Morgunblaðið - 27.08.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2021
✝
Erla Björk
Daníelsdóttir
fæddist í Borg-
arnesi 2. október
1928. Hún lést í
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 20. ágúst
2021. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ingiríður Gunn-
laugsdóttir hús-
móðir, f. 28.2. 1902
í Selárdal í Hörðu-
dal í Dalasýslu, d. 10.6. 1998, og
Daníel Björnsson, trésmiður í
Borgarnesi, f. 10.7. 1898 á
Hömrum í Haukadal í Dala-
sýslu, d. 16.1. 1950. Systkini
Erlu voru Hulda Alda, f. 19.11.
1926, d. 3.12. 2010. Hennar
maki var Guðmundur Sigurðs-
son bormaður, f. 29.1. 1926, d.
28.2. 1996. Þau bjuggu í Kópa-
vogi. Börn þeirra eru Anna
Heiðrún, f. 1949, og Sigurður
Andrés, f. 1953, Heimir, f. 15.8.
1938, trésmiður í Reykjavík.
Hans maki er Olga Jónasdóttir
kennari, f. 1944. Börn þeirra
árdal. Svafa Grönfeldt, f. 1965,
prófessor. Maki hennar er
Matthías Örn Friðriksson flug-
stjóri. Börn þeirra eru Viktor
Þór, f. 1994, og Tinna, f. 2002.
Stjúpdóttir Erlu er Þóra Guð-
rún Grönfeldt hjúkrunarfræð-
ingur, f. 1944. Hennar maki er
Gylfi Konráðsson blikksmíða-
meistari, f. 1943. Börn þeirra
eru Guðrún Ingibjörg, f. 1966,
Konráð, f. 1971, og Þóra, f.
1977.
Erla ólst upp í Borgarnesi og
átti sína skólagöngu þar. Hún
fór 18 ára í Húsmæðraskólann
á Blönduósi ásamt Huldu systur
sinni og vinkonu þeirra, Huldu
Arnbergs. Erla fór 16 ára að
vinna í versluninni Borg í Borg-
arnesi og starfaði hún þar í
mörg ár. Þar kynnist hún Þór-
leifi. Árið 1956 stofnuðu þau
verslunina Ísbjörninn og Bóka-
búð Grönfeldts í Borgarnesi og
ráku hana þar til Erla hætti
verslunarrekstri. Þá hafði hún
starfað við verslun alla sína
starfsævi.
Útför Erlu fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 27.
ágúst 2021, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Hlekk á athöfnina má nálg-
ast hér:
https://www.mbl.is/andlat
eru Friðný, f. 1975,
Jónas, f. 1979, og
Ingi, f. 1982. Hinn
10.2. 1951 giftist
Erla Þórleifi Grön-
feldt, f. 19.12.
1922, d. 5.5. 1986.
Foreldrar hans
voru Hans Grön-
feldt, f. 1.7. 1873 í
Danmörku, d. 1.6.
1945, mjólkurfræð-
ingur, kennari og
skólastjóri á Hvítárvöllum og
hótelstjóri í Borgarnesi. Hans
kona var Þóra Þórleifsdóttir, f.
26.5. 1880 á Skinnastað í Öx-
arfirði, d. 9.9. 1966 í Borg-
arfirði. Þórleifur var kaup-
maður í Borgarnesi og þar
bjuggu þau ætíð síðan. Dætur
þeirra eru Íris Inga Grönfeldt,
f. 1963, íþróttafræðingur og
kennari. Hennar maki er Gunn-
ar Þór Þorsteinsson, fyrrver-
andi bóndi, f. 1970. Börn þeirra
eru Bjarki Þór, f. 1994, og
Anna Þórhildur, f. 1998. Þau
eru búsett á Brekku í Norður-
Með þessum fátæklegu orð-
um þökkum við einstakri konu
og móður. Hún var okkur „blíða
drottning, bjartari en sólin“
eins og segir í Ave Maríu
Kaldalóns. Hún helgaði sig
fólki. Hún helgaði sig okkur,
barnabörnum, vinum og svo
fjölmörgum öðrum á sinni
löngu vegferð. Drifin af um-
hyggju fyrir velferð allra og
einlægum áhuga á því sem fólk
var að fást við. Hún var spurul
og fróðleiksfús. Sjálfmenntuð
að mestu, stálminnug og skörp
fram á síðasta dag. Hún leiddi
okkur, leiðbeindi okkur, studdi
okkur og hvatti. Hún gaf stöð-
ugt af sér í hartnær 93 ár. Fyr-
ir það erum við einlæglega
þakklátar.
Að leiðarlokum viljum við
færa starfsfólki í Brákarhlíð
sérstakar þakkir fyrir einstaka
umönnun, virðingu og alúð í
garð móður okkar.
Þú blíða drottning
bjartari’ en sólin,
þú biður fyrir lifendum og dauðum.
Hríf um eilífð oss frá heljar nauðum.
Ave María, Ave María, Ave María!
Gef þeim himnesk jólin.
Bið þinn son
að vernda oss frá villu.
Í veröld eru margir stígar hálir.
Um eilífð vernda allar látnar sálir.
Ave María, Ave María, Ave María!
Frelsa þær frá illu.
(Indriði Einarsson/Sigvaldi Kalda-
lóns)
Íris og Svafa Grönfeldt.
Á lífsleiðinni kynnist maður
ólíku fólki en það eru aðeins
örfáir gimsteinar sem geta
snert hjartað djúpt og haft eins
mikil áhrif og hún amma. Hún
tók alla að sér með óeigin-
gjarnri og skilyrðislausri ást og
umhyggju. Þrátt fyrir allt
flakkið á barnabörnunum fylgd-
ist hún með okkur öllum og
veitti stuðning með knúsum,
prjónuðum vettlingum og hos-
um, heimagerðum eplakökum
eða með hvetjandi símtölum og
skilaboðum. Hún lærði á Face-
book þegar hún var 82 ára til
að geta fylgst vel með og verið í
sambandi við okkur öll.
Amma ræktaði bleikar
bóndarósir af sömu alúð og hún
hlúði að rótum barnabarnanna.
Útkoman var ekki einungis fal-
legar rósir við húsvegginn í
Ánahlíðinni heldur einnig gef-
andi og hugrakkir einstaklingar
tilbúnir fyrir lífið. Návist henn-
ar var svo hlý að ást hennar og
kærleikur smitaði hennar nán-
ustu. Við höldum öll áfram að
gefa. Amma og bóndarósirnar
hennar munu ávallt eiga djúpar
rætur í hjörtum okkar.
Þangað til við hittumst næst.
Þinn og þín
Viktor og Tinna Grönfeldt.
Þá er hún fallin frá, amma í
Borgarnesi, sem er sú mann-
eskja sem mest áhrif hefur haft
á mitt líf. Hvernig minnist mað-
ur slíkrar manneskju?
Amma talaði alla tíð um að
hún hefði svo gjarnan viljað
ganga menntaveginn. Það hafi
þó ekki verið hægt peningalega
auk þess sem það hafi ekki
tíðkast að stúlkur gerðu það yf-
ir höfðuð. Hún sagði mér að
eftir að hafa horft yfir farinn
veg hefði hún vel getað hugsað
sér að verða kennari. Þannig
ætla ég að minnast hennar, sem
besta kennara sem ég hef haft,
því hún kenndi mér ekki bara
að lesa og skrifa, heldur hlýddi
mér yfir námsefnið langt fram
eftir minni grunnskólagöngu og
las yfir ritgerðirnar mínar í
framhaldsskóla. Hún var svo
góð í stærðfræði og tungumál-
um að það var með ólíkindum
miðað við að vera nánast alfarið
sjálfmenntuð. Amma fylgdist
með minni skólagöngu alla tíð
síðan, en náði því miður ekki að
fylgja þeirri vegferð alveg til
enda.
Ég ætla líka að minnast
hennar sem óhemju duglegrar
manneskju, gæddrar þeirri
blöndu samviskusemi, gáfna og
krafts sem kemur öllu í verk.
Hún var kaupmaður nánast alla
sína starfsævi, sem í dag myndi
kallast líklega að vera frum-
kvöðull. Það var fyrir mína tíð,
en ég get rétt ímyndað mér
kraftinn, orkuna og áræðið sem
hún hefur sýnt af sér í því hlut-
verki. Hún var orkubolti; hin ís-
lenska ofurkona sem var algjör-
lega óþrjótandi í því sem hún
gerði, á meðan hún sá líka um
allt og alla í kringum sig. Þenn-
an kraft hafði hún alla ævi, á
yngri árum sem og í ellinni.
Amma var ekki eins og ann-
að gamalt fólk. Raunar man ég
aldrei eftir henni sem gamalli
konu, hún dró sig aldrei í hlé og
staðnaði aldrei, heldur þvert á
móti. Hún keypti sér stóra
borðtölvu upp úr aldamótum,
fékk sér tölvupóst og skrifaðist
á við ættingja í Kanada. Fékk
sér síðar fartölvu til að geta
frekar spilað kaplana og Bub-
bles við eldhúsborðið. Leikjanet
var frábær síða. Skráði sig á
Facebook til þess að geta fylgst
með okkur hinum en póstaði
sjaldan sjálf. iPhone-inn lagði
hún sjaldan frá sér eftir að
hann kom til sögunnar. iPadinn
varð síðar uppáhalds-græjan.
Svo las hún vefmiðlana, dagblöð
og fylgdist með fréttum í út-
varpi og sjónvarpi alla daga.
Amma var tímalaus. Hún
umfaðmaði alltaf tíðaranda
dagsins og aldrei vottaði fyrir
fortíðarþrá. Til baka var ekkert
að sækja. Nútíminn var góður
og stefnan var alltaf sett fram á
veginn. Jafnvel þegar blinda og
líkamlegur hrumleiki tóku
smátt og smátt af henni allar
græjurnar hvarf aldrei viljinn
til að fylgjast með og taka þátt.
Það var aldrei bilbugur, aldrei
uppgjöf, aðeins lífskraftur og
baráttugleði. Hugurinn var
skarpur í líkama sem var að
láta undan. Hefði hún fengið að
ráða hefði hún lifað í önnur 93
ár.
Að hafa góð áhrif á fólkið í
kringum sig, hjálpa því og
styðja, er æðsta takmarkið.
Elsku amma, eins og þú sagðir
við mig fyrir skemmstu, þá segi
ég við þig: þakka þér fyrir allt,
og sjáumst síðar.
Bjarki Þór Grönfeldt
Gunnarsson.
Við systkinin, Guðrún, Konni
og Þóra, viljum minnast elsku-
legrar ömmu okkar, Erlu
Bjarkar Daníelsdóttur, sem
verður jarðsungin í dag.
Við kveðjum elsku bestu
ömmu okkar í Borgó með mikl-
um söknuði, en með ríku þakk-
læti fyrir að hafa fengið að
njóta þeirra forréttinda að eiga
hana að í allan þennan tíma.
Amma var einstök perla og klár
kona, hún var uppáhald allra
barnabarna sinna sem sóttust
öll eftir því að vera hjá henni
og eigum við okkar bestu æsku-
minningar frá heimsóknum í
Borgarnes. Amma sýndi börn-
um sínum einstaka umhyggju
og ástúð, hún prjónaði af mikilli
list á okkur öll og sultaði þann-
ig að allir ættu næga sultu fyrir
veturinn. Hún hafði unun af því
að sjá okkur öll vaxa og dafna
og fylgdist vel með lífi okkar og
starfi.
Amma minntist ávallt allra
afmælisdaga og sendi okkur
kveðju hvort sem það var með
pósti og/eða seinna meir á Fa-
cebook og ylja þessar kveðjur
okkur núna.
Hver minning er dýrmæt
perla og eigum við saman stóra
festi af minningum.
Amma hefur alltaf verið stór
hluti af okkar lífi sem börn og
fullorðnir einstaklingar og er-
um við stolt af því að vera af-
komendur svona yndislegrar
konu.
Takk fyrir allt elsku amma,
minning þín er ljós í lífi okkar.
Hvíldu í friði.
Þín
Guðrún, Konráð
(Konni) og Þóra.
Elskuleg mágkona er fallin
frá, hún Erla frænka í Borg-
arnesi. Hún sem var okkur öll-
um svo ljúf og góð. Erla sem
var svo umhugað um okkur og
fylgdist með öllu sem við vorum
að fást við enda svo ung í anda.
Það var máltækið hjá henni er
við hittumst eða töluðumst við í
síma: Hvað segið þið mér af
krökkunum og hvernig gengur
hjá þeim? Hún Erla hafði ein-
stakt minni varðandi öll börnin
í fjölskyldunni, alveg óháð aldri
þeirra. Hún ljómaði er þau bár-
ust í tal og hún sem var svo
fjölhæf fram eftir öllu tileinkaði
sér símasamböndin og facebók-
ina þar sem myndir bárust til
hennar. Því miður dapraðist
sjónin undir það síðasta og það
þótti henni afar sárt.
Við Erla áttum það sameig-
inlegt að vera í góðu sambandi
við ættingja í Kanada.
Langamma hennar í móðurætt
flutti vestur 1876 og eins var
það hjá mér, því að einn af for-
feðrum mínum fór einnig vest-
ur 1879. Það hélst lengi vel
samband við fjölskyldurnar og
Ingiríður móðir Erlu kveikti
áhuga okkar. Því var það að við
Erla skrifuðum vestur nokkur
bréf og viti menn, eftir stuttan
tíma fengum við boð í heim-
sóknir og fólkið okkar ætlaði að
taka á móti okkur. Árið 1999
fórum við Erla vestur til að
hitta okkar ættingja á Íslend-
ingaslóðum áður en þeir og við
yrðum of gamlar. Það tókst frá-
bærlega enda vel undirbúnar
og margar góðar frænkur sem
tóku á móti okkur. Þessi Kan-
adaferð okkar er ógleymanlegt
ævintýri. Við tókum þátt í ætt-
armótum og Íslendingadeginum
á Gimli, þar sem við mættum
prúðbúnar og áttum þar
dásamlega helgi með öllum
„stúlkunum“ sem voru allar
eins og systur og frænkur.
Okkur er sérstaklega minnis-
stætt er við fórum með Lindu
og Helgu Sigurdson í Mikley
við Winnipegvatn. Sagan segir
að Herdís langamma og Jó-
hannes maður hennar hafi gifst
þar undir berum himni. Þar var
ekki nein kirkja komin en þetta
er skráð í sögubækurnar
vestra. Manni sínum Jóhannesi
kynntist hún á leiðinni vestur
og þar bjuggu þau fyrst með
sínar dætur. Við Erla vorum
svo heppnar að hitta innfæddan
mann sem gat vísað okkur á
staðinn þar sem húsið þeirra
hafði verið, sem var mögnuð
upplifun. Herdís var ættuð úr
Dalasýslu og hafði misst fyrri
mann sinn frá tveimur ungum
börnum, dóttur og syni sem var
það ungur að hann varð eftir
hjá ömmu sinni. Þessi ungi
drengur varð afi Erlu. Herdís
og drengurinn sáust aldrei aft-
ur en vitað er að bréf fóru á
milli þeirra.
Það var nú alltaf dálítið gam-
an að líta inn í Ísbjörninn til
Erlu og Leifa og einnig að
koma í Garðshorn, síðan í Ána-
hlíðina og svo í Brákarhlíð.
Erla var sérlega minnug á fyrri
tíð í Borgarnesi. Hún var svo
ung í anda og með í öllu sem
snerist um dæturnar er þær
voru yngri og á fullri ferð inn í
lífið eins og til dæmis í íþrótt-
unum. Hún Erla Björk Daníels-
dóttir var virkilega mikil móðir,
amma, systir og frænka. Til
þess var tekið að hún hafði ein-
staklega fallega rithönd. Jóla-
kortin sem hún handskrifaði
bárust okkur hver jól og nú
verða þau í huga okkar til
minningar um bestu frænkuna,
Erlu í Borgarnesi.
Blessuð sé minning þín,
kæra Erla Björk.
Olga Jónasdóttir.
Erla Björk
Daníelsdóttir✝
Jens Jónsson
fæddist í
Reykjavík 2. jan-
úar 1935. Hann lést
á Landspítalanum
Fossvogi 9. ágúst
2021.
Foreldrar hans
voru Jón Bjarna-
son, f. 4. maí 1909,
d. 14. apríl 1975,
og Þóra Lára
Grímsdóttir, f. 3.
júlí 1916, d. 17. mars 1988.
Hinn 31. desember 1957
kvæntist Jens Valdísi Krist-
mundsdóttur, f. 26. janúar
1938. Börn þeirra eru: 1) Jón
Kristinn, f. 3. október 1955,
kvæntur Sigurborgu M. Guð-
mundsdóttur og eiga þau fjögur
börn og sex barnabörn. 2) Sig-
ríður, f. 23. október 1958, gift
Axel Þóri Alfreðs-
syni og eiga þau
tvö börn og fimm
barnabörn. 3)
Lára, f. 19. maí
1965, gift Einari
Stefánssyni og eiga
þau tvö börn og
eitt barnabarn.
Fyrir átti Jens
soninn Ásgeir og
er hann látinn.
Jens lærði hús-
gagnabólstrun og lauk námi
1956. Hann starfaði við það
lengst af ævinni.
Jens og Valdís hófu búskap i
Hafnarfirði og bjuggu þar til
1999 þegar þau fluttu í Kópa-
vog.
Útförin fer fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í dag, 27.
ágúst 2021, klukkan 13.
Jens vinur okkar er fallinn frá.
Samskipti okkar Jens hófust
fyrir bráðum 40 árum.
Fljótlega snerust þessi sam-
skipti okkar upp í einlæga vináttu,
sem aldrei bar skugga á.
Við Jens áttum sameiginlegt
markmið sem við ræddum oft
þegar tækifæri gafst.
Fljótlega þróaðist vinátta okk-
ar Jens í það að við hjónin fórum
að hitta Jens og Valdísi reglulega
og úr varð vinátta tvennra hjóna.
Við áttum öll þetta sameiginlega
markmið, sem nú var rætt í stærri
hóp og kom það sér oft vel.
Skipst var á reglulegum heim-
boðum, farið í ferðalög saman og
þess notið að vera saman.
Ósjaldan komu Jens og Valdís í
sumarbústaðinn okkar í Gríms-
nesinu og síðast fyrir um viku áð-
ur en hann lést, en þá var farið að
draga verulega af Jens.
Jens og Valdís heimsóttu okkur
til Flórída og fórum við saman í
siglingu um Karabíska hafið, og er
sú ferð eftirminnileg.
Veikindi Jens drógu smám
saman úr krafti hans, og var hann
farinn að halda sig til hlés þegar
málin voru rædd, sem var afar
ólíkt honum, því hann hafði alltaf
haft gaman af að ræða málin.
Það er með ólíkindum hvað
Jens tókst alltaf að stíga upp úr
öllum sínum erfiðu áföllum og
veikindum, það var eins og ein-
hver héldi verndarhendi yfir hon-
um.
Við hjónin vottum Valdísi og
fjölskyldu hennar innilegustu
samúð.
Minningin um góðan dreng
mun lifa í hjörtum okkar.
Kristján og Hjördís.
Hann tekur sig út úr hópnum
og gengur til mín, grannvaxinn,
myndarlegur og með bros á vör.
Hann réttir mér höndina og heils-
ar mér. Handtakið er þétt og hlý-
legt. Augun ljóma af prakkara-
legri glettni. Ert þú nýr hérna
vinur? spyr hann mig. Mér léttir
og ég finn að kvíðinn og streitan
minnka til muna. Já, ég var að
koma af Vogi á föstudaginn og fer
í eftirmeðferð á Sogni á morgun,
svara ég.
Þessi maður sem tók svona hlý-
lega á móti mér í mánudagsdeild
AA í Langholtskirkju seinnihluta
janúar 1985 var vinur minn Jens
Jónsson, sem borinn er til grafar í
dag. Ég var að verða 35 ára þegar
þarna var komið. Það hefur alltaf
verið ljóst í mínum huga að það
hvernig hann Jens vinur minn tók
á móti mér á þessum fundi varð til
þess að ég náði að festa rætur í
AA-samtökunum; sem er ekki
sjálfsagt. Fjölmargir leggja leið
sína í AA-samtökin en sorglega fá-
ir ná að festa þar rætur.
Margoft leitaði ég ásjár með
mín mál og tilfinningaflækjur í
viðræðum við Jens og alltaf fékk
ég góð ráð og ýmsa valmöguleika
því viðvíkjandi. Jens gaf mér aldr-
ei fyrirmæli né sagði mér hvað ég
ætti að gera. Hann hlustaði á mig
íbygginn á svip og svo ræddi hann
málin. Oftast komu tvær eða þrjár
hugmyndir að lausn, en alltaf varð
ég sjálfur að velja. Og aldrei var
húmorinn langt undan. Jens sýndi
mér fram á það að við ættum alls
ekki að taka sjálfa okkur of hátíð-
lega. Það létti lífið að sjá spaugi-
legu hliðarnar.
Jens var líka fyrsti AA-maður-
inn sem tók mig með sér á AA-
fund inn á stofnun, nánar tiltekið
inn á Vífilsstaði sem þá starfrækti
áfengismeðferð. Jens afhenti mér
líka umburðarlyndi og þolgæði;
málið væri að gera það sem þyrfti
að gera, árangurinn kæmi svo í
ljós með tímanum.
Sumar ráðleggingar hans
þurfti ég tvö til þrjú ár í að skilja.
Eins og þegar ég var að ræða við
Jens og kveinka mér undan kon-
unni minni. Þá fékk ég eftirfar-
andi ráð frá honum: Þú þarft að
hefjast handa við að breyta sjálf-
um þér og ekki hætta því fyrr en
konan þín er orðin góð aftur. Mér
fannst þetta fáránlegt ráð; þagði
þó og hugsaði mitt. Löngu seinna
áttaði ég mig á því að ég breyti
engum nema sjálfum mér.
Enn þann dag í dag er ég að
miðla áfram þeim ráðleggingum
sem Jens vinur minn afhenti mér.
Enn þann dag í dag er ég að vitna
til gömlu jálkanna minna sem
tóku á móti mér og miðluðu til mín
einföldum ráðum og óendanlegum
kærleika og þolinmæði. Sögðu
gjarnan við mig: Góðir hlutir ger-
ast hægt; frasi sem ég hreinlega
þoldi ekki, fyrr en ég fór sjálfur að
upplifa hann á eigin skinni.
Nú er ég sjálfur orðinn einn af
þessum gömlu jálkum og er af-
skaplega sáttur við það.
Kæri vinur; við munum hittast
aftur þótt síðar verði.
Ég votta Valdísi og fjölskyldu
innilega samúð mína. Megi al-
mættið styrkja ykkur í sorginni.
Guðjón Smári, vinur
og AA-félagi.
Jens Jónsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar