Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Blaðsíða 17
og þeir sem voru veikir fyrir því að kjósa „Ekki
Trump“ töldu óþarft að mæta á fundi þar sem
Trump væri ekki, enda væri fundurinn um Ekki
Trump og eðli málsins samkvæmt væri ekki gert ráð
fyrir að „Ekki Trump“ mætti. Donald Trump horfði
á þetta furðu lostinn og taldi sig ekki hafa neitt að
óttast. En kosningareglum var breytt í fjölda kjör-
dæma þar sem mjótt yrði á munum, „með hliðsjón af
neyðarástandi vegna Covid-19“. Slíkar breytingar
heyra samkvæmt stjórnarskrá undir ríkisþingin. En
vegna „neyðarstöðu“ þá tóku ríkisstjórar úr röðum
demókrata iðulega að sér að gera þessar breytingar.
Óvenjuleg framkvæmd
Atkvæði voru auðvitað greidd með hefðbundnum
hætti utan kjörfundar, en því til viðbótar gátu kjós-
endur nú pantað atkvæði heim og svo var boðin út sú
starfsemi að safna slíkum atkvæðum saman í millj-
ónavís og ekki var nein leið til að skoða eftir á,
hvernig væri tryggt að þeir sem kysu „heima hjá
sér“ væru á kjörskrá, kysu einn fyrir alla og þar
fram eftir götunum.
Engum manni hefur enn dottið í hug að annað eins
eða þvíumlíkt yrði látið gerast austan megin Atlants-
hafs. Þegar þessi staða tók loks að renna upp fyrir
Repúblikönum var of seint í rassinn gripið. Stöðva
hefði þurft þessa framgöngu miklu fyrr á meðan ein-
hver gögn um ósköpin væru til, sem reyndar er nú
efast um að hafi nokkru sinni verið til. Það var óboð-
legt að ímynda sér að bandarískir dómstólar myndu
grípa inn í eftir að úrslit, þannig fengin, lægju fyrir.
Það hefði leitt til stjórnlausra uppþota og óupp-
gerðra kosninga mánuðum og jafnvel misserum
saman. Dómstólarnir hefðu verið settir í óþolandi
stöðu. Repúblikanar hlutu því að bera halla af tóm-
læti sínu.
Niðurstaða spekinganna
En það er eitt sem er ekki síst eftirtektarvert varð-
andi spurninguna sem spekingarnir fengu og hafa
spjallað um síðan. Afganistanmálið er líklegt að
þeirra mati til að falla í gleymsku og dá og spila
óverulega rullu í næstu kosningum. En öðru máli
gegnir um Joe Biden.
Biden-hjónin voru send til að vera viðstödd þegar
líkamsleifar föllnu hermannanna komu til heima-
landsins og ættingja hinna látnu. Þegar kisturnar,
sveipaðar bandaríska fánanum, voru bornar af her-
mönnum fram hjá fyrirmennum, með forsetann og
frú hans fremst, sást forsetinn líta á armbandsúr sitt
oftar en einu sinni. Engu var líkara en að forsetinn
mætti bara alls ekki vera að þessu. Þetta fór að von-
um illa í ættingjana sem máttu ekki við miklu á
þessu viðkvæmasta augnabliki ævinnar. Og sjón-
varpsáhorfendur voru sem þrumu losnir. Þetta var
sami forseti og hafði sagst í sjónvarpsávarpi aldrei
mundu gleyma þessum atburðum!
Skömmu áður en hann gaf út þá yfirlýsingu var
hann spurður um þann hrylling, þegar ungir Afgan-
ar á flótta sáust falla úr mörg hundruð metra hæð
niður á flugvöllinn úr flutningavélum hersins. For-
setinn svaraði blaðamanninum með þessum orðum:
„Com’on man, that was 4 days ago!“
Deilt um dott
Um þetta leyti var nýr forsætisráðherra Ísraels
mættur í skrifstofuna í Hvíta húsinu. Á meðan hann
flutti upphafsorð sín, sjálfsagt þau mikilvægustu á
ferlinum fram til þessa, varð ekki betur séð en að
Joe Biden forseti væri sofnaður. Um það hefur síðar
verið deilt. Fjölmiðlar, sem vörðu Biden, segja að
hann hafi að vísu horft niður og lokað augunum, en
það hafi staðið stutt og sé myndbandið skoðað aðeins
lengur þá sjáist lífsmark með Biden, því á myndinni
sjáist hann „hreyfa annan þumalfingurinn!“
Ekki skal neita því að það er vissulega betra en
ekkert, en á hinn bóginn fer ekki á milli mála, þegar
horft er á Bennet, forsætisráðherra Ísraels, að hann
er orðinn mjög vandræðalegur og reynir, svo áber-
andi er, að ná athygli forsetans. En vera má að til-
þrifin með þumalfingurinn hafi farið fram hjá ráð-
herranum.
Spyrja mætti sig að því, hvort það sem blasir við
fólki, þrátt fyrir að forsetanum sé haldið frá því, sé
aðallega eitthvað smálegt sem gleymist. Sumt er
smátt í sniðum, en jafnvel það lendir óhjákvæmilega
í mælinum sem fyrr en síðar verður fullur. Og það er
reyndar býsna mikið komið þangað þegar. Forsetinn
muldrar setningar sem enda svo úti á túni, svo að
hvorki áhorfendur né hann sjálfur geta vitað út á
hvað tuldrið gekk.
Hann kynnti varnarmálaráðherrann sinn og lendir
úti í skurði og segist aldrei muna hvað sá maður
heiti eða í hvaða ráðuneyti hann sé, en það sé mjög
stórt!
Þetta síðasta er reyndar rétt, en er endilega
ástæða til að verðlauna Biden fyrir það að hann rámi
í að Pentagon, þar sem 25.000 manns vinna, sé stórt!
Og hvernig halda menn að áhorfendum líði? Eða
varnarmálaráðherranum nafnlausa? Eða blaðamönn-
unum sem fá ekki að spyrja forsetann, því að Biden
segist „hafa fyrirmæli um hverjum hann megi svara
og hverjum ekki“. Spurt er að því hver það sé sem
hefur vald til að gefa forseta Bandaríkjanna „fyrir-
mæli“. Ekkert svar fæst.
Og þótt verulegur hluti af öllum þessum yfir-
gengilega skrítnu uppákomum sé smælki, breytir
það ekki alvörunni.
Forsetinn fullyrti fyrir fáeinum vikum að það væri
ekki minnstu áhyggjur að hafa af „getgátum“ um
það að talíbanar myndu ná höfuðborginni Kabúl fyrr
en áður var ætlað. Forsetinn sagði það óhugsandi!
„Kabúlstjórnin réði yfir einum öflugasta her ver-
aldar og gæti varið höfuðborgina mánuðum og árum
saman.“ Hún féll fáum dögum síðar!
Það er því rétt hjá skýrendum að kjósendur munu
ekki endilega hafa Afganistan efst í huga eftir fáeina
mánuði. En hitt er þar. Og það fer ekki. Þvert á
móti. Það sem hefur versnað hratt síðasta misserið
mun ekki standa í stað, sem væri þó nægilega skelfi-
legt. Horfurnar eru ekki betri en þær voru fyrir
stjórnina í Kabúl fyrir örfáum vikum, þegar allt var í
svo frábæru standi.
Spyrjið bara Biden.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Um þetta leyti var nýr forsætisráðherra
Ísraels mættur í skrifstofuna í Hvíta hús-
inu. Á meðan hann flutti upphafsorð sín,
sjálfsagt þau mikilvægustu á ferlinum fram
til þessa, varð ekki betur séð en að Joe Biden
forseti væri sofnaður. Um það hefur síðar
verið deilt.
5.9. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17