Morgunblaðið - 08.10.2021, Side 4
ÓTAKMARKAÐ GOLF Á ALICANTE
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
GIST Á ALICANTE GOLF EÐA EL PLANTIO GOLF
SÍÐUSTU
SÆTIN Í
OKTÓBER
EL PLANTIO GOLF RESORT
El Plantio er vinsælasti golfstaður okkar á
Spáni. Þessi skemmtilegi staður er steinsnar
frá Alicanteborg og því tilvalið fyrir þá sem
vilja spila golf og njóta menningarinnar í
Alicante. Golfvöllurinn við hótelið er 18 holu
völlur sem hentar fyrir alla kylfinga.
ALICANTE GOLF RESORT
Alicante Golf er í 15 mínútna fjarlægð frá
miðborg Alicante og 10 mínútum frá bænum
San Juan. Stutt er í verslun og á ströndina
og nokkur skref á golfvöllinn. Alicante Golf
inniheldur sex par 3 holur, sex par 4 holur og
sex par 5 holur, sem þýðir að þú munt aldrei
spila sömu holu tvisvar í röð með sama par.
INNIFALIÐ
ÓTAKMARKAÐ GOLF
INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR
GOLFBÍLL INNIFALINN
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI
VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
OKTÓBER - NÓVEMBER - DESEMBER
EL PLANTIO VERÐ FRÁ 179.900 KR.
Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA
Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði
ALICANTE GOLF VERÐ FRÁ 199.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Staðreyndin er sú að árið 2021 verð-
ur ekki skárra en árið 2020 hvað
varðar fjármál sveitarfélaga. Þetta
kom fram í máli Sigurðar Á. Snæv-
ars, sviðstjóra hag- og upplýsinga-
sviðs Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, á fjármálaráðstefnu sam-
bandsins sem hófst í gær. Sagði hann
að hratt vaxandi launakostnaður
væri sannarlega ein helsta ógnin í
fjármálum sveitarfélaga. Ef horft
væri á þróunina frá 2019 og fram á
yfirstandandi ár hefði afkoman
versnað hratt hvort sem litið væri til
rekstrarafgangs sveitarfélaga eða
veltufjár.
„Launakostnaðurinn hefur ein-
faldlega étið upp allar útsvarstekj-
urnar og þróunin hefur verið í eina
átt í töluverðan tíma. Ef breytingum
lífeyrisskuldbindinga er svo bætt við
þá skiluðu útsvarstekjur í fyrra engu
upp í önnur útgjöld. Það er auðvitað
mjög alvarlegt og er meginstefið í
þróun fjármálanna í fyrra og hitteð-
fyrra og sýnist mér aldeilis líka í ár,“
sagði Sigurður.
Hallar verulega á hjá sumum
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
stjórnar sambandsins, vék einnig að
launakostnaði sveitarfélaganna í
setningarræðu á ráðstefnunni í gær.
Hún sagði mörg sveitarfélög standa
enn vel, en það halli verulega á hjá
sumum. „Á árinu 2021 benda líkur til
að fjárhagsstaða sveitarfélaga versni
frá fyrra ári, m.a. vegna aukinna
launaútgjalda sem virðast vera langt
umfram tekjuaukningu vegna út-
svars,“ sagði Aldís.
Minnti hún á að í árslok renna út
kjarasamningar við fimm stéttar-
félög innan Kennarasambands Ís-
lands og við fjögur stéttarfélög innan
BHM. Sagði Aldís að hið opinbera
eigi ekki að leiða launaþróun í land-
inu. Þar eigi almenni markaðurinn að
draga vagninn og þá sérstaklega
gjaldeyrisskapandi útflutningsgrein-
ar. Takmörk séu fyrir því hvað launa-
kostnaður geti vaxið án þess að stór-
slys verði. Mörg sveitarfélög voru í
verulegum vanda í fyrra og kom fram
í greiningu Sigurðar að 35 sveitar-
félög voru rekin með halla. Staðan
var jafnvel verri en eftir bankahrun-
ið. ,,Ef við berum saman stöðuna
2009 við stöðuna 2020 þá kemur í ljós
að rekstrarstaðan er um margt verri
nú en þá. Neikvætt veltufé frá
rekstri var hjá um 24% af sveitar-
félögum í fyrra en um 17% árið 2009.
56% sveitarfélaga voru með rekstr-
arhalla 2020 en til samanburðar 52%
árið 2009,“ sagði Sigurður.
Árshlutauppgjör fjögurra af fimm
stærstu sveitarfélögunum á þessu ári
sýna að tekjur hafa vaxið verulega en
laun og tengd gjöld hækkað miklu
meira og samtals var veltufé þeirra
frá rekstri neikvætt um 2,5 milljarða.
,,Það er býsna alvarleg staða þegar
leggja þarf rekstri til veltufé,“ sagði
hann.
Yfirlit yfir hálfs árs uppgjör tíu
annarra stórra eða meðalstórra
sveitarfélaga sýna ívið skárri stöðu
en halli er þó á rekstri þeirra um
7,6% af tekjum en veltufé jákvætt.
Laun og launatengd gjöld voru
96% af útsvarstekjum sveitarfélaga í
fyrra en þau hækkuðu um 11,5% milli
áranna 2019 og 2020. Á fyrstu sex
mánuðum þessa árs hækkaði launa-
kostnaðurinn svo um 16,3% í fjórum
af stærstu sveitarfélögum landsins,
sem birt hafa uppgjör að því er fram
kom í máli Sigurðar.
Lífskjarasamningarnir hafa
reynst sveitarfélögunum dýrir að
sögn hans og launahækkanir hafa
verið mun meiri hjá sveitarfélögum
en á almenna markaðinum og hjá rík-
inu, sérstaklega í ár. Skýringar á því
fælust m.a. í því að lífskjarasamning-
arnir kváðu á um krónutöluhækkan-
ir, sem voru hærri á kauptaxta en á
yfirborguð laun. Meðallaun eru 18%
hærri á almenna markaðinum heldur
en hjá sveitarfélögunum og litlar sem
engar yfirborganir viðgangast hjá
sveitarfélögum ólíkt almenna mark-
aðinum. Þetta þýðir að lífskjara-
samningurinn leiddi til miklu meiri
prósentuhækkana fyrir sveitarfélög
heldur en á almenna markaðinum.
„Krónutöluhækkanir hjá okkur voru
sem sagt samkvæmt taxta en voru
lægri á almenna markaðinum vegna
yfirborgana. Síðan er vinnutíma-
styttingin miklu dýrari hjá sveitar-
félögum heldur en á almenna mark-
aðinum. Það á sérstaklega við um
vaktavinnufólkið,“ sagði hann.
Nýjar forsendur lífaldurs
breyta lífeyrisskuldbindingum
Sigurður benti á að nú væri spáð
4% hagvexti á þessu og næsta ári og
vinningurinn í loðnulottóinu gæti
aukið hagvöxt um allt að 2%. Við það
styrkjast tekjustofnar sveitarfélaga
og þetta auki bjartsýni á að sveitar-
félög muni rétta úr kútnum fjárhags-
lega en margvíslegar áhættur og
áskoranir blasi við þeim bæði í bráð
og lengd. Auk kjaramálanna þá væru
það m.a. lífeyrisskuldbindingar
sveitarfélaganna en um þessar
mundir eru nýjar forsendur um líf-
aldur á teikniborðinu og í væntan-
legri reglugerð, sem munu að sögn
hans hafa gríðarleg áhrif á lífeyris-
skuldbindinguna og á útreikninga á
varasjóði Brúar, lífeyrissjóðs starfs-
manna sveitarfélaga. Þá sagði Sig-
urður að málefni fatlaðs fólks væri
líklega ein stærsta áskorunin sem
blasir við sveitarfélögum. Fljótlega
verða kynntar rannsóknir Analytica
á fjárhagslegri sjálfbærni sveitarfé-
laga og er niðurstaðan skýr, sveitar-
félög sem eru með mikil útgjöld
vegna þjónustu við fatlað fólk eru
varla fjárhagslega sjálfbær, nema til
komið aukið fjármagn frá ríkinu, að
sögn Sigurðar.
Launakostnaður ein helsta ógnin
- Líkur á að fjárhagsstaða sveitarfélaga versni frá fyrra ári að sögn formanns Sambands ísl. sveitar-
félaga - Sveitarfélög með mikil útgjöld vegna þjónustu við fatlað fólk eru varla fjárhagslega sjálfbær
Morgunblaðið/Eggert
Fjármálaráðstefna Um 400 manns sækja ráðstefnuna þar sem sjónum sér-
staklega beint að áhrifum heimsfaraldursins og áskoranir sem blasa við.
Launaþróun og launakostnaður
Launakostnaður sem hlutfall af útsvarstekjum sveitarfélaga
Hækkun launavísitölu Hagstofu Íslandas
100%
95%
90%
85%
80%
75%
15%
10%
5%
0%
Laun og launatengd gjöld Breyting lífeyrisskuldbindinga
Hækkun 2019-2020 Hækkun fyrstu 6 mán. '21-22
2018 2019 2020 2021
Almennur vinnumarkaður Ríkið Sveitarfélög
Fyrri hluti árs
6%
87%
3%
89%
5%
96%
4%
99%
Heimild: Samband
íslenskra sveitarfélaga
7,2%
6,1%
12,1%
6,3%
16,2%
7,9%
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu
farsældar barna geta orðið verulega
kostnaðarsöm og er ljóst að ríkið þarf
að færa töluvert fjármagn til sveitar-
félaga vegna þessa. Þetta kom fram í
setningarræðu Aldísar Hafsteins-
dóttur, formanns Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, á fjár-
málaráðstefnu sambandsins í gær.
Hún sagði að í fyrstu væri gert ráð
fyrir um eins milljarðs króna fjár-
mögnun frá ríkinu á ársgrundvelli
vegna þessa og verið væri að útfæra
hvernig því fjármagni verði best
skipt. „Morgunljóst er í mínum huga
að sú upphæð er engan vegin nægj-
anleg við þessa umfangsmiklu breyt-
ingu,“ sagði Aldís.
Skerpa á skiptingu ábyrgðar
Í lögunum er áhersla lögð á
snemmtækan stuðning með aukinni
samvinnu þjónustukerfa sveitarfé-
laganna. Aldís sagði að sveitarfélögin
hefðu stutt þessar breytingar. Gert
sé ráð fyrir að í allri þjónustu við
börn verði skerpt á ábyrgðarskipt-
ingu milli ríkis og sveitarfélaga.
„Víðtækt samráð þarf að vera um
innleiðingu, með beinni aðkomu
sveitarstjórnarstigsins. Enn ná-
kvæmara kostnaðarmat en nú liggur
fyrir þarf að fara fram, þar sem bæði
er horft til þess hvar kostnaður og
ávinningur af breyttri framkvæmd
kemur fram,“ sagði hún.
Hvatti Aldís sveitarstjórnarmenn
að halda vöku sinni í þessu máli og
taka virkilega alvarlega hlutverk sitt
að fylgjast vel með kostnaðarþróun-
inni. „Ég bið ykkur um að vera á tán-
um í þessu verkefni sem auðveldlega
getur orðið miklu kostnaðarsamara
en nokkurn getur órað fyrir,“ sagði
hún.
Um 400 fulltrúar sitja fjár-
málaráðstefnuna á Hilton Reykjavík
Nordica og fer síðari hluti hennar
fram í dag.
„Bið ykkur um
að vera á tánum“
- Undirbúa samþætta þjónustu við börn
Morgunblaðið/Eggert
Setning Aldís Hafsteinsdóttir flytur
ræðu við upphaf ráðstefnunnar.
Fjármál sveitarfélaganna