Morgunblaðið - 05.10.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021
Svíþjóð
B-deild:
Brage – Öster........................................... 2:2
- Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik-
mannahópi Brage.
- Alex Þór Hauksson lék allan leikinn og
skoraði fyrir Öster.
Danmörk
B-deild:
Esbjerg – HB Köge.................................. 2:0
- Ísak Óli Ólafsson kom inn á sem vara-
maður á 29. mínútu hjá Esbjerg og Andri
Rúnar Bjarnason var ekki í leikmanna-
hópnum.
0-'**5746-'
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Ásvellir: Haukar – Selfoss ................... 19.30
Í KVÖLD!
DÓMARAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Erlendur Eiríksson, reyndasti dómari
úrvalsdeildar karla í fótbolta árið 2021
var jafnframt besti dómari deild-
arinnar samkvæmt einkunnagjöf
Morgunblaðsins.
Gunnar Oddur Hafliðason, einn af
yngstu dómurum landsins, var hins
vegar besti dómarinn í úrvalsdeild
kvenna samkvæmt sömu einkunna-
gjöf.
Morgunblaðið gefur dómurum ein-
kunnir á skalanum einn til tíu fyrir
alla leiki í úrvalsdeildum karla og
kvenna.
Erlendur, sem varð fimmtugur á
árinu, dæmdi fjórtán leiki í úrvals-
deild karla og sýndi mesta stöðug-
leikann af þeim ellefu dómurum sem
dæmdu 131 af 132 leikjum deild-
arinnar á nýliðnu keppnistímabili.
Nítjánda tímabilið
Erlendur, sem hefur nú dæmt
nítján tímabil í úrvalsdeild karla,
fékk níu sinnum einkunnina 8 og einu
sinni einkunnina 9 fyrir frammistöðu
sína. Þá fékk hann þrisvar sinnum 7 í
einkunn og aðeins einu sinni 6. Hann
fékk þar með hæstu meðalein-
kunnina, 7,71 fyrir leikina fjórtán.
Pétur Guðmundsson, Jóhann Ingi
Jónsson og Þorvaldur Árnason voru í
næstu sætum á eftir Erlendi. Vil-
hjálmur Alvar Þórarinsson var besti
dómarinn samkvæmt einkunnagjöf-
inni undanfarin þrjú ár en varð að
sætta sig við sjötta sætið að þessu
sinni.
Dómararnir ellefu sem dæmdu í ár
fengu þessar einkunnir:
1: Erlendur Eiríksson fékk 7,71 í
meðaleinkunn í 14 leikjum.
2: Pétur Guðmundsson fékk 7,57 í
meðaleinkunn í 7 leikjum.
3: Jóhann Ingi Jónsson fékk 7,43 í
meðaleinkunn í 14 leikjum.
4: Þorvaldur Árnason fékk 7,43 í
meiðaleinkunn í 7 leikjum.
5: Ívar Orri Kristjánsson fékk 7,38
í meðaleinkunn í 16 leikjum.
6: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
fékk 7,29 í meðaleinkunn í 17 leikj-
um.
7: Sigurður Hjörtur Þrastarson
fékk 7,27 í meðaleinkunn í 11 leikj-
um.
8: Elías Ingi Árnason fékk 7,25 í
meðaleinkunn í 8 leikjum.
9: Helgi Mikael Jónasson fékk
7,13 í meðaleinkunn í 16 leikjum.
10: Einar Ingi Jóhannsson fékk
6,91 í meðaleinkunn í 11 leikjum.
11: Egill Arnar Sigurþórsson fékk
6,80 í meðaleinkunn í 10 leikjum.
Tólfti dómarinn sem dæmdi í
deildinni var Arnar Þór Stefánsson
sem dæmdi einn leik, í lokaumferð-
inni, og fékk þar 6 í einkunn.
Gunnar Oddur fékk átta
í meðaleinkunn
Í úrvalsdeild kvenna er öðruvísi
fyrirkomulag en þar dæmir ekki fá-
mennur hópur eins og í karladeild-
inni. Alls dæmdu 30 dómarar leikina
90 í deildinni og margir þeirra aðeins
einn til tvo leiki.
Gunnar Oddur, sem er 25 ára
gamall, fékk tvívegis einkunnina 9 í
þeim fimm leikjum sem hann dæmdi
í deildinni.
Aðeins þeir sem dæmdu fimm
leiki eða meira komu til greina í út-
reikningunum á besta dómaranum
og þar varð niðurstaðan þessi:
1: Gunnar Oddur Hafliðason fékk
8,00 í meðaleinkunn í 5 leikjum.
2: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
fékk 7,60 í meðaleinkunn í 5 leikjum.
3: Gunnar Freyr Róbertsson fékk
7,40 í meðaleinkunn í 5 leikjum.
4: Guðmundur Páll Friðbertsson
fékk 7,25 í meðaleinkunn í 8 leikjum.
5: Ásmundur Þór Sveinsson fékk
7,00 í meðaleinkunn í 9 leikjum.
6: Helgi Ólafsson fékk 6,17 í með-
aleinkunn í 6 leikjum.
Samkvæmt sömu einkunnagjöf
var Guðmundur Páll Friðbertsson
besti dómarinn árið 2020. Árið 2019
fengu dómarar í úrvalsdeild kvenna í
fyrsta sinn einkunnir í Morg-
unblaðinu og þá urðu Gunnar Oddur
Hafliðason og Gunnar Freyr Ró-
bertsson efstir og jafnir.
Sá reyndasti
var bestur á
árinu 2021
- Erlendur Eiríksson og Gunnar Oddur
Hafliðason efstir í einkunnagjöf dómara
Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason
Bestur Erlendur Eiríksson hugar að Orra Hrafni Kjartanssyni, leikmanni
Fylkis, í leik Árbæjarliðsins gegn Breiðabliki á Íslandsmótinu í sumar.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Bestur Gunnar Oddur Hafliðason fékk bestu einkunnir allra í úrvalsdeild
kvenna. Hér sýnir hann Gary Martin gula spjaldið í leik í 1. deild karla.
Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson
sló um helgina met í dönsku úrvals-
deildinni þegar hann lék sinn
fimmta leik með Midtjylland í deild-
inni í 4:0 sigri gegn AGF. Hefur
hann ekki enn fengið á sig mark í
leikjunum fimm.
Með því að halda hreinu í fyrstu
fimm úrvalsdeildarleikjum sínum í
Danmörku sló Elías Rafn met sem
danski landsliðsmarkvörðurinn
Frederik Rönnow átti. Sá fékk á
sínum tíma ekki á sig mark í fyrstu
fjórum leikjum sínum með liði Hor-
sens í dönsku úrvalsdeildinni.
Elías Rafn sló
met í Danmörku
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Öflugur Elías Rafn hefur farið frá-
bærlega af stað með Midtjylland.
Þorvaldur Örlygsson verður ekki
áfram þjálfari karlaliðs Stjörn-
unnar í knattspyrnu. Félagið til-
kynnti í gær að hann hefði verið
ráðinn í starf sem rekstrarstjóri
knattspyrnudeildar félagsins.
Þorvaldur kom til liðs við Stjörn-
una síðasta vetur, fyrst til að vera
samhliða Rúnari Páli Sigmunds-
syni, en tók síðan alfarið við liðinu
þegar Rúnar hætti störfum eftir
fyrsta leikinn á Íslandsmótinu í vor.
Karlalið Stjörnunnar er því án
þjálfara um þessar mundir og er
leit hafin að arftaka Þorvalds.
Stjarnan leitar að
nýjum þjálfara
Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason
Breyting Þorvaldur breytir til og
tekur við nýju starfi hjá Stjörnunni.
_ Álftnesingurinn Alex Þór Hauksson
skoraði sitt fyrsta mark í atvinnu-
mennsku þegar hann komst á blað
hjá Öster í 2:2-jafntefli liðsins gegn
Brage í sænsku B-deildinni í knatt-
spyrnu karla í gærkvöldi. Alex Þór,
sem er 21 árs, gekk til liðs við Öster
frá Stjörnunni í janúar á þessu ári og
var að spila sinn 11. deildarleik á
tímabilinu.
_ Körfuknattleiksdeild Grindavíkur
hefur samið við ísraelska leikstjórn-
andann Naor Sharon Sharabani og
mun hann leika með karlaliði félags-
ins á komandi tímabili. Sharabani er
ætlað að fylla skarð Dags Kárs Jóns-
sonar sem samdi við spænska C-
deildarliðið Ourense um liðna helgi.
Sharabani hefur áður leikið hér á
landi, en hann var á mála hjá Val síð-
ari hluta tímabilsins 2019/2020, þar
sem hann var með 13,8 stig og 6,9
stoðsendingar í leik að meðaltali áður
en það var flautað af vegna kórónu-
veirufaraldursins.
_ Englendingurinn Chris Brazell,
sem er aðeins 29 ára gamall, hefur
verið ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu í
knattspyrnu en hann tekur við af
Ágústi Þór Gylfasyni sem hefur stýrt
liðinu undanfarin tvö tímabil. Brazell
hefur starfað hjá Gróttu í tvö ár og
verið yfirþjálfari yngri flokka, auk
þess sem hann var aðstoðarþjálfari
karlaliðsins á nýloknu keppnistímabili.
_ Viðræður um að sameina karlalið
Leiknis á Fáskrúðsfirði og Fjarða-
byggðar í knattspyrnu eru að fara af
stað en Austurfrétt skýrði frá þessu í
gær. Sameiginlegt lið myndi væntan-
lega taka sæti Leiknis í 2. deild en
Fjarðabyggð féll niður í 3. deildina í
haust.
_ Aðfaranótt mánudags sló leik-
stjórnandinn Tom Brady hjá Tampa
Bay Buccaneers met í NFL-deildinni í
ameríska fótboltanum
og það gegn sínu
gamla liði New Eng-
land Patriots. Hann
er nú orðinn sá leik-
stjórnandi sem hefur
náð flestum heppn-
uðum sendingum í
jördum talið. Í fyrsta
leikhluta sló
hann metið
og var þá
kominn í
80,359
jarda.
Eitt
ogannað
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Eftir að tveir af elstu leikmönnunum
í íslenska A-landsliðshópnum heltust
úr lestinni í gær vegna meiðsla, þeir
Jóhann Berg Guðmundsson og Jón
Guðni Fjóluson, er ljóst að Ísland
hefur sjaldan eða aldrei teflt fram
jafn reynslulitlum hópi í undan-
keppni stórmóts og gegn Armeníu
og Liechtenstein á föstudag og
mánudag.
Í þeim 25 manna hópi sem nú
stendur eftir hefur Arnar Þór Við-
arsson landsliðsþjálfari til umráða
átján leikmenn sem hafa spilað 12
eða færri landsleiki. Níu þeirra eru
með fimm eða færri leiki að baki.
Mikael Egill Ellertsson, 19 ára
framherji frá SPAL á Ítalíu, sem
bættist við í gær, hefur aldrei spilað
A-landsleik og Daníel Leó Grét-
arsson, 26 ára varnarmaður frá
Blackpool á Englandi, hefur leikið
einn vináttulandsleik.
Þeir sjö sem eftir standa af þeim
reyndari eru Birkir Bjarnason og
Birkir Már Sævarsson sem hafa
leikið 101 landsleik hvor, Ari Freyr
Skúlason með 81 landsleik, Viðar
Örn Kjartansson með 30, Guðlaugur
Victor Pálsson með 28, Albert Guð-
mundsson með 25 og Hjörtur Her-
mannsson með 23 landsleiki. Næstir
á eftir þeim koma síðan Jón Dagur
Þorsteinsson og markvörðurinn
Rúnar Alex Rúnarsson með 12 leiki
hvor.
Sjö leikmenn í hópnum eru enn þá
gjaldgengir með 21-árs landsliðinu
sem spilar einmitt næsta leik sinn í
undankeppni Evrópumótsins gegn
Portúgal á þriðjudaginn kemur, 12.
október.
Ljósmynd/@BlackpoolFC
Valinn Daníel Leó Grétarsson hefur
leikið einn A-landsleik.
Átján reynslulitlir í landsliðinu
- Sjö í hópnum hafa spilað fleiri en 12 landsleiki