Morgunblaðið - 05.10.2021, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Þetta er mín fyrsta sýning á Íslandi
og líka í fyrsta sinn sem ég kem til
Íslands,“ segir enski myndlistar-
maðurinn Perry Roberts sem opnaði
fyrir skömmu sýninguna Below and
Beyond, sem þýða mætti sem Undir
niðri og handan við, í Hverfisgalleríi.
Þar hitti blaðamaður hann fyrir í
vikunni og virti fyrir sér heillandi
málverk sem eru ekki öll þar sem
þau eru séð og vaxa eftir því sem
lengur er horft.
Roberts fæddist 1954, stundaði
grunnnám í myndlist í Dyfed-lista-
háskólanum í Wales og hlaut BA- og
MFA-gráður frá Goldsmith’s lista-
háskólanum í London. Þar lauk hann
meistaranámi árið 1989. Hann býr
nú og starfar í Antwerpen í Belgíu
og hafa verk hans verið sýnd á tug-
um sýninga í fjölda landa og virtum
sýningarrýmum á borð The Draw-
ing Center í New York og Whitecha-
pel-galleríið í London.
Saumar verkin sjálfur
Við hefjum samtalið á ástæðu þess
að Roberts er að sýna hér á landi.
„Ég á nokkra íslenska vini í Ant-
werpen,“ svarar Roberts og segist
þannig hafa fundið fyrir tengingu við
Ísland. Vindurinn gnauðar fyrir
utan og greinilegt að veturinn er á
næsta leiti. Hann reynist fullkomin
hljóðmynd fyrir blæbrigðarík og
naumhyggjuleg verk Roberts sem
máluð eru í ólíkum tónum svarts og
hvíts og oft glittir í brúnleitan strig-
ann. Þegar nær er farið koma saum-
ar í ljós og Roberts útskýrir að verk-
in séu málaðir flekar sem saumaðir
hafa verið saman listavel. Hann seg-
ist sjálfur sjá um saumaskapinn og
nota til þess frekar hefðbundna
saumavél sem dóttir hans á. Roberts
egir þessa saumaaðferð heldur nýtil-
komna hjá sér.
Mætti mótspyrnu
Roberts segir að á fyrri hluta fer-
ils síns hafi hann gert póst-mínímal-
ísk verk og þau hafi mætt nokkurri
andspyrnu á þeim tíma þar sem hin
nýja fígúrasjón naut vaxandi vin-
sælda. „Ég þurfti stundum að verja
verkin mín af krafti fyrir fólki sem
gagnrýndi þau harðlega, sagði þau
leiðinleg og ekkert væri að gerast í
þeim,“ segir Roberts kíminn. Námið
í Goldsmith’s hafi reynst dýrmætur
undirbúningur, bæði hvað listsköp-
un varðar og sjálfsvörn því nemend-
ur hafi verið duglegir við að gagn-
rýna verk hver annars og mikið spáð
og spekúlerað í listina með kennur-
um sínum.
Roberts er spurður hvort hann
hafi fundið rödd sína snemma í mál-
aralistinni og segist hann reyndar
hafa byrjað í skúlptúr á áttunda ára-
tugnum. Hann hafi síðar flutt til
London, þurft að fóta sig í stórborg-
inni, læra að lifa af og borga reikn-
ingana. „Það var ekki fyrr en ’87 eða
’88 sem ég fór að gera verk sem mér
fannst dálítið róttæk og áhugaverð
og fór að finna mína rödd,“ útskýrir
Roberts. „Goldsmith’s hjálpaði mik-
ið til hvað það varðar.“
Leikur að pósitífu og negatífu
Verk Roberts í Hverfisgalleríi eru
„afrakstur agaðrar þróunar hans á
abstrakt og naumhyggjulegu sjón-
rænu tungumáli sem á í samræðu
við arkitektúr og málarahefðina, að
miklu leyti innblásin af hugmynda-
og naumhyggjulist sjötta og sjöunda
áratugarins“, svo vitnað sé í texta
Birtu Guðjónsdóttur og Roberts
leikur sér með hið pósitífa og nega-
tífa bæði í málverkum og teikn-
ingum, skefur litinn af eða byggir
upp.
Liturinn er stundum næfur-
þunnur, stundum þykkur og í teikn-
ingum sem sjá má í römmum innar í
galleríinu hefur hann skafið ofan í
litaðan pappír svo úr verður hálf-
gerð sjónhverfing, ekki ljóst í fyrstu
hver aðferðin er, hvað er undir og
hvað ofan á. Þessu líkir Roberts við
vinnu fornleifafræðinga, uppgröft og
úrvinnslu.
Hann segir verk sín að hluta til
snúast um listmálun sem gjörning,
þ.e. að mála málverk. Og svartur er
ekki bara svartur og hvítur ekki
bara hvítur heldur eru blæbrigðin
ótalmörg. „Ég hef gert heilu mál-
verkasyrpurnar út frá ólíkum hvít-
um tónum,“ bendir Roberts á og að
þau blæbrigði séu vissulega fínleg.
Horfir inn á við
Roberts er spurður hvernig hon-
um hafi gengið sem listamanni í kóf-
inu og segist hann lítið hafa fundið
fyrir því hvað listsköpunina varðar,
enda vanur að vinna einn á sinni
vinnustofu. „Ég horfi mikið inn á við
í verkum mínum, þau snúast um
listina sjálfa þannig að utanaðkom-
andi áhrif eru lítil sem engin,“ bend-
ir hann á.
Roberts hefur komið víða við á
ferlinum og unnið með fólki úr öðr-
um skapandi greinum, þeirra á með-
al arkitektum og hönnuðum og gert
vegglistaverk, rýmisverk og texta-
verk, hannað húsgögn og verið sýn-
ingarstjóri, svo fátt eitt sé upp talið
og sjá má í formi texta og mynda á
vefsíðu hans, perryroberts.com.
Síðast en ekki síst hefur Roberts
sinnt háskólakennslu sem hann seg-
ist hafa gaman af þó hann hafi að
vísu stundum áhyggjur af nemend-
um sínum, hvernig þeim líði og
hvernig þeim gangi í listsköpun
sinni.
Ótalmörg og fínleg blæbrigði
- Enski myndlistarmaðurinn Perry Roberts sýnir í fyrsta sinn á Íslandi - Tenging við Ísland í
gegnum íslenska vini - Segir nám í Goldsmith’s hafa reynst sér vel í að skapa list og verja hana
Morgunblaðið/Unnur Karen
Sý fyrsta Sýning Perry Roberts í Hverfisgalleríi er fyrsta sýning hans hér á landi. Sýningunni lýkur 6. nóvember.
Verkefnið Húsnæðiskostur & hí-
býlaauður hlaut styrk úr Minningar-
sjóði Guðjóns Samúelssonar er út-
hlutað var úr sjóðnum fyrir helgi.
Alls bárust tólf umsóknir um styrk-
inn en í tilkynningu segir að eftir
yfirlegu stjórnar sjóðsins hafi verið
ákveðið að veita verkefninu styrk-
inn.
Að verkefninu Húsnæðiskostur &
híbýlaauður standa Anna María
Bogadóttir arkitekt og menningar-
fræðingur, Hildur Gunnarsdóttir
arkitekt, Ásgeir Brynjar Torfason
viðskiptafræðingur, Hrefna Björk
Þorsteinsdóttir arkitekt, Hólmfríður
Jónsdóttir arkitekt og Snæfríð Þor-
steins hönnuður.
Veittur er styrkur til útgáfu bókar
og miðlunar rannsókna á sviði hús-
næðismála frá sjónarhóli arkitekt-
úrs og hönnunar. Í bókinni er þróun
húsnæðiskosta á Íslandi spegluð í al-
þjóðlegu samhengi hugmynda-, fé-
lags- og fagurfræði sem og hag-
rænna þátta og verður lögð áhersla
á gæði húsnæðis og áhrif þeirra á
heilsu og upplifun fólks. Markmiðið
með útgáfunni er að brýna rödd og
þekkingu fag- og fræðafólks á sviði
hönnunar og arkitektúrs til áhrifa á
sviði húsnæðismála.
Aukin þekking á húsagerðarlist
Minningarsjóður Guðjóns Sam-
úelssonar var stofnaður samkvæmt
erfðaskrá Guðjóns Samúelssonar
húsameistara, en Guðjón lést í apríl
árið 1950. Hann var ókvæntur og
barnlaus þegar hann lést. Í erfða-
skránni kemur fram að það sem af-
gangs verður af eignum hans skuli
renna til stofnunar sjóðs í hans nafni
og skal tilgangurinn vera að breiða
út þekkingu á íslenskri húsagerðar-
list. Minningarsjóðurinn hefur veitt
styrki frá árinu 1995 í kjölfar sölu á
húseign hans á Skólavörðustíg 35.
Guðjón er einn áhrifamesti og af-
kastamesti arkitekt sem Ísland hef-
ur alið. Hann var fyrstur Íslendinga
á 20. öld til að ljúka háskólaprófi í
byggingarlist og gegndi stöðu húsa-
meistara ríkisins nær allan sinn
starfsferil. Guðjón teiknaði margar
af helstu byggingum Reykjavíkur og
kennileiti bæja og byggðarlaga víða
um landið. Eins kom hann að skipu-
lagsmálum, og gerði skipulags-
uppdrætti að mörgum bæjum.
Hlutu styrk Guðjóns
- Húsnæðiskostur & híbýlaauður hlaut styrk úr Minningar-
sjóði Guðjóns Samúelssonar - Rannsaka húsnæðismál
Minningarstyrkur Þátttakendur í verkefninu Húsnæðiskostur & híbýlaauð-
ur veittu styrknum viðtöku en hann verður notaður til útgáfu og miðlunar.
Myndlistarmað-
urinn Guðjón
Ketilsson hefur
verið valinn til
þess að halda
yfirlitssýningu á
verkum sínum í
Listasafni
Reykjavíkur á
Kjarvalsstöðum
haustið 2022.
Verk Guðjóns
verða þá sýnd í sýningarröð þar
sem sjónum er beint að ferli starf-
andi listamanna sem þegar hafa
með fullmótuðum höfundar-
einkennum sett svip sinn á íslenska
listasögu. Fyrri listamenn í sýning-
arröðinni eru Guðný Rósa Ingi-
marsdóttir – en sýning hennar var
opnuð um liðna helgi, Sigurður
Árni Sigurðsson, Ólöf Nordal, Har-
aldur Jónsson og Anna Líndal.
Guðjón (f. 1956) hefur komið víða
við á löngum ferli. Einkum hefur
hann lagt rækt við skúlptúr en
teikning leikur einnig stórt hlut-
verk í listsköpun hans. Áberandi í
verkum hans er áherslan á hand-
verk, enda eru verk hans kunn fyrir
listfengi, hugvitssemi og alúð.
Hann hefur haldið á þriðja tug
einkasýninga og tekið þátt í fjölda
samsýninga, heima og erlendis.
Guðjón
valinn til að
sýna næstur
Guðjón
Ketilsson
- Sýnir næsta haust
Í tengslum við
sýninguna
Mannamyndir,
sem var opnuð í
Ljósmyndasal
Þjóðminjasafns
um liðna helgi,
fjallar María
Kjartansdóttir
ljósmyndari um
mannamyndir út
frá sjónarhóli
myndlistarinnar í fyrirlestri í safn-
inu í hádeginu í dag. Fyrirlesturinn
hefst kl. 12 og verður einnig streymt
á YouTube.
Verk Maríu sýna oft mannverur í
samspili við náttúruna og eru gjarn-
an nokkurs konar könnun á mögu-
leikum hvers staðar. Ljósmyndir
hennar eru draumkenndar í frásögn
sinni en búa jafnframt yfir sam-
kennd með viðfangsefninu.
María útskrifaðist með MFA-
gráðu frá Glasgow Shool of Art árið
2007. Síðan hefur hún búið og starf-
að í London, Glasgow, París og nú
síðast í Reykjavík og sýnt ljós-
myndun og myndbandalist víða.
Nýjasta verkefni hennar er stutt-
myndin og ljósmyndasyrpan
Sprungur. Aðgöngumiði í safnið
gildir að fyrirlestrinum.
Fjallar
um manna-
myndir
- María segir frá
María
Kjartansdóttir