Morgunblaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021 Alexia Putellas og Jorginho voru útnefnd knattspyrnufólk ársins í Evrópu fyrir tímabilið 2020-2021 í verðlaunahófi Knattspyrnu- sambands Evrópu og Samtaka evr- ópskra íþróttafjölmiðla. Hófið fór fram í Istanbul í gær en var með rólegra móti þar sem verð- launahafar voru ekki viðstaddir vegna heimsfaraldursins og þess flækjustigs sem ferðalögum fylgir um þessar mundir. Samtök evr- ópskra íþróttafjölmiðla, ESM, standa að kjörinu ásamt Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA, og er Morgunblaðið þar fulltrúi Ís- lands. Alexia Putellas leikur með Barcelona og spænska landsliðinu en Jorginho með Chelsea og ítalska landsliðinu. Þjálfarar þeirra hjá fé- lagsliðunum voru útnefndir þjálf- arar ársins. Lluís Cortés hjá Barce- lona í kvennaflokki og Thomas Tuchel hjá Chelsea í karlaflokki. sport@mbl.is Putellas og Jorginho þóttu skara fram úr Ljósmynd/ESM Best Alexia Putellas var fyrirliði Evrópumeistara Barcelona en leikmanni kvennaliðs Barcelona hafði ekki hlotnast þessi heiður fyrr. Í TÓKÝÓ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Talsverð eftirvænting ríkir meðal Íslendinganna í Tókýó fyrir 100 metra baksund blindra á morgun en þar hefur Már Gunnarsson verið í fremstu röð í heiminum. Hann fékk bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu 2019 en náði sér ekki á strik á EM í vor og varð að sætta sig við fimmta sætið. Ís- landsmet hans í greininni frá HM 2019 er 1:10,43 mínútur. Það er fjórði besti árangurinn hjá þeim 13 keppendum sem taka þátt í grein- inni og því raunhæft að ætla að Már geti slegist um verðlaunasæti. Steindór Gunnarsson, sem hefur þjálfað Má hjá ÍRB í Reykjanesbæ meira og minna frá níu ára aldri, segir að möguleikar á því séu vissu- lega fyrir hendi. „En það fer eftir því hvað hinir gera. Ef hann bætir sig þá myndi ég telja raunhæfar líkur á því. Ef hinir sýna líka stórstígar framfarir þá vit- um við ekki hvað gerist. Þetta verð- ur hörkukeppni. Í fyrsta lagi þarf að synda í undanrásunum og komast í úrslitin og svo sjá hvað setur þar. Þú verður að halda andlegu jafn- vægi þegar kemur að stóru stund- inni,“ sagði Steindór við Morg- unblaðið en hann er með Má hér í Tókýó. „Már er hress og kátur og það skiptir meginmáli. Hann kemur kát- ur inn á leikana með lágstemmdar væntingar. Auðvitað langar hann að vera ofarlega en gerir sér líka grein fyrir því að það getur brugðið til beggja vona,“ sagði Steindór. Mótlætið herðir menn Árangurinn á EM í vor olli nokkr- um vonbrigðum. „Hann keppti fyrst í 50 metra skriðsundi og spennustigið var of hátt. Hann synti á og meiddi sig. Í framhaldi var stress á honum í hans greinum. Væntingarnar voru miklar þannig að þetta var smá sjokk fyrir allt og alla. En svona mótlæti herðir menn. Hann var búinn að bæta sig í 50 metra baksundi, sýndi stórstígar framfarir og sett heimsmet í 200 metra baksundi. Framfarir hans voru svo miklar að við töldum að hann ætti innistöðu fyrir góðum árangri í 100 metrunum fyrst við vorum búnir að bæta þetta bæði í spretti og úthaldi. En svo gekk það ekki. Kannski vorum við búnir að spenna bogann of hátt og búast við einhverju sem var ekki raunhæft. En við lærum bara af því. Núna er hann með það markmið að njóta þess að vera hérna, taka þátt í harðri keppni og ekki velta sér alltof mikið upp úr þessu. Vonandi skilar það góðum árangri.“ Hörkusamkeppni í greininni Már hitaði upp í nótt með því að keppa í 50 metra skriðsundi (sjá mbl.is) og er því kominn með tilfinn- ingu fyrir lauginni. Hann keppir í fjórum greinum en það er ekkert launungarmál að 100 metra bak- sundið í nótt og í fyrramálið er aðal- keppikeflið. „Þar eru mestu möguleikarnir en það er hörkusamkeppni í þessari grein. Margir hafa tekið stórstígum framförum, eins og sást á EM, en svo sjáum við hvað setur og hvernig þeir koma stemmdir hingað. Svo er andlegi þátturinn stór, hvort sem það er spennustigið eða vænting- arnar þínar. Þú verður að vera búinn að ákveða hvernig þú ætlar að fara inn í mótið. Undirbúningurinn hefur verið mjög langur og í sumar jukum við æfingarnar mikið, en tókum inn á milli lengri helgarfrí þar sem hann átti líf fyrir utan sundið. Við vildum gera hlutina jákvæðari og skemmti- legri. Núna er mikið talað um andlega heilsu hjá íþróttamönnum. Þú getur æft og æft en þá endarðu kannski á vegg og ert búinn að þurrka þig upp. Við reyndum að hafa sumarið skemmtilegt, Már gæti gert eitthvað annað og litið í kringum sig, farið í veiði eða smá ferðalag. Ég held að það hafi tekist vel og svo kemur bara í ljós hvað verður,“ sagði Steindór Gunnarsson. _ Már keppir í undanrásum 100 metra baksundsins klukkan 01.24 í nótt. Ef það gengur samkvæmt áætlun keppir hann til úrslita tæp- um átta tímum síðar, klukkan 09.10 í fyrramálið, á laugardagsmorgni. Möguleiki á verðlaunasæti - Már í aðalgreininni í nótt og fyrra- málið - Reynslunni ríkari eftir EM Ljósmynd/ÍF Tókýó Már Gunnarsson hóf keppni á Ólympíumótinu í nótt en fram undan er hans aðalgrein, 100 metra baksundið, þar sem hann gæti orðið framarlega. Pepsi Max-deild kvenna Keflavík – Breiðablik ............................... 1:1 Staðan: Valur 16 13 2 1 46:16 41 Breiðablik 16 10 2 4 50:23 32 Þróttur R. 15 7 4 4 31:25 25 Selfoss 16 7 4 5 30:24 25 Stjarnan 15 7 2 6 17:20 23 Þór/KA 16 4 6 6 16:22 18 ÍBV 15 5 1 9 23:36 16 Keflavík 15 3 4 8 14:25 13 Fylkir 15 3 3 9 16:35 12 Tindastóll 15 3 2 10 11:28 11 Lengjudeild kvenna Afturelding – KR...................................... 0:3 Grindavík – FH......................................... 4:4 Haukar – Augnablik................................. 3:2 Víkingur R. – ÍA ....................................... 4:1 HK – Grótta .............................................. 1:2 Staðan: KR 16 11 3 2 45:20 36 FH 16 11 3 2 42:17 36 Afturelding 16 10 4 2 42:18 34 Víkingur R. 16 7 4 5 29:30 25 Haukar 16 6 3 7 25:30 21 Grindavík 16 3 7 6 27:32 16 Grótta 16 5 1 10 22:36 16 ÍA 15 4 2 9 16:34 14 HK 15 3 3 9 21:36 12 Augnablik 16 3 2 11 24:40 11 2. deild karla Reynir S. – KV.......................................... 4:1 3. deild karla KFG – Höttur/Huginn............................. 4:2 Svíþjóð Vittsjö – Rosengård................................. 0:4 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Evrópudeild UEFA Umspil, seinni leikir: AZ Alkmaar – Celtic....................... 2:1 (2:3) - Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá AZ á 71. mínútu. CFR Cluj – Rauða stjarnan ............ 1:2 (1:6) - Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik- inn með Cluj. Slovan Bratislava – Olympiacos ... 2:2 (2:5) - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. Alashkert – Rangers ....................... 0:0 (0:1) HJK Helsinki – Fenerbahce........... 2:5 (2:6) Zorya Luhansk – Rapid Vín ........... 2:3 (2:6) Antwerpen – Omonia Nikosía......... 2:0 (7:6) Legia Varsjá – Slavia Prag ............. 2:1 (4:3) Sturm Graz – Mura.......................... 2:0 (5:1) _ Samanlögð úrslit í svigum. Sigurlið í riðlakeppni Evrópudeildar, taplið í riðla- keppni Sambandsdeildar. Sambandsdeild Evrópu Umspil, seinni leikir: Bodö/Glimt – Zalgiris .................... 1:0 (3:2) - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Lincoln Red Imps – Riga................ 3:1 (4:2) - Axel ÓskarAndrésson var ekki í leik- mannahópi Riga. Elfsborg – Feyenoord..................... 3:1 (3:6) - Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á hjá Elfsborg á 77. mínútu og Hákon Rafn Valdimarsson var varamarkvörður. Köbenhavn – Sivasspor.................. 5:0 (7:1) - Andri Fannar Baldursson og Hákon Arnar Haraldsson voru ekki í leikmanna- hópi Köbenhavn. Hammarby – Basel.......................... 3:1 (3:3) - Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn og skoraði tvö fyrstu mörk Hammarby. _ Basel vann í vítaspyrnukeppni. Rosenborg – Rennes ....................... 1:3 (1:5) - Hólmar Örn Eyjólfsson lék fyrstu 76 mínúturnar með Rosenborg. Rijeka – PAOK ................................ 0:2 (1:3) - Sverrir Ingi Ingason var ekki í leik- mannahópi PAOK. Tottenham – Pacos Ferreira .......... 3:0 (3:1) _ Samanlögð úrslit í svigum. Sigurliðin fara í riðlakeppni Sambandsdeildar. >;(//24)3;( Þýskaland Bikarkeppnin, 1. umferð: Potsdam – Aue..................................... 26:28 - Arnar Birkir Hálfdánsson gaf fjórar stoðsendingar fyrir Aue. Sveinbjörn Pét- ursson varði 3 skot í marki liðsins. Danmörk Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Fredericia – Kolding........................... 26:23 - Ágúst Elí Björgvinsson varði mark Kolding og skoraði einu sinni. E(;R&:=/D KNATTSPYRNA 2. deild karla: Hertz-völlur: ÍR – Kári ............................. 18 Fjarðab.höll: Leiknir F. – Magni ........ 19.15 2. deild kvenna: Boginn: Hamrarnir – Hamar ................... 19 4. deild karla, 8-liða úrslit, fyrri leikir: Grýluvöllur: Hamar – Kría....................... 18 Blönduós: Kormákur/Hvöt – Álftanes .... 18 Jáverkvöllur: Árborg – Vængir J. ........... 18 Kórinn: Ýmir – KH.................................... 18 Í KVÖLD! Víðir Sigurðsson í Tókýó vs@mbl.is Sundkonan Thelma Björg Björns- dóttir er reyndasti keppandi Íslands á Ólympíumótinu í Tókýó og í nótt keppir hún í fyrri grein sinni á mótinu, 100 metra bringusundi. Thelma, sem er 25 ára Reykvík- ingur, nánar tiltekið úr Grafarvogi og keppir fyrir ÍFR, er í flokki SB5, hreyfihamlaðra. Hennar riðill í 100 m bringusund- inu hefst kl. 02.18 í nótt. Thelma á áttunda besta tímann af ellefu kepp- endum í greininni, 1:54,99 mínútur, og gæti því verið í harðri baráttu um að komast í úrslit. Takist það, keppir hún aftur sex tímum síðar en úrslitin eru á dagskrá í fyrramálið kl. 10.18. Kristín Guðmundsdóttir, formað- ur sundnefndar Íþróttasambands fatlaðra, þjálfaði Thelmu frá níu ára aldri og kveðst hafa fengið hana til að æfa sund á sínum tíma þegar hún var í Borgaskóla. Hún vonar að Thelma nái að komast í úrslitin. „Thelma hefur synt mjög vel á æf- ingunum hérna en hennar fötlun virkar oft þannig að þegar hún er stressuð, þá kreppist hún upp. Ég vona bara að hún komist í úrslitin í 100 m bringusundinu. Það er mark- miðið okkar. Ég sagði oft um Kristínu Rós Há- konardóttur, sem var með kreppta hönd, að ég gat séð á henni hvað væri í vændum. Ef höndin var kreppt þegar hún var á startpall- inum var sundið ónýtt en ef hún gat slakað á og náð hendinni niður vissi ég að hún myndi synda vel. Það er samt erfiðara að sjá það á Thelmu,“ sagði Kristín um Thelmu. Sundþjálfarinn Steindór Gunn- arsson hefur fylgst vel með Thelmu um árabil. „Ef Thelma er á góðum degi veit maður ekkert hvað gerist. Þetta snýst um dagsformið hjá henni eins og þeim öllum og það er gaman fyr- ir Thelmu að vera komin á sítt ann- að Ólympíumót. Hún nýtur þess væntanlega, veit hvernig umhverfið er, verður afslappaðri og þekkir betur stöðuna. Thelma hefur verið gríðarlega dugleg að æfa í sumar og er mjög einbeitt,“ sagði Steindór. Ljósmynd/ÍF Reyndust Thelma Björg Björnsdóttir á æfingu í Tókýó. Hún keppir í fyrri grein sinni á Ólympíumótinu, 100 metra bringusundinu, í nótt Markmiðið að komast í úrslit - Thelma keppir í bringusundi í nótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.