Morgunblaðið - 05.10.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 05.10.2021, Síða 32
Fyrsta Kúnstpása nýs starfsárs Íslensku óperunnar verður í hádeginu í Norðurljósasal Hörpu í dag, kl. 12, og ber yfirskriftina „Ástríður og örlög“. Flytjendur á tónleikunum eru Egill Árni Pálsson tenór, Ingibjörg Al- dís Ólafsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleik- ari. Listamennirnir hafa starfað saman um árabil og komið víða fram saman á tónleikum, bæði hérlendis og erlendis. Á efnisskránni eru vel þekktar aríur og dúett- ar. Tónleikarnir marka upphaf starfsárs Íslensku óper- unnar. Aðgangur er ókeypis. Egill Árni og Ingibjörg Aldís syngja í Kúnstpásu Óperunnar í hádeginu Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Sigurmundur Gísli Einarsson er einn öflugra frístundabænda í Vest- mannaeyjum sem nýta heimalandið, Heimaey og stærstu úteyjarnar, til sumarbeitar. Slátra sjálfir og allt er nýtt. Líka mörinn sem notaður er í sláturgerð en einnig í tólg eins og við þekkjum sem teljum soðinn fisk, saltaðan og skötu heimsins mesta lostæti. Þegar tólgin fór að pirra magann byrjaði Sigurmundur að leita nýrra verkunaraðferða. Leitaði í smiðju Vestfirðinga með sinn hnoðmör en þróaði hann áfram. Niðurstaðan er einstök afurð og brjóstsviðinn er á bak og burt. „Við bjuggum á Arnarhóli, Faxa- stíg 10, og þar var fjárhús. Þetta var lítill hringur, Reykir rétt hjá þar sem voru kindur og Bjarni í Breið- holti var með kindur og svo var slátrað heima,“ segir Sigurmundur um uppvaxtarárin í Eyjum. „Þegar kom að því að slátra fullorðnum kindum gátu pabbi og afi ekki komið að því. Það urðu aðrir að gera. Þær voru vinir þeirra og þeir áttu erfitt með að sjá á eftir þeim,“ bætir Simmi við en faðir hans er Einar Gíslason, oft kenndur við Betel í Vestmannaeyjum, og afi hans Gísli Jónsson. Bjó hann í kjallaranum á Arnarhóli. „Þannig að maður ólst upp við þetta og heldur í hefðirnar. Einn ná- granninn var Svenni Tomm, en við vorum á Ísleifi VE þegar hann strandaði austur við Ingólfshöfða 1975. Einhvern tímann var Svenni fenginn til að fylgjast með þegar hleypt var til. Hrútarnir hétu eftir helstu höfðingjum heimsins á þeim tíma, Krúsjeff og Kennedy, og pabbi sagði við Svenna að þeir vissu alveg hvað ætti að gera. „Sérðu girndina, sérðu lostann, hann skín framan úr honum,“ sagði hann og benti á einn hrútinn.“ Passað var upp á skyldleikann en einhvern tímann klikkaði það og þá hrópaði Einar: „Sveinn, æ, æ, þetta er amma hans.“ Þessi hefð hefur haldist en úr vöndu var að ráða þegar tólgin lét finna fyrir sér hjá Simma. „Ég fékk alltaf brjóstsviða af feitinni og þá fór ég að leita annarra leiða í staðinn fyrir að henda henni út. Vestfirð- ingar eru þekktir fyrir sinn hnoðmör sem þeir verka á sérstakan hátt. Gústi á Kap, vinur minn, pantaði alltaf skötu að vestan fyrir okkur, ósaltaða tindabikkju. Það fylgdi allt- af með pakki af grænum mör og ég tók eftir því að ég fékk ekki brjóst- sviða af honum.“ Þetta varð til þess að Simmi fór að leita leiða til að búa til sinn eigin hnoðmör. „Nú er ég kominn með það sem passar mér. Tek mörinn, bý til kúlu sem ég loka af þannig að loft kemst ekki að og geymi í kaldri geymslu þar sem ljós kemst ekki að. Hér er ég með ársgamlan mör sem sannar að þetta er geymsluaðferð sem hefur virkað og tólgin er ljúf á bragðið með sætu eftirbragði. Núna viljum við Unnur ekkert annað út á saltfisk og skötu. Finnst ekkert var- ið í hann öðruvísi. Erum búin að finna bragð sem okkur þykir mjög gott. Tek skræðurnar frá,“ segir Simmi. Framleiða hnoðmör með ljúfu eftirbragði - Fjárbændur í Eyjum leita nýrra leiða við að verka mör Morgunblaðið/Óskar Pétur Veisla Hjónin Sigurmundur Gísli Einarsson og Unnur Ólafsdóttir. Rúningur Fjárbændur í Vestmannaeyjum rýja fé í Heimakletti. 2021 MIÐASALAHEFSTÁ FIMMTUDAGKL. 10! 18.DESEMBERÍHÖLLINNI FJARÐARKAUPOGGÓA KYNNA Í SAMVINNU VIÐCOCA-COLA EYÞÓRINGI · GISSURPÁLL HÖGNI · JÓHANNAGUÐRÚN MARGRÉTRÁN · STEFANÍASVAVARS SVALA · SVERRIRBERGMANN JÓLASTJARNAN ·SIGURVEGARI Í JÓLALAGAKEPPNI RÁSAR 2 FIT JÓLAGESTIR WWW.JÓLAGESTIR.IS ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 278. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Erlendur Eiríksson var besti dómarinn í úrvalsdeild karla í fótbolta á árinu 2021 og Gunnar Oddur Hafliða- son besti dómarinn í úrvalsdeild kvenna. Þetta var niðurstaðan úr einkunnagjöf Morgunblaðsins fyrir leik- ina í þessum deildum á nýliðnu keppnistímabili. »26 Erlendur og Gunnar bestu dómarar ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.