Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 24

Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum vinnuföt fást einnig í 40 ÁRA Ingi Þór Ingi- bergsson er Keflvíkingur og er með diplómu í upp- tökutækni og kerfisstjórn frá Promennt. Hann er kerfisstjóri hjá Reykjanes- bæ og dagskrárgerðar- maður hjá RÚV. „Ég er með næturvaktina annan hvern laugardag á Rás 2. Ég var hjá Rúv til 2012 en varð eftir það tæknistjóri í Hljómahöllinni. Núna sé ég um tölvukerfið hjá bænum en við erum þrír kerfis- stjórar þar.“ Tónlist, veiði, golf, bad- minton, borðtennis, útivera og kaldir pottar eru meðal áhugamála Inga Þórs. „Ég elska að vera í köldu vatni og var fyrir stuttu á nám- skeiðinu Kaldir karlar hjá Andra Iceland. Það var æðislegt. Svo er ég tónlistarmaður sjálfur og er akkúrat í þessum töluðum orðum að skrá fyrstu plötuna mína á hljodrit.is og er að fara að setja hana út á Spotify. Markmiðið er að hún komi út á afmælisdaginn en ég veit ekki hvort það tekst,“ segir Ingi Þór, en rætt var við hann á föstudaginn. „Þetta eru lög sem ég gerði fyrir 20 árum. Þetta er tölvutónlist með ekta stöffi líka, alls konar sömplum. Ég veit eiginlega ekki hvaða stimpil ég á að setja á þetta.“ Lista- mannsnafn Inga Þórs er Ingi Thoe. FJÖLSKYLDAN Eiginkona Inga Þórs er Anna Margrét Ólafsdóttir, f. 1981, jógakennari og grunnskólakennari í Vífilsstaðaskóla á miðstigi. Börn þeirra eru Bergrún Björk, f. 2007, Skarphéðinn Óli, f. 2009, og Rannveig Guðrún, f. 2018. Foreldrar Inga Þórs eru Ingibergur Þór Kristinsson, f. 1949, húsasmíðameistari, og Guðrún Júlíusdóttir, f. 1953, fyrrverandi sýning- arstjóri á Keflavíkurflugvelli. Þau eru búsett í Keflavík. Ingi Þór Ingibergsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þrátt fyrir að þú viljir losna úr viðj- um vanans er metnaðargirnd þín vakin. Orka þín og ákvarðanir láta hlutina gerast, ekki bara fyrir þig. 20. apríl - 20. maí + Naut Margt verður til að dreifa athygli þinni. Hafðu augun opin fyrir tækifærum og nýttu þér alla þá fyrirgreiðslu sem þér býðst. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Hættu að vantreysta sjálfum þér því þú ert fullfær um að takast á við hlutina og hefur nægilega þekkingu. Nýir mögu- leikar eru fyrir hendi sem þú ættir að reyna að nýta þér. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Búðu þig undir miklar breytingar sem dynja yfir innan skamms. Breyttu við- brögðum þínum, ekki síst við ástvinum sem endurtaka sig eins og rispaður geisladiskur. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þeir eru nærri sem vilja ólmir fá að nýta sér starfskrafta þína. Er ekki frábært hversu góðum árangri maður nær ef maður er sáttur þótt aðrir haldi að maður hafi rangt fyrir sér. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Réttu einhverjum í fjölskyldunni eða á heimilinu hjálparhönd. Láttu eftir í litlu málunum og haltu þínu striki í þeim stóru. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú þarft að horfast í augu við vanda- mál liðins tíma. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú þarft að ræða málin við vinnufélaga þína svo einhver skriður komist á samstarfið. Þú þarft líka að sýna þolin- mæði og tillitssemi í dag. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Stundum er nauðsynlegt að geta ekki bara lesið það sem á blaðinu stendur heldur líka það sem er skrifað milli línanna. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Fjölskyldumálin virðast stefna í einhvern hnút. Þú gefur mikið af sjálfum þér og lætur skoðanir þínar sterklega í ljós. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Að þínu mati er mikilvægara að gera gagn en að vera miðdepill en ekki fara allir eftir reglunum í bókinni þinni. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Með örlítilli fyrirhyggju ættirðu að geta sveigt atburðarás dagsins þér í hag. horfa á, telja og merkja fugla. „Megn- ið af mínum sumarfríum undanfarin ár hefur farið í svoleiðis fuglastúss, vinnu með fuglafræðingum og fugla- fólki við rannsóknir og skráningu, að- allega í Flatey á Breiðafirði. Svo það sem Geirfuglunum og Benna Hemm Hemm auk þess að vera meðlimur í hljómsveitarkórnum Kliði. Hann býr og starfar í Reykjavík. Helstu áhugamál Ragnars Helga eru tónlist og fuglar, sem sagt það að R agnar Helgi Ólafsson er fæddur 5. október 1971 í Reykjavík og ólst upp í Fossvoginum. Hann gekk í Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1991. Hann lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands 1997, diplómanámi í kvikmyndaleikstjórn við The New York Film Academy 1998, MA-prófi í myndlist frá École Supérieure des Beaux-Arts í d’Aix-en-Provence, Frakklandi 2001 og MA-prófi í ritlist frá Háskóla Íslands 2016 Ragnar er höfundur sjö bóka. Sú nýjasta, Bókasafn föður míns – sálu- messa, kom út á haustdögum 2018 og hlaut tilnefningu til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. Áður hafði Ragnar hlotið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bók sína Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum og verið tilnefndur til Menningar- verðlauna DV og Íslensku bók- menntaverðlaunanna fyrir bókina Handbók um minni og gleymsku. Bækur Ragnars hafa komið út er- lendis í frönskum og þýskum þýð- ingum. Nýjasta bók hans, Laus blöð, er væntanleg í nóvember 2021. Ragnar Helgi hefur sýnt innsetn- ingar og tekið þátt í gjörningum víða um heim, í söfnum eins og KIASMA í Helsinki, MoMA PS1-Colony í New York, TBA21 í Vínarborg, Dimen- sions Variable í Miami, Nýló, Lista- safni Reykjavíkur og Listasafni Ís- lands. Næsta sýning hans verður í Moskvu í desember en verk hans „Dagrenning, að eilífu“ verður hluti af opnunarsýningu nýs samtíma- listasafns borgarinnar, GES-2, sem hefur starfsemi í gömlu gasstöð Kremlverja í nágrenni við Rauða torgið. Ragnar Helgi er annar aðstand- enda bókaútgáfunnar Tunglsins for- lags og ritstjóri tímaritsins Ljóð- bréfs. Ragnar Helgi hefur um árabil hannað bækur og kápur fyrir bóka- forlög á Íslandi og á meginlandinu. Eftir hann liggja ríflega 500 bók- arkápur. Ragnar Helgi kennir stunda- kennslu við Listaháskólann og leikur tónlist með ýmsum hljómsveitum svo að horfa á fugla er líklega það sem næst kemst því að kallast mitt hobbí. Þegar ég var strákur voru for- eldrar mínir á kafi í bókaútgáfu og fastir gestir á Bókamessunni í Frank- fúrt. Hún var jafnan sett til höfuðs af- mælisdeginum mínum, svo þau voru gjarnan í útlöndum þennan dag og við bræðurnir í pössun hjá ömmu og afa eða frænkum. Nú er það síðan ég sjálfur sem er á kafi í bókaflóðinu í september og október, að lesa yfir og hanna bækur annarra og ganga frá mínum eigin,“ en Ragnar Helgi reiknar með að nýjasta bókin eftir hann fari í prentun í dag, á sjálfan af- mælisdaginn. „Það er nokkuð gild- vaxið safn ljóða og texta sem ber tit- ilinn Laus blöð. Það hefur því lítið breyst frá æskuárunum: Afmælið mitt er alltaf í miðjum heyönnum bókafólksins svo það gefst jafnan lítill tími til hátíðarhalda. Venjulega lofa ég sjálfum mér að halda einhverja litla hátíð nokkru síð- ar, þegar maður hefur blásið úr nös – en það er nú upp og ofan hvort af því Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistarmaður – 50 ára Stórfjölskyldan Sjötugsafmæli Elínar, móður Ragnars Helga, í Sarasota í Flórída árið 2019. Afmælið alltaf í miðju bókastússi Með rafmagnsgítar Ragnar Helgi spilar með ýmsum hljómsveitum. Í Flatey Ragnar Helgi ásamt Vöku, barnabarni sínu, og þrastarunga. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.