Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 14

Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Flokksþing breska Verka- mannaflokksins var haldið í vik- unni með pomp og prakt í Brighton. Sir Keir Starmer, leiðtogi flokksins, reyndi þar sem mest hann mátti að sannfæra breska kjósendur um að Verka- mannaflokkurinn hefði nú varpað af sér fjötrum Corbynismans, og að aftur mætti treysta flokknum fyrir stjórnartaumum Bretlands. Í ljósi þess að flokksþingið var haldið sömu daga og gríð- arleg vandamál í eldsneyt- isflutningum hafa skekið Breta, hefði mátt ætla að Starmer hefði átt nægan efni- við til þess að takast það ætl- unarverk sitt. Og víst er að hann gerði sitt besta í leiðtog- aræðu sinni til þess að sýna fram á að stjórn Íhaldsflokks- ins í kjölfar Brexit og kór- ónuveirunnar gengi illa upp. En Starmer var ekki jafn- vel tekið af öllum sem sátu flokksþingið, þar sem hluti fundargesta reyndi ítrekað að baula hann af sviðinu, og sýndu honum um leið „rauða spjaldið“ sem tákn um að hann ætti að segja af sér. Öll gagnrýni hans á ríkisstjórn Bretlands, réttmæt sem óréttmæt, hvarf því í skugg- ann af alvarlegum inn- anmeinum Verkamanna- flokksins. Upphaf þingsins markaðist til að mynda af fréttum af því að þingkonan Rosie Duffield taldi sér ekki óhætt að sækja þingið af öryggisástæðum, þar sem hún hafði lýst því yf- ir að einungis konur gætu verið með legháls. Uppskar hún þar með mikla reiði frá samfélagi hinsegin-fólks, og Starmer neyddist til að lýsa því yfir að ummæli Duffields hefðu verið röng, þar sem þau mætti túlka sem árás á trans- fólk. Á þinginu sjálfu tók ekki betra við. Þingkonan Angela Rayner, varaleiðtogi flokks- ins, lýsti því stolt yfir að leið- togar Íhaldsflokksins væru viðurstyggilegur „sori“, og stóð við ummælin þegar hún var krafin skýringa á þeim. Þó að margir á flokksþinginu fögnuðu þeim ófögru lýs- ingum, mátti ráða af við- brögðum utan þess, að þau hefðu ekki verið til þess að auka hróður Verkamanna- flokksins meðal kjósenda, hvað þá þeirra fjölmörgu sem yfirgáfu Verka- mannaflokkinn í síðustu kosn- ingum og kusu Íhaldsflokkinn í fyrsta sinn á æv- inni. Af nægu öðru var að taka sem vakti furðu. Flokksþingið for- dæmdi til að mynda AUKUS, hið nýja varnarbandalag Bretlands, Bandaríkjanna og Ástralíu, og sagði það stefna „heimsfriðnum“ í hættu. Það var því hægt að kalla það kaldhæðnislegt þegar Star- mer lýsti því yfir í ræðu sinni næsta dag að flokkurinn væri staðfastur í varnarmálum og „flokkur Atlantshafs- bandalagsins“. Skilaboðin til væntanlegra kjósenda á miðju breskra stjórnmála voru því langt í frá uppörvandi. Starmer vís- aði í ræðu sinni til Tony Blair, sem reyndi á sínum tíma að gera Verkamannaflokkinn að flokki vonar og væntinga. Nú er hann í besta falli flokkur vosbúðar og vandlætingar, þar sem veist er að þeim sem dirfast að vera ósammála. Starmer á því mikið verk óunnið, vilji hann hefja Verkamannaflokkinn til vegs og virðingar á ný. Að þessu leyti má segja að Verkamannaflokkurinn breski sé í svipaðri stöðu og Samfylkingin íslenska, en þar á bæ hafa flokksmenn iðulega fundið til mikillar sam- kenndar með breska syst- urflokknum og fagnað sigrum hans ákaft. En sigrarnir hafa látið á sér standa í seinni tíð, rétt eins og hjá Samfylking- unni, og vandamálin hrannast upp í stað þeirra. Eins og sjá má af nýaf- stöðnum alþingiskosningum er Samfylkingin orðin smá- flokkur, jafnvel jaðarflokkur, líkt og breski Verkamanna- flokkurinn, þó að hann sé vissulega mun stærri og burðugri. Þröng klíka sér- vitringa hefur í báðum flokk- um ýtt til hliðar hófsamara fólki og stjórntækara með þeim afleiðingum að almenn- ingi þykir flokkarnir illa koma til grein við lands- stjórnina. Þó má segja að breski Verkamannaflokkurinn sé kominn lengra því að forysta hans er þó að reyna að vinna flokkinn út úr vandanum. Hér á landi er ekki að sjá að nokk- ur viðleitni í þá átt eigi sér stað innan Samfylkingar- innar, nema síður sé. Starmer á mikið verk óunnið, líkt og forysta Samfylking- arinnar. Munurinn er að hann áttar sig á því og sýnir viðleitni} Verkamannaflokkur á villigötum T alningarklúðrið í NV-kjördæmi er stórkostlega alvarlegt mál. Í stuttu máli má lýsa atburðarásinni þann- ig að yfirkjörstjórn í NV-kjördæmi fékk skilaboð frá landskjörstjórn um að mjótt væri á munum við úthlutun jöfn- unarsæta. Viðreisn þurfti aðeins að missa tvö atkvæði til að breyta því hvaða frambjóðendur yrðu þingmenn. Með þær upplýsingar í hendi ákvað yfirkjörstjórn að endurtelja atkvæðin sem skilaði einmitt þeim breytingum sem þurfti – þær voru raunar í fyrsta bunkanum sem ákveðið var að endurtelja. Fyrir fram myndi maður ætla að það væru stjarnfræðilega litlar líkur á þeirri niðurstöðu. Ef einhverjar villur væru í upprunalegu talningunni þá gætu þær hent alla flokkana. Það væru til dæmis sömu líkur að Viðreisn fengi fleiri atkvæði í endurtalningu. Þegar ákveðið var að endurtelja hófst ný atburðarás sem við vitum ekki enn hvernig endar. Kjörgögn voru óinnsigluð þegar skilið var við þau og höfðu margir að- gang að þeim, farið var í endurtalningu eftir að lokatölur voru birtar, umboðsmenn voru ekki látnir vita af end- urtalningu og ýmislegt annað sem gerir það að verkum að kjörgögn urðu ónýt eftir að lokatölum endurtalningar var skilað. Hvað þýðir það? Fljótt á litið virðast nokkrir möguleikar í stöðunni. Það væri hægt að nota lokatölur úr fyrstu talningu af því að umboðsmenn flokka fylgdu þeim alveg til enda. At- kvæðin voru margtalin, stemmd af og kvittað upp á að nið- urstaðan væri rétt. Sá möguleiki virðist hins vegar vera lagalega óljós. Það væri hægt að nota endurtalninguna og treysta bara á heiðarleika fólks. Það væri hægt að fara í svokallaða uppkosningu þar sem ein- ungis væri kosið aftur í NV-kjördæmi eða það væri hægt að endurtaka kosningarnar á öllu landinu. Allir þessir möguleikar hafa sína kosti og galla. Uppkosning er augljós valkostur en alls ekki auðveldur. Því fylgja tilteknir gallar að kjósa einungis í einu kjördæmi þegar niðurstöður hinna kjördæmanna liggja fyrir, það getur verið vafasamt lýðræðislega séð þar sem kjósendur væru ekki allir að kjósa um sömu málin á sama tíma. Lýðræðislegasta lausnin myndi vera að kjósa aftur á öllu landinu til að viðhalda jafnræði milli kjördæma. Hvernig munu kjósendur haga atkvæði sínu þá? Í samræmi við atkvæði sitt í fyrri kosning- unni eða í samræmi við vitneskju sína um niðurstöðu fyrri kosningarinnar? Allir væru að minnsta kosti í sömu stöðu. Langverst er að það sé þingið sem sker úr um eigið lög- mæti. Það er stjórnarskrárvandamál sem var lagað í frum- varpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár og hefur verið betrumbætt í meðferð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þessi krísa minnir okkur rækilega á hversu úrelta stjórn- arskrá við erum í rauninni með, við verðum að fá nýja stjórnarskrá. Björn Leví Gunnarsson Pistill Endurtalning, uppkosning eða hvað? Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is A lþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að minna verði veitt af norsk-íslenskri síld, mak- ríl og kolmunna á næsta ári heldur en ráðlagt var í ár. Í síld er um 9% samdrátt að ræða, 7% í makríl og 19% í kolmunna. Engir heildar- samningar eru í gildi um veiðar úr þessum deilistofnum og hver þjóð hefur sett sér aflamark. Það hefur haft þær afleiðingar að síðustu ár hafa veiðar úr þessum stofnum verið verulega umfram ráðgjöf, að því er fram kemur í frétt Hafrannsókna- stofnunar um ráðgjöfina. ICES leggur til að í norsk-ís- lenskri vorgotssíld fari afli næsta árs ekki yfir 599 þúsund tonn. Ráð- gjöf yfirstandandi árs var 651 þús- und tonn og er því um að ræða tæpa 9% lækkun í tillögum ráðsins. Áætl- að er að heildaraflinn 2021 verði um 881 þúsund tonn sem er 35% um- fram ráðgjöf. Frá árinu 2013 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 4-42% á ári. Gert er ráð fyrir að stóri árgangurinn frá 2016 verði uppistaðan í síldveiði næsta árs en árgangar þar á eftir eru metnir litl- ir, segir í frétt Hafrannsóknastofn- unar. Minnkandi hrygningarstofn Lagt er til að makrílafli næsta árs verði ekki umfram 795 þúsund tonn. Ráðgjöf fyrir þetta ár var upp á 852 þúsund tonn og er ráðgjöfin nú tæplega 7% lægri. Það skýrist af minnkandi hrygningarstofni. Áætl- að er að alls verði makrílafli ársins tæplega 1,2 milljónir tonna sem er 41% umfram ráðgjöf. ICES leggur til að kolmunna- afli næsta árs verði ekki meiri en tæplega 753 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 929 þúsund tonn og er því um að ræða 19% lækkun á ráðgjöf frá í fyrra. Ástæð- an fyrir lækkun á aflamarki er minnkandi hrygningarstofn sökum lélegrar nýliðunar árin 2017-2019. Nýliðun fyrir árin 2020-2021 er hins vegar metin hærri sem mun leiða til aukningar í hrygningarstofni árið 2023. Áætlað er að í heildina verði kolmunnaaflinn í ár tæplega 1,2 milljónir tonna sem er 34% umfram ráðgjöf. Frá árinu 2014 hefur kol- munnaafli numið 16-66% á ári um- fram ráðgjöf ICES. Á síldveiðum fyrir austan Flest íslensku uppsjávarskip- anna hafa undanfarið verið á veiðum á norsk-íslenskri síld fyrir austan land og hefur verið góður gangur í veiðum og vinnslu. Í gær mátti sjá að færeyska skipið Finnur fríði var á síldveiðum á svipuðum slóðum. Að loknum veiðum á norsk-íslensku síldinni taka væntanlega við veiðar á íslenskri sumargotssíld og síðan kol- munna í færeyskri lögsögu hjá ís- lensku skipunum. Í kolmunna er eft- ir að veiða um 50 þúsund tonn af um 200 þúsund tonnum sem heimilt er að veiða í ár. Makrílvertíðinni er hins vegar lokið og hefur 132 þúsund tonnum verið landað. 24 þúsund tonn veidd- ust í íslenskri lögsögu en 108 þús- und tonn utan landhelgi, að lang- mestu leyti í Síldarsmugunni á milli Íslands og Noregs. Alls er Íslend- ingum heimilt að veiða 157 þúsund tonn af makríl í ár með flutningi heimilda á milli ára. Við ákvörðun aflaheimilda í ár miðaði sjávarútvegsráðherra, eins og flest undanfarin ár, við 16,5% af ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna- ráðsins, ICES, eða tæplega 141 þús- und tonn. Eiga eftir að veiða mikið Norðmenn og Færeyingar til- kynntu hins vegar í vor um 55% hækkun hlutdeildar í makríl miðað við það sem var meðan makrílsamn- ingur Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja var í gildi. Norðmenn miðuðu við um 300 þúsund tonna afla í ár eða 35% af ráðgjöf ICES, en í gamla samningnum var hlut- deild þeirra 22,5%. Færeyingar ákváðu að makrílkvótinn yrði 167 þúsund tonn í ár, eða 19,6% af ráð- gjöfinni, en ekki 12,6% eins og í þriggja strandríkja samningnum. Gengið hefur á ýmsu hjá Norð- mönnum og Færeyingum við að ná þeim mikla afla sem þeir ráðgerðu að veiða. Þannig eiga Norðmenn eft- ir að veiða hátt í 100 þúsund tonn af kvótum árins og Færeyingar um 80 þúsund tonn. Mikil verðmæti eru í húfi og í norskum miðlum má sjá að menn gera sér vonir um að makríll veiðist í októbermánuði í Norðursjó. Þangað til það verður eru stóru norsku skipin nánast í biðstöðu og hafa ekki lengur heimild til að veiða við Bretland. Í sumar sömdu Norð- menn og Færeyingar sín á milli um gagnkvæm veiðiréttindi upp á 83.500 tonn í lögsögum þjóðanna. Bretar sjálfstætt strandríki Bretar hyggjast veiða 222 þús- und tonn, en eftir úrsögn úr Evr- ópusambandinu eru þeir sjálfstætt strandríki í makrílveiðum og hafa ekki samið við Norðmenn og Fær- eyinga um aðgang að veiðum í lög- sögu sinni. Evrópusambandið til- kynnti um 200 þúsund tonna kvóta, Rússar um 120 þúsund tonn og Grænlendingar um 60 þúsund tonn. Samdráttur í ráðgjöf fyrir þrjá deilistofna Ráðgjöf og veiðar uppsjávarstofna Norsk-íslensk síld Makríll Kolmunni Þús. tonn 881 599 651 852 929 1.200 795 1.200 753 H ei m ild :H af ra nn só kn as to fn unRáðgjöf 2021 Áætlaður heildarafli 2021 Ráðgjöf 2022

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.