Morgunblaðið - 01.10.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
Bílar
Nú þegar engir sendibílar eru
fáanlegir í heiminum eigum við
þennan til á lager !
Nýr 2021 Ford Transit L2H2.
Til afhendingar strax !
Verð: 4.700.000,- án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Leikfimi og jóga með Milan. Hádegismatur kl. 11.40-12.50.
Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Velkomin. Sími 411-2600.
Boðinn Línudans kl. 15. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Botsía kl. 10.15-11.20. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45. Hæðargarðsbíó kl. 13. Síð-
degiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl.
10. Dansleikfimi í Sjálandi kl. 9.30. Söngstund kl. 11.10 í Jónshúsi.
Félagsvist kl. 13 í Jónshúsi. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13–16, allir
velkomnir.
Gjábakki Í dag, föstudaginn 1. október, kl. 12 ca, kemur Sigurður
Þorsteinsson þjálfari og leiðbeinandi í Heilsu-Qigong og kynnir fyrir
okkur þessa einstöku tegund heilsuræktar.Til stendur að vera með
þessa leikfimi hér í Gjábakka á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9.
Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa, kl. 9-11.15 botsía-æfing, kl. 9-
11.30 postulínsmálun, kl. 13-15.30 tréskurður, kl. 14-15 sögur og fræði,
kl. 20-22 félagsvist. Þriðjudaginn 5. október kl. 13.30 mun einn af
vinsælustu fyrirlesurum landsins; Pálmar Ragnarssom, halda fyrir-
lestur, um jákvæð samskipti. Við hvetjum alla til að mæta á líflega
blöndu fræðslu og skemmtunar.
Gullsmári Handavinna kl. 9. Fluguhnýtingar kl. 13. Gleðigjafarnir kl.
13.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
kl. 9-11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Útskurður kl. 9-12.
Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30.
Hraunsel Línudans kl.10. Brids: kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9:45. Handavinna, opin vinnustofa frá kl. 10.30. Brids í
handavinnustofu kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir
hádegi deginum áður.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum. Pílukast í Borgum
kl. 9.30. Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum. Gönguhópur Korpúlfa kl. 10
gengið frá Borgum og inni í Egilshöll, Bridgehópur Korpúlfa kl. 12.30 í
Borgum. Hannyrðahópur Korpúlfa í Borgum kl. 12.30 og tréútskurður
á Korpúlfsstöðum í umsjón Davíðs kl. 13. Rúta leggur af stað kl. 19.30
í Borgarleikhúsið að sjá Er ég mamma mín ? Góða skemmtun.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist föstudagshópur í handverks-
stofu 2. hæðar milli kl. 10.30-11.30. Eftir hádegi er bingó í matsal 2.
hæðar milli kl. 13.30-14.30 (spjaldið kostar 250 kr.). Í framhaldi af því
er vöfflukaffi kl. 14.30. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59,
við hlökkum til að sjá ykkur.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna kl. 9.00. Gleðistund / söngur í
salnum á Skólabraut kl. 13.00. Kafisopi á eftir. Kr. 500.
Allir hjartanlega velkomnir.
Þorrasel Fyrsta söngstund vetrarins við flygilinn með Gylfa
Gunnarssyni föstudaginn 1. október kl. 13:00
með
morgun-
"&$#!%
$, &((-'
þú það sem
%, )*#+!' !"
á FINNA.is
Smá- og raðauglýsingar
Við undirritaðir urðum þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að starfa í
vinnuhóp Jóns í ein 15 ár. Hann
var drífandi stjórnandi og gerði
okkur strax að vinum sínum.
Við fórum í þó nokkrar ferðir
með Jóni vegna verkefnanna og
var hann fararstjóri sem sópaði
að. Skemmtilegt var að koma að
Þorvaldseyri en Ólafur bóndi
ræktar árlega 3-4 hektara
repjuakur og pressar olíuna úr
fræjunum og notar á vélar sínar
en selur líka þessa hollu olíu til
manneldis auk þess sem kýrnar
hans gæða sér á hratinu frá
pressuðum fræjunum, sem er
hið besta fóður. Ræktunartil-
raunir, tilraunir með að fram-
leiða lífdísil með umestrum með
metanóli úr repjuolíu og svo
prófun lífdísils í vélum í Vélskól-
anum sem síðan gæti gagnast
fiskiskipaflotanum voru meðal
verkefnanna. Þá var eininig
unnið að lausnum á mengun á
útblæstri skipa og dísilvéla og
bættri brennslu. Jón gaf út
bækling um niðurstöðurnar:
„Umhverfisvænir orkugjafar“,
2010. Nú minnumst við fé-
lagarnir samverustundanna
með Jóni og vonum að repju-
rækt og notkun lífeldsneytis
verði vaxandi innlendur iðnaður
eins og draumsýn Jóns var. Þá
sendum við konu hans og börn-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Þökkum við Jóni sam-
starfið og megi vinur okkar
hvíla í friði.
Ásgeir Valhjálmsson
véltæknifræðingur,
Gísli Viggósson
verkfræðingur,
Guðbjartur Einarsson
vélfræðingur,
Pálmi Stefánsson
efnaverkfræðingur.
Ekki var langt á milli Bakka-
stígs 8 (Gjábakka) þar sem ég
átti mín æskuár og Borgarhóls,
æskuheimilis Nonna í Borgar-
hól, eins og hann var jafnan
kallaður.
Ég kallaði hann þó alltaf Jón,
en veit ekki hvers vegna. Ég
kannaðist við allt fólkið í Borg-
arhól, en náinn kunningsskapur
tókst ekki fyrr en síðar.
Fyrstu kynnin við fjölskyld-
una voru þegar ég kenndi
Helga, bróður Jóns, í G.V.
Í þeim bekk var allt afburða-
fólk og hann framúrskarandi
nemandi. Kennarinn las undir
hvern tíma, til að vera ekki rek-
inn á gat (sem kom þó fyrir).
Góður kunningsskapur tókst
með Lillu (Aðalbjörgu Jóhönnu)
og Þrúði konu minni, þegar þær
voru táningar og héldu þær
sambandi og kunningsskap alla
tíð síðan og gera enn.
Jóni kynntist ég seint, en
fljótt tókst náinn og góður
kunningsskapur milli okkar og
nú síðustu árin vorum við í sam-
bandi oft í viku. Við fórum sam-
an á veitingahús, helzt þau sem
seldu óhollan mat. Allt í raspi, ef
mögulegt var.
Fljótlega varð hann heimilis-
vinur og kom til okkar öðru
hverju í kvöldmat. Stundum
hittumst við í matarboðum hjá
Þuru (Þuríði) systur hans og
Gísla Erlingssyni. Þura er
einkar lagin við að töfra fram
kræsingarnar.
Í þessum samsætum var svo
mikið hlegið að gestirnir voru
lengi að ná sér.
Þegar Jón kom til okkar, þá
var borðað vel, en það sem hæst
reis var spjallið eftir matinn. Þá
var Jón í Borgarhól í essinu sínu
og jafnfimur við að skýra út há-
stemmdar vísindateoríur m.a.
um lausnir á loftslagsvanda með
repjueldsneyti og stundum him-
ingeiminn og leyndardóma
hans, burðarþol skipa og ýmsu
sem ég ekki skildi og gleymdi
strax. Hápunktur þessara
kvölda var þegar Jón sagði sög-
ur af fólki og fyrirbærum. Hann
var mjög laginn við að sjá það
fyndna í tilverunni.
Við Þrúður reyndum að
launa með sögum á móti og ég
átti það til að bródera svolítið til
að halda í við hann.
Ógleymanlegasta ferðalag
sem við höfum farið í á langri
ævi er tvímælalaust þegar Jón
fór með okkur í 14 daga um
uppáhaldsstaðina sína í Þýzka-
landi. Þar tvinnaði hann saman
sögu, menningu og listir og
gamansemi auðvitað.
Jón er einn eftirminnilegasti
maður sem við höfum kynnst,
stórgáfaður, stálminnugur og
með sterka réttlætiskennd,
missirinn er okkur sár eins og
allra sem þekktu hann.
Hans munu margir minnast,
syrgja og sakna, ekki síst hin
stóra, samhenta fjölskylda.
Örlögin hafa verið þunghögg
við þessa fjölskyldu, en þeirri
sögu verða ekki gerð skil hér.
Kona hans Martina og dæt-
urnar María Laura og Aðal-
björg Jóhanna hafa misst mest
allra og við vonum að Guð
styrki þær í sorginni og mótlæt-
inu.
Hann var, held ég, í daglegu
sambandi við einhvern í fjöl-
skyldunni, sennilega nokkra.
Hann ljómaði af stolti þegar
hann talaði um dætur sínar og
hringdi strax og þær tóku
áfanga og próf, en þær voru og
eru miklir námsmenn. Þeim
unni hann mest af öllu í heimi
hér. Við Þrúður munum syrgja
hann sárt, en góðar og fallegar
minningar létta þá byrði sem
sorgin er.
Guð blessi Jón Bernódusson,
þann góða mann.
Atli Ásmundsson frá
Gjábakka.
Minn kæri vinur Jón Bernód-
usson er allur. Ég kynntist Jóni
fyrir rúmum 20 árum þegar
hann hóf störf hjá Siglinga-
stofnun. Með árunum tókst með
okkur traustur og ómetanlegur
vinskapur.
Jón var góður sögumaður,
hafði miklar skoðanir og var
óhræddur að láta þær í ljós.
Hann var rökfastur og fylginn
sér, gat stundum verið mis-
kunnarlaus en alltaf skemmti-
legur. Yfirleitt var stutt í grínið
og hann hafði gaman af rökræð-
um um ólíklegustu málefni. Oft
skylmdumst við Jón í orðum en
þrátt fyrir óvægið orðaskak var
þetta skemmtun án sárinda.
Einn félagi okkar orðaði það
sem svo að hann væri alltaf feg-
inn þegar við Jón tókumst á, þá
fengi hann að vera í friði.
Fyrir nokkrum árum unnum
við Jón, ásamt fleirum, við að
semja um smíði skips fyrir ís-
lenska ríkið. Verðið á skipinu
var hátt og ýmsar leiðir reynd-
ar til að lækka það. Til að fá
verðið niður gripum við Jón til
þess ráðs að skjóta föstum skot-
um hvor á annan þannig að úr
virtist verða harðvítugt rifrildi.
Við þetta fór mjög um skipa-
smiðinn sem og félaga okkar.
Þegar skipasmiðurinn var far-
inn að óttast að engin yrði salan
vegna misklíðar hjá kaupanda
lækkaði hann verðið snarlega
og allt féll í dúnalogn. Félagi
okkar Jóns spurði síðar hvað
hefði eiginlega gengið á. Í stað
þess að segja allt af létta sagð-
ist Jón ekkert hafa skilið hvað
hljóp í Sigurð. Skemmti sér svo
við að ræða þetta við viðkom-
andi. Jón lét stundum sannleik-
ann víkja fyrir góðri skemmtun.
Oft höfum við rifjað þetta upp
og hlegið.
Margar skemmtiferðir fórum
við Jón með félögum okkar.
Ferðir sem Jón hafði skipulagt
út í hörgul. Ferðirnar hófust
þegar keyrt var út á völl og
strax var byrjað að hlæja, segja
sögur og að sjálfsögðu var Jón
aðalmaðurinn. Þessari skemmt-
un linnti svo ekki fyrr en heim
var komið. Jón sagði okkur sög-
ur, m.a. af kynnum sínum af
Angelu Merkel og eins af fyrr-
verandi stjórnmálakonu sem
hann hafði reynt að gera hosur
sínar grænar fyrir. Hann lýsti
því að þegar hann lagði hand-
legginn á axlir hennar hefði hún
horft illilega á hann og spurt
hvort honum væri illt í hend-
inni. Ekki fór meira fyrir þeim
samdrætti en þessi saga var
dæmigerð fyrir Jón, kímnin var
aldrei langt undan, einnig fyrir
sjálfum sér.
Jón var traustur og heill vin-
ur sem ávallt var hægt að leita
til. Hann var ráðagóður og
reiðubúinn til að fara yfir hlut-
ina og velta hverri þúfu. Hann
var fullur af fróðleik og visku þó
aldrei væri kómíska sýnin á
málin langt undan.
Fyrir þremur vikum hitt-
umst við vinahópurinn. Fullur
af eldmóði var Jón að leggja
drög að næstu utanlandsferðum
hópsins en nú er ljóst að Jón
vinur okkar er lagður í aðra
ferð án okkar félaganna. Skarð
hans í hópnum mun aldrei verða
fyllt. Lífsgleðin, húmorinn,
leiftrandi gáfur og hnyttin til-
svör einkenndu hann og gáfu
okkur, sem fengum að vera með
honum, gleði, hlátur og betra
líf. Jón skipar stóran sess í
hjarta mínu, söknuðurinn er sár
og minningar um einstakan vin
munu lifa um ókomna tíð.
Þið eigið mínar innilegustu
samúðarkveðjur, elsku Martina
og dætur ykkar Jóns, María og
Jóhanna.
Sigurður Áss Grétarsson.
Okkur er brugðið við fráfall
Jóns Bernódussonar, sam-
starfsmanns og góðs félaga frá
stofnun Samgöngustofu, en hér
gegndi hann stöðu fagstjóra
rannsókna og þróunar. Tengsl-
in lágu dýpra, því allt frá árinu
1998 starfaði hann hjá forver-
anum Siglingastofnun Íslands
þar sem hann gegndi ýmsum
hlutverkum í gegnum tíðina.
Var m.a. forstöðumaður sigl-
ingasviðs / skipasviðs og stað-
gengill forstöðumanns á sviði
rannsókna og þróunar.
Jón hafði lifandi áhuga á
flestu milli himins og jarðar og
tók virkan þátt í umræðum um
hin ýmsu mál, hvort heldur þær
sneru að hans eigin verkefnum
eða þjóðmálum almennt. Hann
var fróður um margt og ræðinn,
gerði engan mannamun og lét
það einkar vel að kenna og
miðla. Kynni mín af Jóni hófust
þegar ég kom til starfa hjá
Samgöngustofu og fór þá ekki á
mis við brennandi áhuga hans á
ræktun orkujurta til orkuskipta
í samgöngum. Mér verður
hugsað til ferðar okkar til
Keflavíkurflugvallar í vor í
góðu föruneyti þar sem undir-
ritaður var samstarfssamning-
ur um tilraunaverkefni til orku-
skipta. Þar var Jón í essinu sínu
og fagnaði góðum áfanga á
sama hátt og öðrum skrefum í
vegferð til umhverfisvænna
samgangna. Vinnustaðir mótast
af fólkinu sem þá sækir, þar gaf
Jón lífinu lit og kryddaði til-
veruna, nokkuð sem er ómetan-
legt. Ég minnist hressilegs við-
móts og hreinskilinnar
framkomu með söknuði og þökk
fyrir ánægjuleg kynni og
hnökralaust samstarf.
Jón var á förum vestur um
haf í mikilvæga aðgerð sem
beðið hafði verið eftir. Sú ferð
var ekki farin heldur önnur sem
við ráðum litlu um. Það er með
sorg í hjarta sem við minnumst
góðs félaga og samstarfsmanns.
Hugurinn er hjá fjölskyldu og
vinum þegar við kveðjum Jón
hinstu kveðju, megi minningin
um skemmtilegan mann styðja í
sorginni.
F.h. Samgöngustofu,
Jón Gunnar Jónsson.
Jón Bernódusson