Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 1

Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. O K T Ó B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 233. tölublað . 109. árgangur . SAUMAR LISTA- VERKIN SAMAN SJÁLFUR FULLUR SJÁLFS- TRAUSTS VANDA SPENNT FYRIR STARFI FORMANNS GÍSLI ÞORGEIR 27 TEKIN VIÐ HJÁ KSÍ 6PERRY ROBERTS 28 _ Hættustigi almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði síðdegis í gær vegna hættu á skriðuföllum. Greint var frá því að hreyfingar hefðu mælst á fleka sem liggur milli skriðusársins frá 2020 og Búðarár. Níu hús voru rýmd í bænum í gær og fjöldahjálparstöð opnuð í Herðu- breið. Björn Ingimarsson, sveitar- stjóri Múlaþings, segir að ákveðið hafi verið að rýma frekar fyrr en seinna. Hann segir að fundað verði með íbúum eftir næstu helgi. Björn segir að nú séu töluvert fleiri mæl- ar á hættusvæðinu en áður var og mælingar því nákvæmar. »2 Nákvæmar mæl- ingar á hættusvæði _ Heimafæðingar voru talsvert fleiri á seinasta ári en á árunum þar á undan eða alls 118 samanborið við 75 heimafæðingar á árinu 2019. Eru líkur taldar á að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi þar haft ein- hver áhrif. Fram kemur í Talna- brunni embættis landlæknis þar sem fjallað er um fæðingar og með- göngutengda sjúkdóma, að með- alaldur frumbyrja, þ.e.a.s. kvenna sem eignast sitt fyrsta barn, var 28 ár í fyrra. Meðalaldur frumbyrja á Íslandi hefur hækkað um eitt og hálft ár frá árinu 2011. Konur sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru að jafnaði tveimur árum eldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn heldur en kynsystur þeirra á landsbyggð- inni. Frjósemi kvenna hefur farið minnkandi undanfarna áratugi en frjósemi íslenskra kvenna var 1,71 barn á ævi hverrar konu í fyrra. Tíðari heimafæð- ingar í faraldrinum Morgunblaðið/Ásdís Nýfætt barn Fæðingar í fyrra voru tíð- astar hjá konum á aldrinum 30-34 ára. Haraldur Reynir Jónsson, útgerðar- maður á Las Palmas á Kanaríeyjum, hefur selt úthafstogarann Navigator til rússnesks útgerðarfélags. Þetta staðfestir hann í samtali við Morgun- blaðið en gengið var frá afhendingu skipsins síðdegis í gær. Navigator komst í eigu útgerðar- félags Haraldar árið 2016 en hann hafði frá árinu 2008 gert fleiri en eina tilraun til þess að kaupa skipið af einum umsvifamesta útgerðar- manni Noregs, Kjell Inge Røkke. Síðustu ár hefur togarinn verði gerður út af fyrirtækinu Úthafsskip til veiða í lögsögu Máritaníu, út af austurströnd Afríku. Navigator er stærsta fiskveiðiskip sem verið hefur í íslenskri eigu. Það er risasmíði, 121 metri á lengd og í áhöfn þess eru hátt í 80 manns á hverjum tíma. Haraldur segir óvíst hvað taki við hjá fyrirtæki hans nú en í fyrra seldi það einnig tvo togara til Óman þar sem Haraldur hefur komið að tilraunaveiðum fyrir hönd stjórnvalda þar í landi. Hann segir þó mörg tækifæri við sjóndeildar- hringinn sem komi til greina að nýta. »12 Navigator seldur til Rússa - Stærsta fiskveiðiskip í eigu Íslendings - 121 metri á lengd Ljósmynd/Albert Haraldsson Togari Navigator fer til Rússlands og verður gerður út á Kyrrahafi. Langir kaflar í fjallshlíðum í Út-Kinn í Þingeyjarsveit eru stórt svað eftir mikil skriðuföll um helgina. Úrkoman á svæðinu er talin hafa verið um 230 millimetrar á tveimur sólarhringum. Skriðurnar eru um tuttugu talsins, sumar allt að einn kílómetri á breidd, og ná jafnvel langt niður á láglendi og yfir tún bænda. Fólk á fjölda bæja á þessum slóðum, alls um 50 manns, þurfti að yfirgefa heimili sín í þessum hamförum sem voru utan skil- greindra hættusvæða miðað við viðbragðsáætlanir um náttúruvá. „Auðvitað hafa oft komið hér minniháttar spýjur úr fjallinu og náttúran er lifandi, en núna er þetta allt miklu stærra en hefði verið hægt að ímynda sér. Þetta er eiginlega algjörlega út í hött,“ segir Bragi Kárason á Nípá. Þeir Óli Friðbjörn, bróðir hans, standa þar saman að búi og fóru til mjalta í fjósi gær, að morgni og kvöldi, undir vökulu eftirliti björgunarsveitar- manna sem einir mega fara um Út-Kinn sem lokuð hefur verið síðustu sól- arhringa í varúðarskyni. sbs@mbl.is » 4 Stærð skriðnanna „algjörlega út í hött“ Þungar búsifjar í Út-Kinn í Þingeyjarsveit eftir skriðuföll um helgina sem fylgdu mikilli úrkomu Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bæjarsýn Horft heim að Björgum, sem er yst í Út-Kinn. Skriðurnar ná frá brekkubrún og langt fram á tún, þar sem er vatnselgur því skurðir eru stíflaðir. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Nípárbændur Þetta er eiginlega algjörlega út í hött,“ segir Bragi Kárason bóndi um skriðurnar miklu. Óli Friðbjörn, bróðir hans, til hægri. Andrés Magnússon andres@mbl.is Að sögn stjórnarþingmanna miðar viðræðum formanna stjórnarflokk- anna vel áfram, þó að sömu þingmenn kvarti raunar undan því að formenn- irnir haldi málunum mjög fyrir sig. Verkaskipting mun hafa verið viðruð á þeim fundum, en lítið ljóst um hana annað en hlutverk formannanna. Stungið hefur verið upp á því að flokkarnir skiptist á einhverjum ráðu- neytum, en jafnframt hefur komið til tals að gera breytingar á stjórnar- ráðinu. Þar er helst rætt um stofnun nýs innviðaráðuneytis, en ekki er heldur útilokað að verkefni verði flutt á milli annarra ráðuneyta. Þrátt fyrir að þingmenn bollaleggi um möguleg ráðherraefni munu for- mennirnir ekki vera þangað komnir í viðræðunum. Hins vegar hefur verið nefnt að til greina komi að skipta út ráðherrum á kjörtímabilinu. Sem stendur er helsta verkefnið óútkljáð deiluefni frá fyrra kjörtíma- bili. »2 Stjórnarmyndun miðar vel áfram

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.