Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
✝
Gunnar Ólafs-
son fæddist á
Akranesi 20. júlí
1921. Hann lést á
Hrafnistu 18. sept-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Guðrún Hall-
dórsdóttir frá Þyrli
á Hvalfjarðar-
strönd, f. 16.5.
1894, d. 8.9. 1921,
og Ólafur Magn-
ússon frá Lokinhömrum í Arn-
arfirði, f. 23.9. 1893, d. 24.3.
1961.
Albróðir Gunnars var Svavar
Ólafsson (látinn). Hálfsystkini
samfeðra eru Matthías (látinn),
Marsibil (látin), Sigrún, Roy (lát-
inn) og Ólöf Alda.
Gunnar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Dýrleifu Hallgríms,
f. 16.5. 1923, árið 1944.
Börn þeirra eru Ólafur Örn
Gunnarsson, f. 7.8. 1944, kvænt-
ur Erlu Maríu Erlendsdóttur.
Þau eiga samtals sex börn,
barna- og barnabarnabörn eru
13. Hallgrímur Haukur Gunn-
arsson, f. 9.9. 1947, kvæntur Sól-
þar til hann fór í Stýrimanna-
skólann og útskrifaðist þaðan
tvítugur að aldri. Hann kynntist
konu sinni Dýrleifu um svipað
leyti þegar hann var til sjós á
Fjölni frá Þingeyri þar sem Dýr-
leif bjó. Gunnar sigldi öll stríðs-
árin með ísfisk til Englands og
kynntist ógnum stríðsins af eig-
in raun. Hann fór sinn fyrsta túr
sem skipstjóri á Eldborgu 1945
og var staddur í Fleetwood þeg-
ar stríðinu lauk. Hann var síðar
stýrimaður og skipstjóri á
fyrstu Akraborginni sem sigldi
á milli Reykjavíkur, Akraness
og Borgarness.
Eftir að Gunnar hætti sjó-
mennsku 1965, stofnuðu hjónin
síldarsöltunarstöð á Mjóafirði
ásamt fleirum. Upp úr 1970
sneri Gunnar sér að útflutningi
á sjávarafurðum og útgerð er
hann gerðist meðeigandi að
Andra ehf. Seinna stofnaði hann
svo Norðurhaf ehf. og lauk
starfsævi sinni hjá SÍF 82 ára
gamall. Gunnar og Dýrleif
bjuggu í Borgarnesi í 18 ár. Þau
fluttu til Reykjavíkur 1962, og
hafa búið þar síðan.
Útför Gunnars verður gerð
frá Garðakirkju í dag, 1. októ-
ber 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13.
borgu Öldu Péturs-
dóttur. Þau eiga
eina dóttur. Guð-
rún Ingibjörg, f.
6.12. 1948, gift
Stefáni Thors. Þau
eiga tvo syni og sex
barnabörn. Hall-
dóra Dýrleifar
Gunnarsdóttir, f.
2.6. 1959, gift
Hreini Valgerðar
Hreinssyni. Dæt-
urnar eru tvær og barnabörnin
tvö.
Gunnar ólst upp hjá afa sínum
og ömmu á Akranesi, Halldóri
Þorkelssyni og Ingibjörgu
Loftsdóttur, í nálægð við móð-
ursystkini sín sem búsett voru á
Akranesi. Skólagöngu sína hóf
hann þar og hélt síðan í Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði og var
þar í tvo vetur.
Gunnar byrjaði til sjós 12 ára
gamall með Þorkeli móðurbróð-
ur sínum.
Nýfermdur sumarið 1935 fór
Gunnar á síldarvertíð með föður
sínum á síldarskipinu Eldborgu
og var til sjós á ýmsum skipum
Lítil hönd í stórum lófa. Einn
skreflangur og önnur stuttstíg.
Stór og hlýr faðmur. Sit í kjölt-
unni hans og við erum að lesa
Alfræðibókina saman. Margar
stundir og afar snjáð bók, enda-
laus þolinmæði. Þannig eru
fyrstu minningarnar um pabba.
Hávaxinn, stórstígur, hlýr, þol-
inmóður og fallegur.
Hann náði því að verða 100
ára þrátt fyrir að ætla sér það
alls ekki og fannst fáránlegt að
fá ekki að ráða sínum dauðdaga.
Hann mundi ekki bara tímana
tvenna heldur örugglega ferna.
Hann ólst upp móðurlaus hjá afa
sínum og ömmu og stórum hópi
ættingja sem sagan segir að hafi
fordekrað hann. Í seinni heims-
styrjöldinni sigldi hann með fisk
til Bretlands og var nokkuð viss
um það á þeim tíma að ævin yrði
ekki mikið lengri. Hann var á
sjó, hann vann á flutningaskipi,
hann stofnaði síldarútgerðarfyr-
irtæki, hann rak öflugt inn- og
útflutningsfyrirtæki, hann stofn-
aði svo nýtt fyrirtæki þá um sjö-
tugt og hann endaði starfsferil
sinn hjá SÍF 82 ára gamall.
Hann hafði það oft á orði að það
eina sem hann sæi eftir, fyrir ut-
an að hafa ekki byrjað að spila
golf fyrr, væri að hætta svona
snemma að vinna.
Það var sterkur strengur á
milli foreldra minna en þar sem
mamma sem lifir mann sinn hef-
ur stálvilja og hann var sérgóður
þá reyndi stundum á. Þegar
hann, síðustu dagana, var orðinn
mjög veikur þá bráði einu sinni
af honum um stund og þar sem
mamma situr við rúmgaflinn
hans þá snýr hann sér að mér og
segir … „hún er flott þessi“ og
brosir svo sínu blíðasta til henn-
ar. „Já, pabbi, þú hefur örugg-
lega þurft að berjast fyrir
henni.“ „Ójá,“ var svarið.
Hann hafði fram á síðasta dag
brennandi áhuga á öllu sem
snerti börnin, tengdabörnin,
barnabörnin og því sem aðrir af-
komendur tóku sér fyrir hendur.
Það var spáð og spekúlerað í
störfum og búsetu og fátt þótti
honum skemmtilegra en fast-
eignakaup, og framkvæmdir.
Hann var einlæg karlremba.
Hann bar hag okkar systra og
tengdadætra mjög fyrir brjósti
en hann hafði hins vegar brenn-
andi áhuga á því sem synirnir og
tengdasynirnir tóku sér fyrir
hendur.
Foreldrar mínir dvöldu
löngum stundum í Brekkukoti,
sumarbústaðnum sínum, þeim
fannst gaman að fá heimsókn og
þegar kvöldaði þá var alltaf
blandað í sexara sem var gin og
tónik sem oftast var ódrekkandi
þar sem föður mínum fannst af-
ar mikilvægt að spara blandið.
Daginn eftir vaknaði hann svo
eldsnemma og þrammaði um
gólf í agnarlitlum bústaðnum og
hóf upp raust sína … hvernig er
þetta nú eiginlega með þetta
unga fólk, ætlar það bara að sofa
endalaust?
Ljúfur en langrækinn, gleði-
maður en einfari, varkár en vog-
aður, víðsýnn en dómharður,
stríðinn en hörundsár, nýtinn en
örlátur. Kannski allt saman mót-
sagnir en þannig er það oft með
manneskjuna.
Þegar pabbi tók síðasta anda-
dráttinn sátum við mamma við
rúmstokkinn og héldum í hönd
hans. Hann var búinn að leiða
mig svo víða og mér fannst gott
að fá að halda í höndina á honum
síðasta spölinn.
Skrefin verða ekki fleiri en
þakklæti er mér efst í huga við
hans leiðarlok, góð samfylgd allt
mitt líf, gönguferð sem aldrei
bar skugga á.
Halldóra Dýrleifar
Gunnarsdóttir.
Elsku tengdapabbi, þegar ég
skrifa þessi orð er ég staddur í
Brekkukoti. Ég var að hengja
upp fiskana en er ekki ennþá bú-
inn að læra hnútana sem þú
reyndir að kenna mér, þér finnst
það örugglega ennþá fyndið. Þú
varst líka fyndinn, og stríðinn,
alltaf með bros á vör að reyna að
finna leiðir til að æsa mig upp,
en það gekk alls ekki vel, ég
hafði óendanlega gaman af
þessu öllu, þú líka held ég.
Ég kynntist Gunnari fyrir 19
árum þegar ég varð tengdason-
ur hans og þegar ég hugsa til
baka man ég ekkert nema góð-
vild, húmor og stuðning, við rif-
umst aldrei (þótt hans fjölskylda
sé áhugafólk um góð rifrildi)
þrátt fyrir að vera á öndverðum
meiði í pólitík til dæmis. Gunnar
hafði gaman af því fram á síð-
asta dag að reyna að finna veika
bletti til að stríða, hann gafst
aldrei upp. Hann gekk meira að
segja svo langt að gerast helsti
talsmaður Sigríðar Andersen til
að skapa umræður en ég held í
alvöru að það hafi verið grín.
Við Halldóra vöndum komur
okkar í Brekkukot og í sveita-
sælunni var allt best. Hann hafði
gaman af því að fá okkur í heim-
sókn til að elda fyrir sig og Dýr-
leifu enda kunni hann bókstaf-
lega ekkert í eldamennsku, sem
stoppaði hann þó ekki í að
kvarta yfir matnum hennar Dýr-
leifar, fullkomlega að ósekju.
Hefðin í Brekkukoti var einn
G&T fyrir matinn (stundum
fleiri) og blandan hans var
svakaleg enda mikilvægt að
spara blandið. Ég kvartaði ekki,
enda karlmaður, fyrr en eftir
sirka þrjú ár og þá með þeirri
lymskulegu aðferð að taka verk-
efnið að mér í samvinnu við
Halldóru, afsakaðu það, já og
líka að bæta við klaka og lime,
byltingar þurfa ekki að vera
stórar.
Mér fannst, og finnst, ævi
Gunnars spanna svo ævintýra-
lega langan tíma, næstum óskilj-
anlegt að hann hafi verið stadd-
ur í Bretlandi á friðardaginn
1945 í geggjuðu partíi, þetta er
önnur veröld, svarthvít. Ævin er
tímavél. Ég minnist jólanna á
Unnarbraut, og heima hjá okkur
á Bestó, ég minnist ferðalaga og
fjölskylduboða, gleðistunda og
líka sorgar, þið hjónin alltaf til
staðar, veiðiferðin í Reykjadal,
glamrandi jólagjafapokar og svo
margt annað. Aldurinn færðist
yfir og það þrengdist um mögu-
leika en það var samt alltaf ein-
hver átylla til að hafa gaman.
Síðustu árin fór heilsu að
hraka og það var erfitt að sjá
Gunnar hverfa inn á lokaða spít-
ala í Covid og mega ekki heim-
sækja mánuðum saman. Hann
tók þessu þó öllu nokkuð vel
þótt hann væri einlæglega kom-
inn á þá skoðun að þetta væri
orðið gott, þetta líf. „Ég verð
ekki 100 ára, hef engan áhuga á
því,“ sagði hann, en samt varð
hann það og það var alveg sæmi-
leg veisla, sú síðasta. Hann var
með allt á hreinu í kollinum
fram á síðasta dag nánast og
ekkert gladdi hann meira en að
fylgjast með lífi okkar, barna og
barnabarna, það var alltaf þessi
neisti, viljinn til að skilja og
ræða málin. Hann var klár og
flottur kall.
Takk kærlega fyrir mig kæri
tengdapabbi, þín verður saknað
en minnst á gleðistundum.
Hreinn Valgerðar Hreinsson.
Ótal minningar koma upp í
hugann þegar Gunnar Ólafsson,
tengdafaðir minn, hefur kvatt
þennan heim, nýlega orðinn eitt
hundrað ára. Það er rúm hálf öld
síðan ég kynntist Gunnar eftir
að hafa orðið skotinn í Guðrúnu,
dóttur hans. Fjölskyldan hafði
þá nýlega flutt frá Borgarnesi til
Reykjavíkur og bjó á Dunhaga
11. Ég man svo vel eftir því hvað
Gunnar var reffilegur og bar sig
vel með hatt á höfði og pípu í
munninum.
Gunnar var skipstjóri á Akra-
borginni þegar fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur og það var
greinilegt þegar við síðar vorum
t.d. í framkvæmdum við sum-
arhús þeirra hjóna á Flúðum að
hann hafði sem stýrimaður og
skipstjóri vanist því að stjórna.
Það gerði hann líka vel. Það var
búið að útvega allt sem þurfti til
og allt var á sínum stað. Ef unn-
ið var úti mældi ég og sagaði og
um leið var hann tilbúinn með
viðarvörn í sárið. Þegar dags-
verki var lokið var tekið til, sóp-
að og allt sett á sinn stað. Þegar
ég stóð í framkvæmdum á öðr-
um vettvangi vildi hann fá reglu-
lega skýrslu um það hvernig
gengi. Gunnar fylgdist vel með
börnum og barnabörnum, spurð-
ist frétta af þeim og var annt um
velferð þeirra. Mig grunar að
hann hafi stundum verið betur
að sér um athafnir barna-
barnanna heldur en foreldrarnir.
Gunnar hafði mjög ákveðnar
skoðanir á stóru og smáu. Hann
fór ekkert í grafgötur með sína
meiningu án þess þó beinlínis að
dæma fólk. Hann var líka ein-
staklega gamansamur og stríð-
inn. Hann gerði mikið grín að
stjórnmálamönnum, ekki minnst
þeim sem voru í flokknum sem
hann kaus. Hann reyndi stöðugt
að stríða börnum og barnabörn-
um á meðan hann gat æst þau
upp en hætti um leið og þau létu
sér fátt um finnast.
Þegar Gunnar hætti sjó-
mennsku og eftir að hafa staðið
fyrir síldarsöltun á Mjóafirði í
tvö sumur gerðist hann upp úr
1970 meðeigandi í Andra ehf. og
hóf fiskútflutning. Hann var m.a.
umboðsmaður Abba-verksmiðj-
unnar í Gautaborg sem verkaði
síld og þorskhrogn. Ég átti þess
kost nokkrum sinnum að hitta
Svíana sem komu hingað til að
skoða m.a. síld og hitta Gunnar.
Þeir bjuggu alltaf á Hótel Holti
en sögðu mér þegar ég hitti þá
að hápunktur ferða þeirra til Ís-
lands væri alltaf matarboðin þar
sem Dýrleif tengdamóðir mín
bauð upp á steikta ýsu eða
lambalæri á Unnarbrautinni þar
sem þau bjuggu þá. Svíarnir
báru mikla virðingu fyrir Gunn-
ari sem ferðaðist með þeim um
landið þar sem þeir nutu þekk-
ingar hans á fólki og öllu því
sem varðaði sjávarútveg.
Gunnar og Dýrleif náðu þeim
áfanga fyrir tæpu ári að vera
þau hjón á Íslandi sem höfðu
verið lengst gift eða í 76 ár. Dýr-
leif lifir mann sinn og er í góðu
yfirlæti á Hrafnistu. Gunnar hélt
alltaf sinni reisn þótt af honum
hafi verið dregið í lokin. Húm-
orinn var alltaf á sínum stað.
Hans verður saknað og við
geymum minningarnar um góð-
hjartaðan og sterkan mann.
Stefán Thors.
Eftir 100 ára ævi er afi okkar
floginn á feðra sinna fund. Hann
var alltaf stór hluti af okkar lífi
og minningarnar af samveru-
stundum eru óteljandi, bæði á
Unnarbrautinni og annars stað-
ar. Þessar minningar munu ylja
okkar um hjartarætur alla tíð.
Galsinn og fjörið voru alltaf alls-
ráðandi hjá honum, allt fram á
síðustu stund.
Afi var af þeim skóla að það
var dyggð að vinna og vinna
mikið. Honum þótti því alltaf
gaman að heyra ef við sögðum
honum að það væri nóg að gera
og að vinnudagar væru langir.
Það var gott að fá slíkt klapp á
bakið og einnig gaman að geta
glatt karlinn. Honum þótti einn-
ig spennandi ef við sögðum hon-
um frá því að við værum að
byggja, kaupa íbúð eða bíl.
Hann gerði auðvitað líka kröfur
og gat komið með margvíslegar
athugasemdir um hvernig við
bárum okkur að í verkum. Það
gat t.d. enginn rakað flötina eftir
slátt eins og hann vildi að það
væri gert.
Við áttum ófáar stundirnar
með ömmu og afa í Brekkukoti,
þar sem ávallt var boðið upp á
frábært lamb og steiktan fisk í
miklu smjöri. Á sparidögum
bauð afi upp á gin og tónik.
Hann var þeirrar gerðar að það
átti að fara sparlega með tón-
ikið. Þessi drykkur hefur síðan
orðið fjölskyldudrykkur, þó við
notum heldur meira tónik.
Afi, ásamt ömmu, hefur verið
okkur mjög góður. Fylgst náið
með okkur, stutt okkur, hjálpað
okkur og gefið af sér hlýju og
virðingu sem er svo ómetanlegt
en alls ekki sjálfsagt. Alltaf
skein í gegn væntumþykjan og
raunverulegur áhugi á því sem
við vorum að gera. Hann þreytt-
ist aldrei að spyrja frétta af allri
fjölskyldunni. Þannig gat afi oft
sagt okkur fréttir af eigin fjöl-
skyldu og jafnvel tengdafjöl-
skyldu.
Það eru margar minningar
frá utanlandsferðum fjölskyld-
unnar með ömmu og afa. Þar
var afi oft eins og greifi, þar sem
var einstaklega skemmtilegt að
fara með afa að „projentera“
eins og hann kallaði það, í stór-
mörkuðum Evrópu. Á heima-
slóðum var afi veiðimaður og dró
þá ófáa fiska upp úr ýmsum ám.
Á seinni hlutanum sneri hann
sér að golfi og hafði gaman af.
Ástríða hans og áhugi smitaðist
til okkar og er annar nú forfall-
inn fluguveiðimaður og hinn
golfari.
Þó afi sé laus úr viðjum jarð-
lífsins og kominn í landið bjarta,
skilur hann eftir sig fallega
minningu um mann með hjarta
úr gulli. Hvíldu í friði afi, þú lifir
áfram í hjörtum okkar.
Stefán Gunnar og Valtýr.
Elsku afi okkar.
Við systur vorum mikið hjá
ykkur ömmu á Unnarbrautinni,
síðar í Hæðargarðinum og auð-
vitað í Brekkukoti. Við eigum
ótal minningar af báðum stöðum
og þá sérstaklega sem börn á
Unnarbrautinni sem má segja að
hafi verið okkar annað heimili.
Heim til ykkar ömmu voru allir
velkomnir og öllum tekið opnum
örmum. Það lýsir ykkur best,
hjartahlýju og góðu hjónum.
Þau voru ófá heimboðin þar
sem amma eldaði dýrindismat
sem afi gantaðist síðan með að
hafa eldað. Afi var svo sann-
arlega af gamla skólanum og
þótt hann hefði stýrt skipum og
fyrirtæki þá voru eldhústækin
honum alveg framandi. Enda
var það grínið. Afi var nefnilega
stríðinn með eindæmum og
reyndi oft að stríða okkur systr-
um en við vorum fljótar að átta
okkur á því að það þýddi ekkert
að láta á sjá því þá værum við
auðvelt skotmark. En þegar
honum tókst að narra fólk til
viðbragða eða kalla fram hlátur
þá hló hann innilegast sjálfur,
með öllum líkamanum.
Oft vörðum við fjölskyldan
jólunum og áramótunum saman
á Unnarbrautinni. Á jólunum
var alltaf keypt stærsta jólatréð
sem mögulega komst inn fyrir
dyrnar og það skreytt hátt og
lágt með dýrindisjólaskrauti.
Fyrir litlar stelpur var þetta
sannkallaður jólagaldur og lík-
legast var það þannig líka fyrir
ömmu og afa.
Afi var mikill fjölskyldumaður
og gerði allt fyrir sitt fólk. Hon-
um fannst mikilvægt að fjöl-
skyldan hefði það gott og að við
værum búin að koma undir okk-
ur fótunum. Það var líklega þess
vegna sem hann var með öll
fasteignaviðskipti fjölskyldunnar
á hreinu alveg fram á síðasta
dag. Þótti honum auðvitað mikið
til hagfræðingsins Bergþóru
koma, sem hann kallaði banka-
stjórann, en átti erfiðara með
listabras Hallgerðar sem lofar
því hér með að einn daginn muni
hún leggja stund á þá einu list
sem afa fannst mark á takandi,
ritlistina.
Smekkinn fyrir fínum klæðum
höfum við eflaust frá þér afi en
við tækifæri klæðumst við syst-
ur vel völdum gæðakjólum,
blöndum einn rótsterkan sexara,
helst úr smygluðu búsi, og skál-
um fyrir þér. Við vitum vel að
við erum heppnar að þú skyldir
hafa verið hjá okkur svona lengi.
En það breytir því ekki að sorg-
in við að missa þig er mikil.
Takk fyrir allt. Við munum
sakna þín og þú lifir áfram í
minningum okkar.
Þínar afadætur,
Bergþóra Baldursdóttir og
Hallgerður Hallgrímsdóttir.
Elsku afi minn, nú hefur þú
kvatt okkur. Sárt er að missa,
sárt er að sakna. Þitt fallega og
fjölbreytta æviskeið er á enda,
fallegur, góður maður 100 ára,
það er dágóður aldur, enda
varstu kominn á þann stað að
vera búinn að fá nóg og þráðir
mikið hvíldina. Eins og þú sagð-
ir, ég ætlaði aldrei að verða
svona gamall. Minningarnar
streyma um þig afi minn. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
vera elsta barnabarn ykkar
ömmu, ég fékk að vera með ykk-
ur á Mjóafirði á sumrin sem lítil
stelpa í vagni og svo lítil stelpa
hlaupandi um. Minningarnar um
þig sem skipstjóri Akraborgar-
innar, að sigla með afa, ég var
svo montinn af þér. Minning um
hversu flottur og fínn þú varst
alltaf, hafðir svo mikinn áhuga á
fötum, gæti trúað því að Ólafur
Örn minn hafi fengið þennan
fataáhuga frá þér. Minning sem
lítil stelpa á Dunhaganum hjá
ykkur og seinna meir dvaldi ég í
lengri tíma hjá ykkur á Unnars-
brautinni ásamt systrum mínum,
Lindu Björk og Helgu Dóru.
Það var nú gott að leita í afa- og
ömmuknús, hlýjan ykkar á erf-
iðum tíma í lífi okkar, þið voruð
okkar bjargvættir, ég get seint
fullþakkað það, hversu mikil dá-
semd þið amma voruð okkur,
elsku afi minn. Allar ferðirnar
sem ég fór með ykkur í Brekku-
kot, að gróðursetja tré og hlúa
að þeim, enda stór skógur sem
eftir stendur og fallegar minn-
Gunnar Ólafsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar