Morgunblaðið - 01.10.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 01.10.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Sam Edelman Christy 27.990 kr. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fjölmargar áhugaverðar hug- myndir er að finna í kosningu íbúa í Reykjavík um umbætur og nýj- ungar í nærumhverfinu. Kosningin hófst í gær á vefsíðunni hverfid- mitt.is og stendur í tvær vikur. Allir borgarbúar sem fæddir eru árið 2006 eða fyrr geta tekið þátt. Breiðhyltingar eru stórhuga og vilja fá þrekstiga úr Neðra- Breiðholti upp í Efra-Breiðholt. Hugmyndin minnir á hinn kunna himnastiga sem er að finna í Kópa- vogi og nýtur vinsælda við æfingar hjá hlaupahópum. Í Árbæ vilja íbú- ar til að mynda fá ævintýra- og úti- vistarsvæði við Rauðavatn, infra- rauða sánaklefa í Árbæjarlaug og jólaþorp á Árbæjarsafni. Í Grafar- holti er óskað eftir því að gerður verði göngustígur frá íþróttasvæði Fram upp með gilinu að Leirtjörn sem tengist gönguleiðum á sunnan- verðu Úlfarsfelli. Kjalnesingar vilja aftur á móti fá sjósundsaðstöðu, fótabað og fuglaskoðunarhús við fjöruna. Meðal hugmynda sem eru á teikniborðinu í Vesturbænum eru að lóðin við Sundlaug Vesturbæjar verði nýtt sem fjölbreytt leik- og dvalarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þá eru hugmyndir um að komið verði fyrir bekkjum og gróðri á Hólavallatorgi og að sjósundsað- staða verði gerð við Ægisíðu. Eins vilja Vesturbæingar fá lítinn pott við Ægisíðu þar sem þeir geta farið í fótabað, líkt og nágrannar þeirra á Seltjarnarnesi hafa getað um árabil. Greina má mikinn áhuga íbúa í Hlíðahverfi á endurbótum á Klambratúni. Þar eru uppi hug- myndir um að gerð verði vaðlaug, sett upp útiæfingatæki, niðurgrafin trampólín, almenningsklósett og gosbrunnasvæði auk þess sem íbúar vilja endurbæta núverandi leik- og dvalarsvæði á túninu. Í miðborginni vilja íbúar til að mynda fá yfirbyggða bekki sem veita skjól fyrir vindi, háa rólu sem nýtist öllum aldurshópum, endur- bætur á leikvelli í Hljómskála- garðinum og listaverk á Hjartatorgi við Laugaveg. Í Háaleitis- og Bústaðahverfi hef- ur verið lögð fram hugmynd um að aðstaða til útieldunar verði sett upp í svokölluðum Úlfaskógi við Garða- flöt. Íbúar í Laugardal hafa áhuga á að fá upphitaðan útidanspall í Laug- ardalnum og sjósundsaðstöðu á Laugarnestanga. Í Grafarvogi er sömuleiðis áhugafólk um sjósund og það vill fá aðstöðu við Geldinganes. Grafarvogsbúar vilja einnig fá bekki á völdum stöðum í hverfinu sem málaðir verði í litum íþróttafélags- ins Fjölnis. Morgunblaðið/Ómar Stigi Íbúar í Breiðholti vilja þrekstiga á milli Efra- og Neðra-Breiðholts svipaðan himnastiganum í Kópavogi. Yfirbyggðir bekkir og pottar fyrir fótabað - Fjölbreyttar hugmyndir í íbúakosningunni Hverfið mitt Ljósmynd/Hverfið mitt Nýstárlegt Yfirbyggðir bekkir eiga að hlífa fólki við veðri og vindum. Gosbrunnur Í Hlíðahverfi vill fólk sjá umbætur á Klambratúni, t.d. að þar verði gert gosbrunnasvæði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Um leið og við fáum byggingar- leyfið hefjast framkvæmdir,“ segir Ingvar Svendsen veitingamaður. Undirbúningur hefur staðið yfir síðasta árið við að breyta gamla pósthúsinu í Pósthússtræti 5 í mat- höll. Byggingarfulltrúi Reykjavík- urborgar hefur gefið grænt ljós á breytingar á húsnæðinu í Póst- hússtræti 5 en enn á eftir að af- greiða umsókn vegna Póst- hússtrætis 3. Kveðst Ingvar búast við að það gerist innan tíðar. „Það er búið að leigja flest pláss út og við sjáum fyrir okkur að opna með vorinu, í apríl eða maí,“ segir Ingvar. Átta veitingastaðir og einn kokteilbar verða í Pósthúsi mathöll og lofar Ingvar fjölbreyttu úrvali fyrir áhugasama. „Staðirnir verða mjög mismun- andi. Þarna verður pítsastaður, indverskur staður, hamborgara- staður, sushi-staður og franskur bistró-staður.“ Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu mun Pósthús mathöll rúma allt að 211 gesti á tveimur hæðum. Leifur Welding sér um hönnun á húsnæðinu. hdm@mbl.is Pósthús mathöll opnuð næsta vor Morgunblaðið/Eggert Nýtt hlutverk Gamla pósthúsið breytist í mathöll sem opna á næsta vor. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ólga er á meðal íbúa Innri-Njarð- víkur vegna áforma um öryggisvist- un fyrir ósakhæfa einstaklinga í óbyggðu hverfi, Dalshverfi 3. Fé- lagsmálaráðuneytið óskaði eftir samvinnu við Reykjanesbæ um slíka starfsemi. Íbúar lýstu áhyggjum sínum af þessu í grein í Víkurfrétt- um. Þorsteinn Stefánsson, formaður íbúaráðs Innri-Njarðvíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að greinin hafi verið skrifuð til að fylgja eftir álitsgerð til bæjaryfirvalda. Þá hafa tæplega þúsund manns skrifað nöfn sín á mótmælalista. Íbúarnir benda m.a. á að reglur og lög sem skilgreina hlutverk og aðkomu ríkis og sveitarfélaga að framkvæmd öryggisvistunar fyrir ósakhæfa einstaklinga séu ekki til. Ekki heldur ákvæði um hvernig tryggja eigi öryggi íbúa í nágrenn- inu. „Við höfum ekki fengið neina kynningu, sem okkur finnst með miklum ólíkindum og ekki verið haft neitt samráð við íbúana,“ sagði Þor- steinn. „Reykjanesbær á staði sem henta betur en þessi. Við viljum ekki hafa þetta í íbúðahverfum. Fólk hef- ur sloppið úr svona öryggisvistun og jafnvel ráðist á annað fólk og börn. Þetta getur hugsanlega líka rýrt fasteignaverð á svæðinu.“ Kynningarfundur væntanlegur Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, sagði að fé- lagsmálaráðuneytið hafi leitað eftir samstarfi í fyrravor. Rætt var um að þessu gætu fylgt 30-40 ný störf en þá var 25% atvinnuleysi á svæðinu. „Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vinna málið áfram og sjá hvernig það þróaðist,“ sagði Kjartan. Í sumar sótti ráðuneytið um lóð. Sett voru skilyrði um að hún væri í nýju hverfi svo íbúar sem á eftir kæmu vissu að slík starfsemi væri fyrirhuguð þar. Einnig væri hún ná- lægt almenningssamgöngum og inn- an vissrar fjarlægðar frá heilbrigð- isstofnun og löggæslu. Tillaga er um lóð í Dalshverfi 3. „Það er ekki búið að samþykkja aðalskipulagið og ríkið hefur ekki kynnt þetta vegna þess að undirbún- ingi ýmissa formsatriða er ekki lok- ið. Hvorki bæjaryfirvöld eða íbúarn- ir hafa fengið skýra sýn um hvað standi til,“ sagði Kjartan. „Við höf- um óskað eftir því að ráðuneytið komi og kynni þessi áform fyrir stjórn íbúaráðsins og bæjarstjórn. Við erum að finna tíma fyrir kynn- ingarfund.“ Vonast er til að fund- urinn verði haldinn í næstu eða þar- næstu viku. Kjartan sagði skiljanlegt að áformin veki ótta því óheppileg atvik hafi komið upp þar sem svona starf- semi er. Þau heyra þó til undantekn- inga. Hann benti á að ósakhæfir ein- staklingar séu vistaðir á stofnunum í næsta nágrenni við íbúðabyggð, án þess að vandræði hafi hlotist af. Öryggisvistun vekur spurningar Ljósmynd/© Mats Wibe Lund 2012 Innri-Njarðvík Rætt er um að öryggisvistunin verði í nýju hverfi. - Íbúar í Innri-Njarðvík órólegir vegna áforma um öryggisvistun ósakhæfra einstaklinga í nýju íbúða- hverfi - Bæjarstjóri segir von á kynningu félagsmálaráðuneytis á þessu nýja úrræði og hvað því fylgir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.