Morgunblaðið - 01.10.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
30 ÁRA Sigurgeir Skafti Flosason fæddist í
Reykjavík, ólst upp á Selfossi en býr nú í
Hveragerði. Hann er með burtfararpróf og
kennarapróf frá FÍH. Sigurgeir er tónlistar-
maður að atvinnu og spilar aðallega á bassa.
Hann kennir einnig við allmarga tónlistar-
skóla á Suðurlandi. „Við Unnur Birna, kær-
asta mín, vorum að spila á Múlanum í Hörpu í
fyrrakvöld með Birni Thoroddsen og Skúla
Gísla. Við vinnum mikið saman þessi grúppa.
Við munum síðan spila saman í gítarveislu
Bjössa Thor sem verður í lok október.“
Sigurgeir sinnir einnig viðburðaþjónustu og
er með hjóðkerfaleiguna Sub ehf. Hann er núna að skipuleggja líklega síð-
ustu bæjarhátíð á landinu á árinu, en hún fer fram í Vík í Mýrdal 7.-10. októ-
ber og nefnist Regnboginn – list í fögru umhverfi. „Það verður fjölbreytt
dagskrá, Magnús & Jóhann, Unnur Birna & Pétur, Lay Low og Lalli töfra-
maður mæta meðal annarra.“ Sigurgeir Skafti og Unnur reka einnig Hopp
Suðurlands sérleyfi í Hveragerði og á Selfossi.
FJÖLSKYLDA Sambýliskona Sigurgeirs er Unnur Birna Björnsdóttir, f.
1987, tónlistarkona. Dóttir þeirra er Náttsól Viktoría, f. 2020. Systir Sigur-
geirs er Helga Sigríður, f. 1978. Foreldrar Sigurgeirs eru Guðný Sigurgeirs-
dóttir, f. 1960, sjúkraliði, búsett á Selfossi, og Flosi Skaftason, f. 1961, bíla-
málari, búsettur í Mosfellsbæ.
Sigurgeir Skafti Flosason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú ert ekki nógu harður í sam-
skiptum við aðra og þyrftir að taka þig á og
vera fastari fyrir. Ekki forðast erfið mál sem
valda þér áhyggjum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú ert með hugann við allt of margt og
þarft að geta verið í næði til að koma jafn-
vægi á hlutina. Stingdu við fótum og gefðu
þér tíma til þess að líta yfir sviðið.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er ekkert vit í öðru en að hafa
alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í
mikilvægu máli. Hóaðu saman liði sem klár-
ar málin með hraði.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú kemur meiru í verk ef þeir sem
eru í kringum þig hvetja þig áfram. Sambönd
ganga bara vel og innsæið ýtir þér í rétta átt.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú ættir að kaupa inn til heimilisins því
ættingjar þínir munu líklega kíkja í heim-
sókn. Gefðu þér tíma til útiveru því það
hressir upp á sálarlífið.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það getur reynst þér nauðsynlegt að
halda sumu fólki í ákveðinni fjarlægð frá þér.
Sambönd þín eru þér mikilvægust og eru í
fyrsta sæti hjá þér.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú þarft að leggja þig allan fram svo
sérstakt verkefni leysist farsællega. Ef þú
vilt gera hlutina vel skaltu gefa þér þann
tíma sem til þarf.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Láttu ekki ásókn annarra slá
þig út af laginu. Stundum skiptir ekki máli
um hvað er rætt heldur það að fjölskyldan
sé samhent.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú hefur mikinn sjálfsaga og
gerir stundum of miklar kröfur til sjálfs þín.
Þú ættir bara að slaka á í dag og láta öll
stórvirki vera.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er komið að því að þú þurfir
að taka ákvörðun í stóru máli. Hlýddu á alla
málavexti áður en þú lætur til skarar skríða.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Umheimurinn krefst athygli þinn-
ar með harkalegri og ítrekaðri þrásækni.
Verkefni þín eru í uppnámi og þú verður að
vinna þau skipulega áður en fleiri koma til.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Reyndu að rífa þig upp úr gamla
farinu þótt ekki sé nema að gera hlutina í
annarri röð en í gær. Gefðu þér samt tíma til
þessa því allt tekur sinn tíma.
við starf hans og oft voru mikil veislu-
höld á Reynistað.
Kristín er mjög félagslynd og
starfaði með Kvenfélaginu Hringn-
um, en aðaláherslan í félagsstarfi
hennar er innan Oddfellow-
-reglunnar þar sem hún hefur gegnt
öllum helstu embættum og fengið
æðstu viðurkenningar.
Hún gekk í Rb.st. Bergþóru 1953
og stofnaði Rb.st. Soffíu árið 1996.
Hún tók stórstúkustig árið 1997. Á
starfsferlinum fékk hún eftirtaldar
viðurkenningar: Fyrrum meistara-
stjörnu árið 1979, heiðursmerki fyrr-
um höfuðmatríarka 1996, heiðurs-
Eftir einn vetur í Háskólanum fór
Kristín að læra tannsmíði hjá frænda
sínum Jóni Hafstein tannlækni og
vann hún við það allt til ársins 1956,
en þá voru dæturnar orðnar þrjár og
vann hún heima næstu árin. Síðar fór
hún að vinna á Landspítalanum sem
hjúkrunarritari á bæklunardeild, en
lengst af vann hún á barnadeildinni.
Mikil samheldni var í stúdenta-
hópnum frá 1946, sem hittist til
skamms tíma einu sinni í mánuði.
Þau fóru saman í margar ferðir bæði
innan lands og utan. Einnig ferðaðist
hún mikið með eiginmanni sínum
Guðmundi Benediktssyni í tengslum
K
ristín Anna Claessen
fæddist á Reynistað í
Skerjafirði 1. október
árið 1926. Hún ólst þar
upp og bjó þar þangað
til hún fluttist á Seltjarnarnesið árið
2006.
Skerjafjörðurinn var sveit á þess-
um árum. Foreldrar hennar, Eggert
Claessen og Soffía Jónsdóttir Claes-
sen, keyptu Skildinganesbæinn með
víðfeðmu landi, byggðu sitt hvorum
megin við hann og nefndu húsið
Reynistað eftir Reynistað í Skaga-
firði. Þar hafði faðir hennar dvalið
langdvölum hjá afa sínum Eggerti
Briem sýslumanni sem barn, enda
missti hann móður sína ungur.
Kristín byrjaði í tímakennslu hjá
frú Ragnheiði, fór svo í Ingimars-
skóla og síðan lá leiðin í Mennta-
skólann í Reykjavík þaðan sem hún
útskrifaðist úr máladeild á 100 ára af-
mæli skólans árið 1946. Hernámið
setti sitt mark á menntaskólaárin því
einn vetur var kennt í Alþingishúsinu
og annan vetur í Háskólanum, því
Bretarnir höfðu tekið Mennta-
skólann í sína umsjá.
Á rússagillinu haustið 1946 þegar
hún var að hefja háskólanám í heim-
speki hitti hún ungan mann frá Húsa-
vík sem var að hefja nám í lögfræði.
Þetta var Guðmundur Benediktsson
sem síðar varð eiginmaður hennar.
Þau trúlofuðu sig á síðasta vetrardag
og hefur sá dagur alltaf verið mikill
hátíðisdagur hjá henni. Þau gengu
síðan í hjónaband 16. ágúst árið 1950.
merki Oddfellow-reglunnar árið
2001, heiðursmerki fyrrum stórfull-
trúa árið 2005 og 60 ára fornliða-
merki árið 2013. Hún er einnig heið-
ursfélagi Rb.st. nr. 10 Soffíu, sem
heitir eftir móður hennar, Soffíu
Jónsdóttur Claessen, sem kom með
Rebekkustigið til Íslands árið 1929.
„Ég hef alltaf verið dugleg að
hreyfa mig og vil fá að vera með í
öllu,“ segir Kristín. „Það hefur ekk-
ert minnkað með aldrinum. Krakk-
arnir mínir segja oft: Mamma má
ekki missa af neinu!“
Fjölskylda
Eiginmaður Kristínar var Guð-
mundur Benediktsson, f. 13.8. 1924,
d. 20.8. 2005, ráðuneytisstjóri í for-
sætisráðuneytinu. Þau bjuggu á
Reynistað alla tíð þar til Guðmundur
lést, þá flutti hún á Seltjarnarnes og
hefur nú verið frá því í nóvember í
fyrra á hjúkrunarheimilinu Seltjörn.
Foreldrar Guðmundar voru hjónin
Margrét Ásmundsdóttir, f. 15.3.
1881, d. 3.10. 1969, húsmóðir á Húsa-
vík, og Benedikt Björnsson, f. 8.2.
1879, d. 27.7. 1941, skólastjóri á
Húsavík.
Börn Kristínar og Guðmundar: 1)
Ragnheiður Margrét Guðmunds-
dóttir, f. 17.10. 1953, d. 1.10. 2018, ís-
lenskufræðingur og kennari. Fv.
maki: Björn Ragnarsson tannlæknir.
Börn þeirra eru Birna Anna, f. 18.4.
1975, og Lára Björg, f. 1.2. 1977.
Barnabörnin eru fjögur; 2) Soffía
Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 21.3.
Kristín Anna Claessen, tannsmiður og fv. hjúkrunarritari á Landspítalanum – 95 ára
Með börnunum Kristín, Ragnheiður, Solveig Lára, Soffía og Eggert.
Mamma má ekki missa af neinu!
Hjónin Guðmundur og Kristín á ferðalagi með bekkjarsystkinum Kristínar.
Systurnar Kristín Anna Claussen og Laura Frederikke Claussen.
Til hamingju með daginn
Hveragerði Náttsól Viktoría er fædd
27. nóvember 2020 á Landspítalanum
í Reykjavík. Hún var 49,5 cm og 14
merkur. Foreldrar hennar eru Unnur
Birna Björnsdóttir og Sigurgeir
Skafti Flosason.
Nýr borgari