Morgunblaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 1
Mars 2021
1milljón km
Ágúst 2021
2,7milljón km
Notkun rafskúta
á vegum Hopp
Eknir
kílómetrar
144.000 notendur
1.100 rafskútur á
höfuðborgarsvæðinu
_ „Við erum komin með 144 þúsund
notendur á skömmum tíma sem
fara fleiri þúsund ferðir á dag.
Þessi nýsköpun gerir fólki auðveld-
ara að notast við aðra ferðamáta en
bíla,“ segir Sæunn Ósk Unnsteins-
dóttir, framkvæmdastjóri rafskútu-
leigunnar Hopp Reykjavík.
Ekki eru tvö ár liðin síðan Hopp
var sett á stofn en vöxtur fyrir-
tækisins hefur verið afar hraður.
Hugbúnaðurinn að baki Hopp er al-
farið unninn á Íslandi og sama gild-
ir um appið sem notendur nota til
að tengjast rafskútunum.
Floti Hopps var stækkaður úr
300 rafskútum í 1.100 á höfuðborg-
arsvæðinu í vor. Þá höfðu notendur
hoppað um eina milljón kílómetra
en sú tala er nú komin upp í 2,7
milljónir kílómetra. „Við ætlum
okkur stærri hluti og stefnum á að
breyta ferðahegðun fólks um allan
heim,“ segir Sæunn. »10
Hafa hoppað 2,7
milljónir kílómetra
HEILSA
Flutt heim eftir áratugí Kaliforníu og kenniríslenskum konum að réttaúr sér og styrkja vöðvana
Helga GuðnýTheodórsdóttir
Jón ÍvarEinarsson
SOLLA EIRÍKSEftir að
„Ég reyni að hreyfamig nánast daglega“
F Ö S T U D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 200. tölublað . 109. árgangur .
REYNDASTI
KEPPANDI
ÍSLANDS
ALLT UM
HEILBRIGÐAN
LÍFSSTÍL
HEILSA 35 SÍÐURTHELMA BJÖRG 26
Stjórnendur hins 160 ára gamla Al-
bright-Knox-listasafns í Bandaríkj-
unum kynntu á norrænu CHART-
listkaupstefnunni í Kaupmannahöfn
í gær afar metnaðarfulla áætlun um
að sýna, rannsaka og safna norrænni
samtímamyndlist á næstu sex ára-
tugum.
Í samtali við Janne Sirén, for-
stöðumann safnsins, í Morgun-
blaðinu í dag kemur fram að þegar
hafi rúmlega fjörutíu safnarar og
áhugamenn um samtímamyndlist á
Norðurlöndum lagt fram sem nemur
rúmlega sjö milljónum dala í sjóð
sem á að standa undir sýningum,
rannsóknum og útgáfu safnsins sem
tengjast norrænni myndlist. Mark-
miðið er að ná saman 60 stuðnings-
aðilum sem leggi fram um tíu millj-
ónir dala alls. Þá segir Sirén að
innkaupasjóður safnins í Buffalo sé
öflugri en innkaupasjóðir allra opin-
berra listasafna á Norðurlöndum
samanlagt og sé markmiðið að sýna
og kaupa framúrskarandi samtíma-
list frá öllu norræna svæðinu, frá
Grænlandi að Finnlandi. »28
Norræn list í kastljósinu
- Listasafnið í Buffalo kynnti metnaðarfulla 60 ára áætlun
Buffalo AKR Art Museum
Metnaður Ný safnbygging í Buffalo
mun sýna norræna samtímalist.
Að minnsta kosti 60 Afganar og tólf bandarískir
hermenn létust í hryðjuverkaárás í Kabúl. Þá særð-
ust í það minnsta 150 manns.
Sprengingarnar voru tvær. Fyrri sprengingin
varð við hótel þar sem breskar hersveitir og blaða-
menn héldu til og sú síðari var við svokallað Abbey-
hlið rétt fyrir utan flugvöllinn í Kabúl þar sem
sjálfsmorðssprengja sprakk í miðjum hópi fólks
sem var að fá vegabréfsáritanir sínar staðfestar.
Hryðjuverkasamtökin Isis-K lýstu yfir ábyrgð á
árásunum en samtökin eru talin vera öfgakenndasti
og ofbeldisfyllsti öfgahópur Afganistan. »13
AFP
Mannskæð sprengjuárás í Kabúl
„Þetta er tvíbent. Það er jákvætt að eitt-
hvað sé verið að létta á aðgerðum en hins
vegar hefðum við kosið að [almennar]
samkomutakmarkanir færu upp í 500
manns,“ segir Helgi Björnsson, formaður
Félags sjálfstætt starfandi tónlistar-
manna, um nýjar sóttvarnaaðgerðir sem
taka í gildi á laug-
ardag.
Yfirvöld útfæra
nú að 500 manna
hólf verði leyfð á
stærri samkomum
með kröfu um nei-
kvætt hraðpróf.
Helgi segir að
kostnaður fylgi
því og alls konar
flækjustig sem
eigi eftir að leysa.
„Maður sér ekki
fram á að þetta
ákvæði birtist
strax.“
Helgi segir aftur á móti að mjög gott sé
að nándarreglan verði felld niður. „Það
munar mjög miklu því þá er hægt að hafa
200 manns í 200 manna sal sem var ekki
hægt áður.“ Hann segist fagna öllum já-
kvæðum skrefum en að hann hafi verið
vongóður um að fjöldatakmarkanir yrðu
rýmkaðar frekar.
Helgi heldur ferna tónleika í Hörpu um
helgina og segist hlakka mikið til. Þó að
reglugerðarbreytingar gangi í gildi á
laugardag munu þær ekki hafa áhrif á
tónleikana þar sem of seint er að gera
breytingar á tónleikunum í samræmi við
þær. „Það er svo langt síðan maður hefur
komið fram fyrir framan svona stóran
hóp, ég er eins og tíu ára barn sem hlakk-
ar til jólanna,“ segir Helgi kíminn.
„Það stefnir í rosa flott og mikið show,“
segir Helgi og bætir við að gestir megi
búast við góðri skemmtun.
Breyt-
ingar
tvíbentar
- Hefði viljað frekari
rýmkun á samkomum
Breytingar í
sviðslistum
» Eins metra
regla fellur niður
á sitjandi við-
burðum, áfram
gildir grímu-
skylda.
» Heimilt er að
hafa hlé ásamt
veitingasölu.
MSóttvarnareglur breytast lítið »6
_ Huga þarf betur að geðheilsu
háskólanema sem og að jafna
kynjahlutfall innan stærstu
menntastofnunar landsins, Há-
skóla Íslands. Þetta er meðal þess
sem Helga Hannesdóttir gæðlækn-
ir kemur inn á í grein í Lækna-
blaðinu.
Forðast ber að sóa mannauði
háskólanema sem reyna að komast
inn í deildir HÍ með „skaðlegum“
samkeppnisprófum sem geta bæði
verið fjárhagslega og andlega
íþyngjandi fyrir nemendur, segir
Helga við Morgunblaðið. »14
Inntökupróf geta
haft skaðleg áhrif
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Mikill fjöldi framkominna framboða
eykur mjög óvissuna um það hvaða
frambjóðendur eygja von um þing-
sæti í komandi alþingiskosningum,
sem fram fara hinn 25. september.
Fram eru komin níu framboð á
landsvísu, en samkvæmt skoðana-
könnunum eiga þau öll von um að ná
fólki inn á þing. Að Sjálfstæðis-
flokknum undanteknum eru þau
flest á svipuðu reki með um og undir
10% fylgi, nokkuð misjafnlega dreift
á kjördæmi.
Vegna kjördæmakerfisins og flók-
ins útreiknings á jöfnunarsætum
geta því smávægilegustu fylgi-
sbreytingar hjá einum flokki í einu
kjördæmi haft mikil áhrif á það
hverjir verða kjörnir á þing fyrir
aðra flokka og í öðrum kjördæmum.
Það þekkja menn vel úr fyrri
kosningum, en þegar svo mjótt er á
munum milli flokka eins og skoðana-
kannanir gefa nú til kynna, þá er
óvissan meiri en nokkru sinni. »4
Fjöldi framboða
eykur óvissuna