Morgunblaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI SUMARLEG SÆNGURVERASETTSÆNGURVER OG NÁTTSLOPPAR HÖFUM ÞAÐ GOTT HEIMA KERTATÍMIKósý ÚRVAL AD VÖNDUÐUM ILMKERTUM FRÁ FRANSKA MERKINU DURANCE, FULLKOMIN Á SÍÐSUMARKVÖLDUM Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Jón Gnarr mun syngja Völuspá við eigið lag í Þjóðminja- safni Íslands í dag og á morgun, 27. og 28. ágúst, kl. 16. Völuspá er eitt eddukvæða og það þekktasta af íslensk- um fornkvæðum og segir frá sköpun heimsins, tilkomu manneskjunnar og atburðum og átökum þeim sem að lokum leiða til Ragnaraka. Kvæðið er varðveitt í tveim- ur megingerðum og styðst Jón við svo- kallaða Konungsbókarútgáfu sem er elsta varðveitta útgáfa kvæðisins, frá árinu 1270. Hilmar Örn Agnarsson og Hilmar Örn Hilmarsson sjá um tónlist- arlega útsetningu og hljóðmynd verks- ins og nota ýmis hljóðfæri meðan á flutningi stendur, til dæmis ým- is hljóðfæri úr smiðju Páls á Húsafelli. Urður, Verðandi og Skuld sjá einnig um söng, bak- raddir og hljóðfæraslátt en þær eru Berglind Björgúlfsdóttir, Hjördís Árnadóttir og Rannveig Þyri Guðmundsdóttir. Jón syngur Völuspá í Þjóðminja- safninu í dag og á morgun FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Íslenska frjálsíþróttafólkið sem mætt er til keppni á Ól- ympíumót fatlaðra í Tókýó tekur þátt í sínum greinum um helgina. Patrekur Andrés Axelsson keppir í 400 metra hlaupi í flokki blindra í nótt og í fyrramálið keppir Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir í kúluvarpi. Hún keppir í seinni grein sinni, langstökkinu, á sunnudags- morguninn. Kári Jónsson er yfirmaður landsliðsmála Íþróttasambands fatlaðra og þrautreyndur frjáls- íþróttaþjálfari og leggur mat á möguleika Patreks og Bergrúnar í viðtali í blaðinu í dag. »27 Frjálsíþróttafólkið Patrekur og Bergrún hefja keppni um helgina ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eldgosið og umhverfið breytist stöðugt. Mér finnst gaman að fylgj- ast með þeirri þróun auk þess sem ég hef alltaf mikla þörf fyrir hreyf- ingu. Þetta tvennt hef ég náð að sameina í göngum að gosinu,“ segir Eiríkur Óli Dagbjartsson, útgerðar- stjóri í Grindavík. Eins og aðrir þar í bæ hefur Eiríkur eldgosið við Fagradalsfjall fyrir augunum og fylgist því vel með þróun þess. Gosið, sem hófst 19. mars sl., hafði aðeins staðið í fáeina klukku- tíma þegar Eiríkur var kominn að eldgígnum og síðan þá eru ferðirnar að þessum nornapotti náttúrunnar orðnar 42. Sennilega met! Hraunelfur streymir fram Eiríkur segist gjarnan fara að gosstöðvunum síðdegis, eftir vinnu, eða á kvöldin. Misjafnt sé hvaða leið hann taki en um nokkrar sé að velja. „Nýlega var útbúið bílastæði austan við Ísólfsskála og þaðan er skemmti- leg leið upp að Langahrygg, þeim góðan útsýnisstað,“ segir Eiríkur Óli. Þau Sólveig Ólafsdóttir eigin- kona hans hafa oft farið saman í þessar göngur, sem þau njóta í botn! „Fyrir nokkrum dögum gekk ég seint um kvöld inn Nátthagadal og lenti þar í þoku. Þegar komið var innarlega í dalinn mátti sjá hraun- elfina streyma fram brekkurnar, sem var mikið sjónarspil. Mikinn hita lagði þar upp af hrauninu svo þarna var auður blettur og ágætt skyggni. Svo nánast villtist ég á leið- inni til baka, slík var þokan. Ferð- irnar á þessar slóðir hafa allar verið gefandi og skemmtilegar, þarna rekst maður á ótrúlegasta fólk en sykurhúðuð gulrót í öllum þessum ferðum er að sjá náttúruna í ótrú- legum ham.“ Glóandi gígur og svart hraun Jarðvísindamenn telja ómögulegt að segja neitt fyrir um hugsanleg goslok við Fagradalsfjall. Jafnvel er gert ráð fyrir að eldgosið geti staðið í einhver ár, þótt jafn líklegt sé að því ljúki á morgun. „Í upphafi gossins kraumaði í að- eins einum gíg, sem síðan fjölgaði þegar ný sprunga myndaðist. Hvert glóandi hraun hefur runnið hefur líka komið á óvart, eins og raunar flest í þessum atburðum. Að gosið standi í mörg ár er nokkuð sem ég hef áhyggjur af, því hver veit nema hraunið gæti þá ógnað byggðinni hér í Grindavík,“ segir Eiríkur, einkaflugmaðurinn sem á dögunum renndi sér yfir eldgosið. „Úr flugvél séð úr lofti fæst nýtt og mjög skemmtilegt sjónarhorn á staðinn og allar aðstæður við gos- stöðvarnar,“ segir Eiríkur. „Ég hlakka þess vegna til þess í vetur að fljúga yfir svæðið og sjá andstæð- urnar sem myndast þegar rauðgló- andi gígurinn vellur – og biksvart hraunið og snæviþakin jörð verða andstæður. Slíkt verður mikið sjón- arspil eins og allt viðvíkjandi eldgos- inu, sem nú hefur staðið í rúma fimm mánuði, hefur svo sannarlega verið.“ Göngugarpar Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir kona hans á ferðinni við Fagradalsfjall með eldgíginn mikla kraumandi að baki sér. Gengið að nornapotti - Skemmtilegar ferðir - Náttúra í ham er sykurhúðuð gulrót - Eiríkur Óli hefur farið alls 42 sinnum að gosinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.