Morgunblaðið - 01.10.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
ið 1981 flytur hún til Jóns til
Vestur-Berlínar. Saman drukk-
um við mikið af góðum þýskum
bjór, líklega mest af Weihen-
stephan, en það brugghús er
sagt það elsta í heiminum eða
frá 1040. Rætt var um pólitík og
samfélagsleg mál, þýsk sem ís-
lensk.
Á þessum árum aðstoðaði Jón
marga námsmenn með ýmsa
pappírsvinnu til að friða þýska
skriffinna. Við fórum í margar
ferðir. Minnisstæð er fyrsta
ferðin með þeim hjónum þegar
haldið var landleiðina til Parísar
og tjaldað. Það var ótrúlegt að
upplifa hæfileika Jóns til að tjá
sig á frönsku hafandi aldrei lært
málið. Ferðin til Srí Lanka
haustið 1983 er ekki síður minn-
isstæð. Þar átti Jón góðan vin
frá námsárunum. Flogið var
með Aeroflot í gegnum Moskvu
og Karachi í Pakistan. Ævin-
týraferð. Við námsmennirnir
lifðum eins og kóngar.
Jón kynnti mig fyrir prófess-
or Sveini Bergsveinssyni sem
hafði starfað við Humbolt-há-
skólann í Austur-Berlín. Við fór-
um oft saman og hvor í sínu lagi
til að drekka koníak og spjalla
við Svein. Það voru sannar
gæðastundir, sem styrktu mig
og fylltu upp í þekkingargöt mín
sem af var lífsleiðinni.
Eftir að námsárum lauk og
komið var heim var áfram stutt
á milli okkar Jóns. Knæpuferð-
unum fækkaði þó og kaffið og
möndlukökur tóku við. Þrátt
fyrir að kona og dætur dveldu
meira í Þýskalandi en hér hélt
Jón vel utan um sitt fólk og var
nánast með annan fótinn í
Flensborg þar sem Martína
starfar sem læknir.
Jón veiktist skyndilega fyrir
nokkrum árum og þurfti að
leggjast inn á hjartadeild.Tókst
okkur verkfræðingunum að
sjúkdómsgreina hann á fjórða
degi sjúkrahúsvistarinnar. Lífi
Jóns var bjargað með hraði.
Fyrir það var hann ævinlega
þakklátur.
Jón var fastheldinn og upp að
vissu marki sérvitur. Hann var
mjög skemmtilegur maður og
átti það til að stuða margan ung-
an námsmanninn. Jón var vel
lesinn og í raun vísindamaður.
Sem farsæll kennari við Háskól-
ann í Reykjavík naut hann sín
vel.
Síðasta sameiginlega ferð
okkar Jóns var til Berlínar og
Hannover árið 2019. Þá vorum
við að kynna okkur vetnisvæð-
ingu heimsins og notkun hreins
eldsneytis af ýmsu tagi. Þar var
Jón á heimavelli, spurði krefj-
andi spurninga og fljótur að átta
sig á samhengi hlutanna. Hann
vann undir það síðasta við rann-
sóknir á möguleikum þess að
nýta repjuolíu sem lífeldsneyti.
Ég kveð þennan góða,
skemmtilega og sanna Eyja-
peyja, sem var annt um sína
heimabyggð og Ísland.
Hafsteinn.
Í dag kveð ég góðan vin til
margra ára. Ég kynntist Jóni
Bernódussyni haustið 1984 þeg-
ar ég hóf framhaldsnám við
Tækniháskólann (TU) í Berlín.
Jón hafði búið um nokkurt
skeið í Þýskalandi. Hann stund-
aði nám í Rostock og síðan fram-
haldsnám við TU í Berlín.
Reynsla Jóns og þekking af bú-
setu í Þýskalandi kom að góðum
notum. Hann var okkur yngri
samlöndum sínum sem seinna
komum til Berlínar stoð og
stytta. Hann leiddi okkur í allan
sannleika um ýmislegt, svo sem
um þýska kerfið bæði austan
múrs og vestan, um það hvernig
ætti að bera sig að í húsnæðisleit
í stórborginni og hvar væru
bestu krár og veitingahús.
Jóni var mikið í mun að við Ís-
lendingarnir héldum saman.
Hann kom því til dæmis á að við
sem vorum í TU hittumst í há-
deginu í kaffistofu eðlisfræði-
byggingarinnar. Þar voru oft líf-
legar umræður um menn og
málefni, til dæmis um stjórn-
málaástandið heima á Fróni, en
á því hafði Jón sterkar skoðanir.
Einnig vorum við samlandar
Jóns alltaf velkomnir í Maxst-
rasse, heim til Jóns og Martinu.
Eftir að ég flutti heim að námi
loknu hélst vinátta okkar. Kom-
ið hafði í ljós á Berlínarárunum
að Jón var sérstakur áhugamað-
ur um þjóðlegan íslenskan mat.
Ég hef komið á þeirri hefð að
bjóða góðum vinahópi heim
tvisvar á ári til að neyta slíks
matar. Að hausti er boðið upp á
íslenska kjötsúpu úr nýslátruðu
lambakjöti og nýuppteknu
grænmeti og á sprengidaginn að
sjálfsögðu saltkjöt og baunir.
Jón tók alltaf hraustlega til mat-
ar síns í matarboðum þessum og
var ekki spar á hrós fyrir elda-
mennskuna.
Það var öllum mikið áfall þeg-
ar Jón greindist með illvígan
sjúkdóm sem nú hefur dregið
hann til dauða. Jón stóð samt
alltaf sem klettur og naut lífsins
eins og þess var kostur. Hann
kappkostaði einnig að kynna sér
allt um sjúkdóminn og var orð-
inn sérfræðingur á því sviði, sér-
staklega í erfðafræði.
Við munum á næstu dögum
bjóða til kjötsúpuveislu. Þar
mun vanta einn í hópinn, en
minning góðs vinar lifir í hjört-
um okkar allra.
Að lokum votta ég og fjöl-
skylda mín Martinu, Maríu
Láru, Jóhönnu og öðrum að-
standendum Jóns okkar dýpstu
samúð.
Elín Gunnhildur
Guðmundsdóttir.
Jón, starfsfélagi minn og vin-
ur á þróunar- og rannsóknasviði
Siglingastofnunar til ársins
2013, er fallinn frá langt um ald-
ur fram. Það er mikill söknuður
að missa svo skyndilega jafn
góðan vin. Hvar sem Jón kom
var hann hrókur alls fagnaðar
með hnyttnar sögur um menn og
málefni samfara leiftrandi hlát-
ursköstum sem heyrðust langt
að og hrifu alla með. En bak við
alla glettnina var maðurinn Jón
sem leitaði stöðugt að meiri hag-
nýtri þekkingu. Það var gott að
vinna með Jóni og aldrei bar
skugga á okkar nána samstarf.
Mörg framfaramál voru honum
hugleikin eins og fækkun slysa á
sjó sem við unnum að og má þá
einkum nefna áætlun um öryggi
sjófarenda, þar sem áhersla var
lögð á menntun og þjálfun sjó-
manna. En hans hjartans mál
var aukin notkun á umhverfis-
vænum orkugjöfum og þá eink-
um ræktun repju til framleiðslu
á lífdísilolíu á dísilvélar en á því
sviði vann hann mikið brautryðj-
andastarf. Árangur af þessu
starfi Jóns er ótvíræður og það
er mjög sárt til þess að hugsa að
honum hafi ekki gefist kostur á
að leiða þetta verkefni áfram.
Vonandi er þetta brautryðj-
andastarf Jóns upphaf að öðru
meira. Að lokum vil ég þakka
honum kærlega fyrir okkar sam-
starf við úrlausn fjölda verkefna
og vináttu sem var hnökralaus.
Betri samstarfsmann var vart
hægt að hugsa sér við úrlausn
jafn flókinna verkefna og þróun
Landeyjahafnar var. Innilegar
samúðarkveðjur til eiginkonu,
dætra og fjölskyldu.
Guð blessi minningu Jóns
Bernódussonar.
Gísli Viggósson.
Það er lán að hafa átt samleið
með Jóni í fjóra áratugi. Hann
var góður og skemmtilegur sam-
ferðamaður, laus við tilgerð,
hispurslaus og gleðigjafi. Milli
okkar tókst góður vinskapur
þegar við kynntumst í Vestur-
Berlín þar sem við vorum mikið
saman Jón, Martína, Hafsteinn
og ég. Fórum á fótboltaleiki, í
bíó, leikhús, á knæpur, göngu-
túra og ferðalög. Jón opnaði mér
dyrnar að DDR. Hann var stoð
og stytta Sveins Bergsveinsson-
ar sem var orðinn gamall og
veikburða og bjó í austrinu. Art-
arsemi Jóns við Svein er lýsandi
um manngæsku. Jón setti upp
plan þannig að við skiptumst á
að heimsækja gamla manninn,
stytta honum stundir og aðstoða
hann. Þannig fékk Sveinn viku-
legar heimsóknir frá löndum
sínum sem nutu þess einnig að
vera með honum. Stuttu eftir að
við Jón kynntumst kom Helgi
bróðir hans í heimsókn, rakti
ættir og allt í einu vorum við
fjórmenningar. Jón var greind-
ur, leiftrandi í hugsun, opinn
fyrir nýjungum og framþróun,
sá lífið frá öðru sjónarhorni en
aðrir og fastheldinn. Hann átti
sitt pláss við mataborðið heima
hjá mér og bað gesti um að færa
sig ef þeir settust í hans sæti.
Best þótti honum að fá glasið
sem hann fékk alltaf og elda átti
læri á hefðbundinn hátt. Jón sá
oftast spaugilegar hliðar lífsins
og var hrókur alls fagnaðar. Á
níunda áratugnum fórum við ár-
lega saman á þorrablót í Þýska-
landi og frá árinu 1991 höfum
við borðað saman þorramat hér
heima í góðra vina hópi. Mér eru
eftirminnileg stórafmæli Jóns;
30, 40 og 50 ára. Heima hjá þeim
Martínu í Berlín. Hjá Þuru úti í
Eyjum þar sem boðsgestir og
boðsflennur fóru í „Allir dansa
kónga“ inni og úti. Þegar löggan
mætti bættist hún bara í hópinn
og dansaði kónga með okkur inn
í nóttina. Til veislunnar 2002
hefur oft verið vitnað. Svo voru
rólegri afmæli; möndlukaka,
kaffi, te, bjór og smá vín. Frá-
sagnargleði Jóns var einstök,
krydduð af smitandi hlátri og
minnið þannig að liðnir atburðir
lifnuðu við. Jón hafði yndi af því
að segja frá. Hann var líka góð-
ur hlustandi.
Jón fylgdist vel með sonum
mínum. Oft hafði hann orð á því
hvað hvað börnin okkar væru
flottir krakkar og í öllu fremri
en foreldrarnir. Þrátt fyrir það
er góður efniviður frá Jóni í
dætrum hans. Jón var mikill
pabbi og stoltur af stelpunum og
stelpurnar geta svo sannarlega
verið stoltar af pabba sínum og
minningu hans.
Jón hitti marga á lífsleiðinni.
Í gleðskap í DDR á áttunda ára-
tugnum spjallaði Jón við Angelu
sem var að læra efnafræði. Þau
dönsuðu saman. Jóni fannst
áhugavert að tala við hana,
kvöldið ánægjulegt en persónu-
leg kynni urðu ekki meiri. Þetta
unga fólk hélt svo út í lífið að
einhverju leyti með sömu sýn.
Þá sýn að það er fólkið sem
skiptir máli. Nú stíga þau niður
af sviðinu á sama tíma. Angela
af hinu pólitíska sem opinber
manneskja. Jón kveður lífið,
fjölskyldu, vini og samferðafólk.
Bæði hafa markað djúp spor og
arfleifð þeirra mun lifa með
komandi kynslóðum.
Ég sakna Jóns. Missir Maríu
Láru, Jóhönnu og Martínu er
mestur. Hugur minn er hjá ykk-
ur og öðrum ástvinum Jóns.
Kæri vinur, ég kveð þig með
söknuði, hlýju, gleði og þakk-
læti.
Sigurbjörg (Idda).
Það voru þungbærar fréttir
þegar lát Jóns Bernódussonar
spurðist. Hann var að búa sig
undir að leita sér lækninga er-
lendis þegar kallið kom. Fyrr á
þessu ári hafði hann farið í að-
gerðir en náð sér vel og styrkst
mikið í sumar. Nú er djúpur
harmur kveðinn að fjölskyldu
hans og vinum.
Fyrir meira en fimmtíu árum
hittumst við Jón í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð, unglings-
strákar sem voru að stíga fyrstu
spor lífsbaráttunnar þar sem
fullorðinsárin voru skammt und-
an. Félagslífið þar skóp mörg
vináttusambönd sem entust ævi-
langt.
Jón Bernódusson var gríðar-
legur húmoristi sem sópaði að
sér vinum og félögum. Hópur
ungmennanna hittist í litlu húsi í
Grjótaþorpinu á síðkvöldum á
þessum árum. Þar var jafnan
glatt á hjalla og Jón var þar au-
fúsugestur. Leiddi hann oft
heimspekilegar umræður um
stjórnmál og þróun heimsmynd-
ar. Í slíkum rökræðum naut
hann sín, hann var afgerandi og
rökviss en brá stundum á leik.
Öll þessi uppátæki hans voru
skráð í gestabók hússins og þau
reyndust vera mörg. Stofnun
baráttusamtaka með viðeigandi
formfestu þar sem hann var
hugmyndafræðingurinn – allt í
nafni gleðinnar. Hann varð sem
sé snemma áhugasamur um ný-
sköpun sem síðar varð hans ævi-
starf. Sérkennilegir taktar hans
vöktu athygli. Hann var eitt sinn
kvöldgestur hjá Jónasi Jónas-
syni og greindi þá frá því að
hann reykti annað hvert ár. Var
það skiptið haft á orði að sjaldan
hefði verið jafnmikið hlegið og í
þessum þætti. Dillandi hlátur
Jóns ómaði um sali löngu eftir
að hann yfirgaf húsið, svo smit-
andi og eftirminnilegur var hlát-
urinn hans. Jón var ekki bara
skemmtilegur við vini sína, hann
var einnig einstaklega ræktar-
legur og umhugsunarsamur.
Skýrt dæmi þess er að hann hélt
sambandi við marga af kennur-
um sínum úr menntaskólanum
og bauð þeim til samkvæmis
áratugum saman.
Það var einstaklega gefandi
að eiga Jón Bern að vini, hann
var hlýr, greiðvikinn og lausna-
miðaður vinur. Ráðagóður þeg-
ar á bjátaði og hvetjandi. Með
hlýju handtaki, leiftrandi bliki í
augum og brosmildur tók hann á
móti samferðafólki sínu. Hann
var viðkunnanlegur og stór-
merkilegur maður. Snjall verk-
fræðingur sem eftir var tekið.
Um hans löngu og tryggu vin-
áttu eru miklar og góðar minn-
ingar. Aldrei í eitt einasta skipti
varð okkur sundurorða og ætíð
var það tilhlökkunarefni að hitta
hann eða eiga við hann símtal.
Nú er hann farinn í ferðina
löngu og hans er sannarlega
saknað. Dætrum Jóns, ljósunum
í lífi hans, móður þeirra Martinu
og systkinum eru færðar inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning öðlingsins
Jóns Bernódussonar.
Skúli Eggert Þórðarson.
Jón Bernódusson, vinur og
vinnufélagi til 25 ára er fallinn
frá. Hann var um margt sér-
stakur persónuleiki og minnis-
stæður þeim sem honum kynnt-
ust. Jón var fróður og víðlesinn
hvort sem það var um skipa-
verkfræði, Rolling Stones, eðl-
isfræði, orkumál, sálfræði, trú-
mál, stjórnmál á Íslandi og í
Þýskalandi eða dægurmálin.
Jón lá ekki á skoðunum sínum
og hafði skoðanir á flestum mál-
um. Hann var fylginn sér, barð-
ist fyrir sínu og lét menn vita af-
dráttarlaust ef hann var þeim
ekki sammála. Jón átti til að
vera stríðinn og ögra samferða-
fólki með beittum athugasemd-
um og þræddi þar hárfínan stíg
en kunni að meta ef honum var
svarað á sama hátt.
Jón var vinamargur og átti
auðvelt með að kynnast fólki,
stofna til vináttu og viðhalda
henni. Það vakti sérstaklega at-
hygli mína hvað margir kennar-
ar hans úr menntaskóla voru
alla tíð góðir vinir hans. Jón átti
stóran vinahóp menntaskóla-
félaga og kollega úr Háskólan-
um í Rostock sem margir heim-
sóttu hann reglulega til Íslands.
Það var gaman að ferðast og
fylgjast með Jóni í ferðum um
Þýskaland, þar sem hann sýndi
okkur ferðafélögunum skólana í
Rostock og Vestur-Berlín, þar
sem hann stundaði nám, og að-
setur sín þar að námi loknu,
ásamt því að kynna okkur fyrir
þýskum vinum sínum og fræða
okkur um þýska sögu og menn-
ingu. Næsta ferð var áformuð til
München í nóvember nk.
Jón hafði einstakt lag á því að
nálgast fólk og fanga athyglina.
Það var sama hvort það voru
vinir, vinnufélagar, nemendur
hans í háskóla, fólk á förnum
vegi, óformlegir vinnufundir,
fyrirlestrar hér á landi eða fund-
ir erlendis. Jón hafði gott vald á
þýsku, ensku og dönsku og gat
náð athygli fólks á öllum þessum
tungumálum við allar aðstæður.
Hann lagði mikið upp úr því að
slá á létta strengi og fann alltaf
tilefni til þess. Þetta var honum
auðvelt enda hafði hann allt sem
til þarf; leiftrandi gáfur, ótrú-
legt minni, skopskyn, frásagnar-
gáfu og smitandi hlátur.
Jón var orðheppinn, snöggur
til svars og vildi eiga síðasta orð-
ið. Þegar Jón flutti mál sitt var
hann öruggur í fasi og framsögn
og þeir sem á hlýddu fengu
strax á tilfinninguna að hann
þekkti málið til hlítar og ekki
síst hann sjálfur. Eitt sinn þegar
Jón var að kynna rannsóknir
sínar á repjuræktun, þar sem
hann var frumkvöðull, þótti ein-
um fundarmanna nóg um og
spurði: „Hvor þekkir þetta bet-
ur, þú eða Guð almáttugur?“ Jón
svaraði um hæl og sagði: „Við
þekkjum þetta jafnvel enda
vinnum við vinirnir að þessu
saman.“
Nú er mikilvægt að einhver
taki við kefli Jóns í því frum-
kvöðlastarfi sem hann vann
varðandi orkuskipti í sam-
göngum og ræktun orkujurta til
framleiðslu á lífolíu. Hann sá
fyrir sér fjölbreyttar afurðir og
kosti slíkrar ræktunar hér á
landi.
Jóni þakka ég fyrir vináttuna,
samstarfið, ferðir um Þýskaland
og Ísland, gönguferðirnar og
rökræðurnar. Við Signý sendum
fjölskyldu Jóns innilegar samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
Jóns Bernódussonar.
Helgi Jóhannesson og
Signý Þórðardóttir.
Jóni Bernódussyni kynntist
ég fyrst sem bekkjarfélaga eldri
bróður míns í MH. Hress og
ákveðinn, góður félagi sinna
bekkjarsystkina, en nennti líka
að spjalla við mig, litla bróður
Hlyns. Hann var tveimur árum
eldri en þau, ekki hleypt í lands-
próf vegna landlægs plagsiðar
að ætla aðeins „sumum“ að kom-
ast í langskólanám. Garðar Sig-
urðsson, settur skólastjóri
Gagnfræðaskólans í Eyjum, tók
í taumana og auðvitað stóð okk-
ar maður sig. Jón lauk síðan
prófi í skipaverkfræði í Austur-
Þýskalandi og vann hjá Sigl-
ingastofnun og síðar Samgöngu-
stofu. Það var þar sem leiðir
okkar lágu aftur saman 2014 er
ég var skipaður forstjóri stofn-
unar öryggismála flugs, umferð-
ar og siglinga. Jón tók mér vel,
en hjá Samgöngustofu var hann
fagstjóri rannsókna og þróunar
á sviði siglingamála.
Eftir langan tíma var Jón enn
sami Eyjapeyinn, kankvís og
ákveðinn og með mikinn áhuga á
mönnum og málefnum. Enginn
kom að tómum kofunum hjá
Jóni. Mest um vert er þó hve yf-
irgripsmikillar þekkingar hann
hafði aflað sér á öryggismálum á
sjó og hve vel hann þekkti og
bar fyrir brjósti öryggi sjó-
manna. Þar var hann á heima-
velli. Jóni gat ég alltaf best
treyst þegar mikið mæddi á.
Hann varð rólegri og yfirvegaðri
þegar umræðan varð óvægnust
og hörðust og þegar að sam-
starfsmönnum var vegið eða
efast um fagmennsku þeirra.
Enda fór það svo að vart fannst
betri maður til að leggja lið þeim
verkefnum sem lutu að öryggis-
málum sjómanna, jafnt innan
Samgöngustofu sem og í sam-
starfsverkefnum með sjómönn-
um og útvegsmönnum. Jón var
þar klettur sem skeytti engu
stundarhávaða og upphrópunum
samfélagsmiðla. Hann var fast-
ur fyrir en kunni líka að koma
sínum baráttumálum áfram með
lagni.
Margir þekkja Jón hvað best
af öflugri baráttu hans fyrir
ræktun repju á Íslandi og nýt-
ingu hennar sem vistvæns orku-
gjafa, einkum fyrir skip, og
einnig sem fóður fyrir menn og
skepnur. Hann var óþreytandi í
að berjast gegn straumnum,
löngu áður en nokkur nefndi
umhverfismál og orkuskipti í
samgöngum. Samstarfsverkefni
sem hann stóð að, fyrir hönd
Samgöngustofu, við bændur, út-
gerðir og iðnfyrirtæki eru fjöl-
mörg og munu örugglega hjálpa
við að troða þessa illfæru slóð í
framtíðinni. Ég trúi því að er frá
líður verði Jóns minnst fyrir
brautryðjendastarf hans á þessu
sviði, þótt enn sé langt í land.
Það var gaman að ferðast með
Jóni á vettvang verkefna Sam-
göngustofu. Hvort sem það var
vegna öryggis farþega í hvala-
skoðun á Skjálfanda, skoðunar á
björgunarbátum og sjálfvirkum
sleppibúnaði eða við móttöku er-
lendra háskólastúdenta, Jón tal-
aði af þekkingu og fagmennsku.
Á hann var hlustað af virðingu
því innihaldið var sterkt.
Sárt er að kveðja nú minn vin
allt of fljótt og án þess að fá að
starfa með honum síðustu tvö
árin. Hann var rétt að sjá í hill-
ingum að geta nú farið að hægja
á, en vissi alltaf að heilsan er
fallvölt og stutt var í næstu að-
gerð.
Aðstandendum vottum við
Magga okkar dýpstu samúð.
Hvíl í friði minn kæri Jón.
Þórólfur Árnason.
Jón Bernódusson er látinn
langt um aldur fram. Með hon-
um er genginn mikill mann-
kostamaður og einstakur per-
sónuleiki. Við kynntumst fyrir
áratugum í gegnum sameigin-
legan vin okkar, Bolla Héðins-
son. Samstarf okkar Jóns hefur
verið mjög náið síðustu misseri,
vegna vinnu starfshóps um
framtíð repjuræktunar, sem
samgönguráðherra skipaði okk-
ur í, ásamt fleirum. Jón afhenti
ráðherra skýrslu starfshópsins
11. september síðastliðin, en Jón
var aðalhvatamaður að þeim til-
raunum, sem stundaðar hafa
verið með repjuræktun hér á
landi síðustu ár. Í nokkur skipti
gengum við Jón saman um þýsk-
ar knæpur, þar sem málin voru
kryfjuð. Á þeim ferðum hlust-
uðum við samferðamenn Jóns
stundum á magnaðar sögur hans
af mönnum og málefnum, en fáir
stóðu Jóni á sporði í frásagnar-
gáfu með upphressandi túlkun á
sögum og mannlífi.
Jón Bernódusson fékk í
vöggugjöf afburðagreind. Auk
góðrar menntunar hafði Jón víð-
tæka þekkingu á mörgum flókn-
um málum. Hann var vísinda-
maður og hugsjónamaður, sem
fylgdi málefnum sínum eftir
með miklum krafti og skynsemi.
Jón átti auðvelt með að útskýra
mál sitt með góðum rökum og
vegna hins létta skopskyns, sem
hann bjó yfir, var máflutningur
hans mjög áheyrilegur.
Jón Bernódusson er nú geng-
inn á vit feðra sinna, allt of
snemma. Hann var eftirminni-
legur maður, sem einstaklega
gefandi og mannbætandi var að
umgangast. Við Hrund sendum
fjölskyldu Jóns innilegar samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
Jóns Bernódussonar.
Jón Þorsteinn Gunnarsson.
„Sæll, Jón Bernódusson heiti
ég og er frá Vestmannaeyjum.“
Þannig kynnti Jón sig iðulega og
mér varð þegar ljóst að hér var á
Jón Bernódusson