekið hana fyrir okkur vegna þess að hér er um aðkallandi hagsmuni alls mann- kynsins að ræða. Spurningin snýst um trúverðuga leið að markmiðinu og hvort hugur fylgir raunverulega máli um að sækja fram og sækja tækifærin. Sú spurning er eitt mikilvægasta hags- munamál Íslands til framtíðar, en henni þarf að svara strax í dag. Það dugar ekki að segjast vilja orku- skipti og græna nýsköpun en horfa á sama tíma fram hjá orkunni sem þarf til. Hér þarf að fara saman hljóð og mynd. Morgunblaðið/Hari Eitt stærsta hags- munamál Íslands Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Spurningin snýst um trúverðuga leið að markmiðinu og hvort hugur fylgir raunveru- lega máli um að sækja fram og sækja tækifærin. Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Veganbúðin, Fiskkompaní Akureyri & Matarbúr Kaju Akranesi ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.