Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 6

Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Ungmenni á Íslandi fara mun seinna að sofa en evrópskir jafn- aldrar þeirra þó þau þurfi að vakna á sama tíma í skóla og sofa þar af leiðandi minna. Um 17% nemenda í áttunda til tíunda bekk grunnskóla sofa aðeins um sex stundir eða minna á hverri nóttu samkvæmt nýlegum rannsóknum. Um 43% unglinga á þessum aldri sofa sjö stundir eða minna á nóttu. Þessar upplýsingar koma fram í aðgerðaáætlun sem landlæknisemb- ættið hefur birt í tengslum við vit- undarvakningu um mikilvægi svefns, sem hleypt var af stokk- unum 1. október. Rannsóknir sem gerðar hafa verið af Rannsóknum og greiningu leiða í ljós að þriðj- ungur barna í fimmta til sjöunda bekk grunnskóla hafa átt erfitt með að sofa. Með tölvu eða síma upp í rúm „Samkvæmt gögnum úr Ískrá Heilsugæslunnar sem koma fram í óbirtri ársskýrslu um heilsuvernd skólabarna fyrir árið 2019-2020, sögðust 37% barna í 9. bekk og 12% barna í 7. bekk fara „alltaf“ eða „oft“ með tölvuna eða símann upp í rúm þegar þau fara að sofa á kvöld- in. Þá sögðust 63% barna í 1. og 4. bekk fara að sofa fyrir klukkan níu á kvöldin, 57% barna í 7. bekk fara að sofa fyrir klukkan tíu og 53% barna í 9. bekk fara að sofa fyrir klukkan ellefu, sem ætti að gefa vísbendingar um það hlutfall sem nær ráðlögðum svefntíma miðað við aldur. Í 4., 7. og 9. bekk voru 14% barna sem sögðust vera „alltaf“ eða „oft“ þreytt á daginn,“ segir í að- gerðaáætluninni. Fram kemur að ein líklegasta skýringin á svefnleysi meðal ung- linga sé röng staðarklukka Íslands og að unglingar séu að upplifa klukkuþreytu, þ.e.a.s. misræmi á eigin líkamsklukku og sólargangi. Einnig eigi hlut að máli að mörg ungmenni drekka orkudrykki dag- lega. Greint er frá því að samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr rann- sókn sem gerð var meðal nemenda í Háskólanum í Reykjavík í febrúar sl. töldu einungis um 35% nemenda svefngæði sín vera mikil en alls bárust svör frá um 800 nemendum. Svefnvenjur fullorðinna eru einn- ig kannaðar reglulega. Í aðgerða- áætluninni er bent á að fullorðinn einstaklingur þarf um sjö til níu tíma svefn á nóttu en skv. gögnum landlæknis sefur rétt undir fjórð- ungur fullorðinna sex tíma eða skemur á nóttu. Áætlað er að 40- 70% eldra fólks frá 65 ára aldri glími við langvarandi svefntruflanir. Embætti landlæknis stýrir vit- undarvakningunni um mikilvægi svefns til að stuðla að bættum svefni Íslendinga sem unnin er í samstarfi við Betri svefn, Þróun- armiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Rannsóknir og greiningu, Landspít- ala – háskólasjúkrahús, Svefnsetur Háskólans í Reykjavík, Reykjavík- urborg og Háskólann í Reykjavík. omfr@mbl.is Vansvefta og upplifa klukkuþreytu Svefn nemenda í 8.-10.bekk á Íslandi Þróun svefntíma 2012-2021 Svefntími nemenda í 8.-10. bekk í febrúar 2021 80% 60% 40% 20% 0% 2012 2014 2016 2018 2020 2021 Heimild: Embætti landlæknis <6 6 7 8 9 >9 Klukkustundir svefns á nóttu: Sofa 7-8 klst. á nóttu Sofa 9 klst. eða lengur Sofa 6 klst. eða skemur 5% 61% 26% 13% 62% 21% 17% 6% 16% 11% 35% 27% - Aðgerðaáætlun og vitundarvakning um mikilvægi svefns - 17% nemenda í 8.-10. bekk sofa í sex stundir eða minna - 35% nemenda í HR telja svefngæði sín mikil - Eldra fólk glímir við svefntruflanir Svefninn í brennidepli » Sjónum verður beint að svefni og andlegri líðan ung- menna á forvarnardeginum á morgun í grunn- og framhalds- skólum. » Rúmur helmingur ung- menna í 10. bekk grunnskóla fær ekki nægan nætursvefn. » Í aðgerðaáætlun sem sett hefur verið í gang til að stuðla að bættum svefni eru m.a. mælingar, málþing og aukin fræðsla sem á að ná til fólks á öllum æviskeiðum. Líflegt hefur verið á síldarmið- unum fyrir austan land undan- farið, m.a. í Héraðsflóa í síðustu viku, þar sem þessi mynd var tek- in. Vel hefur aflast og stutt verið fyrir flest skipanna að sigla með afla til löndunar. Samkeppni er um silfur hafsins og fleiri sem hafa áhuga á síldinni en sjómenn- irnir. Flokkur háhyrninga fylgist gjarnan með í skipulegri röð og gerir sér mat úr því sem til fellur þegar dælt er úr flottrollinu. Þekkt er að háhyrningar halda sig í fjölskylduhópum og vinna ein- staklingarnir saman við fæðuöfl- un. Þeir eru algengir við landið, ekki síst þar sem síldar er von. Talið er að fullvaxinn háhyrnings- tarfur hér við land geti vegið 7-8 tonn og þurfi um 150 kíló af fiski eða kjöti á dag. aij@mbl.is Áhuga- samir um silfur hafsins Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Háhyrningar í fjölskylduhópum fylgjast með síldveiðum í Héraðsflóa og víðar Vanda Sigurgeirsdóttir tók við for- mannsembætti Knattspyrnu- sambands Íslands eftir að ný bráða- birgðastjórn var kjörin á aukaþingi sambandsins um helgina. Fyrsti starfsdagur Vöndu var svo í gær og virtist hún vera að koma sér vel fyrir er ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. „Fyrsti dagurinn gekk bara mjög vel, ég var á nokkrum fundum, að hitta starfsfólkið og svona koma mér inn í kerfið, allt þetta praktíska,“ sagði Vanda. Hún sagði að dagurinn hefði aðallega far- ið í það að koma sér fyrir og fara yfir hvaða verkefni bíða hennar. „Ég er mjög spennt og ég held að þetta verði mjög skemmtilegt en að sama skapi krefjandi og það er bara eitt- hvað sem ég held að eigi vel við mig.“ Vanda segir að til standi að halda fyrsta stjórnarfundinn á fimmtudag. „Ég er líka spennt að hitta nýja stjórn og byrja að vinna með þeim og kynnast þeim.“ rebekka@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Formaður Fyrsti dagur í starfi sem nýr formaður KSÍ var í gær og Vanda Sigurgeirsdóttir er að koma sér fyrir á skrifstofunni í Laugardalnum. Skemmtilegt en krefjandi - Fyrsti dagur Vöndu sem for- maður KSÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.