Morgunblaðið - 05.10.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 05.10.2021, Síða 4
Hreinsun Mokað af vegi í gærmorgun og leiðin heim á bæina greidd. Sigurður Bogi Sævarsson Hólmfríður María Ragnhildardóttir Athuga átti nú í morgunsárið hvort fólki yrði aftur heimilt að snúa til síns heima á bæjum í Út-Kinn í Suður- Þingeyjarsýslu, en svæðið var rýmt aðfaranótt sunnu- dags vegna fram- hlaups úr fjöllum í úrkomu sem líkja má við skýfall. Alls hafa um tutt- ugu skriður og spýjur fallið úr fjallshlíðinni á þessum slóðum; ein um það bil einn kílómetri á breidd. Víða hafa skriður fallið nokkrar á sama stað, svo að í hlíðum og brekkum er þykkt aurlag sem nær niður á láglendi og yfir vegi og tún. Fjöllin eins og blautur svampur „Rigningin var mikil og fjallshlíð- arnar í Út-Kinn eru vatnsósa, svo að líkja má þeim við blautan svamp. Við förum því að öllu með gát og bíðum eftir upplýsingum vísindamanna sem kanna aðstæður,“ segir Hreiðar Hreiðarsson hjá lögreglunni á Norð- urlandi eystra, varðstjóri á Húsavík, í samtali við Morgunblaðið. Í Út-Kinn þurfti fólk á bæjunum Björgum, Nípá, Geirbjarnarstöðum, Engihlíð og Ófeigsstöðum að fara að heiman í varúðarskyni seint á laug- ardagskvöldið – og um nóttina sem þá fór í hönd. Á sunnudagskvöldið var svo ákveðið rýma bæi sunnar í Kinninni, það er Torfunes, Háls, Kvíaból, Arnþórsgerði, Hnjúk og Hrafnsgerði. Alls um 50 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í þessum aðgerð- um, sem eru fordæmalausar. Vegna þessa er þjóðvegurinn til og frá Húsavík um Kinn lokaður og umferð beint um Fljótsheiði og Aðaldal. Björgunarsveitarmenn frá Húsa- vík og úr Aðaldal aðstoðuðu bændur í Kinn við að komast til gegninga í gær. Torfært er að bæjum. Að Björg- um sem er nyrst og yst í Kinn var að- eins fært um tún og utanvega á bökk- um Skjálfandafljóts, sem þarna fellur fram. Austan fljóts, við bæina Húsabakka og Sand, voru vísinda- menn sem fylgdust með framvindu. Notuðu til þess dróna sem flogið var að fjöllum en þannig má afla mynd- efnis til að meta aðstæður og áhættu. Fólkið er í áfalli „Að skriður féllu á þessum slóðum var ekki í neinum viðbragðsáætlun- um sem fyrir lágu. Þetta kom flestum á óvart og fólk er í áfalli. Allir eru þó þakklátir fyrir þá hjálp sem er veitt og öllum leiðbeiningum og skipunum er tekið vel,“ segir Hreiðar Hreiðars- son. Umfang skemmda í þessum nátt- úruhamförum liggur enn ekki fyrir, en fyrir liggur að girðingar hafa eyði- lagst, tún skemmst og rafmagnslínur og ljósleiðari farið í sundur. Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjar- sveitar, segir nú stórt verkefni bíða sveitarstjórnar og íbúa á svæðinu. „Þarna hafa þó ekki farið skriður á íbúðarhús svo ég viti,“ sagði sveitar- stjórinn í samtali við mbl.is í gær. Hún beið þá beið upplýsinga frá al- mannavörnum svo ákveða mætti framhaldið og aðgerðir. Engar úrkomumælingar eru gerð- ar reglulega við Skjálfanda og í Kinn, en kunnugir geta ráðið í eyðurnar til dæmis með því að skoða veðurspár og -sögur. Einar Sveinbjörnsson veð- urfræðingur sagði í gær á vefsíðu sinni að ætla mætti að ofan við bæina í Útkinn hefði úrkoman frá kl. 06 á föstudag til kl. 06 á sunnudag verið allt að 200-230 millimetrar. Mest hefði hún væntanlega verið við Björg. Líklegast hafi úrkomuþung- inn svo verið enn meiri utar og norð- ar, það er ofan eyðibyggðanna í Nátt- faravíkum. Því sé líklega ekki vanáætlað að í Út-Kinninni hafi úr- koman frá kl. 06 á föstudag til kl. 06 á sunnudag numið allt að 200-230 mm. „Þeir sem horfa út eftir Flateyjar- dal, til dæmis af Víkurskarði, velkj- ast ekki í vafa um hve úrkomusamt er á þessu svæði og mikið snjóar á vetrum í ríkjandi NA-áttinni. Er sem jökul að sjá í Víknafjöllunum langt fram eftir sumri alla jafna,“ segir Einar. Algjörlega út í hött „Hávaðinn sem fylgdi skriðunum var mikill. Engu var líkara en himn- arnir væru að rifna. Ég var úti í fjósi á laugardagskvöldið þegar þetta byrjaði og mér brá talsvert,“ segir Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Út- Kinn. Þar stendur hann að búi með Óla Friðbirni bróður sínum, en þeir nýta einnig Geirbjarnarstaði, en lönd þeirra liggja að Nípá. „Ég gerði mér strax grein fyrir því að skriður væru að falla en gerði mér ekki grein fyrir því þarna í myrkrinu hvert umfangið væri. Héðan frá Nípá út í Björg eru um tveir kílómetrar og á því belti eru skriður alls staðar í fjallinu. Þriðjungur af Bjargafjallinu er kominn á láglendi. Vatn er yfir stórum svæðum hér og skurðirnir eru stíflaðir. Auðvitað hafa oft komið hér minniháttar spýjur úr fjallinu og náttúran er lifandi, en núna er þetta allt miklu stærra en hefði verið hægt að ímynda sér. Þetta er eiginlega al- gjörlega út í hött,“ segir Bragi. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á Björgum í Út-Kinn, segir ekki hægt að meta tjónið þar á bæ. Ásýnd bæjarstæðisins er gjörbreytt; lúp- ínubreiður og skógarbrekkur. Í gær fór Jóna með systur sinni og mági í fylgd með björgunarsveit til bústarfa. Komu frá Húsavík og tók ferðin um hálfa aðra klukkustund, sem er um þrefalt lengri tími en vanalega. „Þetta er náttúrlega mikið bras. Torvelt færi, mikil bleyta og vatn alls staðar. Það hafa fallið aurskriður yfir vegi og svo var líka farið að flæða yfir veginn,“ segir bóndinn á Björgum. Þingmenn fylgjast með Víða er fylgst með framvindu mála í Kinninni, enda er staðan alvarleg. „Ég hef verið í sambandi við al- mannavarnir og heimafólk til að fá upplýsingar. Við þingmenn á svæð- inu stefnum svo á fund með fólki þarna í næstu viku,“ sagði Ingibjörg Ólöf Isaksen, 1. þingmaður Norð- austurkjördæmis. Hávaði mikill og himnar rifnuðu - Náttúruhamfarir á Norðurlandi - Úrkomuþungi í Út-Kinn engu líkur - Aurskriður, spýjur og brekk- urnar eins og blautur svampur - Aurskriður og fjöldi bæja rýmdur - Staðan metin nú í morgunsárið Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Út-Kinn Eftir skriðuföll eru hlíðar stórt svað á löngum köflum og jarðvegur vatnsósa. Tún eru á floti og skurðakerfið ræður ekki við vatnselginn úr fjallinu. BjörgÚt-Kinn Ka ld ak in n Sk já lfa nd afl jó t Laxá Náttfaravík Nípá Aurskriður á Norðurlandi Húsavík 87 85 Jóna Björg Hlöðversdóttir 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021 „Þessar náttúruhamfarir er með því rosalegasta sem ég hef séð,“ segir Birgir Mikaelsson, formaður Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Sveitin var með mann- skap á tveimur bílum á hamfara- svæðinu í gærdag og sá um að flytja bændur í Út-Kinn til gegn- inga. Hjálparsveit skáta í Aðaldal sinnti aðgerðum sunnar í Kinninni, þar sem aðstæður eru öllu skárri. Þegar björgunarlið kom í Út- Kinn í gærmorgun var ekið fram á stóra skriðu á móts við Þórodds- staði, sem lokaði veginum þar. Skriða þessi hafði fallið um nótt- ina. „Við fórum út fyrir veg og í gegnum kvísl frá Skjálfandafljóti sem þarna fellur fram. Annar bíll- inn okkar var kominn í gegn þegar hinn festist í sandbleytu. Því þurfti að ná bílnum upp en svo gátum við farið út að Björgum,“ segir Birgir. Fólk á svæðinu segir Birgir skek- ið og í áfalli eftir þessar hamfarir. Menn deyi þó ekki ráðalausir og bændur í Árteigi – sem eru þekktir hagleiks- og vélamenn – hafi í gær verið að búnir að draga fram vinnuvélar. Hreinsunarstarfið hefj- ist fljótlega og lífið haldi áfram. Bændurnir í Kinninni deyja ekki ráðalausir BJÖRGUNARSVEITIR FERJUÐU FÓLK TIL BÚSTARFA OG GEGNINGA Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Leiðangur Björgunarsveitarbíl ekið yfir kvísl í Kinninni á leiðinni í hjálparstörf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.