Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.09.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.9. 2021 LESBÓK GLÆPIR Fyrst var það O.J. Simpson, síðan Gianni Ver- sace en í þriðju þáttröðinni af American Crime Story verða Monica Lewinsky, Linda Tripp og hinar konurnar sem tengdust ákærunni á hendur Bill Clinton Banda- ríkjaforseta til embættismissis árið 1998 í forgrunni. Fram hefur komið að Lewinsky þótti hugmyndin til að byrja með afleit en eftir að höfundur þáttanna, Ryan Murphy, lagði ofuráherslu á að þeir yrðu gerðir með blessun hennar skipti Lewinsky um skoðun. Ekki nóg með það, hún er líka einn framleiðenda þáttanna. Bean- ie Feldstein fer með hlutverk Lewinsky í Impeachment: American Crime Story, sem frumsýndur verður á sjón- varpsstöðinni FX vestra á þriðjudaginn, Sarah Paulson leikur Lindu Tripp og Clive Owen Bill Clinton. Clinton-hneykslið á skjáinn Beanie Feldstein leikur Monicu Lewinsky. AFP SEIGLA Okkar bestu menn í málmi og sér- legir vinir Lesbókar, Anvil, sitja ekki auðum höndum fremur en fyrri daginn en í byrjun vikunnar upplýsti söngvari sveitarinnar, Lips eða Vari, á samfélagsmiðlinum Twitter að þeir félagar hefðu lokið við upptökur á nýrri breiðskífu í Þýskalandi, þeirri nítjándu í röð- inni. Ekki kom fram hvað hún mun heita eða hvenær hún kemur til með að rata í allar betri plötubúðir en seinasta breiðskífa Anvil kom út í fyrra. „Sturluð lög, öll sem eitt. Hér er um augljósa framþróun að ræða,“ tísti Vari sperrtur. Anvil hefur samviskusamlega reynt að slá í gegn í 43 ár en án árangurs. Allur er Varinn góður Vari kveðst aldrei hafa verið ferskari en nú. AFP LoMenzo og Mustaine í ham á tón- leikum í Austin, Texas, 20. ágúst. Í bakgarðinum hjá Ellefson FULLT HÚS Gömlu þrassbrýnin í Megadeth eru á mikilli þeysireið um Bandaríkin enda menn búnir að halda músíkinni lengi í sér vegna heimsfaraldursins. Á dögunum drápu þeir niður fæti í Phoenix, Arizona sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að það er heimabær Davids Ellefsons, bassaleikara Megadeth til margra ára, en honum var vikið úr bandinu í vor. Ekki virtust sveitungar hans erfa þann gjörning við Dave Mus- taine en uppselt var á giggið. Á bassanum á túrnum er James Lo- Menzo sem áður lék með Megadeth frá 2006 til 2010. Stríðmannað er á túrnum en Megadeth fylgja Lamb of God, Trivium og Hatebreed. H ún dó eins og hún lifði, ótta- laus. Guð veit hvað við unn- um henni heitt og við ger- um okkur grein fyrir því hvað við vorum lánsöm að hafa hana í okkar lífi. Hún skein svo skært. Hverfðu nú, litla mín, inn í tómið og kærar þakkir fyrir allt.“ Þannig komst breski leikarinn Damian Lewis að orði þegar hann tilkynnti um andlát eiginkonu sinn- ar, bresku leikkonunnar Helen McCrory, í apríl síðastliðnum. Hann sagði fráfall hennar afar þungbært en McCrory lést á heimili þeirra um- vafin sínum nánustu. Banamein hennar var krabbamein sem leik- konan háði hetjulega baráttu við. Andlátið kom flatt upp á flesta í kvikmyndaheiminum enda hafði ekki komið fram opinberlega að McCrory ætti við veikindi að stríða. Hún var ekki nema 52 ára. McCrory var afkastamikil leikona, bæði á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu og lék nánast fram í andlát- ið. Þættirnir Fjölskyldubönd (MotherFatherSon), sem Ríkissjón- varpið sýnir á sunnudagskvöldum voru gerðir árið 2019 og kom Dó eins og hún lifði, óttalaus Breska leikkonan Helen McCrory hefur verið fastagestur í stofum landsmanna undanfarin sunnudagskvöld í dramaþættinum Fjölskyldu- bönd. Þessi afkastamikla leikkona lést í vor. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Helen McCrory ásamt eiginmanni sínum, breska leikaranum Damian Lewis, eftir að hún hlaut svokallaða OBE-orðu fyrir störf sín að leiklist árið 2017. AFP Helen McCrory fer með hlutverk Kathryn Villiers í Fjöl- skylduböndum, sem RÚV sýnir þessa sunnudagana. Persónan er af auðugu bresku fólki og fyrrverandi eig- inkona bandaríska fjölmiðlamógúlsins Max Finch sem Richard Gere leikur. Fátt hefur verið með þeim um langa hríð enda hefur Finch haldið einkasyni þeirra, Caden, að mestu frá móður sinni eftir að þau skildu. Þegar Caden, sem er þrítugur að aldri þegar okkur ber að garði, veikist illa kemur upp ný staða og hjónin fyrrverandi þurfa að standa saman að baki syni sín- um en hans bíður löng og ströng end- urhæfing. Billy Howle leikur Caden Finch en af öðrum leikurum í Fjöl- skylduböndum má nefna Pippu Benn- ett-Warner, Sinéad Cusack, Joseph Mawle, Elenu Anaya og Ciarán gamla Hinds sem leikur föður Max Finch – enda þótt hann sé fjórum árum yngri en Richard Gere. Það verður að teljast býsna vel af sér vikið. Fjórum árum eldri en faðir hans Richard Gere, svalur að vanda. Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w wsýnumhvert öðru tillitssemi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.