Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
ÓLATILBOÐ
Malika125
með
setu
verð
. vsk.
20
óll
erð
vsk.
05
aðri setu
verð
m. vsk.
Malika1
Staflast
Tilboðsv
14.648 m.
Malika1
Með bólstr
Tilboðs
18.907
Staflastóll
bólstraðri
Tilboðs
20.269 m
ST
Malika100
Tilboðsverð
13.664 m. vsk.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Notkun sýklalyfja meðal einstaklinga
minnkaði umtalsvert á seinasta ári
miðað við árin á undan. Nú liggur fyrir
að söluverðmæti sýklalyfja hjá mönn-
um dróst saman um 3,5% í fyrra frá
árinu á undan og milli áranna 2019 og
2020 minnkaði heildarsala sýklalyfja
um 16,5%.
Ef litið er lengra aftur í tímann er
samdrátturinn enn meiri en sala sýkla-
lyfja til einstaklinga minnkaði um 30%
í fyrra samanborið við árið 2016. Þetta
má lesa í nýbirtri ársskýrslu um sýkla-
lyfjanotkun 2020.
Meiri sala sýklalyfja hér
en á öðrum Norðurlöndum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
segir í formála skýrslunnar að ástæður
fyrir minnkandi notkun sýklalyfja hjá
mönnum hér á landi á árinu 2020 geti
verið fjölmargar. „Á árinu 2020 voru
viðamiklar samfélagslegar og einstak-
lingsbundnar sóttvarnaaðgerðir við-
hafðar í samfélaginu vegna COVID-19.
Þessar aðgerðir leiddu til fækkunar á
sýkingum almennt í samfélaginu, sér-
staklega öndunar- og meltingarfæra-
sýkingum. Vafalaust leiddi það til
minni notkunar sýklalyfja. Einnig hef-
ur á undanförnum árum verið viðhafð-
ur áróður um skynsamlega notkun
sýklalyfja sem vafalaust hefur einnig
leitt til minni notkunar.“
Eftir sem áður er sala sýklalyfja enn
töluvert meiri hérlendis en á öðrum
Norðurlöndum.
Þórólfur bendir á að þrátt fyrir að
salan hafi minnkað í öllum sýklalyfja-
flokkum muni mestu um minnkandi
notkun betalaktam-lyfja. „Mest
minnkaði notkunin í aldurshópnum 0-4
ára en minnkaði einnig í öllum aldurs-
hópum. Athyglisvert er einnig að notk-
un sýklalyfja minnkaði jafnt hjá báð-
um kynjum en hún hefur löngum verið
meiri hjá konum en körlum,“ segir í
formála hans.
Sala sýklalyfja er mæld í daglegum
lyfjaskömmtum á hverja þúsund ein-
staklinga (DID) og dróst t.a.m. salan
saman frá 2019 til 2020 úr 19,39 DID í
16,18 DID en hún var til samanburðar
24 DID á árinu 2017.
Á seinasta ári voru ávísanir á sýkla-
lyf á hverja þúsund íbúa 505 að jafnaði.
Þá fengu 26% íbúa landsins
ávísað sýklalyfjum að minnsta kosti
einu sinni og hefur það hlutfall lækkað
úr 36% árið 2016. Notkunin er mun
meiri meðal kvenna en karla. Í fyrra
fengu 31,3% kvenna og 20,5% karla
ávísað sýklalyfi en tíu árum áður voru
hlutföllin 41,1% kvenna og 31,3%
karla.
Minni notkun meðal ungbarna
Fram kemur í skýrslunni að þegar
undirflokkar sýklalyfja eru skoðaðir
nánar sést að Ísland notar mest allra
Evrópulanda af svonefndum tetracýkl-
ínum sýklalyfjum, eða nær tvöfalt
meira en meðaltal Evrópu en þar er
um að ræða flokk breiðvirkra lyfja sem
virka á margar tegundir baktería sem
valda sjúkdómum.
Notkun sýklalyfja var lengi hlut-
fallslega mest á fyrstu fjórum árum
ævinnar en minnst á aldrinum 10-14
ára að því er fram kemur í skýrslunni.
Notkun, mæld í fjölda ávísana á hverja
1.000 íbúa á ári, hjá 0-4 ára hefur farið
minnkandi frá árinu 2011 en það ár
hófst bólusetning ungbarna gegn
pneumókokkum.
Notkun sýklalyfja minnkar mikið
- Færri sýkingar í þjóðfélaginu á ári viðamiklla sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar stuðluðu að
minni notkun sýklalyfja - 26% íbúa landsins fengu ávísað sýklalyfjum að minnsta kosti einu sinni 2020
Ávísanir sýklalyfja utan sjúkrahúsa eftir kyni
2010-2020
1.000
800
600
400
25
20
15
10
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Fjöldi ávísana á 1.000 íbúa/ári: Karlar Konur
Skilgreindir dagskammtar (DDD) á 1.000 íbúa/dag (DID):
Karlar Konur
DIDÁvísanir
Heimild: Embætti landlæknis
Stjórn félags bráðalækna sendi frá
sér harðorða tilkynningu í gær undir
yfirskriftinni „Landspítali ræður
ekki við sín daglegu störf“. Þar sagði
m.a. að viðvarandi ófremdarástand
hafi kristallast fyrr í vikunni þegar
yfir 70 sjúklingar lágu á bráða-
móttökunni. Þar af voru 44 sem
komust ekki á viðeigandi legudeildir.
Þær voru þegar fullar og neituðu að
taka við fleiri sjúklingum.
„Bráðamóttakan ræður ekki við
að sinna sínu hlutverki við þessar að-
stæður. Svona ástand er stór-
hættulegt og kemur endurtekið upp
á spítala sem er endalaust keyrður á
yfirálagi með vanhæfa stjórn. Fram-
kvæmdastjórn Landspítalans hefur
með ráðaleysi sínu breytt bráða-
móttökunni í
legudeild. Bráð-
veikum sjúkling-
um er allt of oft
sinnt af veikum
mætti á göngum
spítalans,“ sögðu
bráðalæknar.
Félagið minnir
á að þrátt fyrir
endurteknar al-
varlega ábend-
ingar landlæknis hafi óviðunandi
ástand farið hríðversnandi. „Engin
virk álagsstjórnun er á LSH og spít-
alinn er í raun stjórnlaus.“
Þá segir félagið að heilbrigð-
isráðherra hafi með aðgerðaleysi
sínu og stjórnleysi látið þetta við-
gangast allt of lengi. „Íslenska þjóð-
in lifir við þá tálsýn að á Íslandi sé
heilbrigðiskerfi sem er sambærilegt
við önnur kerfi í Norður-Evrópu. Því
fer fjarri. Félag bráðalækna krefst
tafarlausra aðgerða, réttindi sjúk-
linga eru fótum troðin.“
Mjög þrengt að bráðaþjónustu
„Það gefur augaleið að þegar við
erum með 36 stæða deild og þar eru
vistaðir daglega 20 eða fleiri sjúk-
lingar sem ættu að vera á legudeild-
um að þá er mjög þrengt að mögu-
leikum starfsfólks að veita
bráðaþjónustu,“ sagði Hjalti Már
Björnsson, yfirlæknir á bráða-
móttöku Landspítalans. En hillir
undir lausn?
„Við bíðum enn eftir því að fram-
kvæmdastjórn Landspítalans og
heilbrigðisyfirvöld geri raunveru-
lega gangskör að því að tryggja
þeim öldruðu sem þess þurfa hjúkr-
unarpláss og að tryggja legu-
deildarpláss á Landspítalanum fyrir
þá sjúklinga sem þess þurfa þannig
að við getum veitt nauðsynlega
bráðaþjónustu fyrir slasaða og bráð-
veika á bráðamóttökunni,“ sagði
Hjalti Már. En sér hann eitthvað í
fyrirsjáanlegri framtíð sem gefur
vonir um að þetta lagist?
„Ég er yfirlæknir á bráðamóttöku
og það er ekki mitt að reka heil-
brigðiskerfið. En ég sendi enn og
aftur ákall til heilbrigðisyfirvalda að
það sé leyst úr þessari stöðu. Það er
óásættanlegt að við, starfsfólk
bráðamóttökunnar, getum ekki
sinnt okkar hlutverki. Það er að
veita slösuðum og bráðveikum nauð-
synlega bráðaþjónustu.“
Óviðunandi ástand á bráðadeild
- Félag bráðalækna segir stjórn Landspítala vanhæfa - Heilbrigðisyfirvöld verða að bregðast við
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bráðamóttakan Álag og sjúklingar
komast ekki á legudeildir spítalans.
Hjalti Már
Björnsson
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Héraðssaksóknari hyggst ákæra
tvo einstaklinga, konu og karl, fyrir
að hafa gefið rangar eða villandi
upplýsingar um tegundir og magn
blóma sem félag þeirra flutti inn
frá Hollandi á árunum 2016 til
2018. Málið verður þingfest fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu
viku.
Málið snýr þá fyrst og fremst að
því að fólkið er talið hafa smyglað
inn til landsins afskornum rósum
og blönduðum blómvöndum sem
meðal annars innihéldu rósir. Með
háttsemi sinni drógu ákærðu sam-
anlagt aðflutningsgjöld að fjárhæð
5.701.188 krónur undan álagningu
aðflutningsgjalda. Var blómunum
svo smyglað í fjórum mismunandi
sendingum.
Við rannsókn tollayfirvalda kom í
ljós að í sendingunum var misræmi
milli innihalds og þess sem félagið
hér heima gaf upp við tollayfirvöld.
Þá hafði hollenskt félag sem sendi
blómin einnig gefið út misvísandi
reikninga fyrir sendingunum.
Við skoðun tollayfirvalda fannst
til að mynda verulegt magn af af-
skornum rósum og var ekki greidd-
ur réttur tollur af þeim. Aðflutn-
ingsskýrslur og reikningar
hollenska félagsins tóku ekki fram
að um væri að ræða afskornar rósir
til að mynda og var því ekki greitt
eftir réttum tollflokki fyrir rósirn-
ar.
Líkt og áður segir verður málið
þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur í næstu viku og er þess kraf-
ist að ákærðu verði dæmd til refs-
ingar og þeim gert að greiða allan
sakarkostnað.
Ákærð fyrir
smygl á blómum
- Misvísandi reikningar frá Hollandi
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Rósir Ekki er talið að rétt hafi verið
staðið að aðflutningsgjöldum blóma.