Morgunblaðið - 05.10.2021, Síða 27
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Hafnfirðingurinn Gísli Þorgeir
Kristjánsson, landsliðsmaður í
handknattleik, er kominn á fulla
ferð með þýska liðinu Magdeburg.
Gísli hefur jafnað sig eftir aðgerð á
öxl og hefur lagt sitt af mörkum hjá
Magdeburg sem hefur byrjað nýtt
keppnistímabil frábærlega og er
taplaust.
„Ég er bara góður og með fullt
sjálfstraust varðandi sjálfan mig og
öxlina. Það hefur ekkert plagað mig
hingað til og mér líður vel í öxlinni.
Ég hef verið með á öllum æfingum
síðustu mánuði og gengið hrikalega
vel. Ég hef spilað meira og meira. Í
síðasta leik á móti Melsungen spil-
aði ég í 40 mínútur sem var ekki
auðveldur leikur fyrir okkur að
vinna. Í leiknum þar á undan á móti
Leipzig spilaði ég síðasta korterið
og kom inn á þegar við vorum und-
ir. Það er skemmtilegt að koma aft-
ur inn í slíkar aðstæður, þegar
spennan er sem mest. Ég er í raun
kominn aftur í handboltagírinn,“
sagði Gísli þegar Morgunblaðið
heyrði hljóðið í honum. Gísli fór úr
axlarlið 21. mars og fór í aðgerð í
framhaldinu.
„Ég myndi segja að bataferlið
hafi verið nokkurn veginn á áætlun.
Eftir að hafa rætt við lækninn gerði
ég mér engar væntingar um að
komast snemma af stað aftur. Ég
vildi taka mér eins mikinn tíma og
ég þyrfti til að fá mig góðan. Þegar
ég meiddist var ég ekki með sér-
staka tímasetningu í huga en gerði
mér þó ákveðnar vonir um að vera
leikfær þegar deildin byrjaði. Þetta
er allt gott og blessað núna. Ég sé
heldur ekki eftir því að hafa gefið
mér tíma til að koma öxlinni í gang.
Þetta lítur vel út og er allt sam-
kvæmt áætlun.“
Framtíðin er spennandi
Þrátt fyrir að vera tiltölulega
ungur leikmaður hefur Gísli fengið
stóran skammt af meiðslum og hef-
ur þrívegis lent í axlarmeiðslum.
Hjálpaði það honum að hafa áður
gengið í gegnum svipað endurhæf-
ingarferli?
„Ég er auðvitað búinn að lenda
þrisvar í einhverjum axlar-
meiðslum. Það hjálpaði mér á viss-
an hátt í endurhæfingunni því ég
vissi betur hvað er óhætt að gera og
hvenær. Það hjálpaði auðvitað að
þekkja ferlið. Ef ég ætti að fara í
verknám í sjúkraþjálfun þá myndi
ég segja að ég væri búinn með það
varðandi axlir og það sem þeim
tengist. Ég er orðinn góður í því,“
sagði Gísli í léttum dúr en bætti við
á alvarlegri nótum:
„Maður er búinn að upplifa nokk-
uð margt varðandi meiðsli og
kannski aðeins of mikið. En ég tek
það fram að ég er mjög sáttur á
þeim stað sem ég er í dag og fram-
tíðin er spennandi. Ekki síst þar
sem við erum með frábært lið hjá
Magdeburg og góðan þjálfara.
Félagsskapurinn er góður. Ég get
ekki beðið um meira.“
Stefnan sett á titilinn
Talandi um styrk Magdeburgar-
liðsins þá hefur hann komið fram í
upphafi keppnistímabilsins. Liðið hef-
ur unnið fyrstu sex leikina í þýsku
bundesligunni og er í toppsætinu.
„„So far, so good.“ Við stefnum á að
vinna hvern einasta leik í deildinni og
taka titilinn. Svo einfalt. Alvörumark-
mið fyrir alvörulið. Það er bara stað-
an,“ sagði Gísli og að hans mati er
breiddin hjá Magdeburg nægilega
góð til að halda dampi heima fyrir og í
Evrópudeildinni þar sem liðið mun
spila við Logrono, Sävehof, Aix, RK
Gorenje og Nexe í riðlakeppninni.
„Já ég myndi segja að Magdeburg
væri með meiri breidd en undanfarin
ár og liðið lítur vel út. Við höfum
fengið flotta leikmenn. Tvo Dani,
Magnus Saugstrup og Mike Jensen,
einn Þjóðverja, Philipp Weber, og
Hollendinginn Kay Smits. Þeir eru
frábær viðbót og pluma sig vel í okk-
ar leikstíl. Það verður brjálað álag á
okkur næstu mánuði og þétt spilað. Í
byrjun nóvember verður landsliðs-
pása og þá væri fínt að komast að-
eins heim.“
Keppir aftur í heimsbikarnum
Gísli var staddur í Sádi-Arabíu
þegar Morgunblaðið ræddi við hann
í gær. Þangað kom lið Magdeburgar
á sunnudaginn eftir tólf tíma ferða-
lag. Þar mun liðið hefja leik í dag í
heimsbikar félagsliða.
„Jú, ég fór í þessa keppni fyrir
tveimur árum með Kiel og þá urðum
við í 2. sæti. Þessi keppni er alltaf að
stækka og Barcelona og Álaborg eru
til dæmis hérna. Þetta er alvörumót
og við tökum það að sjálfsögðu alvar-
lega. Góður árangur í þessu móti
getur hjálpað liðinu fjárhagslega.
Við vonumst eftir því að vinna fyrstu
tvo leikina og þá ættum við að lenda
á móti Álaborg í undanúrslitum,“
sagði Gísli Þorgeir en með Álaborg
leikur Aron Pálmarsson sem kunn-
ugt er.
Gísli Þorgeir er kominn
aftur í handboltagírinn
- Kennir sér einskis meins í upphafi nýs tímabils - Metnaður hjá Magdeburg
AFP
Mættur Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hér fagnar marki í leik gegn Frökkum á heimsmeistaramótinu í Egypta-
landi í byrjun þessa árs, er kominn á fulla ferð aftur með liði Magdeburg sem hefur unnið alla sína leiki í haust.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021
Þeir sem höfðu áhyggjur af
því fyrir ekki svo löngu að hægt
gengi að endurnýja íslenska
karlalandsliðið í fótbolta geta
varpað öndinni léttar.
Hlutirnir hafa gerst hratt á
þessu ári, sérstaklega á síðustu
vikum. Af 22 leikmönnum sem
skipuðu hóp Íslands í fyrsta leik
ársins 2021, gegn Þýskalandi í
Duisburg í mars, eru aðeins átta
í hópnum fyrir leikina tvo gegn
Armeníu og Liechtenstein. Og
samt vantaði bæði Alfreð Finn-
bogason og Gylfa Þór Sigurðs-
son í þann leik.
Ástæðurnar fyrir þessu eru
fyrst og fremst þríþættar. Þó
nokkrir glíma við meiðsli, í það
minnsta tveir eru hættir með
landsliðinu og svo eru það erfiðu
málin sem hafa skekið íslenska
fótboltaheiminn í haust. Þar eru
nú þrír lykilmanna Íslands
undanfarin ár utan hóps. Enginn
veit í dag hvort þeir eigi eftir að
spila aftur fyrir Íslands hönd.
Uppbygging á nýju liði er því
hafin þó það sé á öðrum for-
sendum en til stóð. Arnar Þór
Viðarsson er með fullt af ungum
og efnilegum leikmönnum í
hópnum og það verður fróðlegt
að sjá enn fleiri af þeim fá tæki-
færi í leikjunum tveimur.
Í raun minnir þetta um margt á
umskiptin á landsliðinu árin
2009-2011 þegar Ólafur Jóhann-
esson þáverandi landsliðsþjálfari
stokkaði upp liðið, tók inn alla þá
ungu og efnilegu menn sem þá
voru nýkomnir fram í sviðsljósið
og gaf þeim dýrmæta reynslu.
Þeir fóru í gegnum sína fyrstu
undankeppni stórmóts án þess
að fá mörg stig en það breyttist
hratt á næstu árum. Ef rétt er
staðið að hlutunum núna er
hægt að endurtaka leikinn og
eignast virkilega samkeppnis-
hæft landslið á ný á fáum árum.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Arnar Davíð Jónsson varð um
helgina í öðru sæti á Brunswik
Open 2021 í Wittelsheim í Frakk-
landi en mótið er hluti af evrópsku
mótaröðinni í keilu. Arnar varð í
26. sæti í forkeppni mótsins en
komst síðan upp í efsta sætið fyrir
lokaúrslitin. Þar beið hann síðan
lægri hlut fyrir Carl Eklund frá
Svíþjóð í tveimur leikjum, 245:244
og 213:258. Arnar vann þessa móta-
röð fyrstur Íslendinga árið 2019 en
hún hefur að miklu leyti legið niðri
síðan og er nú smám saman að kom-
ast aftur í eðlilegt horf.
Arnar varð ann-
ar í Frakklandi
Silfur Arnar Davíð Jónsson lék til
úrslita á mótinu í Frakklandi.
Knattspyrnusamband Evrópu veitti
í gær Breiðabliki undanþágu til að
leika heimaleikinn gegn París SG í
Meistaradeild kvenna annað kvöld
á Kópavogsvelli. Áður hafði Kópa-
vogsvelli verið hafnað sem keppn-
isstað þar sem ekki væri nægilegt
ljósmagn í flóðljósum vallarins. Ey-
steinn Pétur Lárusson fram-
kvæmdastjóri Breiðabliks sagði við
Morgunblaðið í gær að hægt væri
að auka ljósmagnið um 15 prósent
og UEFA hefði fallist á að það væri
nóg þó það uppfyllti ekki kröfurnar
að fullu.
Undanþága fyr-
ir Kópavogsvöll
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kópavogur Breiðablik tekur á móti
stórliði PSG annað kvöld.
Íslendingaliðin Magdeburg og Aalborg taka þátt í heimsbikarkeppni fé-
lagsliða karla í handknattleik sem hefst í Jeddah Sádi-Arabíu í dag. Þar
leika tíu lið úr öllum heimsálfum um heimsbikarinn, eða Super Globe.
Magdeburg, Aalborg og Barcelona eru fulltrúar Evrópu, Al Duhail frá
Katar er fulltrúi Asíu, Zamalek frá Egyptalandi er fulltrúi Afríku, San
Francisco CalHeat frá Bandaríkjunum er fulltrúi Norður-Ameríku og Kar-
íbahafsins, Pinheiros frá Brasilíu er fulltrúi Suður- og Mið-Ameríku og
Sydney University frá Ástralíu er fulltrúi Eyjaálfu. Þá eru tvö sádiarabísk
lið með sem gestgjafar, Al Wehda og Al-Noor.
Magdeburg mætir Sydney University í fyrstu umferð í dag og Al Wehda
mætir San Francisco.
Í 8-liða úrslitum á morgun leikur Magdeburg eða Sydney við Al Duhail,
Aalborg mætir Al Wehda eða San Francisco, Pinheiros mætir Al-Noor og
Barcelona mætir Zamalek.
Undanúrslitin eru leikin á fimmtudag og þar myndu Magdeborg og Aal-
borg mætast ef þau vinna sína leiki. Síðan fara úrslitaleikir um fyrsta og
þriðja sætið fram á laugardaginn.
Tíu lið leika um heimsbikarinn
Sennilega hafa
ekki margir af-
rekað það að
dæma tvo bik-
arúrslitaleiki í
tveimur íþrótta-
greinum á sama
sólarhringnum.
Það gerði hins-
vegar Sigurður
Hjörtur Þrast-
arson, dómari í
knattspyrnu og handknattleik, um
nýliðna helgi.
Á föstudagskvöld var Sigurður á
Laugardalsvellinum og dæmdi þar
úrslitaleik Breiðabliks og Þróttar í
bikarkeppni kvenna í knattspyrnu,
Mjólkurbikarnum. Sá leikur hófst
klukkan 19.15 og var lokið um
klukkan 21.10.
Um hádegisbilið á laugardag var
Sigurður mættur á Ásvelli í Hafn-
arfirði og var þar annar dóm-
aranna á úrslitaleik KA/Þórs og
Fram í bikarkeppni kvenna í hand-
knattleik, Coca Cola-bikarnum.
Sá leikur hófst klukkan 13.30,
eða aðeins rúmum sextán klukku-
tímum eftir að úrslitaleiknum á
Laugardalsvellinum lauk.
vs@mbl.is
Dæmdi tvo
úrslitaleiki á
sama sólar-
hringnum
Sigurður Hjörtur
Þrastarson