Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 „Það vinna tólf á heilsugæslunni, tveir á sex tíma vöktum. Þrjár hjúkrunarkonur, tvær konur sjá um skúringar, tveir eru í apótekinu, tvö gera að sárum og skipta um um- búðir og einn starfar sem næt- urvörður,“ sagði Ousman, hjúkr- unarfræðingur og tengiliður Þóru Hrannar í Kubuneh, þegar hann var spurður um umsvifin á heilsu- gæslustöðinni. Allt að 15.000 manns hafa að- gengi að þjónustunni, fólk sem býr í Kubuneh og þorpunum í kring. En vandamálin eru mörg. „Reyndar kemur fólk alls staðar að frá Gambíu til okkar. Helstu vandamálin eru að okkur vantar sjúkrabíl. Við notumst við leigubíl sem þarf að keyra 14 km á erfiðum vegi til að sækja sjúklinga. Annað stórt vandamál er að konur geta ekki fætt börnin sín á heilsugæsl- unni þar sem við höfum ekki ljós- móður. Konur fæða heima við slæmar aðstæður. Missa börnin sín og aðrar deyja af því að þeim blæð- ir út. Líka er verð á lyfjum mjög hátt sem gerir okkur erfitt fyrir,“ segir Ousman. Hann segir hlutverk Þóru Hrann- ar skipta miklu. „Þóra er eini styrktaraðili heilsugæslunnar, hennar framlag tryggir öllu þessu fólki aðgang að heilbrigðisþjón- ustu. Framlag hennar fer í að borga laun, kaupa lyf, daglegan rekstur og viðhald húsnæðis, svo eitthvað sé nefnt. Þóra gerir okkur kleift að rukka sjúklinga um lítinn pening miðað við aðrar heilsugæslustöðvar í Gambíu. Án hennar hefði heilsu- gæslunni verið lokað um síðustu áramót svo við eigum henni allt að þakka. Fólkinu sem býr á eyjunni hennar og verslar í búðinni henn- ar,“ sagði Ousman að endingu. Gambía Awa og Ousman, hjúkr- unarfræðingar í Kubuneh. Eiga Þóru og Eyja- mönnum allt að þakka VIÐTAL Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum „Það var uppleggið frá byrjun, að verslunin yrði eins og hver önnur fata- verslun, snyrtileg og vel skipulögð. Ég fæ það mikið af fötum að ég get valið það besta. Þarf ekki að setja fram eitt- hvað sem er lúið,“ segir Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, eigandi verslunar Kubuneh við Vestmannabraut í Vest- mannaeyjum, sem selur notuð föt. „Ég fæ mikið hrós fyrir það hvað búðin er falleg og vel skipulögð. Það geta allir gengið að sinni stærð, sama hvað X-in eru mörg. Hvort sem það er í fötum eða skóm á fullorðna eða börn. Þetta hefur farið langt umfram vænt- ingar frá því við opnuðum í desember og allur peningur sem kemur inn fer óskiptur til heilsugæslunnar sem við rekum í þorpinu Kubuneh í Gambíu.“ Áhugi Þóru Hrannar og fjölskyldu á málefnum Gambíu byrjaði í nóv- ember 2018. Og Þóru Hrönn er mikið niðri fyrir þegar hún byrjar að segja frá. Stráksleg, snoðklippt og ekki mikið fyrir snyrtivörur. Í fötum með sögu en allt þetta verður aukaatriði þegar hún byrjar að tala. Geislar af henni áhuginn, einlægnin og gleðin yfir því að geta hjálpað öðr- um. Hefur ákveðnar skoðanir á neysluhyggju nútímans en sér hlutina í víðara samhengi en flestir. Og ekki er yfirbyggingin að sliga reksturinn þar sem hún nýtur góðs af sjálfboðaliðum. Annars vinnur hún þetta allt sjálf og er í daglegum sam- skiptum við sitt fólk á heilsugæslu- stöðinni í Kubuneh. Viðtökurnar fóru líka fram úr björtustu vonum. „Ég er alltaf að bíða eftir deginum þegar enginn kemur. Hann hefur ekki komið ennþá. Þetta fór ótrúlega af stað og hefur ekki stoppað. Allt skilar sér. Ef þú kaupir buxur á 1.500 krón- ur fara þessar 1.500 krónur í starfið í Kubuneh.“ Hringrás með föt Hún segir magnið af fatnaði sem henni er gefinn vera svakalegt. Fólk kaupi allt of mikið, miklu meira en það þarf. Eltist við tísku sem er svo ekki í tísku eftir nokkra mánuði. „Ég vil sjá að þeir sem koma með föt til mín kaupi eitthvað í staðinn í Kubuneh. Kaupi ekki nýtt. Það þarf að komast á hringrás með föt. Sjálf kaupi ég ekki ný föt og hef ekki gert í mörg ár og ég elti ekki tísku. Það er þessi hringrás sem ég vil sjá. Við þurfum að komast þangað.“ - Þarna ertu orðin stórpólitísk, er það ekki? „Við hjálpum engum með því að kaupa endalaust og bæta í hítina. Föt gufa ekki upp þó farið sé með þau, t.d. í Rauða krossinn,“ segir hún ákveðin og sér ekki að fatagjafir séu endilega lausnin þegar aðstoða á fólk í Afríku. „Ég get skilið að fólk í Afríku vant- ar föt en það er ekki rétta leiðin að sturta þeim á tún þar sem stór hluti verður engum að gagni. Ég sá þetta með eigin augum síðast þegar ég var úti. Er þetta lausn fyrir okkur? Að kaupa og kaupa og svo enda fötin úti á túni í Afríku eða í landfyllingu ein- hvers staðar?“ Stúlka á Indlandi skiptir máli - Hvað með fólkið sem hefur vinnu af því að framleiða þessi föt? „Það er byrjunin á keðjunni eins og kemur fram í myndinni The True Cost á YouTube, skylduáhorf skal ég segja þér,“ segir Þóra Hrönn ákveðin og bætir við: „Það er ömurlegt að horfa á þessa mynd og maður fær illt í hjartað. En ég hvet þig samt til að horfa því þá sérðu þetta vonandi eins og ég. Lítil stúlka á Indlandi á að skipta þig alveg jafn miklu máli og stúlkan í næsta húsi. Ég hef ekki lausn en það erum við sem sköpum eftirspurnina, við er- um upphafið því við höfum allt of miklar þarfir.“ Þóra Hrönn slær næst fram einni spurningu: „Hvað ætla Íslendingar að gera ef Rauði krossinn hættir að taka á móti fötum? Þá er ekkert annað að gera en að fara með þau í Sorpu. Hef ég sam- visku í það? Myndum við hugsa okkur tvisvar um? Eða er okkur bara alveg sama?“ - Þú ert sem sagt með alla jörðina í huga? „Já, og alla jarðarbúa. Það verður að vera þannig. Þú getur ekki bara verið í þinni búbblu. Við deilum öll jörðinni saman, ábyrgðin er okkar allra.“ - Hvað með verslanir sem selja ný föt? „Þær verða alltaf til. Maður þarf að vera raunsær, það munu aldrei allir kaupa notuð föt. En kaupum þá föt sem koma frá góðum stað. Þar sem hugsað er um náttúruna og sam- félagsleg ábyrgð er sýnd í verki. Við verðum að vera skynsöm í umræðu og hugsun. Það er frábært hvað unga fólkið er tilbúið í þetta og það má þakka fræðslu í skólum. Þau koma og versla í Kubuneh. Horfa líka í pening- inn, vilja verja meiri tíma með fjöl- skyldunni og minni tíma í vinnu. Kaupa notað og eyða peningunum í samveru þannig að allir græða.“ Þjónar allt að 15.000 - Hverju hefur þetta skilað í Kubu- neh? „Ég tók við heilsugæslunni um ára- mótin síðustu og okkar fyrsta verk var að lengja þjónustutímann að ósk starfsfólksins sem eru tólf manns, þar af þrír hjúkrunarfræðingar. Nú vinna þau á vöktum til klukkan átta á kvöld- in en ekki tvö á daginn eins og áður. Með þessu geta krakkar sem þurfa að labba langt í skólann fengið þjónustu þegar þau koma heim seinni partinn. Íbúar Kubuneh og þorpanna í kring, um 12.000 til 15.000 manns, geta sótt þjónustu hjá okkur. Allt starfsfólkið hefur fengið launahækkun síðan ég tók við.“ Þó að heilsugæslustöðin sé rekin af utanaðkomandi þarf að uppfylla allar kröfur yfirvalda í Gambíu og því fylgir eftirlit, mikil skýrslugerð og skriffinnska. Og margt kemur upp á. Tré fellur á hús í hvassvirði og það þarf að laga. Awa, ein af hjúkr- unarfræðingunum, missir fullburða barn í fæðingu og Ousman, hjúkr- unarfræðingurinn í Kubuneh, er ekki sáttur þegar faðir hans vill að hann kvænist. „Allt kemur þetta inn á borð hjá mér þannig að ég er hluti af sam- félaginu. Fæ skilaboð frá bæjarstjór- anum: „Hi, how are you.“ Það vilja allir hafa mann með sér í liði. Það er ekki eins og mér finnist þetta leið- inlegt og ég er sannfærð um að mér var ætlað þetta hlutverk.“ Kærleikurinn og það góða - Finnurðu fyrir þakklæti? „Fólk sýnir ekki mikið þakklæti en ég finn fyrir því og ég veit að það kann að meta það sem við erum að gera því ég veit hvað þetta skiptir miklu máli. Ég er í daglegum sam- skiptum við hjúkrunarfræðingana sem segja endurtekið; Guð blessi þig.“ - Ferðu sátt að sofa á kvöldin? „Já. Ég fer alla vega til himna. Er alveg viss um það,“ segir Þóra Hrönn hlæjandi. - Ertu trúuð? „Nei, alls ekki. Ég trúi ekki á ein- hvern guð, meira á kærleikann og það góða. Við eigum öll að hjálpast að en að fara í kirkju er ekki mitt. Aftur á móti eru íbúar Gambíu, sem eru um 90 prósent múslímar, mjög trúaðir og biðja fimm sinnum á dag,“ segir Þóra Hrönn og kveðst hafa lært mikið, m.a. að múslími er ekki sama og hryðjuverkamaður. „Í bænum sínum biðja þau fyrir öðrum, fólki sem hefur það bágara en þau og örugglega biðja þau öll fyrir mér og fjölskyldunni,“ segir hún. Fræðsla fyrir konur og stúlkur Árið 2017 tók Þóra Hrönn þátt í verkefninu Sole Hope sem snýst um að búa til skó úr notuðum gallabuxum fyrir fólk í Úganda. Í Kubuneh var fræðsla fyrir stúlkur og konur um blæðingar og kvenlíkamann byrjunin. Þær fá poka með átta margnota bind- um, tvennum nærbuxum, tveimur þvottastykkjum, bæklingi og sápu- stykki. Allt búið til í Vestmanna- eyjum af sjálfboðaliðum nema sápan. „Fyrst fór ég út með sápur í pok- unum en nú kaupi ég þær af konu í þorpinu og styrki hana með því. Pok- ana hef ég flutt út í ferðatöskum sem nýtast sem fataskápar á heimilum í Kubuneh.“ Þetta verkefni hefur undið upp á sig og er Þóra Hrönn í samstarfi við danskar konur sem fréttu af starfi hennar. Konurnar senda gám til Gambíu seinna á árinu og hafa boðið Þóru pláss í honum. Hún vinnur nú að því að kaupa hjúkrunarvörur hjá Icepharma sem sendar verða út í þessum gámi ásamt pokunum. „Sjálf sendi ég heilan gám með lækningatækjum, fótboltaskóm og fótboltadóti, ungbarnapökkum og fleiru í fyrra. „Það var mikið bras að fá gáminn afhentan í Gambíu. Þetta var meira en að segja það. Rosalegt. Alls staðar beðið um peninga, enda- lausir stimplar og pappírar en þetta hafðist rétt áður en ég fór heim,“ seg- ir Þóra Hrönn að endingu. Hver króna skilar sér til hjálparstarfs Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Verslun Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir rekur verslunina Kubuneh í Eyjum og selur þar notuð föt. Taskan við hennar hlið var unnin úr afgöngum úr vel heppnuðu skóverkefni þar sem skór voru búnir til úr aflóga gallabuxum. - Þóra Hrönn rekur verslunina Kubuneh í Vestmannaeyjum - Selur notuð föt og styður við rekstur heilsugæslustöðvar í Gambíu - Vill sjá hringrás með föt - Segir fólk kaupa of mikið af nýjum fötum Hjálparstarf Kát og hress börn í þorpinu Kubuneh í Gambíu. 5 4. júní eru samþykktar launahækkanir. Awa á leið í ljósmæðraskóla og ræddir möguleikar á að Sang og Bas- iru fari í hjúkrunarfræði. Ousman illa staddur eftir að hann kvæntist. Sér fyrir tveimur heimilum, borgar allt fyrir Fatou, nýju konuna, leigubíl í og úr vinnu og fæði. Launin búin um miðjan mán- uð. 5 16. júní er samþykkt að Ousman taki ekki frí. Í staðinn fái hann tvöföld laun í júní. „Ég hef áhyggjur af honum þar sem hann vinnur tólf klukkustundir á dag. Hann segist geta sofið og hvílt sig þegar hann verður gamall,“ skrifar Þóra Hrönn þennan dag. Punktar úr dagbók Þóru Hrannar - Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu- stöðinni í Gambíu segir þörfina mikla Ljósmynd/Þóra Hrönn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.