Morgunblaðið - 01.10.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 01.10.2021, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Markmiðið hjá okkur er að skapa tækifæri til þess að skoða hlut kvenna í íslenskri listasögu og hvort þar liggi einhverjar konur óbættar hjá garði, það er að segja ein- hverjar konur sem hafa kannski ekki hlotið þann sess sem þær eru verðar,“ segir Ólöf Kristín Sigurð- ardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, um nýja tímabundna rannsóknarstöðu sem fjalla skal um hlut kvenna í íslenskri listasögu. Listasafn Reykjavíkur auglýsir sem stendur eftir umsóknum. Rannsóknarstaðan, sem unnin er í samstarfi við Listfræði við Há- skóla Íslands, hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Safnaráðs og verður auglýst árlega næstu þrjú ár. Um er að ræða hálfa stöðu til eins árs í senn sem vinna má eftir sam- komulagi. Nokkuð karllæg safneign „Það verða því þrír fræðimenn eða sýningarstjórar sem fá tækifæri til þess að demba sér í þessa rann- sókn,“ segir Ólöf. Sem fyrr segir á rannsóknin að snúa að hlut kvenna í listasögunni og í umsókn skal verkefnið skil- greint og gerð grein fyrir því á hvern hátt rannsóknin sé líkleg til að varpa nýju ljósi á hlut kvenna í íslenskri myndlistarsögu. „Safneignin okkar er að mörgu leyti ótrúlega karllæg. Það eru þrjár meginstoðir í safneigninni: Erró, Ásmundur Sveinsson og Kjarval. Við teljum þetta vera ákveðið tækifæri fyrir okkur til þess að varpa ljósi á nýja þætti í menningarsögunni. Við erum ekki endilega að horfa á safneignina okk- ar sem rannsóknarvettvang heldur erum við almennt að horfa á ís- lenska myndlistarsögu. Það er verið að gefa tækifæri til vissrar endur- skoðunar, hvort sem það er á ferli einnar konu eða á stærri hóp í sam- hengi við strauma og stefnur,“ segir Ólöf. Í auglýsingu Listasafnsins kemur fram að staðan sé ætluð fræðafólki sem sinnir rannsóknum á sviði íslenskrar myndlistar og menning- arsögu. Ólöf segir að um stöðuna geti til dæmis sótt listfræðingar, menningarfræðingar, sýningar- stjórar eða aðrir sem hafa reynslu af því að rannsaka íslenska lista- sögu. „Það er nokkur hópur af fólki í landinu sem hefur aflað sér þekk- ingar á þessu sviði og þetta verk- efni er ákveðið tækifæri til að sinna rannsókn á þessu fræðasviði og miðlun niðurstöðu jafnt til almenn- ings og innan fræðasamfélagsins.“ Lýkur með sýningu og útgáfu Umsókn skal fylgja greinargerð um menntun og reynslu af fræði- störfum, útgáfu og/eða gerð mynd- listarsýninga. Sá eða sú sem stöð- una fær mun hafa vinnuaðstöðu hjá Listasafni Reykjavíkur. Nú er auglýst eftir rannsakanda fyrir árið 2022 og skal verkefninu lokið með útgáfu og sýningu í Lista- safni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í ársbyrjun 2023. „Afraksturinn verður settur fram með sýningu á Kjarvalsstöðum og útgáfu. Þannig að þetta er stórt tækifæri til þess að gera sýningu á frábærum vett- vangi þar sem fjöldi fólks mun sjá afraksturinn. Við fylgjum eftir öll- um okkar sýningum með miðlun og samtali við bæði almenning og fræðasamfélagið,“ segir Ólöf. „Ef maður getur bent á eitthvað sem er sambærilegt þá er það rann- sóknarstaða Kristjáns Eldjárns sem er starfrækt í Þjóðminjasafninu. Hér erum við að skapa fræðimönn- um tækifæri í eitt ár í senn til að vinna að rannsókn sem endar með sýningu og á sama tíma erum við að styrkja rannsóknarhlutverk safns- ins.“ Umsókn um rannsóknarstöðuna skal senda Listasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, eða á netfangið listasafn@reykjavik.is, í síðasta lagi 1. nóvember 2021. Morgunblaðið/Eggert Rannsókn „Það er verið að gefa tækifæri til vissrar endurskoðunar,“ segir safnstjórinn Ólöf um nýja rannsóknarstöðu hjá Listasafni Reykjavíkur. Kanna hlut kvenna í íslenskri listasögu - Ný rannsóknarstaða hjá Listasafni Reykjavíkur auglýst Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur lista- konu, undirrituðu í gær í Höfða samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Borgarráð veitti í sumar borgarstjóra heimild til þess að ganga frá samningnum fyrir hönd borgarinnar og verður Listasafn Nínu Tryggvadóttur fyrsta myndlistarsafn Reykjavíkur- borgar kennt við og tileinkað íslenskri listakonu. Safnið verður í austurhluta Hafn- arhússins í Reykjavík en í vestur- hlið þess er Listasafn Reykjavíkur. Í samningnum er kveðið á um að Una Dóra gefi Reykvíkingum vel á annað þúsund listaverk eftir móður sína sem endurspegla allan feril listakonunnar. Eru þar m.a. mál- verk, teikningar, glerverk og vatnslitamyndir og einnig gefur Una Dóra Reykvíkingum fasteignir á Manhattan og í Reykjavík eftir sinn dag sem og aðrar listaverka- eignir, bókasafn og fleiri muni en borgin fjármagnar á móti rekstur safnsins. Nína var fyrst og fremst þekkt sem listmálari en samdi einnig og myndlýsti bækur fyrir börn. Tímamót Una Dóra og Dagur tókust í hendur eftir undirritun í Höfða í gær. Undirrituðu samning um safn Nínu Ljósmynd/Sigurjón Ragnar Kventónskáld í karlaveldi nefnist ný þáttaröð í umsjón Árna Heimis Ingólfssonar tónlistarfræðings sem hefur göngu sína á Rás 1 á morgun kl. 10.15. Í þáttunum er fjallað um ævi og tónlist tíu kventónskálda sem fædd voru á 19. öld, þegar kon- ur höfðu mun færri tækifæri en karlar til að mennta sig í tón- smíðum eða fá verk sín flutt. Tónskáldin eru Clara Schumann, Fanny Mendelssohn, Emilie Mayer, Louise Farrenc, Cécile Chaminade, Mel Bonis, Ethel Smyth, Dora Peja- cevic, Lili Boulanger og Florence Price. Samhliða þáttunum fara í loftið á sunnudögum systurþætt- irnir Þögnin rofin, þar sem tónlist kventónskáldanna tíu er leikin. Árni Heimir segir að á síðustu árum hafi vitundarvakning átt sér stað um þá fordóma sem hafa mætt kventónskáldum svo öldum skipt- ir. „Verk þeirra eru nú flutt og hljóðrituð mun oftar en áður, og því er nú í fyrsta sinn í raun hægt að gera sér góða mynd af ævi- starfi þeirra,“ segir Árni Heim- ir og bendir á að á 19. öld hafi verið nær útilokað fyrir konur að sækja sér háskólamenntun í tónsmíðum. „Þrátt fyrir þetta náðu margar þeirra afar eftirtektarverðum ár- angri í tónlistinni. Þetta er sú saga sem ég segi í þáttunum, hvernig þeim tókst að yfirstíga hindranir og mótlæti og skapa tónlist sem snert- ir við okkur enn þann dag í dag.“ Ný þáttaröð um kventónskáld á Rás 1 Árni Heimir Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.