Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Page 20
Sigrún Jónsdóttir
kirkjulistakona
stendur hér við
hátíðarhökul fyrir
Reynistaðakirkju í
Skagafirði í apríl
árið 2001.
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021
LÍFSSTÍLL
S
igrún Jónsdóttir hefur verið
nefnd fyrsta kirkjulistakona
Íslendinga og er hún líklega
mikilvirkust allra Íslendinga í kirkju-
skrúðagerð. Í Seltjarnarneskirkju er
nú sýning á verkum hennar sem
stendur út september. Sigrún
hefði orðið hundrað ára 19. ágúst
síðastliðinn en hún lést fyrir tæp-
um tuttugu árum. Á sýningunni
sem biskup Íslands stendur
fyrir má sjá úrval af höklum
sem Sigrún gerði á langri
ævi, en einnig altarisklæði
og trúarleg myndverk. Þá
eru sýndir ýmsir verald-
legir nytjahlutir sem hún
gerði eins og batik-lampar,
myndir, kjólar og fleira.
Tengdi hökla
við umhverfið
Eftir nám í Kvennaskólanum
sótti Sigrún námskeið í saumum
og handavinnu, bæði hjá einka-
kennurum og í Handíða- og
myndlistaskólanum. Síðar aflaði
hún sér réttinda til handavinnu-
kennslu og fór svo til Gautaborgar í
listnám þar sem hún bjó í tíu ár við
nám og störf.
Eftir heimkomuna vann hún fjölda
hökla fyrir kirkjur víðs vegar út um
land og þótti hún einkar fundvís á að
tengja ýmis stef úr umhverfi kirkn-
ýmis önnur verk eins og leirverk,
kjóla, batik-lampaskerma og klæði.
Verk í fimmtíu kirkjum
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð-
ardóttir, segir að með þessari sýn-
ingu vilji þjóðkirkjan gjalda Sigrúnu
virðingu og þökk fyrir merkilegt og
heillandi lífsstarf.
„Sigrún var fyrst til að læra sér-
staklega kirkjulist. Verk eftir hana
eru í um fimmtíu íslenskum kirkjum
þannig að hún hefur sannarlega
skilið eftir sig fjársjóð. Hún var
rosalega afkastamikil, bæði í
kirkjulistinni og í öðru. Það
var kraftur í henni og hún
lét verkin tala. Þetta eru
falleg verk. Sigrún var
brautryðjandi. Ég á sjálf
einn lampa eftir hana og
hef átt í yfir fjörutíu ár,“
segir Agnes.
„Mér fannst ástæða
til að halda nafni henn-
ar á lofti vegna alls sem
hún gerði fyrir ís-
lensku kirkjuna og nú
var gott tilefni þar sem
hundrað ár eru liðin
frá fæðingu hennar,“
segir Agnes og hvetur
fólk til að leggja leið
sína í Seltjarnar-
neskirkju.
Sýningin er opin
þriðjudaga til fimmtudaga kl.
13-17, og föstudaga frá 13 til 16.
Skildi eftir
sig fjársjóð
Afar fínlegan saum má sjá á hökli
með mynd af Jesú á krossinum.
Hér má sjá mynd sem vísar
til inngangs kirkjugarðsins í
Vestmannaeyjum.
Kirkjulistaverk Sigrúnar Jónsdóttur eru nú
til sýnis í Seltjarnarneskirkju en hundrað
ár eru frá fæðingu hennar.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Höklarnir
hennar Sigrúnar
eru hrein
listaverk.
anna við myndefni sitt í höklunum.
Það gerði þá einstaka í hugum sókn-
arfólksins, sem sá ekki bara gömul al-
þjóðleg kristin tákn í skreytingum
þeirra og eftir atvikum vefnaði heldur
og sína sveit og sitt pláss. Fleira gerði
hún en hökla því eftir hana liggja
einnig altarisklæði, stólsklæði, stólur
og kirkjumyndverk. Hún vann einnig
Sigrún fór
oft óhefð-
bundnar leiðir
í útfærslum
sínum.
Morgunblaðið/Ásdís