Morgunblaðið - 01.10.2021, Page 32
O
U
T
L
E
T
Ú
T
S
A
L
A
H
E
F
S
T
F
Ö
S
T
U
D
A
G
IN
N
1
.
O
K
T
Ó
B
E
R
HEILSUDÝNUR
SÆNGUR & KODDAR
SÓFAR &
HVÍLDARSTÓLAR
KODDAVER
HANDKLÆÐI
HÖFUÐGAFLAR
LAMPAR & FLEIRA
ALLT AÐ
70%
AFSLÁTTUR
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn voru veitt í fyrra-
dag og hlaut þau Unnur Lilja Aradóttir. Eliza Reid for-
setafrú afhenti verðlaunin og fyrsta eintak bókarinnar,
Höggið, kom út í gær. Í áliti dómnefndar um bókina
segir m.a. að höfundurinn magni upp mikla sálfræði-
lega spennu og hleypi lesandanum smám saman nær
glæpnum sem komi verulega á óvart. Samkeppnin um
Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður
sent frá sér glæpasögu.
Unnur Lilja hlaut Svartfuglinn
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 274. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Kvennalið Hauka í körfuknattleik á fyrir höndum sex
leiki í riðlakeppni í Evrópubikar kvenna eftir að hafa
slegið portúgalska liðið Uniao Sportiva út úr und-
ankeppninni í æsispennandi leik á Asóreyjum í gær-
kvöld. Haukar mæta tveimur frönskum liðum og einu
tékknesku í riðlakeppninni. »27
Haukar mæta frönskum og tékk-
neskum liðum í riðlakeppninni
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Allur þótti varinn góður í borgar-
umferðinni í gærmorgun þegar
glerhált skæni lá yfir götum í efri
byggðunum eftir kalda nótt. Öku-
menn vissu hvað klukkan sló, tóku
mið af aðstæðum og fóru sér að
engu óðslega. Allt slapp til og
óhöppin í umferðinni urðu færri en
búast hefði mátt við. „Við erum allt-
af í viðbragðsstöðu og veðurspáin
gefur okkur oft vísbendingu um
hvernig dagarnir verða. Þegar veð-
ur versnar skyndilega fjölgar verk-
efnunum hjá okkur. Slíkt er nánast
lögmál,“ segir Ólafur Gísli Agn-
arsson hjá Árekstur.is.
Bíllinn brotinn og beyglaður
Flestir þekkja að árekstur er allt-
af áfall. Að sjá bílinn sinn brotinn og
beyglaðan tekur á fólk – rétt eins og
að hafa gert mistök sem valdið hafa
öðrum skaða. Lögregla sinnir alla
jafna aðeins umferðaróhöppum þar
sem fólk hefur slasast og þá koma
sjúkraflutningamenn líka á staðinn.
Að öðrum kosti þurfa ökumenn
sjálfir að ganga frá pappírum um
málsatvik til tryggingafélaganna, en
árekstur.is starfar fyrir þau og
gengur frá málum. Allir hafa starfs-
menn fyrirtækisins langa reynslu að
baki, meðal annars sem lögreglu-
þjónar
„Fólk er misjafnlega fært í því að
ganga frá skýrslunum og skila inn
upplýsingum um tjón. Sendir okkur
á netinu allra helstu upplýsingar
sem við nýtum í ítarlegri skýrslu.
Við fáum oft innilegt þakklæti frá
fólki. Mannlegi þátturinn er alltaf
stór í svona verkefnum, sérstaklega
þegar við förum á vettvang,“ segir
Ólafur Gísli. „Skemmdir bílar og
árekstrar eru í sjálfu sér alltaf mjög
svipaðir. Hins vegar á hér alltaf í
hlut fólk sem hefur verið í miklu
andlegu áfalli. Að sýna fólki nær-
gætni í þessum aðstæðum er mjög
mikilvægt. Stundum þarf að hringja
eftir sjúkrabíl þegar slys koma í ljós
eða ástand fólks er óljóst. Þegar svo
er grunur um ölvun eða fíkniefna-
notkun tekur lögregla við málinu.“
Hrina þegar snjór
og hálka er á götum
Aðgæsluleysi er tvímælalaust
helsta orsök óhappa í umferðinni.
„Algengt er að fólk einfaldlega van-
meti aðstæður eða ætli sér um of.
Slíkt á ekki síst við um unga öku-
menn, sautján ára, sem eru ný-
komnir með bílpróf,“ segir Ólafur
Gísli. „Krakkarnir eru kannski á
sínum fyrsta vetri í umferð og
þekkja ekki hvernig aka skal í hálku
eða snjó. Að bil milli bíla sé ekki
nægt er líka oft ástæða árekstra eða
að dekkjamálin séu ekki í lagi. Þá er
alltaf nokkuð um óhöpp þar sem
bílar renna til á nýju flughálu mal-
biki – ellegar renna til í vatnsaga og
rása á slitnum götum. En fyrst
kemur hrinan þegar snjór og hálka
er á götum og þá er algengt að
árekstrar sem við sinnum yfir vik-
una séu um 100 talsins.“
Árekstur er alltaf áfall
- Skænið er hættulegt og óhöpp verða oft - Beyglaðir
bílar og aðstæður eru vanmetnar - Mannlegt er mikilvægt
Morgunblaðið/Unnur Karen
Viðbúinn Algengt er að ungir ökumenn einfaldlega vanmeti aðstæður eða ætli sér um of, segir Ólafur Gísli.