Morgunblaðið - 01.10.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 01.10.2021, Síða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Tunguhálsi 10 Sími 415 4000 www.kemi.is kemi@kemi.is 1. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.32 Sterlingspund 174.37 Kanadadalur 101.88 Dönsk króna 20.267 Norsk króna 14.858 Sænsk króna 14.8 Svissn. franki 139.15 Japanskt jen 1.1603 SDR 182.75 Evra 150.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.3646 « Sprotafyr- irtækið Dineout var rekið með 1,7 milljóna króna tapi á síðasta ári. Félagið selur m.a. bók- unarkerfi til veit- ingahúsa og er Dineout með ráðandi stöðu á þeim markaði, eins og fram kom í ViðskiptaMogganum fyrr á árinu. Tekjur félagsins í fyrra voru rúmar 21 milljón króna og jukust um rúmar tíu milljónir á milli ára. Inga Tinna Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að áætlaðar tekjur félagsins frá júní á þessu ári og fram í júní á næsta ári séu um 90 milljónir króna. Því verði um margföldun tekna að ræða á stuttum tíma. „Frá árinu 2020 og til dagsins í dag hefur orðið rosalegt stökk í tekjum,“ segir Inga. Hún segir að fyrirtækið hafi farið úr því að bjóða eingöngu upp á borða- bókunarkerfi í að bæta við sig matar- pöntunarkerfi til heimsendinga, kassa- lausn og lausn fyrir hótel til að panta herbergisþjónustu. „Tekjustraumunum hefur fjölgað mikið. Við viljum bjóða veitingastöðum upp á allt sem þeir þurfa til að vera í rekstri.“ tobj@mbl.is Inga Tinna Sigurðardóttir Tekjur Dinout tvö- földuðust á milli ára STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hátt í ein komma tvær milljónir sölu- funda fara fram á ári í gegnum skjá- deililausn hugbúnaðarfyrirtækisins CrankWheel, en félagið selur lausn sína um allan heim. Viðskiptavinir eru sjö hundruð. „Langflestir okkar viðskiptavina eru litlir en rúmlega 50% af tekjun- um koma frá viðskiptavinum sem eru kannski að greiða okkar um 600 þús- und krónur á ári eða meira,“ segir Jói Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, í samtali við Morgunblaðið. Félaginu hefur gengið vel í far- aldrinum enda breyttust vinnuað- stæður fólks gríðarlega þegar skrif- stofum var lokað og starfsmönnum gert að vinna heiman frá sér. „Til dæmis er stór viðskiptavinur okkar í Bandaríkjunum, sem selur uppsetningu á sólarrafhlöðum fyrir heimili, með hundruð sölumanna á sínum snærum. Þeir voru vanir að ganga í hús og selja. Á einni nóttu breyttist allt og salan fluttist yfir í símann. Fyrirtækið keypti stóran pakka af CrankWheel-áskriftum til að leysa þetta vandamál,“ segir Jói en CrankWheel er ekki hefðbundið fundakerfi eins og Zoom eða Teams, heldur sérhannað til að styðja við símasölufólk. Sölumaður getur sent SMS meðan á símtali stendur og leitt viðskiptavininn þannig í gegnum vörukynningu á glærum. Oft er sala kláruð í fyrsta símtali. Virkar fyrir alla vafra Fyrirtækið hefur eytt talsverðum fjármunum í að þróa lausnina þannig að hún virki fyrir alla vafra og öll tæki. „Þó að viðskiptavinurinn í sím- anum sé með lélega nettengingu og eldgamlan vafra þá virkar Crank- Wheel,“ segir Jói og bætir við að hægt sé að keyra kynninguna á göml- um Blackberry-síma. „Við höfum meira að segja keyrt svona kynningu á afþreyingarskjá á hlaupabretti.“ Jói og Þorgils Sigvaldason, Gilsi, viðskiptafélagi hans, segja að lausnin sé umhverfisvæn og stuðli að minni útblæstri. „Þetta fækkar ferðalögum og minnkar þannig sótspor.“ Fyrirtækið var stofnað árið 2015 og strax í september það ár voru fyrstu greiðandi viðskiptavinirnir byrjaðir að nota kerfið. Síðan hefur þróunin haldið áfram og ný virkni bætist reglulega við. Sumir viðskiptavina CrankWheel nota kerfið til að taka á móti undir- skriftum samninga, þó hún sé ekki lagalega bindandi. „Menn eru að láta viðskiptavini teikna með mús á tölvu- skjá eða með putta á farsímaskjáinn. Þessi notkun varð til þess að við keyptum danska fyrirtækið Accordi- um, sem býður upp á lagalega bind- andi rafrænar undirskriftir,“ segir Jói en sagt var frá kaupunum í Morg- unblaðinu á dögunum. Þeir Jói og Gilsi hafa safnað saman notendasögum til að styðja markaðs- starfið. Eitt stórt fjármálafyrirtæki í Bretlandi jók t.d. söluna hjá því starfsfólki sem notar CrankWheel um 15-20% eftir að notkun hófst. Ein virkni sem boðið er upp á í CrankWheel er að kerfið lætur vita ef viðskiptavinurinn er hættur að horfa á skjáinn eða símann af ein- hverjum orsökum. Þá er hægt að minna hann á. Við það að gefast upp Tekjur CrankWheel hafa aukist hratt síðustu ár. Þær voru 40 millj- ónir króna árið 2019 og 70 milljónir árið 2020. Í ár fara tekjurnar yfir hundrað milljónir. Tekjurnar koma nær alfarið erlendis frá, mest frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Rétt áður en tekjuvöxturinn hófst voru þeir félagar við það að gefast upp. „Gilsi var tímabundið kominn í aðra vinnu. Svo gekk bara alveg ótrúlega vel árið 2018. Eftir það hef- ur gengið verið frábært. Þrautseigj- an skilaði okkur áfram.“ CrankWheel selur vörur sínar að mestu í gegnum heimasíðuna en einnig á sölusýningum erlendis. „Nú hefur verið langt hlé á sölusýning- um, en það verður gaman að geta aftur farið út á sýningar og kynnt vöruna,“ segir Gilsi en sex sýningar eru bókaðar fyrir áramót. „Sýningar sem haldnar voru á netinu í faraldrinum komu ekki vel út. Nú eru allir mjög spenntir að mæta aftur á staðinn í eigin per- sónu.“ Þrír vinna hjá CrankWheel á Ís- landi og aðrir sex erlendis. Ráðning tæknistjóra er á döfinni. Fyrirtækið hefur ekki sótt sér fjármagn til fjárfesta og engar áætl- anir eru uppi um slíkt. Tekjur duga fyrir rekstri og áframhaldandi þró- un. „Ég legg áherslu á að við skiljum alltaf eitthvað eftir í hverjum mán- uði þannig að fyrirtækið lifi til langs tíma. Við viljum byggja upp á skyn- samlegan hátt,“ segir Jói að lokum. Rúmlega milljón sölufundir á ári í kerfum CrankWheel Tækni Jói Sigurðsson og Þorgils Sigvaldason eiga og reka CrankWheel. - Hefur gengið vel í faraldrinum - Tekjur yfir 100 milljónir á árinu Framleiðslufyrirtæk- ið Límtré Vírnet var rekið með tæplega hundrað og fimmtíu milljóna króna hagn- aði á síðasta ári. Hagnaðurinn þrefald- ast milli ára en hann var rúmar 56 milljónir króna árið á undan. Fyrirtækið sér um framleiðslu og sölu á vörum fyrir íslenskan byggingariðnað. Eignir jukust Eignir fyrirtækis- ins nema nú rúmum þremur milljörðum króna og jukust þær lítið eitt milli ára. Þær voru tæplega 2,9 milljarðar árið 2019. Eigið fé Límtrés Vírnets er nú rúmlega 735 milljónir króna. Eigið féð eykst um 25% milli ára, en það var 589 milljónir króna árið 2019. Eiginfjárhlutfall félagsins er 24,2% Tekjur Límtrés Vírnets námu á árinu rúmum þremur milljörðum króna og jukust um hundrað millj- ónir á milli ára. Í ársreikningi félagsins kemur fram að mjög óvenjulegar aðstæður hafi skapast á árinu vegna kórónu- veirunnar, sem áhrif höfðu á rekstur félagsins á fyrri hluta ársins. Nýtti félagið sér meðal annars hlutabóta- leið stjórnvalda í einn mánuð til að mæta minnkandi eftirspurn. Sam- hliða var samið um frystingu á greiðslu afborgana og vaxta lang- tímalána við viðskiptabanka félags- ins. tobj@mbl.is Iðnaður Límtré Vírnet starfar m.a. í Borgarnesi. Hagnaður Límtrés Vírnets 150 m.kr. - Tekjur rúmlega þrír milljarðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.