Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021
MATUR
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
KYNNINGARAFSLÁTTUR
20%
SERTA OCEAN SPLENDID
SERTA ER OPINBER BIRGIR
Kynningarverð 519.920 kr.Verðdæmi: Serta Ocean Splendid
2 x 80 x 200 cm. Fullt verð: 649.900 kr.
Náttborð
ekki inni-
falið í verði
en selt sér.
Serta Ocean Splendid eru fáanleg í tveimur áklæðisgerðum gráu sléttflaueli og
gráu áklæði. Þau fást í fjórum stærðum; 160/180/200 x 200 cm og 180 x 210 cm
NÝTT
SERTA OCEAN SPLENDID
Á horni Laugavegs og Berg-
staðastrætis er hægt að
gleyma íslenskum raun-
veruleika um stund því þegar gengið
er inn um dyrnar á Selva er vel hægt
að ímynda sér að maður sé staddur
fyrir sunnan miðbaug. Selva er glæ-
nýr veitingastaður og bar sem sér-
hæfir sig í réttum og suðrænum kok-
teilum frá Mið- og Suður-Ameríku.
Seiðandi latíntónlist fyllir loftið,
stemningin er óneitanlega kósí og
framandi réttir suðrænu álfunnar
eru á diskum gesta, sumir þeirra
hangandi á sérstökum spjótum.
Frá Kúbu til Argentínu
Arnór Bohic, eigandi og fram-
kvæmdastjóri Selva, hefur verið í
veitingageiranum í 27 ár en hann
byrjaði átján ára sem barþjónn en
lærði síðar veitingarekstur í hótel-
skóla í Sviss. Hann er afar ánægður
með viðtökurnar en opnað var fyrir
mánuði.
„Það er búið að ganga gríðarlega
vel og fólk er ánægt með matinn og
segir að nú sé komið nýtt bragð í
bæinn. Það er líka ánægt með
stemninguna en við spilum lat-
íntónlist. Hugmyndin var að opna
mið- og suðuramerískan stað en orð-
ið Selva þýðir frumskógur í Amazon.
Við innréttuðum staðinn svolítið
með það í huga og höfum hér græn-
an plöntuvegg og bambustré er hér
uppi á efri hæð,“ segir Arnór.
„Mig langaði að koma með nýtt
konsept í matarmenninguna, en ég
hafði verið í eitt ár sem skiptinemi í
Venesúela og einnig hálft ár í
Mexíkó. Í þessum löndum kynntist
ég suðuramerískri menningu sem ég
hef alltaf verið gríðarlega hrifinn af,
bæði tónlistinni og matnum. Kona
mín er frá Síle og Kólumbíu þannig
að ég þekki vel þennan heimshluta.
Kokkarnir hér eru frá Suður-
Ameríku, annar frá Síle og hinn frá
Venesúela,“ segir Arnór og segir
þau fara vítt og breitt um álfuna í
matargerðinni.
„Við leikum okkur með rétti í raun
alveg frá Kúbu og niður til Argent-
ínu. Við höfum valið rétti sem fólk
kannski þekkir en sett okkar mark á
þá. Þetta eru réttir sem gaman er að
deila en margir réttir eru bornir
fram skemmtilega á spjótum. Hér er
allt lagað frá grunni; öll deig og allar
sósur.“
Sextíu tegundir af rommi
Mikið úrval drykkja má finna á
barnum, bæði vín, kokteila og romm.
„Á barnum er þjónn frá Kúbu að
hrista kokteila. Selva er líka bar og
hér eru margir góðir suðrænir kok-
teilar. Það verður opið hér til tvö um
helgar þegar takmarkanir hætta og
þá verður hér barstemning fram eft-
ir nóttu. Öll vínin okkar eru frá Suð-
ur-Ameríku og erum við með
skemmtilegasta rommsafnið í bæn-
um. Við erum komin með yfir sextíu
tegundir af rommi,“ segir Arnór.
„Hér hefur verið alveg fullt um
helgar,“ segir Arnór og bætir við að
opið sé frá klukkan fimm alla daga
nema mánudaga.
„Spjótin okkar eru vinsæl og líka
hjúpaðar ostastangir. Sósurnar eru
líka gríðarlega góðar,“ segir Arnór
sem deilir svo með lesendum nokkr-
um velvöldum uppskriftum.
Veitingamaðurinn Arnór Bohic er hér með konu sinni Paola Cardenas en hún er frá Síle og Kólumbíu.
Morgunblaðið/Eggert
Nýtt bragð í bæinn
Stemningu frá Mið- og Suður-Ameríku má nú finna á Laugavegi
en þar er nýr veitingastaður sem ber nafnið Selva.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Það er skemmtilegt að sitja á barnum á Selva og fá sér gott romm eða kokteil.
3 cl dökkt romm
6 cl kokoskrema (2 stórar msk.)
9 cl ananassafi
5-7 ananas bitar
2 cl af lime-safa, kreistum
2 cl af sykursírópi
kanill á hnífsoddi
6 klakar
Setjið öll hráefnin í bullet-
blandara og blandið þar til komin
er kremuð áferð á drykkinn. Hell-
ið svo í stórt glas með auka klaka,
röri, kokteil regnhlíf og rauðu kok-
teilberi.
Pinacolada