Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta er fyrsta verkið sem við sköp-
um saman, en okkur hafði lengi
langað til að vinna saman,“ segir
Erna Ómarsdóttir sem ásamt Höllu
Ólafsdóttur er danshöfundur og list-
rænn stjórnandi sýningarinnar
Rómeó <3 Júlía sem Íslenski dans-
flokkurinn frumsýnir á Stóra sviði
Borgarleikhússins í kvöld kl. 20.
„Við höfum auðvitað rekist hvor á
aðra í ýmsum verkefnum gegnum
árin og ég hef samið verk fyrir Ís-
lenska dansflokkinn, en við höfðum
aldrei skapað verk saman þar til
kom að þessu verkefni,“ segir Halla
og rifjar upp að hún hafi um-
svifalaust hrifist af Ernu sem lista-
manni þegar hún fyrir um tuttugu
árum sá hana dansa sólóverk í Sví-
þjóð, en Halla var þá við dansnám
þar í borg. „Performans hennar
veitti mér mikinn innblástur og opn-
aði augu mín fyrir nýjum mögu-
leikum,“ segir Halla.
Við þóttum alveg skrýtnar
Dansverkið Rómeó <3 Júlía, sem
samið er við tónlist Sergej Proko-
fíev, var upphaflega skapað í sam-
starfi við dansara Gärtnerplatz-
leikhússins í München og frumsýnt
árið 2018. Erna og Halla voru til-
nefndar til Faust-verðlaunanna sem
danshöfundar ársins, en verðlaunin
eru eftirsóttustu leiklistarverðlaun
Þýskalands. „Okkur kom sú tilnefn-
ing ánægjulega á óvart, enda voru
aðeins þrjár tilnefningar í hverjum
flokki og við þar í hópi stærstu nafna
í dansinum,“ segir Erna og tekur
fram að það hafi verið gott fyrir þær
Höllu að fá viðurkenningu fyrir list-
ræna nálgun sína. „Því við þóttum
alveg skrýtnar, enda vinnum við
öðruvísi en heimafólk,“ segir Erna
kímin og rifjar upp að uppsetning-
arvinnan hafi verið mjög krefjandi.
„En þetta var líka mjög gaman og ég
held að á endanum hafi allir hjá leik-
húsinu kunnað að meta lokaútgáf-
una,“ segir Erna.
En hvað kom til að þið unnuð sam-
an að Rómeó <3 Júlíu?
„Karl Alfred-Schreiner, listdans-
stjóri Gärtnerplatz-leikhússins,
hringdi í mig og spurði hvort ég vildi
ekki gera Rómeó og Júlíu við tónlist
Prokofíev. Mér leist í fyrstu ekkert á
hugmyndina og var satt að segja
skíthrædd við hana,“ segir Erna
sem hringdi í Höllu sem sagði hins
vegar „já“ á stundinni. „Í ljós hefur
komið að það er mjög gefandi að
vinna með Shakespeare,“ segir
Halla og bendir máli sínu til stuðn-
ings á að Shakespeare hafi veitt
þeim Ernu svo mikinn innblástur að
þær séu nú að vinna að dúett sem
kenndur er við Júlíu sem þær frum-
flytja í Leipzig 22. febrúar 2022.
Hafið þið þurft að laga verkið mik-
ið að nýjum danshóp og sviði?
„Já, við höfum algjörlega endur-
skapað verkið í samvinnu við dans-
ara Íslenska dansflokksins. Úti vor-
um við með tuttugu dansara og
sinfóníuhljómsveit í gryfju, en hér
erum við með tíu dansara og upp-
töku af tónlistinni,“ segir Erna, en
dansarar nú eru Ásgeir Helgi Magn-
ússon, Charmene Pang, Emilía
Benedikta Gísladóttir, Erna Gunn-
arsdóttir, Félix Urbina Alejandre,
Saga Sigurðardóttir, Shota Inoue,
Sigurður Andrean Sigurgeirsson,
Una Björg Bjarnadóttir og Védís
Kjartansdóttir. „Dansararnir hér
eru algjörlega frábærir og gefa mik-
ið af sér inn í verkið, enda eru það
hluti af aðferðafræði okkar við
vinnslu verksins. Þau eru svo kraft-
mikil að þau fylla hæglega sviðið,“
segir Erna og tekur fram að dans-
ararnir séu á sviðinu nær alla sýn-
inguna sem reyni mikið á. „Þetta er
mikil líkamleg áskorun fyrir þau, því
þetta er púl,“ segir Halla og tekur
fram að þótt gaman hafi verið að
flytja verkið með hljómsveit séu líka
ákveðnir kostir við að hafa hana ekki
í gryfjunni. „Því það færir dans-
ararna óhjákvæmilega nær áhorf-
endum, sem er gaman og skapar
meiri nánd,“ segir Halla. „Auk þess
býður það líka upp á meira frelsi í
flutningi,“ segir Erna og nefnir að
án hljómsveitar heyrist betur í döns-
urunum þegar þau öskra sem lið í
tjáningu sinni.
Afbyggjum leikritið algjörlega
Nú eru dansverk sjaldnast fram-
vindudrifin. Hvernig mótaði það
ykkar sköpun að vinna með þekkta
sögu eftir Shakespeare?
„Mér fannst það mjög skemmtileg
áskorun að vinna með sögu Shake-
speare og ekki síður með tónlist
Prokofíev sem er mjög plássfrek og
gæti auðveldlega gleypt bæði verkið
og dansarana,“ segir Halla og bendir
á að söguþráðurinn liggi í tónlistinni.
„Við gátum því tekið okkur það
frelsi að afbyggja leikritið algjörlega
og brjóta niður í fjölmargar frásagn-
ir sem gerast samhliða svo úr verður
veröld full af lostafullri þrá, líkams-
vessum, særingarmætti öskursins
og heilandi ást,“ segir Halla.
„Dansararnir deila með sér öllum
hlutverkum sögunnar. Þau túlka öll
t.d. Júlíu og ástina með því að leggja
álög á áhorfendur,“ segir Erna og
tekur fram að stundum séu dans-
aranir að dansa tilfinningar, stund-
um húsgögnin, stundum öflin og
jafnvel blóðdropa. „Stundum eru
dansararnir að dansa tónlistina,
stundum að segja hana, anda henni,
hömpa hana og jafnvel þrífa hana,“
segir Erna og tekur fram að mögu-
leikarnir séu óþrjótandi.
Há- og dægurmenning skarast
„Okkur fannst ákveðið frelsi fólgið
í því að áhorfendur viti hvað gerist í
sögunni,“ segir Erna og bendir á að
raunar hafi Prokofíev breytt endi
verksins þar sem hann vildi að vel
færi fyrir elskendunum. „Það veitir
okkur ákveðinn innblástur til að
nálgast verkið á okkar forsendum og
breyta því sem við viljum. Við þurf-
um ekki að fylgja framvindunni
nákvæmlega,“ segir Erna og tekur
fram að þær Halla hafi frá upphafi
lagt mikla áherslu á að sviðsmynd
Chrisanders Brun, búningar Sunn-
evu Ásu Weishappel, sem Karen
Briem endurhannar fyrir Borgar-
leikhúsið, og vídeóverk Valdimars
Jóhannssonar væru stór hluti af
upplifuninni. „Við vildum að þessir
sjónrænu þættir væru stórir karakt-
erar í sýningunni,“ segir Halla og
rifjar upp að valið á gyllta og bleika
litnum, sem einkennir leikmyndina,
hafi markast af sýningarstaðnum í
Þýskalandi. „Leikhúsið sem við
sýndum í er mekka hámenningar í
Þýskalandi og því fannst okkur
spennandi að kynna til leiks þætti úr
dægurmenningu,“ segir Halla og
bendir á að þær Erna vinni í sýning-
um sínum mikið með skörun há-
menningar við dægurmenningu.
Samtalið skapar eitthvað nýtt
Hafði Covid einhver áhrif á
uppfærsluna?
„Já, Covid hafði mikil áhrif á það
hvernig við gátum æft sýninguna,
því við þurftum stöðugt að vera að
stoppa og byrja aftur,“ segir Halla.
„Við þurftum sífellt að finna nýjar
leiðir til að vinna sýninguna,“ segir
Erna. „Við byrjuðum ferlið á að vera
alltaf bara með tvo dansara í einu,
sem dugði ekki til lengri tíma enda
byggist verkið á mikilli líkamlegri
nánd. Þegar við máttum ekki vera í
dansstúdíóinu vegna fjarlægðar-
takmarkana þá gátum við verið úti í
skógi og tókum þar upp fullt af efni
með Valdimar Jóhannssyni sem við
erum að hugleiða hvað við viljum
gera með. Kannski endar það sem
sér mynd,“ segir Halla.
En hver er lykillinn að góðri
samvinnu ykkar?
„Við erum oftast sammála um
hvert við viljum fara, en leiðir okkar
þangað geta verið mjög ólíkar. Það
er hins vegar svo gaman þegar eitt-
hvað nýtt verður til úr þeirri
blöndu,“ segir Erna. „Þegar tveir
höfundar vinna saman tekur ferlið
stundum lengri tíma, en það er alltaf
100% þess virði því samtalið skapar
eitthvað nýtt og spennandi. Það veit-
ir mikinn innblástur að fá sýn ann-
ars inn í ferlið,“ segir Halla.
Morgunblaðið/Eggert
Danshöfundarnir Halla Ólafsdóttir og Erna Ómarsdóttir ná vel saman.
„Skemmtileg áskorun“
- Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Rómeó <3 Júlíu eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur
í kvöld kl. 20 - „Okkur fannst ákveðið frelsi fólgið í því að áhorfendur viti hvað gerist í sögunni“
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Særingarmáttur Dansverkinu Rómeó <3 Júlía eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur í uppfærslu Íslenska
dansflokksins er lýst sem veröld fullri af lostafullri þrá, líkamsvessum, særingarmætti öskursins og heilandi ást.
Segja má að Bergrún Íris Sævars-
dóttir sé kona með fortíð, enda hefur
hún fengist við ýmislegt um dagana
þó hún sé þekktust í dag sem marg-
verðlaunaður barnabókahöfundur.
Hún byrjaði bráðung að teikna, fór á
fyrsta myndlistarnámskeiðið fimm
ára gömul og átta ára var hún ákveð-
in í því að verða teiknari að atvinnu.
Bergrún fór á félagsfræðibraut í
Kvennaskólanum, en skipti fljótlega
á myndlistarbraut í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ. „Ég átti merkilega
stund í sögutíma í Kvennó. Við vor-
um bara í venjulegri sögu, en kenn-
arinn ákvað að taka einn tíma í lista-
sögu og það birtist í alvörunni bara
englakórinn og allt opnaðist fyrir
mér, ég sver það. Þetta var eins og í
bíómynd, og ég labbaði beint inn á
skrifstofu námsráðgjafans og sagði:
Ég þarf að skipta um skóla, ég verð
að komast í eitthvað sem nærir
mig.“
Að loknu námi í FG fór Bergrún í
listfræði og tók bókmenntafræði
sem aukagrein. Í framhaldi af því,
svo fór hún í Myndlistaskólann í
Reykjavík í alveg nýtt nám sem var
þá í gangi, diplómanám í teikningu
„sem hentaði mér rosalega vel af því
mig langaði svo til að verða teiknari,
iðnaðarmaður í því að teikna“.
Áður en hún varð atvinnumaður í
teikningu tók hún sér ýmislegt fyrir
hendur, var til að mynda um tíma
með sjónvarpsþættina Innlit/útlit á
Skjá einum með Sesselju Thorberg,
þar sem Bergrún vann meðal annars
ýmis föndurverkefni í bílskúr föður
síns, tók að sér að skreyta barna-
herbergi, starfaði sem blaðakona og
hélt úti hönnunarbloggi. Með tím-
anum fór hún að myndlýsa bækur,
hefur myndlýst á sjötta tug bóka
eftir ýmsa höfunda, stóran hluta af
því námsbækur, og fljótlega fór hún
að skrifa eigin bækur, nú síðast
Kennarinn sem kveikti í, sem tyllti
sér í efsta sætið á metsölulistum
fyrir stuttu.
Bergrún segir frá bókinni nýju og
rithöfundarferli sínum í viðtali í
Dagmálum Morgunblaðsins sem að-
gengileg eru áskrifendum á mbl.is.
„Það birtist í alvörunni englakór“
Ljósmynd/Hallur Hallsson
Afköst Bergrún Íris Sævarsdóttir varð fyrir vitrun í sögutíma í Kvennó og
hefur myndlýst á sjöunda tug bóka, þar með taldar bækur eftir hana sjálfa.