Morgunblaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
Fylltu á flöskuna,
ekki á ruslafötuna.
Áfyllingarnar okkar nota að minnsta kosti
77% minna plast en venjulegar umbúðir.
K g 4 2 7 70 w o anrin lan -1 | s. 57 - 40 | ww.l ccit e.is
Haustsöfnun Barnaheilla hófst í
gær með formlegri athöfn þegar
Najmo Fyasko, flóttakona frá
Sómalíu, keypti fyrsta armbandið.
Þannig sýndi hún verkefninu, sem
snýr að vernd stúlkna gegn of-
beldi í Síerra Leóne, samstöðu, en
Najmo flúði Sómalíu 13 ára gömul
eftir mikið ofbeldi. Najmo er mik-
il baráttukona og í dag berst hún
fyrir réttindum stúlkna og
kvenna, segir í tilkynningu
Barnaheilla.
Söfnunin ber heitið Lína okkar
tíma og rennur allur ágóði af söl-
unni beint til þróunarverkefnis
Barnaheilla í Síerra Leóne þar
sem lögð er áhersla á vernd
stúlkna gegn ofbeldi. Armbandið
kostar 2.000 kr. og m.a. hægt að
kaupa það á vefnum barnaheill.is.
Haustsöfnun Najmo kaupir armband af
Ernu Reynisdóttur hjá Barnaheillum.
Haustsöfnun Barna-
heilla farin af stað
Byggingar- og skipulagsyfirvöld í
Reykjavík samþykktu á þriðjudag
að leyfa Félagi múslima á Íslandi að
byggja tveggja hæða bænahús við
Suðurlandsbraut 76.
Þetta kemur fram í fundargerð
byggingarfulltrúa og skipulagsfull-
trúa borgarinnar frá 24. ágúst.
Í fundargerðinni kemur fram að
byggingin verði úr forsteyptum ein-
ingum og telji samtals 677,6 fer-
metra, þar sem neðri hæðin verður
598,3 fermetrar og sú efri 79,3 fer-
metrar.
Félag múslíma fékk leyfi til að
byggja mosku við Suðurlandsbraut
árið 2019 en ekki var hægt að hefja
framkvæmdir strax þar sem ekki
var búið að uppfylla ákveðin skilyrði
á borð við afhendingu sérteikninga,
greiðslu tilskilinna gjalda og ráðn-
ingu byggingarmeistara.
Samþykktu
byggingu mosku
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Á miðvikudag var greint frá því að
skrifstofa Landspítalans hefði blásið
út síðasta áratuginn. Þannig sýndu
opinberar tölur að starfsfólki sem
heyrði undir hana hefði fjölgað um
115% á árabilinu 2010-2020. Vísaði
blaðið þar til svara heilbrigðisráðu-
neytisins til Alþingis við fyrirspurn
sem laut að rekstri stofnunarinnar.
Landspítalinn sendi í kjölfarið frá
sér yfirlýsingu vegna fréttarinnar og
segir hana byggjast á misskilningi.
Færðir undir skrifstofuna
„Rétt er að stöðugildi 170 náms-
lækna voru flutt til innan spítalans í
maí 2020, frá sviðum og til skrifstofu
framkvæmdastjóra lækninga, og
skýrir það þá aukningu sem dregin er
fram.“ Bendir spítalinn á að þessir
námslæknar hafi starfað og starfi
enn „við sjúklinga og lækningar eins
og fyrir breytinguna“.
Skýrir spítalinn þessa skipulags-
breytingu á þeim forsendum að í
henni felist „miðlægt utanumhald og
skipulag, m.a. vegna alþjóðlegrar
vottunar Royal College of Physicians
í London sem er virtur samstarfsaðili
í verkefnum sem þessum víða um
heim“.
Eftir breytingarnar voru 446,9
stöðugildi við skrifstofu Landspítal-
ans en fyrir þær 276,9. Árið 2010 voru
stöðugildin 207,6. Sé tillit tekið til
færslu sérnámslæknanna fjölgaði því
stöðugildum á skrifstofunni um
33,4%.
Þá bendir spítalinn í yfirlýsingu
sinni á að sérnámið sem þarna ræðir
um hafi getið sér gott orð og sé for-
senda klínískrar þjónustu og mönn-
unar í lækningum til framtíðar.
„Því er hér um að ræða lækna í sér-
námi sem stunda sitt starfsnám á
Landspítala og hafa m.a. leikið lyk-
ilhlutverk í viðbragði spítalans í
Covid-faraldrinum. Sérnámslæknar
sinna þannig ekki skrifstofustörfum
heldur sérnámi sínu og klínískri
vinnu á spítalanum.“
Í ljósi viðbragða spítalans við frétt
Morgunblaðsins hefur blaðið lagt fyr-
irspurn fyrir stofnunina um hvernig
skilgreiningu starfa er háttað á vett-
vangi hennar og hvort skrifstofufólk
sé flokkað undir öðrum sviðum en
skrifstofu, rétt eins og að læknar sem
sinna klínískri þjónustu séu skil-
greindir undir hatti skrifstofunnar.
Landspítalinn hafði ekki brugðist
við fyrirspurn blaðsins þegar það fór
í prentun.
Nemar ástæða fjölgunar
- Forsvarsmenn Landspítalans segja skrifstofu stofnunarinnar ekki hafa blásið út
- 170 sérnámslæknar voru færðir undir hatt skrifstofunnar en starfa þar ekki
Morgunblaðið/Eggert
Skipulag á Landspítala Árið 2020 var ákveðið að færa 170 námslækna
undir skrifstofu Landspítalans. Þeir starfa þó ekki fyrir skrifstofuna.
Andri Ólafs-
son, fyrrum
aðstoð-
armaður og
upplýsinga-
fulltrúi rekt-
ors Háskóla
Íslands, hef-
ur verið ráð-
inn til að
annast fjöl-
miðlasamskipti Landspítalans.
Um er að ræða tímabundna
ráðningu til nokkurra mánaða
þar sem Stefán Hrafn Hagalín,
deildarstjóri samskiptadeildar,
er á leið í frí.
„Við erum í þungri törn núna
og veitir ekki af liðsstyrk. Andri
er með mikla reynslu bæði í fjöl-
miðlum og almannatengslum
og verður frábær viðbót,“ segir
Stefán í samtali við Morg-
unblaðið.
Andri hleyp-
ur í skarðið
STEFÁN Á LEIÐ Í FRÍ
Andri Ólafsson
Fjölmargir skólar norðanlands og
eystra hafa síðustu daga brugðið á
það ráð að færa kennsluna úr skóla-
stofum út undir bert loft. Hitinn hef-
ur víða verið á bilinu 25-28 gráður og
verið nær ólíft innandyra.
Í gær var nemendum í 5. bekk
Oddeyrarskóla á Akureyri boðið upp
á útisturtu eftir íþróttatíma. Kenn-
arinn mætti með vatnsslöngu og
sprautaði á krakkana til að kæla þá
niður að tíma loknum. Ríkti mikil
kátína meðal nemendanna með þetta
fyrirkomulag.
Miðað við veðurspár er útilit fyrir
ágætisveður áfram austanlands.
Útisturta í
hitanum
á Akureyri
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Vatni var sprautað á
nemendur Oddeyrarskóla í gær.