Morgunblaðið - 05.10.2021, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021
✝
Ruth Bredahl
Sörensen fædd-
ist 4. febrúar 1941 í
Danmörku. Hún
lést á lyflækn-
ingadeild Sjúkra-
hússins á Akureyri
20. september
2021. Foreldrar
hennar voru Jens
Peter Pedersen
bóndi, f. 1914, d.
2001, og Marie Bre-
dahl Pedersen, f. 1916, d. 1977
systkini Ruthar eru: Tove Bre-
dahl, f. 1943, Mogens Bredahl, f.
1945, Grethe Bredahl, f. 1949, d.
2019, Erik Bredahl, f. 1947,
Kirsten Bredahl, f. 1951, Kristi-
an Bredahl, f. 1954, og Ulla Bre-
dahl, f. 1960.
3) Elva Bredahl, f. 1964,
maki Hörður Lilliendahl, f.
1963, þeirra börn eru Davíð, f.
1994, d. 1994, Bjarki, f. 1995,
og Egill, f. 1997.
4) Brynjar Bredahl, f. 1974,
maki Rán Lárusdóttir, f. 1977,
þeirra börn eru Karen Rut, f.
2002, og Ester Katrín, f. 2008.
Ruth fæddist í Danmörku en
fluttist til Akureyrar 1958.
Ætlaði upphaflega aðeins að
vera í nokkra mánuði við vinnu
en ílengdist og settist að á Ís-
landi. Ruth bjó fyrst í Skjald-
arvík og starfaði þar sem
starfsstúlka en síðar flutti hún
inn á Akureyri og vann m.a.
hjá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga, Sambandsverksmiðjun-
um og Heilsuræktinni. Síðustu
áratugina starfaði hún sem
matráðskona á Heilsugæslu-
stöðinni á Akureyri eða til árs-
ins 2008.
Útför Ruthar fer fram frá
Glerárkirkju í dag, 5. október
2021, kukkan 13.
Ruth giftist
Brynjari (Benny)
Sörensen 29. októ-
ber 1960. Brynjar
fæddist í Dan-
mörku 1. maí 1938.
Hann lést 1. janúar
1989. Síðar eign-
aðist Ruth góðan
og traustan vin, Eið
Eiðsson, f. 1935
sem fylgdi henni til
æviloka.
Börn Ruthar og Brynjars eru:
1) Dan Jens, f. 1960, maki
Björk Guðmundsdóttir, f. 1961,
þeirra börn eru Ágúst Freyr, f.
1988, Hákon Valur, f. 1993, og
Arnar Birkir, f. 1997.
2) Esther María, f. 1963, d.
1963.
Í dag kveðjum við elsku
tengdamömmu, Ruth Bredahl
Sörensen. Þó svo maður hafi vitað
í hvað stefndi er maður aldrei
tilbúinn að kveðja þegar kallið
kemur. Tengdamamma var ynd-
isleg kona. Hún flutti 17 ára hing-
að til lands frá Danmörku og ætl-
aði bara að dvelja í nokkra
mánuði. Hér hitti hún drauma-
prinsinn Benna, líka frá Dan-
mörku, og stuttu seinna var minn
maður Dan kominn í heiminn. Þau
voru dugnaðarforkar bæði tvö og
komu sér vel fyrir hér á landi og
ólu hér upp börnin sín þrjú, Dan,
Elvu og Brynjar. Því miður voru
mínar stundir með Benna allt of
fáar, en hann lést eftir skammvinn
veikindi, aðeins 50 ára gamall. Ég
man þann dag eins og gerst hefði í
gær, en þá stóð Ruth eins og klett-
ur og studdi okkur hin.
Ruth var dásamleg amma.
Barnabörnin voru henni mikils
virði og hún fylgdist vel með hvað
þau voru að bardúsa. Hún elskaði
t.d. að fá að fylgjast með börnun-
um á Snapchat og kvartaði ef þau
voru ekki nógu dugleg að setja
myndir eða myndbönd þar inn.
Þessi virðing og ást var gagn-
kvæm og þótti barnabörnunum
voða gott að koma til ömmu og
ekki spillti fyrir ef ömmukæfa var
á boðstólnum, en Ruth gerði
heimsins bestu lifrarkæfu. Þegar
strákarnir okkar Dans voru litlir
var ekki slæmt að geta leitað til
ömmu með pössun hvort sem það
var að fara til hennar eða hún kom
til okkar og ekki stóð á því ef
möguleikinn var fyrir hendi.
Nokkru eftir fráfall Benna kynnt-
ist Ruth Eiði og er hann fjölskyld-
unni afar kær. Ruth og Eiður
nutu þess að vera saman, fóru ófá-
ar ferðir t.d. til Danmerkur og
þegar við Dan dvöldum í Edin-
borg komu þau og dvöldu með
okkur í nokkra daga þar. Þetta
síðasta ár hafði Ruth heilsu sinnar
vegna ekki tök á að fara í lang-
ferðir, en kvöldrúnturinn hjá
Ruth og Eiði var eitthvað sem
helst mátti ekki klikka og fram
hjá Þrumutúninu var yfirleitt
keyrt um kl. 22.
Já, það er alltaf sárt að kveðja,
en við erum óendanlega þakklát
fyrir allar ljúfu samverustundirn-
ar sem við áttum með þér Ruth og
allt það góða sem þú kenndir okk-
ur. Veit að þú ert komin í drauma-
landið og færð góðar móttökur
þar. Ljúfar minningar lifa.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Takk fyrir allt elsku Ruth.
Björk Guðmundsdóttir.
Amma var ótrúlega hlý, klár og
traust kona. Ef eitthvað óvænt
kom upp mátti alltaf stóla á hana,
allt frá því að ná silfruðu hár-
spreyi, sem reyndist vera styttu-
lakk, úr hári, „brjótast“ inn í
Ekrusíðuna og yfir í að pakka
glæsilega inn gjöfum með endur-
nýttum gjafapappír.
Amma var matgæðingur mikill
og bjó til danska lifrarkæfu, par
excellence. Eplakökur, pizzasnúð-
ar og annað lostæti sem hún útbjó
sjálf var reglulega á boðstólnum
og sló alltaf í gegn. Amma átti líka
alltaf lakkrístoppa langt fram í
janúar á hverju ári. Eftir á að
hyggja var það sennilega ekki
óviljandi að hún bakaði alltaf jafn
marga á ári hverju en hún vissi vel
að yngsta bróðurnum fannst gott
að lauma sér í einn eða tvo þegar
komið var í heimsókn.
Amma fylgdist vel með og hafði
alltaf mikinn áhuga á því sem við
bræðurnir vorum að bralla og í
seinni tíð hafði hún rosalega gam-
an af því að fá snapchat enda
ávallt með puttann á púlsinum.
Hún skildi samt ekki alltaf hvað
við bræður vorum að bralla og er
einkar minnisstætt þegar einhver
spurði hana á förnum vegi hvað við
værum að læra. Svarið var einfalt,
„eitthvað með tölum“, sem var
vissulega hárrétt hjá þeirri gömlu.
Það var alltaf stutt í gleðina hjá
ömmu og tók hún furðuvel í nánast
öll okkar fíflalæti. Hún hafði mjög
gaman af léttu slúðri og góðum
sögum af okkur bræðrunum og
var hægt að ræða lengi við hana
um daginn og veginn.
Ber er hver að baki
nema sér bestu ömmu eigi.
Leita þarf bæði á láði og legi
í leit að betra lakkrístoppadeigi.
Við munum sakna þinnar hlýju
nærveru og umhyggjusemi, takk
fyrir allt og hvíl í friði elsku amma.
Arnar Birkir, Ágúst
Freyr og Hákon Valur.
Kær vinkona mín í sextíu ár,
Ruth Bredahl Sörensen, er látin
eftir hetjulega baráttu við erfiðan
sjúkdóm. Við Ruth höfum verið
saman í vinahópi erlendra kvenna,
sem margar fundu sér íslenska
maka, þó ekki Ruth því Benny
fann hana.
Þegar Benny kom fyrst til Ís-
lands vann hann við bústörf á
Skjaldarvíkurbúinu við Akureyri.
En á sama tíma var rekið elliheim-
ili í Skjaldarvík og þar vantaði
konur til starfa við aðhlynningu
vistmanna og við störf í eldhúsi.
Benny dreif sig til Danmerkur og
réð þá til starfa, fyrir hönd Stefáns
eiganda Skjaldarvíkurheimilisins,
systur sína og vinkonu hennar,
sem var Ruth okkar. Ruth var þá
aðeins 17 ára. Óhætt er að segja að
þar hafi verið á ferð ást við fyrstu
sýn.
Ruth og Benny gengu í hjóna-
band árið 1960 og eignuðust sitt
fyrsta barn sama ár. Börnin urðu
fjögur, Dan, Ester María, Elva og
Brynjar. Ester María lifði aðeins í
fáeina daga. Ruth og Benny fluttu
til Akureyrar og settust þar að.
Ruth vann við ræstingar á
Sjúkrahúsinu á Akureyri í nokk-
ur ár en ég var svo lánsöm að fá
hana til samstarfs við Heilsu-
gæslustöðina á Akureyri. Þar
starfaði hún á kaffistofu starfs-
manna. Á kaffistofunni skapaði
Ruth einstaklega gott andrúms-
loft, sem auðveldaði starfsfólkinu
að slaka á og safna kröftum við
sín daglegu störf. Það er svo eft-
irminnilegt og ánægjulegt að
hugsa til þess að fyrir hver jól
bauð hún starfsfólkinu upp á
heimalagaðan „dansk julefro-
kost“ eins og hann gerist bestur.
Allir sem þar sátu muna eftir síld-
arréttunum hennar og heimalag-
aðri lifrarkæfunni.
Ruth eignaðist sjö barnabörn.
Hún fylgdist vel með þeim öllum í
námi og starfi og var verulega
stolt af þeim. Það var mikið áfall
þegar Benny lést skyndilega, að-
eins fimmtugur. Benny starfaði
þá sem bílstjóri hjá Shell og var á
leið frá Dalvík til Akureyrar. Á
leið sinni kom hann þar að fólks-
bíl, sem hafði lent utan vegar.
Hann bauðst til að draga bílinn
upp á veginn en við það verk
missti hann meðvitund og lést
skömmu síðar. Í þeirri óvæntu
sorg studdu Ruth og börnin hvert
annað og stóðu sig hetjulega.
Ruth kynntist síðar Eiði Eiðs-
syni. Vinátta þeirra hefur nú stað-
ið í 30 ár og verið þeim báðum
mjög mikils virði.
Við Kristinn og börnin okkar
Hanna og Jens sendum Eiði, okk-
ar kæra vini, og fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur.
Konny Kristjánsdóttir.
Ruth Bredahl
Sörensen
Það kemur margt
í hugann þegar eldri
bróðir er kvaddur
eftir krókótta en nána samleið síð-
ustu 70 árin. Gösli var lifandi og
litríkur persónuleiki alla tíð. Það
var ævintýri þegar ég fékk að
skondra með í fyrstu smala-
mennskurnar mínar. Hann stjórn-
aði okkur í Tungunum. Þar lýsti
hann örnefnum svæðisins eins og
góðra leitarstjóra er háttur. Þegar
hann í seinni ferðum var beðinn
skýringa á ástæðum örnefnanna
stóð ekki á þeim. Síðar komst ég
reyndar að því að þar hafði nú
kannski ekki alltaf verið kafað
djúpt í sagnfræðinni.
Stundum brá barna- og ung-
lingahópurinn í Dalsmynni sér í
sund niður í Kolviðarneslaug. Far-
arskjótinn var 15 ha. Deutz með
ófullkomnum palli. Raðað á aftur-
brettin og pallinn eins og á tolldi.
Svo fór það eftir því hvort Reynir
eða Gösli keyrðu, hversu gætilega
var farið. Kraftaverk að aldrei
varð slys í þessum ferðalögum.
Innan við tvítugt gerðist hann
verktaki í jarðvinnslu. Fór um á
dráttarvél með jarðtætara. Drátt-
arvélin var húslaus 25 ha. Deutz
með rúmlega metersbreiðum tæt-
ara. Eftirspurnin mikil og verk-
takinn ósérhlífinn. Lítið sofið.
Töldu ýmsir að hann væri kominn
upp á lag með að vinna þetta sof-
andi. Gösli var vinnufíkill. Hann
lagði múrverk fyrir sig og var af-
kastamikill og virtur í því. Fræg
er sagan sem gerðist fyrir tíma
farsíma. Maður hringdi á símstöð-
ina í Borgarnesi og bar upp vand-
Ágúst Guðjón
Guðmundsson
✝
Ágúst Guðjón
Guðmundsson
(Gösli) fæddist 6.
júlí 1943. Hann lést
17. september
2021.
Útförin fór fram
í kyrrþey að ósk
hins látna.
ræði sín Hann þurfti
að ná í mann sem
ætti heima í Borgar-
nesi, vissi ekki nafn-
ið en væri kallaður
Gösli. Símastúlkan
vön slíkum símtöl-
um var með síma-
númerið í kollinum.
Gösli heyrði þessa
sögu og skráði sig
Gösla í símaskránni
eftir það. Hann var á
löngu tímabili umfangsmikill með
nokkra starfsmenn í vinnu. Hélst
vel á starfsmönnum, enda alltaf
létt yfir hópnum. Þegar mikið var
undir var sólarhringurinn nýttur
og helgarnar sömuleiðis. Hann
var alltaf vakinn og sofinn yfir því
að létta sér og sínum vinnuna með
allskonar breytingum á tækjum
sem notuð voru. Eða finna upp og
jafnvel smíða verkfæri sem nýtt-
ust vel. Ég sé hann enn ljóslifandi
fyrir mér taka pásu í plötusteyp-
unni, finna sér sæti og draga upp
pípuna. Þegar hún var klár kom
saga. Einhver góð saga sem hann
kunni ógrynni af enda sögumaður
af guðsnáð. Eða smellin vísa og
tildrög hennar. Hann var að sjálf-
sögðu ákaflega vel meðvitaður um
að sannleikurinn má aldrei spilla
góðri sögu. Já Gösli kunni ógrynni
af snjöllum ljóðum og hnyttnum
lausavísum sem hann fór með við
öll möguleg og ómöguleg tæki-
færi. Reyndar prýðilega hag-
mæltur sjálfur. Hann var síðan
einstakur öðlingur í umgengni,
vildi hvers manns vanda leysa ef
hann hafði tök á því. Reyndar hef
ég hiklaust haldið því fram að ef
allir væru eins og Gösli væru eng-
in vandamál til í heiminum.
Síðustu metrana glímdi hann
við erfið veikindi sem reyndu
bæði á hann og hans nánustu. Það
var aðdáunarvert að sjá hvernig
þeir stóðu eins og klettur að baki
honum og gerðu honum kleift að
eyða síðustu ævidögunum heima.
Frá Dalsmynni fáið þið innileg-
ar ástar- og samúðarkveðjur. –
Hafdís, Freysi og þið öll.
Svanur Heiðar Guðmundsson.
Þá er enn eitt sumarið liðið.
Tíminn týnist.
Bróðir okkar Ágúst Guðjón,
eða Gösli eins og flestir kannast
betur við, hefur kvatt þennan
heim eftir langa og stranga bar-
áttu við krabbamein.
Gösli var þriðja barnið í ört
stækkandi systkinahópi og oft líf
og fjör á heimilinu.
Hann varð snemma fyrirferð-
armikill, lífsglaður og hörkudug-
legur. Eins og börn til sveita á
þessum tíma lærði hann snemma
að vinna og gera gagn, enda í
mörg horn að líta við búskapinn.
Hann fór sjaldnast troðnar
slóðir, var mjög hugmyndaríkur
og skreytti tilveruna með uppá-
tækjum og sögum, alltaf hrókur
alls fagnaðar.
Reynir bróðir sem féll líka allt-
of snemma frá var tveimur árum
eldri. Þeir voru mjög samrýmdir í
uppvextinum og tilviljanir réðu
því að þeir fóru báðir í múraraiðn
og unnu við hana alla tíð.
Á þessum tímum þekktist ekki
stytting vinnuvikunnar eða frí ef
næg verkefni lágu fyrir og oft
runnu saman dagur og nótt. At-
hafnasemin og seiglan var alltaf
söm.
Við systkinin eigum ótal minn-
ingar um góðan og lífsglaðan
bróður og þökkum fyrir samfylgd-
ina.
Á svona tímamótum verða
minningarnar dýrmætari.
Elsku Hafdís og allur ykkar
stóri hópur, innilegar samúðar-
kveðjur.
Megi bróðir okkar hvíla í friði.
Kærleikskveðjur frá systkin-
um.
Tryggvi G. Guðmundsson.
Ágúst Guðjón Guðmundsson,
betur þekktur sem Gösli er fallinn
frá.
Hann var bróðir mömmu, gat
því verið stoltur af því að geta kall-
að hann Gösla frænda.
Ég var svo heppinn að reglu-
lega lágu leiðir okkar saman í
vinnunni, ég í húsasmíðinni og
hann að sjálfsögðu í múrverkinu.
Það var alltaf skemmtileg upp-
lifun að fá að vinna í kringum
hann, alltaf nóg af sögum og vís-
um. Alltaf upplifði maður eitthvað
nýtt hjá honum, t.d. að fá sér
kleinu með tveggja tommu þykku
smjöri (aldrei séð neinn smyrja
kleinu og aldrei séð svona þykkt
lag af smjöri notað) þetta í fyrsta
og eina skipti sem ég sá þessa út-
færslu á kleinuáti, enda grenjaði
ég úr hlátri yfir þessu.
Stundum kom maður að hon-
um í byrjun vinnudags, bíllinn í
gangi og hann að leggja sig, ætl-
aði sko ekki að missa plötuna,
hreinlega vakinn og sofinn yfir
hverju verkefni sem hann tók að
sér og skilaði fagmannlega af sér.
Ég stóð í íbúðarkaupum
nokkrum sinnum og aldrei stóð á
honum að koma og aðstoða. Eins
og t.d. við fyrstu íbúðina sem ég
keypti, fékk hann til að flísalegga
baðherbergið fyrir mig. Hann
gerði það vel og vandlega og að
verki loknu fór ég að rukka hann
um reikninginn en hann tók ekki í
mál að rukka mig. Væri bara
regla að mamman ætti að borga
þegar um fyrstu íbúð væri að
ræða. Hann rukkaði því systur
sína en gaf henni fjölskylduaf-
sláttinn.
Endalaust væri hægt að rifja
góðar sögur af honum, t.d.
brenna sig á ljóskastaranum
beint á vörumerkið, viðskipti
hans við pípara, brunað út í búð
eftir nýmjólk og slátri á meðan
hinir pöntuðu sér pítsu, sitthvor
ullarskokkurinn, klæða sig upp
eftir erfiðan vinnudag til að fara
út að borða og þá verður skalla-
grímsbolur fyrir valinu og margt,
margt fleira.
Á svona stundum yljar maður
sér við allar góðu minningar um
þennan heiðursmann og höfð-
ingja. Þær eru skemmtilegar, fá
mann til að brosa og hlæja.
Hafdísi, Óðni, Freysa, Ægi,
Ölmu, Sonju og fjölskyldum votta
ég samúð mína.
Hvíl í friði frændi.
Guðjón Heiðar Sveinsson.
Skáldkonur ættu
aldrei að deyja
hvorki andlega né
líkamlega séð. Í
raun og veru deyja þær aldrei
heldur gefst líkami þeirra upp á
lífinu með sama hætti og líkami
annarra. En þær hverfa þannig
að þær leggjast bara í dvala og
færast inn í minningu þeirra
sem lifa og þekktu þær.
Vilborg Dagbjartsdóttir var
ein síðasta manneskjan sem
mundi eftir því hvernig lífið var
á Íslandi fyrir stríð og hvernig
það var í þorpi að alast upp í
kreppunni eftir 1930. Hún
mundi líka eftir árunum þegar
ameríski herinn fæddi þjóðina úr
fátækt með fyrstu komu sinni og
hvað seinni koma hans olli von-
brigðum þegar Nato var stofnað
og gerði að engu óskina um var-
anlegan frið eftir að Bandaríkin
og Rússland, vinaþjóðir, höfðu
sigrað nasismann. Með Nato var
bræðralag þeirra gert að engu.
Fólk til vinstri leit þess vegna á
Nato sem harmleik. Því fannst
að með því hefðu leifarnar af
djöfli nasismans smeygt sér á
milli bræðraþjóða, sundrað hug-
sjónum og leitt til þess að kalt
stríð hófst sem átti eftir að vekja
tortryggni og pólitíska hjátrú,
auk fordóma.
Vilborg kom af útkjálka líkt
og flestir nemendur gamla
Kennaraskólans en þar vöktu
þeir andrúmsloft frjálslyndis
þótt ekki væru allir sammála í
stjórnmálum. Hugmyndin um
mannúð var öllu ofar skyld sam-
hjálpinni sem hafði löngum ein-
Vilborg
Dagbjartsdóttir
✝
Vilborg Dag-
bjartsdóttir
fæddist 18. júlí
1930. Hún lést 16.
september 2021.
Útförin fór fram
28. september
2021.
kennt líf almenn-
ings í listinni að lifa
við þröngan kost. Í
skólanum þrengdi
útkjálkinn sér líka
inn á miðju hug-
mynda um að þjóð-
lífið ætti að vera
eins og hjá kenn-
arastéttinni að allir
væru jafn réttháir.
Með þeim rétti
fylgdi jöfn skylda
sem tengdist hvorki samkeppni
né algeru frelsi. Enda ef frelsið
er algert víkur það frá skyldum
og vekur hugmyndir sem leiða
til öngþveitis. Kennarinn átti að
vera andstæða þess. Hann er
hliðstæður móður sem heldur
óreiðunni í skefjum.
Á tímum kalda stríðsins varð
heimili Vilborgar og Þorgeirs
Þorgeirssonar samkomustaður
stöðugrar samræðu fremur en
byltingar. Þrátt fyrir Nato, járn-
tjaldið og kalda stríðið, eða
kannski vegna þessa tvenns,
urðu tímarnir frjóir fyrir listir
og hugsun með þörf fyrir að
vakna á öllum sviðum og vera ís-
lensk og alþjóðleg í senn. Þannig
kom fram sú skoðun að í marx-
ismann vantaði að öreiginn hefði
sálarlíf, hann var ekki bara kúg-
að vinnudýr. Börn urðu börn
sem höfðu ekki bara notagildi til
hagsældar í framtíðinni. Í þessa
átt gat andinn leitað í Kenn-
araskólanum og á heimili Vil-
borgar og Þorgeirs sem hafði
fram yfir hana að hafa lært í
Menntaskólanum latínu og hún
saknaði þess að í Kennaraskól-
anum hefði ekki verið kennd
þessi dána eilífa tunga.
Nú dvelur Vilborg í einu sí-
gildu tungu lífsins, þeirri að vera
að eilífu dáin. En sál mín og okk-
ar, sem lifum enn og söknum
hennar, er „barmafull af tárum“
eins og segir í ljóði.
Guðbergur Bergsson.