Morgunblaðið - 05.10.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 05.10.2021, Síða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir „Ég bauð í skipið fyrst árið 2008 en það var ekki fyrr en átta árum síðar sem við Røkke náðum saman og hann seldi.“ Verkefnalaust frá 2007 Vísar Haraldur þar til norska út- gerðarkóngsins Kjell Inge Rökke sem lét smíða skipið árið 1996. Hafði skipið legið bundið við bryggju í skipasmíðastöð í Króatíu og verkefnalaust, allt frá árinu 2007. Hann segir að JSC Akros sé fyrirtæki sem staðsett sé á Kams- jatka-skaga í austurhluta Rúss- lands og að sennilega fari skipið til veiða á Kyrrahafi í kjölfar breyt- inga. Stórt á alla mælikvarða „Við gerðum talsverðar breytingar á skipinu á sínum tíma. Bjuggum það til uppsjávarveiða, settum upp vinnslulínur og frystibúnað fyrir upp- sjávarskip og endurnýjuðum raf- eindabúnað í brúnni. Mér skilst á kaupendunum að þeir muni auka við vinnslugetu skipsins enn frekar og bæta fiskimjölsverksmiðju við skip- ið.“ Það er engin smásmíði. Stærsta fiskiskip sem nokkru sinni hefur verið í eigu íslensks aðila. Vinnslugeta þess er 220 tonn af frystum afurðum á sól- arhring. Lengd þess er 121 metri en til samanburðar er lengsta skip Brims, Víkingur AK 100, 81 metri á lengd. Þá er Beitir NK 122, sem er í eigu Síldarvinnslunnar, 89 m á lengd. Navigator er 18,5 metrar á breidd og 8.913 brúttórúmlestir. 70-80 í áhöfn á hverjum tíma „Í áhöfn hafa verið á bilinu 70-80 manns á hverjum tíma og við höfum gert það út með tveimur áhöfnum,“ segir Haraldur. Skipstjórar á skipinu hafa verið þeir Páll Kristjánsson og Albert Haraldsson en sá síðarnefndi hélt í gær upp á afmæli sitt, sama dag og skipið færðist í eigu JSC Akros. Kaupverðið er trúnaðarmál að sögn Haraldar en hann viðurkennir þó að hann sé mjög sáttur við við- skiptin. Ekki hafi í raun staðið til að selja skipið heldur hafi ætlunin verið að gera það áfram út. Hann segir óljóst hvað taki við. Spurður út í hvort langri útgerðarsögu sé nú lokið, vill Haraldur ekki kveða upp úr um það. „Það eru mörg tækifæri og ýmsir möguleikar sem vert er að skoða en það er ekkert ákveðið enn þá,“ segir hann. Stærsta skipið selt til Rússlands - Span Ice selur risatogarann Navigator til rússnesks útgerðarfélags - Stærsta fiskveiðiskip sem ver- ið hefur í eigu Íslendings - Eigandinn keypti skipið af Rökke árið 2016 en bauð fyrst í það árið 2008 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrirtækið Span Ice hefur selt rúss- neska útgerðarfyrirtækinu JSC Ak- ros risatogarann Navigator. Harald- ur Reynir Jónsson er eigandi Span Ice en systurfyrirtæki þess, Úthafs- skip, hefur annast útgerð Navigator við strendur Máritaníu frá árinu 2017. Skipið keypti Span Ice árið 2016 og réðst í kjölfarið í talsverðar end- urbætur á því. Morgunblaðið náði tali af Har- aldi í gær, skömmu eftir að afhending skips- ins fór fram á Las Palmas á Kanarí- eyjum, þaðan sem skipið hefur verið gert út. „Þetta eru mik- il tíðindi fyrir okk- ur en með þessu fer síðasti togarinn úr eigu okkar. Í fyrra seldum við skipin Viktoríu og Gloríu til Óman,“ segir Haraldur. Hann segir að tals- verður aðdragandi hafi verið að söl- unni. Þannig hafi kaupendurnir nálg- ast hann á síðasta ári og fyrir um mánuði hafi kaupsamningur verið undirritaður. Það er þó ekki langur tími, saman- borið við það hversu langur tími leið frá því að Haraldur fékk þá hugdettu að kaupa Navigator og þar til skipið komst í hans eigu. Ljósmynd/Albert Haraldsson Navigator er engin smásmíði Hann er 121 m á lengd og hefur frá 2017 verið á veiðum úti fyrir ströndum Máritaníu. Haraldur Reynir Jónsson Navigator » Skipið var smíðað fyrir Kjell Inge Rökke árið 1996. » Komst í eigu Span Ice árið 2016 og ráðist var í miklar end- urbætur á því. » Skipið er 121 metri á lengd, breidd þess er 18,6 metrar. » Það er 8.913 brúttórúmlest- ir á stærð. » Vinnslugetan er 220 tonn af frystum afurðum. Í áhöfn eru 70-80 manns á hverjum tíma. » Skipstjórar hafa verið Ís- lendingarnir Páll Kristjánsson og Albert Haraldsson. samkvæmt tölum fyrir ágústmánuð. Gerir Landsbankinn því skóna að minni spurn eftir leiguhúsnæði hafi talsvert að segja með þessa þróun á markaðnum. Heimsfaraldur kórónuveiru hafi dregið úr henni vegna minni fólksflutninga til landsins og að þá hafi fleiri getað fjárfest í húsnæði vegna lækkandi vaxtastigs. Bendir bankinn einnig á að það sé ekki aðeins eftirspurnin sem hafi minnkað heldur séu líkur til að framboð á leiguhúsnæði hafi aukist vegna minni umsvifa í tengslum við útleigu húsnæðis til ferðamanna. Airbnb-íbúðir kunni að hafa ratað í almenna leigu og þá hafi stjórnvöld beitt sér fyrir óhagnaðardrifinni uppbyggingu leigufélaga. Samkvæmt samantekt Lands- bankans koma verðbreytingar á leigumarkaði fyrst og fremst fram í nýjum samningum sem gerðir eru en að eldri samningar sem endur- nýjaðir eru virðist halda gildi sínu. Síðustu tólf mánuði hefur raun- hækkun leiguverðs aðeins numið 0,2%. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er bent á að leiguverð á íbúðarhúsnæði hafi hækkað um 3,5% síðasta árið en að verðlag hafi yfir sama tímabil hækkað um 3,3%. Á sama tíma og leiguverðið stendur í stað hafa miklar hækk- anir orðið á fasteignamarkaði. Þannig mælist 12 mánaða raun- hækkun íbúðaverðs í fjölbýli 11,3% Leigan heldur ekki í við markaðinn - Fleiri geta keypt og tappar það um leið af eftirspurn eftir leiguhúsnæði Morgunblaðið/sisi Leigufélög Óhagnaðardrifin upp- bygging eykur framboðið. 5. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.05 Sterlingspund 174.78 Kanadadalur 101.85 Dönsk króna 20.129 Norsk króna 14.94 Sænsk króna 14.744 Svissn. franki 138.73 Japanskt jen 1.1609 SDR 182.27 Evra 149.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.2288 Fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs voru nýorkubílar svokallaðir, þ.e. hreinir rafbílar, tvinnbílar (e. hy- brid) og tengiltvinnbílar (e. plug-in hybrid) í fyrstu þremur sætunum yf- ir mest seldu bíla á landinu, á undan bílum knúnum með jarðefnaelds- neyti, þ.e. bensíni og dísli. Þetta má sjá í tölum frá Bílgreina- sambandinu. Þannig voru hreinir rafbílar 24,3% af seldum bílum á tímabilinu, eða samtals 2.376 talsins, tengiltvinn- bílar voru 23,8%, eða 2.334 og tvinn- bílar voru 20,2% allra seldra bíla, eða 1.976 talsins. Bílar sem nota bensín voru 18,9% og dísilbílar 12,8%. Til saman- burðar voru raf- bílar mest seldu bílar á síðasta ári, eða 25,3% allra seldra bíla, eða 2.356, bensínbílar voru í öðru sæti með 23%, eða 2.140, tengil- tvinnbílar voru 19,9% allra seldra bíla, eða 1.859 og dísilbílar 18,8% eða 1.753. Seldir tvinnbílar á síðasta ári voru 1.175 eða 12,6% af heildarfjöld- anum. Bensín og dísill gefur eftir Til gamans má geta þess að hlut- deild bensín- og dísilbíla hefur farið hratt lækkandi á síðustu árum. Árið 2016 voru bensínbílar til dæmis 45,5% allra seldra bíla og 44,3% allra seldra bíla voru knúin með dísilolíu. Það ár var hlutfall hreinna rafbíla aðeins 1,2%, tengiltvinnbílar voru 3,3% af heildinni og hlutur tvinnbíla var 3,8%. Þegar gögn Bílgreinasambands- ins eru skoðuð eftir bíltegundum er Kia söluhæsta tegundin á fyrstu níu mánuðum ársins á undan Toyota sem er næstmest selda bíltegundin. Nýorkubílar í fyrstu þremur sætunum Orka Bensín og dísill er á útleið. - Bensín og dísill gefur eftir - Rafbílar 1,2% árið 2016

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.