Morgunblaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021 _ Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Ja- maíka náði í gærkvöldi þriðja besta tíma sögunnar í 100 metra hlaupi á Demantamóti í Sviss. Tími Frase- Preyce var stórkostlegur en hún hljóp á 10,60 sekúndur. Hið lífsseiga met Florence Griffith-Joyner er 10,49 sek- úndur. Mikið gengur á þessa dagana á hlaupabrautinni því Elaine Thompson- Herah, einnig frá Jamaíka, hjóp í síð- ustu viku á 10,54 sekúndum. Í gær var hún á 10,64 sekúndum og er það besti tími sem náðst hefur án þess að duga til sigurs á Demantamótaröðinni. _ Manchester City og París Saint Germain mætast í riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu karla í knattspyrnu en dregið var í Istanbul í gær. Nokkrir stórleikirnir eru fram undan í keppn- inni því Bayern München verða saman í riðli, einnig Chelsea og Juventus, sem og Inter Milan og Real Madríd. Riðlana er að finna í frétt á mbl.is/ sport frá því í gær. _ Hver veit nema Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætist í riðla- keppninni. Messi er kominn til Parísar og í gær fluttu margir fjölmiðlar af því fréttir að Ronaldo hefði komist að samkomulagi við Manchester City um að ganga í raðir félagsins frá Juven- tus. Ítalska félagið hefur látið berast að Ronaldo sé falur fyrir rétt verð. _ GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Krist- jánsson léku báðr á tveimur undir pari á fyrsta hring á móti í Hollandi á Áskorendamótaröðinni í golfi. _ Eftir skakkaföll vegna kórónuveir- unnar munu Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla fara til Króatíu í næstu viku og mæta Porec í tveimur leikjum í Evrópudeildinni. Eitt ogannað Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR-inga og leikjahæsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar karla í fótbolta, var besti leikmaður 7. umferðar deildarinnar sem lauk í fyrrakvöld, að mati Morgunblaðsins. Sú umferð var þó óvenjuleg því fjórir af leikjum hennar fóru fram í lok maí en tveir þeir síðustu í fyrra- kvöld þegar Breiðablik vann KA 2:0 á Akureyri og FH og Keflavík gerðu 0:0-jafntefli. Óskar fékk tvö M þegar KR sigraði ÍA 3:1 í Vesturbænum í lok maí og var eini leikmaðurinn sem fékk þá einkunn í umferðinni. Í hinum leikjunum vann HK sigur á Leikni, 2:1, og leikir Víkings og Vals annars vegar og Fylkis og Stjörnunnar hinsvegar enduðu báðir 1:1. Í fyrrakvöld lauk einnig 18. umferð og úrvalslið hennar verður birt á morgun. 7. umferð í Pepsi Max-deild karla 2021 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 25-2-3 Brynjar Gauti Guðjónsson Stjarnan Anton Ari Einarsson Breiðablik Halldór Smári Sigurðsson Víkingur R. Martin Rauschenberg HK Ástbjörn Þórðarson Keflavík Óskar Örn Hauksson KR 2 Eggert Gunnþór Jónsson FH 2 Kennie Chopart KR 3 Birnir Snær Ingason HK 3 3 Viktor Karl Einarsson Breiðablik 4 Kristinn Steindórsson Breiðablik 5 Óskar bestur í 7. umferðinni Ljósmynd/ÍF F37 Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir keppir í frjálsum hreyfihamlaðra. Ljósmynd/ÍF T11 Patrekur Andrés Axelsson keppir í 400 metra hlaupi blindra. hlaupið einn ef hann hefur einhver kennileiti. En um leið og sólin kemur í augun og verður of bjart sér hann ekkert. Hann hljóp aleinn undir 57 sekúndum fyrir ferðina en Patrekur er betri með Helga aðstoðarmanni og ég á von á að hann bæti sig,“ sagði Kári Jónsson. _ Patrekur, sem er 27 ára Reyk- víkingur, úr Breiðholtinu, keppir í 400 m hlaupinu klukkan 02,52 í nótt. Úrslitin eru á sunnudag kl. 10.35. _ Bergrún Ósk, sem er tvítugur Mosfellingur, keppir í kúluvarpi klukkan 10.21 á morgun, laugardag, og í langstökki kl. 10.12 á sunnudag- inn. Í TÓKÝÓ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska frjálsíþróttafólkið sem mætt er til keppni á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó tekur þátt í sínum greinum um helgina. Patrekur Andr- és Axelsson keppir í 400 metra hlaupi í flokki blindra í nótt og í fyrramálið keppir Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir í kúluvarpi. Hún keppir í seinni grein sinni, langstökkinu, á sunnudags- morguninn. Kári Jónsson er yfirmaður lands- liðsmála Íþróttasambands fatlaðra og hópstjóri þeirra í Tókýó en hann hefur þjálfað fatlað frjálsíþróttafólk í 23 ár og er á sínu sjötta Ólympíumóti í röð. Hann segir að þau Bergrún og Patrekur verði ekki í baráttu um verðlaunasæti. „Ef þau setja bæði persónuleg met verðum við ánægð með það en Bergrún gæti náð allt að fimmta sæti á mótinu. Í frjálsíþróttum snýst þetta um að gera eins og þú getur en ólíkt boltagreinunum þá geturðu ekki haft áhrif á það sem hinir gera og verður að einbeita þér að sjálfum þér og þínu,“ sagði Kári við Morgunblaðið. Með höfuð og hugarfar í lagi „Bergrún hefur verið gríðarlega vaxandi íþróttakona síðustu þrjú ár og það er frábært að hún skuli hafa unnið sér keppnisrétt hérna. Hennar ferill er að fara úr hlaupagreinum yf- ir í langstökk og núna er hún búin að uppgötva kastgreinarnar líka. Með góðum árangri því hún fór á verð- launapall í kúluvarpinu á EM. Hún á alveg möguleika á að bæta sig. Ég á ekki von á verðlaunum en hún er ólíkindatól og afar hörð í keppni, bít- ur á jaxlinn og tekur á. Hún gefst ekki upp fyrir öðrum og eins og við segjum er hún með höfuðið og hug- arfarið í lagi,“ sagði Kári. Aðspurður um mögulegan árangur Bergrúnar sagði Kári að í langstökk- inu ætti hún að fara yfir 4,20 metra og 4,30 á góðum degi, sem gæti skilað henn í áttunda upp í fimmta sæti. „Á Ólympíumóti toppa allir og svo koma alltaf einhverjir nýir fram á sjón- arsviðið svo maður veit aldrei hvað gerist. Í kúluvarpinu er hún í mikilli framför og æfingarnar ganga mjög vel. Hún á best 9,10 en kastar alltaf yfir það á æfingum og ég á von á per- sónulegu meti frá henni,“ sagði Kári en Bergrún er fyrirfram með lakasta árangurinn af tíu keppendum í flokki F37 í kúluvarpinu. Í langstökkinu er hún með sjöunda besta árangur af níu keppendum í flokknum. Hann er í mjög góðu standi Patrekur Andrés er með lakasta skráða árangurinn af tíu keppendum í 400 metra hlaupinu, Íslandsmet hans innanhúss er 56,95 sekúndur, og Kári sagði að verðlaun væru langt utan seilingar. „Í þessari grein eru hörkuhlauparar sem fara á 50 til 52 sekúndum. Það sem er raunhæft er að hann bæti sig og setji Íslands- met um leið. Það er bratt að ætla honum að fara niður í 55 sekúndur en raunhæft að ætla að hann nái 56. Hann hefur sýnt á æfingum í Tama og hér í Tókýó að hann er í mjög góðu standi. Vonandi kemst hann áfram í undanrásunum, það væri mikill sigur fyrir hann að fara yfir á næsta stig,“ sagði Kári. Patrekur er ótrúlegur Hann sagði að Patrekur hefði gengið í gegnum mikla erfiðleika. „Já, bæði persónulega og lík- amlega, en hann hefur á síðustu sex árum, eftir að hann kom inn um dyrnar á Laugardalshöllinni, verið að læra að lifa sem blindur maður, og á sama tíma að vera blindur íþróttamaður. Hann hefur tekið miklum fram- förum, fór úr 13,60 sekúndum niður í 12,20 í 100 metra hlaupinu en við lögðum áherslu á 400 metrana, sáum meiri möguleika þar, og hann náði viðmiðinu á síðustu stundu, fyrir 1. apríl. Það var 57 sekúndur en hann hljóp á 56,95, sem var naumt en gleðilegt. Patrekur er ótrúlegur og getur Hún er ólík- indatól og afar hörð í keppni - Bergrún og Patrekur keppa í frjáls- íþróttum á Ólympíumótinu um helgina Hið kunna svissneska lið Basel réð lítið við miðvörðinn Jón Guðna Fjóluson þegar Hammarby og Ba- sel mættust í síðari leik liðanna í 4. umferð Sambandsdeildar UEFA. Hammarby var yfir 2:0 að lokn- um venjulegum leiktíma eftir tvö mörk frá Jóni Guðna á 48. og 53. mínútu. Var þá staðan jöfn samtals og þurfti að framlengja áður en Ba- sel hafði betur í vítaspyrnukeppni og kemst áfram. Jón Guðni var ekki látinn spyrna í vítaspyrnukeppn- inni. Í úrslitum á bls. 26 má sjá fleiri tíðindi úr keppninni. Jón Guðni á skotskónum Krasnodar Svíþjóð Jón Guðni Fjóluson var skeinuhættur fyrir framan markið. KR skaust á toppinn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu, þeirri næst- efstu, með mikilvægum sigri á Aft- ureldingu í Mosfellsbænum í gær- kvöld. KR vann 3:0 og fór upp fyrir FH og Aftureldingu sem voru í tveimur efstu sætunum. En naum- lega þó. KR er með 36 stig eftir 16 leiki en FH er einnig með 36 stig eftir 16 leiki. KR er fyrir ofan á fleiri skor- uðum mörkum en bæði liðin eru með 25 mörk í plús. FH gerði jafn- tefli í Grindavík 4:4. Afturelding er með 34 stig eftir 16 leiki. Verður ekki mikið jafnara Morgunblaðið/Unnur Karen Í Mosó Thelma Björk Einarsdóttir og liðsfélagar eru á toppnum. Baráttan í neðri hluta Pepsí Max- deildar kvenna í knattspyrnu verður áhugaverðari með hverjum leiknum sem er leikinn. Keflavík er með 13 stig í 8. sæti, Fylkir 12 stig í 9. sæti og Tindastóll 11 stig í neðsta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Á mánudaginn mætast svo Tindastóll og Keflavík í Skagafirðinum. Keflvíkingar hafa farið svolítið sérstaka leið að því að ná í þessi 13 stig til þessa. Fjögur þeirra komu gegn Breiðabliki, fráfarandi Íslands- meisturum. Keflavík vann Breiða- blik í Smáranum 5. júní 3:1. Eftir á að hyggja höfðu Keflvíkingar þar mikil áhrif á baráttuna um titilinn. Blikar höfðu þá unnið stórsigur á Val skömmu áður og sigur Keflavík- ur kom því eins og þruma úr heið- skíru lofti í hugum sparkáhuga- manna. Í gær lenti Breiðablik aftur í vandræðum gegn Keflavík en Selma Sól Magnúsdóttir jafnaði 1:1 á 89. mínútu. Rögnvaldi Höskuldssyni að- stoðardómara gætu þar hafa orðið á mistök því Selma virtist vera rang- stæð. Jóhann Atli Hafliðason dómari ræddi við Rögnvald en markið var látið standa. kris@mbl.is Fjögur stig gegn Breiðabliki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mikilvæg Natasha Anasi fékk M fyrir sína frammistöðu í gær. KEFLAVÍK – BREIÐABLIK 1:1 1:0 Sjálfsmark 4. 1:1 Selma Sól Magnúsdóttir 89. MM Tiffany Sornpao (Keflavík) M Arndís S. Ingvarsdóttir (Keflavík) Ariel Chaverin (Keflavík) Natasha Anasi (Keflavík) Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Hafrún R. Halldórsdóttir (Breiðab.) Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðab.) Karítas Tómasdóttir (Breiðabliki) Agla María Albertsdóttir (Breiðab.) Dómari: Jóhann Atli Hafliðason – 8. Áhorfendur: 100. _ Liðsuppstillingar, spjöld, og grein um leikinn – sjá mbl.is/sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.