Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021 Elsku Fiskurinn minn, það eru ýmsir hlutir sem hafa verið stressandi og pirrandi og þú hefur alveg tekið inn í hjarta þitt. Þú hefur þá tilfinningu að þú komist ekki út úr vissum að- stæðum eða getir ekki lagað þær. Þessi tíðni er að snúa sér og þú átt eftir að hugsa: „Af hverju var ég að pirra eða að ergja mig á hinu eða þessu?“ Og þó að þú hafir tekið einhverja áhættu sem þú ert kvíð- inn fyrir þá breytist viðhorfið til hennar því það virðist vera þannig að ekkert er eins og það sýnist. Þegar 18. september gengur í garð líður þér betur og betur og betur. Og ef við förum aðeins lengra fram í tímann er það 13. október, því þá geturðu fagnað. Akkúrat núna geturðu gert þér glaðan dag, haft þakkargjörðarhátíð. Þó þetta sé ekki hennar tími þá ræður þú hvað þú vilt gera. Það eru svo margir að hugsa til þín og sakna þín. Skrifaðu þá niður þá sem þú hefur ekki heyrt í lengi og gerðu eitthvað í því. Allar tengingar sem tengjast ást, vináttu og væntumþykju þarftu að skoða og gera eitthvað í því að safna því fólki nær þér og þegar þú byrjar er eins og þú hafir staðsetningarbúnað á þér. Þú veist algjörlega við hvern þú átt að tala og hvert þú átt að fara og þú eflir gæskuna sem svo sannarlega í þér býr. Þú skalt einblína á að samgleðjast öðrum, þótt þig langi jafnvel ekkert til þess. Merki þitt táknar og sýnir tvo fiska sem synda saman. En þegar þér finnst alls ekki allt vera á hreinu eða í lagi, er einfaldlega eins og fiskur númer tvö hafi siglt aðra leið án þín. Útkoman úr þessari spá er það sem skiptir öllu máli, svo taktu vel eftir því að þér á eftir að finnast að þú hafir aldrei verið eins ánægður, hamingjusamur eða heppinn. Það er allt miklu nær þér en þú heldur af því sem þig vantar. Og fólk elskar þig miklu meira en þig grunar, svo núna er tíminn til að halda gott partí og svo annað gott partí eftir það. Blómið þitt er fjóla og fjólublátt er góður litur fyrir þig enda mjög andlegur litur. Fjólublátt ameþyst er kærleikssteinninn fyrir þennan mánuð og hann losar þig við fíknir og eflir anda þinn svo um munar á sama tíma. Tími til að fagna FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku Nautið mitt, það er sko ýmislegt að gerast í þínu heilabúi þessa dagana og það er uppreisnarandi yfir þér. Þú stígur upp pollrólegur gagnvart því óréttlæti sem þér finnst rigna yfir. Þú færð þá tilfinningu að ekkert sé þér ofviða í þessum málum. Og þú kemur sjálfum þér svo mikið á óvart hversu miklum styrkleika þú býrð yfir þegar þú þarft að sýna hornin. Þú talar hreint út við alla og það er eins og sannleikurinn komi til þín úr ótrúlegustu áttum. Ein- hver segir þér eitthvað sem skiptir máli, þú lest eitthvað merkilegt sem bankar í þig. Eða þig hrein- lega bara dreymir fyrir því sem koma skal og það er mikilvægt að kalla á draumana sína. Svo áður en þú ferð að sofa skaltu biðja um að muna draumana þína þegar þú vaknar. Ekki láta klukku vekja þig, eða annað sem fær þig til að hrökkva við, því þá hverfa draumsýnirnar. Þessir haustmánuðir sýna þér svo vel hversu næm manneskja þú ert og að þú búir yfir spádóms- gáfu. Meira að segja fótboltamenn þurfa að hafa þessar gáfur, því ekki geta þeir séð leikinn fyrir- fram, þetta á reyndar við alla íþróttamenn sem ná langt og líka hina. Það er líka gaman að segja þér að blómið þitt eða blóm Nautsins er rósaþyrnir. Og að sjálfsögðu er engin rós án þyrna, sem þýðir bara fyrir þig að lífið er jin og jang, því annars kanntu ekkert að meta. Það getur orðið uppgjör í ástinni hjá einhverjum í þessu merki, en þá er líka búið að reyna allt sem mögulega er hægt og tími kominn til að snúa sér að öðrum hlutum í lífinu. En á móti kemur að ástin er líka að koma inn hjá þeim sem búast svo sannarlega ekki við henni. Það sem tengist ástinni, hvort sem það eru endalok eða upphaf, mun gefa þér mikla gæfu, þótt þú sjáir það ekki strax. Að muna drauma sína NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ Elsku Krabbinn minn, þú hefur þann hæfileika (eins og önnur krabbadýr) að geta verið inni í skelinni þinni þegar þú þarft. Þú ert búinn að læra að mestu að skýla þér fyrir veseni og vandamálum annarra. Og það gerir þig svo miklu sterkari til þess að takast á við þetta yndislega og litríka líf. Þú ert búinn að vera að hugsa að það hafi ekki nógu margt eða mikið áunnist í sumar eins og þú vildir að það gerði. En núna eru að detta í hús kærkomnar fréttir sem gefa þér svo margt gott. Þú hefur líka fundið hjá þér nýjan hæfileika, eitthvað sem þú ert sérlega góður í og þú ættir að skoða það mál aðeins betur. Því að þessi tími er til þess að spyrna fótunum eins fast og þú getur. Og þú hefur það ekki einu sinni í þinni ímyndun, það er að þú sérð það fyrir þér í mynd sem er að koma til þín, hversu langt þú átt eftir að ná. Það mun auka víðsýni þína og lífsneista að temja þér nýjungar í lífinu. Ekki segja við sjálfið: „Ég kann þetta ekki, ég get þetta ekki eða ég nenni þessu ekki.“ Því þá hverfa í bili þeir möguleikar sem eru að bjóðast þér. Steinninn þinn heitir rúbín og hann táknar frelsun hjartans. Rauði liturinn er líka þinn litur þennan mánuðinn, hvort sem það er bók, föt eða bolli, því að tilfinningin sem þú meðal annars færð út úr því er lífsþorsti og vinátta. Þú skalt gefa mikið af þér ef þú ætlar að heilla ástina og þó að þú sjáir það ekki strax, þá er það að virka sem þú ert að gera. Þú finnur fyrir meiri bjartsýni en þú hefur haft og þessi jákvæða sýn þín á lífið allt er undirstaða þeirrar vellíðunar og styrks sem þér er að auðnast. Gríptu nýjungar KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ Elsku Hrúturinn minn, það er allt að falla í réttar skorður hjá þér. Og þú elskar mest af öllu skipulag, hvort sem þú gerir þér grein fyrir því eður ei. Þú átt eftir að finna fyrir því hversu orðheppinn þú ert og svo ertu líka búinn að læra á það, að þegar þú ætlar að fá einhverju framgengt seturðu ljúfa orku í röddina þína. Þú verður reyndar að vera viðbúinn því að velja og hafna og ekki taka of mikið að þér. En ef þú neyðist til að gera það, þá skaltu skrá niður hvenær þarf að gera þetta og hvenær þú þarft að klára hitt. Margir Hrútar eru að byrja á stórum verkefnum og kvíði getur læðst að þér. En sú vinnusemi sem þú sýnir mun reka á brott þann leiðindadjöful á ör- skömmum tíma. Þú finnur meiri gleði og kátínu í hjartanu en þú hefur fundið fyrir síðastliðna þrjá mán- uði. Þú færð þá sterku tilfinningu að sjá hvað litlir hlutir eru mikilvægir. Og þú þjálfar þig í því að hugsa ekki of langt fram í tímann, því ef þú gerir það ertu fjarverandi í nútíðinni. Þær tilfinningar sem tengjast ástinni eflast og styrkjast og þú verður staðfastur í að vera góður við þá sem þú berð kærleika til. Og þótt þú hafir áhyggjur af peningahliðinni, þá reddast málin á síðustu mínútunum og ef þú skoðar vel þá hefurðu alltaf lent á fjórum fótum. Þú finnur að það gefur þér svo mikla orku að vera hugrakkur og skoðaðu það líka að þú ert svo góður í að berjast fyrir aðra. Þá finnurðu líka kærleikann snerta þig svo sannarlega á svo sterkan hátt og þá líður þér vel. Og það er það eina sem við mannfólkið í raun óskum okkur. Í réttar skorður HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL Elsku Tvíburinn minn, þú ert svo undurskemmtilegur og virkar alltaf svo já- kvæður, þótt það gnísti í hjarta þínu. Það er mikilvægt að þú sjáir að það er eðlilegt að taka sér smátíma til þess að vera fúllyndur, geðstirður og öskra eins hátt og þú getur erfiðleikunum út úr systeminu. Og þá er gott að vera bara í bílnum eða þar sem enginn annar heyrir í þér. Því þá finn- urðu hvað þú getur tekið gleði þína snöggt aftur. Þú munt skynja öfund í kringum þig, og jafnvel illgirni. Ekki að þú eigir að hugsa um það í eina mínútu, heldur þarftu að vera vel á verði gagnvart hverjum þú treystir! Í þessum tilvikum verð- urðu að stóla á sjálfan þig, því þú einn leysir málin og þá finnurðu stöðugleikann. Það er svo margt og merkilegt að koma í ljós, þó að þeir hlutir gleðji þig ekki alltaf sem þú sérð. Þá skaltu muna það að þú hefur aflið til að fljúga yfir það fólk sem reynir að hindra þig, því það eru smáborgarar. Þetta haust mun tala fallega til þín af því að það verður svo gott veður. Því að orka þín er svo tengd veðri og vindum, myrkri og ljósi, svo andaðu inn fegurðinni af öllum krafti. Heilinn notar 10 sinnum meira súrefni en allir hinir hlutar líkamans nota til samans. Svo ímyndaðu þér að þú andir djúpt inn hamingjunni og þegar þú andar frá þér að þú andir frá þér hamingjunni, því þá er hún allt í kringum þig. Það hefur verið hafsjór af mikilvægum og merkilegum hlutum að gerast hjá þér í sumar sem hafa gefið þér vit og aðra sýn á lífið. Og fyrir þá sem eru á lausu eða í góðu sambandi er ástin að vaxa, samstaða að eflast og hamingjan að aukast. Þú hefur það sterka tákn að vera óútreikn- anlegur, líflegur og heillandi og þess vegna þurfa svo margir á þér að halda. Andaðu inn fegurðinni TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku Ljónið mitt, að lifa er að þora er setningin sem á að einkenna septembermán- uð fyrir þig. Gerðu meira en þú þarft og láttu engan segja þér hvað þú þarft, því þú veist það sjálfur. Steinn Ljónsins er mánasteinn og hann táknar gleði og ef þú skoðar vel þá hefur afstaða tunglsins mögnuð áhrif á þig. Það er nýtt tungl að birtast okkur þann sjöunda september og þá skynjar þú þau tækifæri sem eru í kringum þig til að byggja upp það sem þig langar til og að gera betur. Það er fullt tungl í fimmta merkinu þann 20. september og þá skynjar þú að það er takmarkalaust hvað þú getur magnað upp, svo það líkist göldrum. En eitt verðurðu að vita samhliða þessu, að þegar fullt tungl er og þú ert reiður og finnst allt ómögu- legt og ekkert að virka, þá magnarðu það líka upp í lífi þínu. Á þessu tímabili þarftu að vita skýrt hvað þú vilt og að senda það út í alheimsvitundina, því það kemur aftur til þín eins og búmerang. Og þú mátt ekki óska öðrum ama eða erfiðleika að neinu leyti til þess að fá þínu framgengt, því það gæti bitið þig til baka. Það eru margar leiðir að opnast fyrir þér, til dæmis hvort þú viljir færa þig úr stað og fara annað. Hvaða titil þú vilt að vinna þín eða skóli hafi og hvaða leið er best til að fá þá peninga sem þig vantar til þess að geta skapað þér það líf sem þú vilt. Vertu með opin augu og hlustaðu vel því að þú átt eftir að geta nýtt þér þessar góðu aðstæður til þess að gera líf þitt skemmtilegra og betra. Það er harðbannað að segja við sjálfan sig að maður hafi frestunaráráttu. Og þú mátt alls ekki not- færa þér hana, heldur skaltu ráðast á það sem hindrar þig strax. Lífið er ekki langhlaup heldur sprett- hlaup. Að taka sprettinn og klára hann þýðir einfaldlega að taka sprettinn og klára hann! Og þegar þú tekur þannig á hlutunum og klárar málin finnurðu sigurvegarann í þér. Að lifa er að þora LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST Ást er eins og rafmagn svo hafðu öll ljós kveikt. Knús og kossar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.