Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
INXX II
Glæsilegasta lína okkar til þessa.
INXX II
BLÖNDUNARTÆKI
Brushed brass
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ýmis álitamál um vafaatkvæði komu
upp við talningu atkvæða í alþingis-
kosningunum, sem rakin eru í fundar-
gerðum yfirkjörstjórna.
Í Norðausturkjördæmi úrskurðaði
yfirkjörstjórn atkvæði ógilt þar sem
kjósandi hafði fyllt reitinn fyrir fram-
an J-lista Sósíalistaflokksins með
rauðum lit. Umboðsmaður Sósíalista-
flokksins á staðnum andmælti þessu,
vildi að atkvæðið yrði metið gilt og
benti m.a. á að engir aðrir hnökrar
væru á atkvæðaseðlinum. Það sé
ómálefnalegt að dæma atkvæðið ógilt
þar sem rauður penni hafi verið not-
aður í stað blýants, því hræðsla við Co-
vid geti hvatt fólk til að nota eigin
skriffæri. Þá benti hann á að kjósend-
ur Sósíalistaflokksins hefðu verið
hvattir til að skila rauðu og hægt væri
að skilja það bókstaflega. Auk þess sé
algengt að fyllt sé út í reiti þegar svar-
að er krossaspurningum.
Ungt fólk lærir að skyggja reiti
Allir viðstaddir umboðsmenn fram-
boðslista í Reykjavík suður gerðu
ágreining við ákvörðun yfirkjörstjórn-
ar um að ógilda atkvæði sem merkt
var C-lista og töldu umboðsmennirnir
atkvæðið vera gilt. Á seðlinum var
reiturinn við listabókstaf skyggður,
,,þó má hugsanlega greina þar kross
en óvíst hvort vilji kjósanda stóð til að
kjósa listann eða hætta við að kjósa
listann. Umboðsmenn telja vilja kjós-
anda koma skýrt fram þar sem t.d.
ungt fólk lærir að fylla út reiti með
þessum hætti í skóla,“ segir í frásögn í
fundargerð yfirkjörstjórnar sem ógilti
atkvæðið.
Í Reykjavíkurkjördæmi norður
kom einnig upp ágreiningur um nokk-
ur atkvæði þar sem ferningur hafði
verið skyggður. Yfirkjörstjórn mat
þau ógild en umboðsmenn sex fram-
boða töldu að meta ætti hvert og eitt
þeirra gilt og greitt þeim lista þar sem
ferningur hafði verið skyggður. Einn-
ig kom upp ágreiningur um atkvæði
greitt D-lista en við nafn frambjóð-
anda á listanum hafði verið settur
kross auk örvar. Yfirkjörstjórn mat at-
kvæðið ógilt en umboðsmaður Pírata
var ekki sáttur við það og taldi að meta
ætti atkvæðið gilt og greitt D-lista.
Skyggðir reitir og einn rauður
- Ágreiningur kom upp um ýmis álita-
mál um gildi einstakra atkvæðaseðla
Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson
Talning Endurtalning á kjörseðlum í Suðurkjördæmi fór fram sl. mánudag.
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Kvikmyndaleikstjórunum Miu Han-
sen-Løve og Joachim Trier voru
veitt heiðursverðlaun Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík
(RIFF) síðdegis í gær en verðlaunin
eru veitt fyrir framúrskarandi list-
ræna sýn í kvikmyndagerð.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, afhenti verðlaunin við hátíð-
lega athöfn á Bessastöðum en kvik-
myndahátíðin RIFF var sett í gær.
Mia Hansen-Løve hefur gert sjö
kvikmyndir í fullri lengd sem hafa
hlotið bæði verðlaun og lof gagnrýn-
enda.
Joachim Trier hóf feril sinn strax
á unglingsaldri með gerð hjóla-
brettamyndbanda. Síðar stundaði
hann kvikmyndagerðarnám í Dan-
mörku og Bretlandi þar sem stutt-
myndir hans vöktu strax athygli.
Trier gerði opnunarmynd RIFF í
ár en hún ber heitið Verdens verste
menneske, Versta manneskja í
heimi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Bessastaðir Guðni Th. Jóhannesson ásamt Miu Hansen-Løve í gær.
Hansen-Løve og
Trier verðlaunuð
- Forseti afhenti heiðursverðlaun RIFF
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF
hófst í gær á frumsýningu á stutt-
tónleikamyndinni Blondie: Að lifa í
Havana sem fjallar um langþráða
tónleikaferð hljómsveitarinnar til
Kúbu. Í kjölfarið átti Debbie Harry,
söngvari Blondie, samtal við And-
reu Jónsdóttur, Berg Ebba Bene-
diktsson og áhorfendur í sal.
Við hlið Harry (fremst t.v.) sat
Rob Roth sem leikstýrði myndinni
og við hlið hans frú Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís-
lands. Roth ávarpaði einnig gesti.
Þetta er í 18. sinn sem kvik-
myndahátíðin er haldin og stendur
hún til 10. október.
Lokamynd RIFF verður Margr-
ete, Queen of The North sem frum-
sýnd var í Kaupmannahöfn á dög-
unum í leikstjórn Charlotte Sieling
og með Trine Dyrholm í aðal-
hlutverki. Norrænt samstarfsverk-
efni, True North er meðframleið-
andi og Halldóra Geirharðs og
Tinna Hrafns leika í myndinni. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss.
Hófst á
frumsýn-
ingu Blondie