Morgunblaðið - 05.10.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
HÁTT
HITAÞOL
Síðastliðinn sunnudag, 3. október,
voru 45 ár liðin síðan sex prestar
voru vígðir saman í Dómkirkjunni
af Sigurbirni Einarsyni, þáverandi
biskupi Íslands. Var þetta fjölmenn-
asta vígsla í biskupstíð Sigurbjörns
og ein sú fjölmennasta sem fram
hefur farið hér á landi.
Fjórir prestar af þessum sex eru
á lífi, en formlega hættir prests-
skap, þeir Gunnþór Þ. Ingason,
Vigfús Ingvar Ingvarsson, Vigfús
Þór Árnason og Hjálmar Jónsson.
Pétur Þórarinsson í Laufási og Sig-
hvatur Birgir Emilsson eru látnir.
Fjórmenningarnar þjónuðu við
messu í Dómkirkjunni sl. sunnudag
af þessu tilefni, auk Sveins Val-
geirssonar, sóknarprests við Dóm-
kirkjuna.
Ljósmynd/Sigríður Hjálmarsdóttir
2021 Fyrir utan Dómkirkjuna sl. sunnudag, f.v. Gunnþór Þ. Ingason, Vigfús Ingvar Ingvarsson, Vigfús Þór Árna-
son og Hjálmar Jónsson. Tveir úr hópnum eru látnir, þeir Pétur Þórarinsson og Sighvatur Birgir Emilsson.
Þjónuðu á vígsluafmæli
- Fjórir á lífi af sex sem vígðust saman 3. október 1976
1976 Nývígðir í Dómkirkjunni 3. október, f.v. Vigfús Ingvar Ingvarsson,
Gunnþór Þ. Ingason, Hjálmar Jónsson, Vigfús Þór Árnason, Pétur Þórar-
insson og Sighvatur Birgir Emilsson. Sigurbjörn Einarsson biskup vígði þá.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Í sumar hófst samstarfsverkefni Ís-
lendinga og Skota, sem felst m.a. í
að kortleggja upp á nýtt vetrarút-
breiðslu íslenskra grágæsa á Bret-
landseyjum með hjálp staðsetninga-
búnaðar sem gæsirnar bera. Skoska
umhverfisstofnunin NatureScot
lagði til 33 senditæki sem fulltrúar
Náttúrustofu Austurlands, Náttúru-
stofu Norðausturlands, Náttúru-
fræðistofnunar Íslands og Verk-
fræðistofunnar Verkís hafa unnið
saman að því að merkja gæsir með.
Í sumar voru 23 fullorðnar grá-
gæsir í sárum veiddar í netgildrur
eða hlaupnar uppi og háfaðar víða
um land. Síðustu daga hefur verið
reynt að fanga gæsir í skotnet á
Suðurlandi til að koma út síðustu 10
senditækjunum, en án árangurs að
sögn Guðmundar A. Guðmundsson-
ar, dýravistfræðings hjá Náttúru-
fræðistofnun. Stefnt er að því að
ljúka merkingum í október.
Hrun, skekkja eða breytingar?
Seinustu fjögur ár hafa talningar
á grágæs á Bretlandseyjum bent til
hruns í grágæsastofninum, að sögn
Guðmundar. Fjöldi þeirra hér á
landi var lengi talinn 100-110 þús-
und fuglar að loknu gæsaveiðitíma-
bilinu á haustin, en er nú metinn
vera um 60 þúsund fuglar. Guð-
mundur segir hugsanlegt að um
skekkju sé að ræða og að út-
breiðslusvæðið hafi breyst á síðustu
árum og dreifing gæsarinnar sé
meiri en áður var.
Hann nefnir í því sambandi að
sjónir manna beinist meðal annars
að Orkneyjum. Þar hafi grágæsin
stoppað mikið á síðustu árum og
hafi nýtt sér aukna uppskeru og ak-
uryrkju. Þar sé stofn staðfugla sem
erfitt sé að aðgreina frá gæsunum
sem dvelja á Íslandi sumarlangt.
Grágæsastofninn hefur verið
vaktaður á Bretlandseyjum síðan
um 1960 með árlegum talningum í
nóvember. Gæsunum fjölgaði hratt
fram undir 1990, fækkaði þá nokk-
uð, en fjölgaði síðan í fyrra horf.
Stofnstærð hafði lítið breyst frá
2000 og var lengi um 100 þúsund
fuglar fram til 2016 og náði hámarki
2011 er taldir voru 112 þúsund fugl-
ar. 2018 voru gæsirnar taldar vera
um 56 þúsund sem er það minnsta
frá 1976, 2019 bentu talningar til að
í stofninum væru um 73 þúsund
fuglar og í fyrra var metið að fugl-
arnir væru aðeins 60.061 fugl.
Við upphaf grágæsaveiðitíma-
bilsins í ágústmánuði hvatti Um-
hverfisstofnun til þess að veiðimenn
gættu hófs við veiðar í ljósi fækk-
unar síðustu ár.
Hrun í stofni
grágæsar eða
breytt dreifing?
- Reynt að kortleggja vetrarútbreiðslu
grágæsa upp á nýtt - Horft til Orkneyja
Ljósmynd/Guðmundur A. Guðmundsson
Merkingar Arnór Þ. Sigfússon,
dýravistfræðingur hjá Verkís, með
merkta gæs á Breiðafirði í sumar.
Í alþingiskosningunum í september
stóð hverjum og einasta kjósanda í
Reykjavíkurkjördæmunum til boða
að fá sinn eigin blýant. Fjöldi blýant-
anna hlýtur því að nema um 91 þús-
und þar sem á kjörskrá í Reykjavík-
urkjördæmunum eru samtals um 91
þúsund manns.
Helga Björk Laxdal, skrifstofu-
stjóri borgarstjórnar, segir kostnað-
inn við innkaupin hafa numið um
einni milljón. Blýantar þessir voru
keyptir fyrir forsetakosningarnar í
fyrra og nýttust síðan aftur í ár.
„Fyrir síðustu forsetakosningar
þegar við vorum með strangari Co-
vid-aðgerðir þá var þetta eitt af því
sem við gerðum. Allir gátu fengið
nýjan blýant en svo gátu kjósendur
líka nota blýantana sem voru inni í
kjörklefunum sem voru sótthreins-
aðir reglulega yfir daginn.“
Nú er Reykjavíkurborg vel sett
hvað varðar skriffæri. „Kosningala-
ger Reykjavíkurborgar hefur þá til
umráða svo nú eigum við ábyggilega
blýanta fyrir næstu hundrað kosn-
ingar.“
Helga segir aukinn kostnað hafa
bæði fylgt alþingiskosningunum í ár
og í forsetakosningunum í fyrra
vegna sóttvarnaráðstafana en hver
yfirkjörstjórn hafi samið sérstaka
sóttvarnaáætlun í samræmi við for-
skrift frá dómsmálaráðuneytinu og
gildandi sóttvarnareglur.
91 þúsund blýantar
til reiðu í Reykjavík
- Kostaði borgina um eina milljón
Morgunblaðið/Eggert
Kjörstaður Keyptur var blýantur fyrir hvern kjósanda í Reykjavík.