Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
Það er óhætt að segja að flest er í
heiminum hverfult þegar horft
er yfir þungbúin ský sem þekja
helsta heimavöll ESB.
- - -
Þýskaland gekk
til kosninga
degi á eftir okkur.
Merkel kanslari
hafði verið á hrað-
ferð um helstu höf-
uðborgir til að kyssa sýnishorn af
valdamönnum sem starfað hafa
samtímis frúnni síðustu 16 árin.
- - -
Þá liggur allt í einu ekki aðeins
fyrir að flokkurinn hennar
gengur haltur frá misvel innsigl-
uðum kjörkössunum.
- - -
Leiðtogi þýskra krata hefur
stjórnamyndunarumboð í
Berlín og tilkynnir að óvíst sé að
hann nái að ljúka því verki fyrir jól
og jafnvel áramót. Það þýðir að frú
Merkel kemst hvergi.
- - -
Það er mjög óþýskt þegar valda-
mikill kanslari hefur kvatt að
hann fari ekki fet vikum og mán-
uðum saman. Og það sem er enn
verra, er að verðbólgan, óvættur
sem þýskir þekkja varla í sjón, er
komin yfir 4 prósentin. Fyrri spár
um verðbólgu voru mun minni en
það og sögðu hana stoppa örstutt
við.
- - -
Spekingar segja nú að verðbólga,
og það jafnvel hærri en fjögur
prósentin, gæti sest upp lengur en
áður var ætlað.
- - -
Hvert er þá orðið Merkels starf í
sextán sumur gætu helstu
skáld spurt vondauf þegar þau
heyra svo ill tíðindi í landi stöð-
ugleikans.
Angela Merkel
Er hætt við að
hún hætti við
að hætta?
STAKSTEINAR
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Nýskráður 10/2020. Ekinn 12 þ.km, bensín/rafmagn (drægni 50 km),
sjálfskiptur, stafrænt mælaborð - 18“ álfelgur - IQ LED ljós - Glerþak - Sjón-
línuskjár - Skynvæddur hraðastillir - Þráðlaus símahleðsla og margt fleira.
Frábært verð! Raðnúmer 253067
V
N
M
+
WGolf GTE
EW
Nýskr. 09/2020. Ekinn aðeins 6 þ.km. Bensín/rafmagn (Plug-in) EQ power
218 hö - Drægni um 69 km á rafmagni - Edition týpa (útlitsfídusar að innan
og utan) Night pack - Leðurklætt mælaborð - HiFi hljóðkerfið -Widescreen
cockpit (stafrænt mælaborð) - Keyless start - Snertiskjár - Þráðlaus
farsímahleðsla - Augmented reality navigation - 18“ álfelgur - Dökkt gler -
Apple Carplay og margt fleira! Raðnúmer 253023
.BENZ A250e AMG
EDITION
VERÐ 5.990.000
VERÐ 6.390.000
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
Kíktu við, hringd
eða sendu okkur
skilaboð!
Hlökkum til!
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
u
B
M
Nýskráður 10/2019, ekinn 22 þ.km, bensín/rafmagn (Plug-in) 292 hö.
Drægni um 56 km á rafmagni. Sjálfskiptur (8 gíra). M-sport að innan og
utan - Black pack -Widescreen cockpit (stafrænt mælaborð) - Keyless start
- Head-up display - Laser aðalljós - Hiti í stýri - Harman Kardon hljóðkerfi -
Bakkmyndavél - Þráðlaus farsímahleðsla - Snertiskjár - 18“ álfelgur - Dökkt
gler - Þráðlaust Apple Carplay og margt fleira! Raðnúmer 252497
MW330e
-sport
VERÐ 6.990.000
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Snorri Baldursson líf-
fræðingur lést á heimili
sínu aðfaranótt miðviku-
dags 29. september eftir
erfiða baráttu við
krabbamein í höfði.
Snorri fæddist 17. maí
1954 á Akureyri, sonur
Þuríðar Helgu Krist-
jánsdóttur og Baldurs
Helga Kristjánssonar.
Hann ólst upp á Ytri-
Tjörnum í Eyjafjarðar-
sveit ásamt systkinum
sínum, þeim Kristjáni,
Sigurbjörgu, Benjamín,
Guðrúnu og Fanneyju.
Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1974, BSc-
gráðu í líffræði frá HÍ 1979 og aflaði
sér kennsluréttinda í framhaldinu.
Snorri tók meistaranám í plöntuvist-
og plöntuerfðafræði frá University of
Colorado og lauk doktorsprófi (PhD)
í plöntuerfðafræði við Konunglega
landbúnaðarháskólann í Kaupmanna-
höfn árið 1993.
Eftir nám erlendis sinnti Snorri,
jafnhliða öðrum verkefnum, rann-
sóknum á sviði landgræðslu og skóg-
ræktar. Sneri sér svo að stjórnunar-
störfum á sviði náttúrufræða og
náttúruverndar og vann mikið að
þeim málum sl. tuttugu ár. Beitti sér
þar fyrir náttúruvernd og undir þeim
merkjum skrifaði hann greinar, bæk-
ur og sinnti ýmsum nefndar- og trún-
aðarstörfum.
Á árunum 1983-1986
var Snorri var kennari
við Fjölbrautaskólann
við Ármúla, var
sérfræðingur hjá
RALA og Skógrækt
ríkisins um árabil og
var aðalritari hjá
Norðurskautsráðinu
1997-2002. Þá starfaði
Snorri um skeið hjá
Náttúrufræðistofnun
Íslands 2002-2008, var
þjóðgarðsvörður hjá
Vatnajökulsþjóðgarði
og formaður Land-
verndar 2015-2017. Þá
stýrði hann auðlinda- og umhverfis-
deild Landbúnaðarháskóla Íslands
frá 2018 fram á þetta ár.
Árið 2014 sendi Snorri frá bókina
Lífríki Íslands sem hlaut Íslensku
bókmenntaverðlaunin í flokki fræði-
rita. Í síðasta mánuði kom svo út bók
Snorra Vatnajökulsþjóðgarður: Ger-
semi á heimsvísu. Bókin var að stofni
til efni umsóknar til UNESCO um að
þjóðgarðurinn kæmist á heimsminja-
skrá, eins og gekk eftir árið 2019.
Nú í sumar stofnaði Snorri nátt-
úruverndarsamtökin Skrauta. Mark-
mið þess var verndun Vonarskarðs.
Snorri lætur eftir sig fjóra syni
sem eru: Heimir, f. 1974, Narfi Þor-
steinn, f. 1982, Baldur Helgi, f. 1986
og Snorri Eldjárn, f. 1988. Eftirlif-
andi kona Snorra er Elsa Friðrika
Eðvarðsdóttir.
Andlát
Snorri Baldursson
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB) segir að sú fullyrðing trygg-
ingafélagsins Sjóvár um að félagið
tapi stöðugt á bílatryggingum sé-
vægast sagt villandi.
„Eins og FÍB hefur margsinnis
bent á, þá felst hið meinta „tap“ í því
að tryggingafélagið ofmetur tjón
vegna umferðarslysa. Endanlegar
tjónabætur eru lægri og mismuninn
setur félagið í bótasjóð (tjónaskuld).
Árið 2020 bætti Sjóvá 900 milljónum
króna í bótasjóðinn og árið 2019 fóru
1,2 milljarðar króna í hann. Heild-
arbótasjóður Sjóvá[r] nam 21 millj-
[arði] króna í lok 2020. Með fullyrð-
ingum um tap á bílatryggingum er
forstjóri Sjóvár að slá ryki í augun á
almenningi. Forstjórinn veit mæta
vel að afkoma tryggingafélaga bygg-
ir á tveimur grunnstoðum, iðgjöld-
um og fjármagnstekjum. Fjár-
magnstekjur af bílatryggingum eru
gríðarlega miklar og sérkennilegt að
láta eins og þær skipti hreint engu
máli,“ segir í yfirlýsingu FÍB.
Yfirlýsingin er svar við yfirlýs-
ingu Sjóvár, sem vísaði á bug gagn-
rýni FÍB á að Sjóvá áformar að
greiða hluthöfum út 2,5 milljarða
króna í arð. Segir FÍB að nær væri
að tryggingafélagið endurgreiddi
tryggingatökum eða lækkaði iðgjöld
í ljósi þess að geta Sjóvár til að rísa
undir bótagreiðslum sé langt um-
fram lágmarkskröfur.
Sakar tryggingafélag um villandi málflutning
- Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Sjóvá deila um afkomu bílatrygginga
Morgunblaðið/Eggert
Umferð Deilt er um bílatryggingar.