Morgunblaðið - 05.10.2021, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021
Fjallganga Útivist er allra meina bót og fínt er að fá súrefni í lungu og liðka limi. Margir ganga á Úlfarsfell, þar sem sést vel yfir Mosfellsbæ af útsýnispalli sem þar var settur upp á dögunum.
Sigurður Bogi
Nú er rétt ár liðið
frá því sveitarfélagið
Múlaþing varð til eftir
að íbúar á Borgarfirði
eystra, Djúpavogs-
hreppi, Fljótsdalshér-
aði og Seyðisfirði sam-
þykktu sameiningu í
kosningum 25. sept-
ember á síðasta ári.
Þetta fyrsta ár nýs
sveitarfélags hefur á
margan hátt verið
mjög sérstakt, sumt hefur reynst
fyrirsjáanlegt, annað ekki. Það
blasti til dæmis við að kjörnir
fulltrúar, starfsfólk sveitarfélagsins
og íbúar myndu þurfa tíma til að
aðlagast nýju stjórnskipulagi þar
sem heimastjórnir voru kynntar til
sögunnar. Einnig þeirrar áherslu
sem lögð hefur verið á fjarfundi
þegar því verður við
komið til að tryggja
jafna möguleika til
þátttöku í sveit-
arstjórnarmálum í víð-
feðmu sveitarfélagi
óháð búsetu. Fyrir
íbúa minni byggða-
kjarnanna voru það
líka viðbrigði að hafa
ekki lengur sveitar-
eða bæjarstjórann í
kallfæri og áfram
mætti telja.
Það sem ekki varð
séð fyrir hins vegar
var að þetta fyrsta ár myndi líða í
skugga heimsfaraldurs með tilheyr-
andi álagi á innviði og að í aðdrag-
anda jóla þyrfti að rýma Seyð-
isfjörð í kjölfar náttúruhamfara.
Atburðarásin sem fylgdi í kjölfar
skriðufallanna á Seyðisfirði ein-
kenndist af samstöðu og samhjálp.
Allir í Múlaþingi lögðust á eitt við
að aðstoða þá sem áttu um sárt að
binda og þegar litið er til baka er
ljóst að á þessum tíma vorum við öll
Seyðfirðingar. Það var líka mik-
ilvægt að finna þann stuðning sem
sveitarfélagið fékk frá ríkinu og í
samstarfi við starfshóp ráðuneyta
um uppbyggingu á Seyðisfirði hefur
margt áunnist þótt enn séu verk-
efnin næg.
Þrátt fyrir og kannski að hluta til
vegna þessa hefur þetta fyrsta ár í
Múlaþingi gengið vel og það er líf
og kraftur í nýju sveitarfélagi. At-
vinnuástand er gott. Á Djúpavogi
standa yfir framkvæmdir við höfn-
ina þar sem verið er að endurnýja
og lengja viðlegukant. Samhliða er í
byggingu 2.800 ferm. umbúðaverk-
smiðja sem ætlunin er að taka í
notkun fyrri hluta næsta árs. Einn-
ig er í byggingu fimm íbúða raðhús
auk þess sem nokkrir einstaklingar
eru að hugsa sér til hreyfings varð-
andi byggingu einbýlishúsa. Á Eg-
ilsstöðum er uppbygging. Nýr leik-
skóli, sem tekinn verður í notkun á
næsta ári er í byggingu og nýtt
deiliskipulag fyrir miðbæinn hefur
tekið gildi auk þess sem metn-
aðarfullar hugmyndir eru uppi um
skipulagningu nýs íþróttasvæðis. Á
Seyðisfirði hefur verið lyft grett-
istaki í kjölfar skriðufallanna í vet-
ur, s.s. í gatnagerð, malbikun og við
gerð varnargarða og verða verktak-
ar og aðrir sem að því komu ekki
dásamaðir nóg. Unnið er að því að
tryggja örugga landtengingu fyrir
ferjuna, flutning húsa og stefnt er
að gerð landfyllingar fyrir botni
fjarðarins. Mikil uppbygging hefur
átt sér stað á Borgarfirði, hvort
tveggja í íbúðarhúsnæði og í
tengslum við ferðaþjónustu og nú
er meira að segja hægt að fara í
ríkið og kaupa borgfirskan landa!
Samstarf í sveitarstjórn undir
forystu Sjálfstæðisflokksins hefur
gengið vel og fyrir það ber að
þakka. Hinu má ekki gleyma að
þótt svo margt hafi áunnist og
gengið vel á þessu fyrsta ári bíða
fjölmörg verkefni, s.s. á sviði at-
vinnu-, samgöngu-, mennta- og um-
hverfismála. Íbúar Múlaþings hafa
hins vegar fulla ástæðu til bjartsýni
og geta litið um öxl stoltir yfir því
sem áunnist hefur á þessu fyrsta
ári í lífi nýs sveitarfélags. Við gerð-
um þetta öll saman.
Eftir Gauta
Jóhannesson » Íbúar Múlaþings
geta litið um öxl
stoltir yfir því sem
áunnist hefur á þessu
fyrsta ári í lífi nýs sveit-
arfélags.
Gauti Jóhannesson
Höfundur er forseti
sveitarstjórnar Múlaþings.
gauti.johannesson@mulathing.is
Nú árið er liðið
Það að stuðla að
minni losun kolefna út í
andrúmsloftið var ein
stærsta skrautfjöður
Borgarlínu á sínum
tíma. Þessi fjöður
byggðist frá upphafi á
áformum um að nota
hreinorkuvagna í
Borgarlínu og er þann-
ig í reynd lánsfjöður
frá strætó sem Borg-
arlína á að leysa af, en
stefna Strætó bs. er að nýta hrei-
norkuvagna í framtíðinni. Það að
skreyta þungu Borgarlínuna þessari
fjöður er að auki fölsun, því hún mun
valda miklum töfum á annarri bíla-
umferð og þær tafir valda mikilli
aukningu á loftmengun.
Þessi mengandi áhrif þungu Borg-
arlínunnar sjást best ef litið er á
þversnið Suðulandsbrautar eins og
það er teiknað í frumdragaskýrslu 1.
lotu Borgarlínu frá jan. 2021. Þar
sést að sérakreinar Borgarlínu eru
settar í miðju vegar og ein akrein
fyrir aðra bílaumferð verður sín
hvorum megin. Með þessu verða
teknar tvær akreinar af almennri
bílaumferð og hægt á hraða að auki,
því hámarkshraði verður settur 30
km/klst., sem liggur
neðan hins græna
hraðasviðs (40 til 80
km/klst.) þar sem bílar
nútímans nota minnst
eldsneyti á ekinn km.
Flutningsgeta Suður-
landsbrautar er þannig
minnkuð verulega og
mun umferðin þá tefj-
ast og leita að hluta á
götur til hliðar þannig
að leiðin lengist og
verður seinfarin. Þann-
ig mun öll almenn bíla-
umferð um Suðurlandsbraut og þar í
kring tefjast og mengandi útblástur
bílanna aukast verulega. Að auki
mun vinstri beygja verða bönnuð
víða, sem lengir leið margra sem
þarna fara og eykur enn útblástur
mengandi lofttegunda.
Til samanburðar þá yrðu sér-
akreinar léttu Borgarlínunnar settar
sín hvorum megin fjögurra akreina
fyrir almenna umferð Suðurlands-
brautar og hámarkshraði þar settur
inni á hinu græna hraðasviði. Létta
Borgarlínan mun því ekki valda auk-
inni mengun eins og sú þunga gerir.
Þeirra tafa sem þunga Borgar-
línan veldur annarri umferð er
hvergi getið í birtum skýrslum um
Borgarlínu og sennilega hafa þær
ekki einu sinni verið reiknaðar. Í
skjóli þess hafa fylgjendur hennar
getað haldið því fram að hreinorku-
vagnar hennar myndu spara meng-
andi útblástur en þau vagnaskipti
eru alveg óháð Borgarlínu, strætó
mun taka upp hreinorkuvagna hvort
eða er, þannig að hér er um óverð-
skuldaða lánsfjöður að ræða. Orku-
skipti í almenningssamgöngum eru
verkefni innan orkuskiptastefnu rík-
isstjórnarinnar og Borgarlínu óvið-
komandi.
Í aðdraganda nýliðinna kosninga
kom ítrekað fram vilji, þvert á
flokka, að taka nú til hendi í lofts-
lagsmálum með alvöru aðgerðum.
Eins og að framan segir er þunga
Borgarlínan neikvætt innlegg í lofts-
lagsmálin og nauðsynlegt að snúa
sér að þeirri léttu til að seinka ekki
árangri í samdrætti á losun kolefna í
landinu. Þó kolefnalosun vegna um-
ferðartafa hafi ekki verið reiknuð út
er ljóst að þar er um að ræða marga
tugi þúsunda tonna kolefnisígilda og
áhrif þungu Borgarlínunnar verða til
að auka það umtalsvert.
Með því að fara leið léttu Borg-
arlínunnar sparast miklir fjármunir
til fjárfestinga sem nota má til kaupa
á hreinorkuvögnum en einnig til
fjölgunar biðskýla fyrir strætó, t.d.
skjólgóðra skýla með upplýsinga-
töflum sem auðvelda notkun strætó
á höfuðborgarsvæðinu. Á þann hátt
má fjölga notendum strætó til við-
bótar þeirri fjölgun sem fæst með
aukinni tíðni ferða. Mikilvægt er að
hratt vaxandi fjöldi erlendra ferða-
manna verði hvattur til að fara út-
sýnisferðir með strætó í stað þess að
keyra um höfuðborgarsvæðið á bíla-
leigubíl og auka þannig hið meng-
andi öngþveiti sem oft er í umferð-
inni.
Stefna um skipulag höfuðborg-
arsvæðisins var samþykkt 2015 og
átti Borgarlína að leika stórt hlut-
verk við þá umbreytingu þéttbýlis-
ins sem þá var samþykkt. Undirbún-
ingur þeirrar stefnumörkunar var
m.a. sviðsmyndagreining þar sem
borinn var saman kostnaður vegna
léttlestar og „BRT-Gold“-kerfis,
sem er þung Borgarlína. Ódýrari
möguleikar til að fullnægja þörfum
fyrir almenningssamgöngur á svæð-
inu hafa, að því er fram hefur komið,
ekki verið kannaðir enn. Inn í grein-
inguna voru sett hástemmd mark-
mið um breyttar ferðavenjur íbúa,
sem síðan hafa sýnt sig að vera
óraunhæf. Ábati fékkst einungis í
þessari greiningu með því að reikna
með að umferðartafir myndu
minnka vegna hinna breyttu ferða-
venja og bílum landsmanna mundi
fækka samsvarandi aukinni notkun
almenningssamgangna, sem er afar
vafsöm forsenda svo ekki sé meira
sagt. Þessi greining var því óraun-
hæf og rétt niðurstaða úr henni hefði
átt að vera sú að gera ekki neitt.
Árangur þessa stórgallaða und-
irbúnings er sá að í stað þess að hefj-
ast handa við að bæta biðstöðvar,
skipta yfir í hreinorkuvagna og flýta
för vagnanna þar sem þarf er nú
áhersla lögð á rándýrar fjárfestingar
í miðjusettum sérakreinum sem eng-
in þörf verður fyrir næstu áratugi og
auka vanda í loftslagsmálum. Af
þessari leið ber að snúa og byggja
þess í stað létta Borgarlínu með sér-
akreinar til hægri eftir þörfum.
Eftir Elías Elíasson » Þeirra tafa sem
þunga Borgarlínan
veldur annarri umferð
er hvergi getið í birtum
skýrslum um Borgar-
línu og sennilega hafa
þær ekki einu sinni ver-
ið reiknaðar.
Elías Elíasson
Höfundur er verkfræðingur.
eliasbe@simnet.is
Borgarlínan og loftslagsmál