Morgunblaðið - 08.10.2021, Side 14
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
T
ækifæri eru til að efla við-
skipti og samskipti Íslands
og Póllands. Auka ætti við-
veru íslenskra stjórnvalda
þar í landi. Þetta er mat starfshóps
sem Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
skipaði fyrir tveimur árum. Skýrsla
starfshópsins Vinátta og vaxtar-
broddar: Samskipti Íslands og Pól-
lands var birt á dögunum og er að-
gengileg á vef ráðuneytisins.
Starfshópnum, sem Grazyna
María Okuniewska stýrði, var falið að
greina tvíhliða samskipti ríkjanna á
heildstæðan hátt og leggja til aðgerðir
sem hægt væri að framkvæma á
næstu árum. Hann leggur til að ráð-
herra taki til athugunar ellefu tillögur
sem annars vegar lúta að því að festa
enn frekar í sessi farsæl samskipti
þjóðanna og hins vegar að almennum
aðgerðum sem hafa það að markmiði
að efla þau enn frekar.
Viðskiptin aukist verulega
Pólverjar hafa verið mjög áber-
andi hér á landi á undanförnum árum,
eru orðnir um 21 þúsund, og mun
óhætt að segja að atvinnuþátttaka
þeirra hafi skipt miklu máli fyrir hag-
vöxt í landinu. Byggingariðnaðurinn
hefur t.d. reitt sig mjög á pólskt
vinnuafl. Pólverjar þykja hafa aðlag-
ast samfélaginu vel og er líklegt að
drjúgur hluti þeirra sem flutt hafa til
landsins á síðustu árum muni setjast
að til frambúðar. Aftur á móti hafa fá-
ir Íslendingar sest að í Póllandi, munu
vera rétt um 50 að tölu núna. Pólskum
ferðamönnum hefur einnig fjölgað
jafnt og þétt í takt við þann fjölda Pól-
verja sem hér búa. Árið 2019 fóru um
93 þúsund Pólverjar um Keflavíkur-
flugvöll og voru þeir í sjötta sæti
þeirra þjóða sem hingað koma. Af
þeim fjölda er að vísu nokkur hluti
farandverkafólk.
Pólland er sjötta stærsta hag-
kerfi Evrópu og þar búa um 38 millj-
ónir manna. Ágætur hagvöxtur hefur
verið þar, gert er ráð fyrir að hann
verði 4,8% á þessu ári og 5,2% á því
næsta. Viðskipti Íslands og Póllands
hafa aukist verulega á síðustu fimm til
sex árum. Stærð pólska markaðarins
og staða landsins á innri markaði
ESB, hagvöxturinn í landinu og aukin
tengsl og samskipti þjóðanna gera
Pólland að vænlegu markaðssvæði
fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Það
eru einkum sjávarafurðir sem Íslend-
ingar flytja þangað, ekki síst makríll
og síld, en einnig nokkuð af áli, lyfjum,
fiskigámum og framleiðslutækni fyrir
matvæli og sjávarfang.
Umtalsverð tækifæri
Í skýrslunni segir að umtalsverð
tækifæri séu til íslenskrar fjárfest-
ingar í Póllandi, m.a. á sviði jarðhita
og orkuiðnaðar, verkfræðiþjónustu,
nýsköpunar, tækni og skapandi
greina.
Sem fyrr segir setur starfshóp-
urinn fram tillögur í ellefu liðum. Ein
þeirra er að festa betur í sessi pólitískt
samband landanna með því að opna
sérstaka sendiskrifstofu í Póllandi, en
nú annast sendiráð Íslands í Berlín
samskipti ríkjanna. Pólverjar hafa
hins vegar sendiráð hér á landi. Einn-
ig komi til greina að hafa útibú frá
Berlínarsendiráðinu í Póllandi með
reglubundinni viðveru starfsmanns.
Þá mætti einnig hugsa sér að endur-
vekja stöðu aðalræðismanns Íslands í
Póllandi.
Hvað viðskiptin áhrærir leggur
hópurinn til að starf viðskiptafulltrúa
Íslands í Berlín verði eflt með tilliti til
Póllands. Þá er varpað fram hugmynd
um að blása til sóknar í verkefnum á
vegum uppbyggingarsjóðs ESB en
þar liggi mörg sóknarfæri fyrir ís-
lensk fyrirtæki þar sem Pólland fær
hæst framlög allra ríkja úr sjóðnum.
Aðrar tillögur starfshópsins eru
m.a. að stuðlað verði að útflutningi á
íslensku hugviti og verkþekkingu á
sviði orkumála og jarðvarma til Pól-
lands. Nú þegar eru slík verkefni í
gangi en hægt væri að fjölga þeim
með því að fylgjast betur með þeim
tækifærum sem fyrir hendi eru.
Þá vill starfshópurinn að sam-
starf á sviði öryggis- og varnarmála
og mennta- og menningarmála verði
eflt. Enn fremur að stuðlað verði að
auknu samráði á sviði heilbrigðismála.
Mannréttindi gleymist ekki
Loks má geta þess að vikið er að
mannréttindum í skýrslunni. Núver-
andi stjórnvöld í Póllandi hafa legið
undir ámæli fyrir að virða ekki ýmis
réttindi og ganga gegn grunngildum
réttarríkisins með því að takmarka
sjálfstæði dómstóla í landinu. Þá hafi
verið þrengt að starfsemi frjálsra og
óháðra félagssamtaka sem tala máli
hælisleitenda, hinsegin fólks, kvenna,
mannréttinda, náttúruverndar og fjöl-
miðla. Segir starfshópurinn mikilvægt
að með auknum samskiptum þjóð-
anna sé haldið fast í grunnstoðir ís-
lenskrar utanríkisstefnu um mann-
réttindi og virðingu fyrir þeim.
Þátttaka Íslands í viðskipta- og menn-
ingarverkefnum í Póllandi verði ávallt
að byggjast á slíkum sjónarmiðum.
Tækifæri til að efla
viðskipti við Pólland
Vöruviðskipti Íslands og Póllands
2000 til 2020, ma.kr.
25
20
15
10
5
0
'00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
Heimild:
Hagstofa Íslands
2,9
20,9
24,3
3,4
13,2
11,0
7,3
1,9
7,5
13,7
15,8
0,4
Innflutningur
til Íslands
Útflutningur
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þó að starf-
semi banda-
rísku leyni-
þjónustunnar CIA
fari að jafnaði
fremur leynt, sem þarf ekki að
koma á óvart, ákvað William
Burns forstjóri hennar að til-
kynna um það opinberlega í
gær, að stofnunin hefði sett á
laggirnar sérstaka verk-
efnamiðstöð, þar sem kröftum
leyniþjónustunnar gegn Kína
yrði safnað saman á einn stað.
Sagði í tilkynningu Burns að
nýju miðstöðinni væri ætlað að
styrkja starf CIA gegn sífellt
fjandsamari aðgerðum kín-
verskra stjórnvalda, sem hann
kallaði „helstu ógn á sviði al-
þjóðamála“ sem Bandaríkin
myndu þurfa að mæta á 21. öld-
inni. Stofnunin hyggst nú ráða
til sín fleiri útsendara og sér-
fræðinga víðs vegar um heim-
inn til þess að svara þeirri ógn.
Yfirlýsingin er enn ein stað-
festing þess, að nokkurs konar
nýtt kalt stríð er að hefjast, ef
það er ekki þegar hafið, á milli
Bandaríkjanna og Kína. Enn
fremur er hún tákn þess, að
bandarískir embættismenn
telja að baráttan gæti tekið
fjölmörg ár og mikla fyrirhöfn
áður en niðurstaða fæst, líkt og
gerðist í kalda stríðinu við
Sovétríkin.
Staðan nú er hins vegar mun
flóknari, þar sem Kínverjar
hafa nú náð að gera sig ómiss-
andi þátt af alþjóðahagkerfinu,
og eru hagkerfi stórveldanna
tveggja bundin mýmörgum
sameiginlegum hagsmunum.
Það verður því ekki hlaupið að
því fyrir Bandaríkjastjórn, ætli
hún sér að reyna að halda aftur
af Kínverjum á alþjóðasviðinu.
Það segir sína sögu, að til-
kynning CIA kom einungis degi
eftir að greint var frá því að
samþykkt hefði verið að Joe Bi-
den Bandaríkjaforseti og Xi
Jinping, forseti Kína, myndu
funda saman með fjar-
fundabúnaði síðar á árinu til
þess að ræða þau fjölmörgu
deiluefni sem uppi eru á milli
ríkjanna. Með því má segja að
undirstrikað sé að í Wash-
ington telji menn ekki líklegt að
Biden og Xi muni finna lausnir
á þeim.
Einn helsti ásteytingar-
steinninn um þessar mundir er
staða Taívan, en Kínverjar
sendu um helgina 148 herþotur
af ýmsum gerðum inn fyrir það
svæði sem yfirvöld á eyjunni
telja til lofthelgi sinnar. Var til-
efnið það að undirstrika yfir-
ráðakröfu Kínverja yfir Taívan,
en Xi hefur heitið því að eyjan
verði sameinuð meginlandinu,
með valdi ef þörf krefur.
Kvað svo rammt að þessum
aðgerðum, að varnarmálaráð-
herra Taívan, Chiu Kuo-cheng,
varaði við því í vikunni að Kín-
verjar myndu geta
ráðist þar inn árið
2025 án þess að
kostnaður í
mannafla og tækj-
um yrði þeim fyrirstaða. Sagði
hann að Kína hefði reyndar
þegar afl til að taka eyjuna, en
að til þess kæmi ekki strax þar
sem Kína þyrfti að taka tillit til
ýmissa þátta. Meðal þess sem
talið er að Kína þurfi að horfa
til eru viðbrögð Bandaríkjanna
og að auki mögulega Japans og
Ástralíu, en eftir því sem afl
Kína vex minnka líkur á að aðr-
ir geri nokkuð til að aðstoða Ta-
ívan. „Þetta er alvarlegasta
staða sem ég hef séð á meira en
fjörutíu ára ferli mínum í hern-
um,“ sagði varnarmálaráðherra
Taívan en telja má líklegt að
enn syrti í álinn.
Slík innrás myndi reyna
mjög á þolrif Bandaríkja-
stjórnar, sem hefur selt yfir-
völdum á eyjunni vígbúnað og
sýnt stuðning sinn á marg-
víslegan máta, á sama tíma og
hún neitar að viðurkenna full-
veldi yfirvalda á Taívan.
Raunar eru skiptar skoðanir
um það meðal þeirra sem rýna í
málefni Kína hversu mikil
stríðshættan er orðin og sumir
hafa bent á að innanríkismál í
Kína geti haft þar áhrif. Versni
ástandið innanlands geti Taív-
anar verið í meiri hættu. Þá
gerði Mark Milley, formaður
herráðs Bandaríkjanna, minna
úr hættunni í sumar en varn-
armálaráðherra Taívans gerir
nú, þegar hann sagðist ekki sjá
neinar vísbendingar um að
hætta á innrás sé yfirvofandi
eða að ákvörðun um innrás hafi
verið tekin.
Þetta mat kann að hafa
breyst síðan, en eftir að þessi
ummæli féllu hafa Bandaríkja-
menn líka misstigið sig hrap-
allega í útreikningum í Afgan-
istan auk þess að bregðast
bandamönnum sínum illilega,
þannig að óvíst er að Taívanar
telji mat Bandaríkjanna traust-
vekjandi. Og þó að segja megi
að þar hafi aðallega verið um að
kenna mistökum forseta
Bandaríkjanna þá hjálpar það
lítið því að sá mun að óbreyttu
gista í Hvíta húsinu næstu árin.
En Taívan er einungis eitt af
ágreiningsefnum stórveldanna
tveggja, þar sem þau greinir á
um mannréttindi, Hong Kong,
Suður-Kínahaf, hugverkarétt-
indi og síaukin ítök Kínverja í
þriðja heiminum, svo fáein
dæmi séu nefnd. Ekkert af
þessum deiluefnum virðist auð-
leysanlegt á næstunni. Hið nýja
kalda stríð gæti því varað í
marga áratugi og fyrir fram er
ekki hægt að fullyrða hvor fer
með sigur af hólmi.
Fyrir heimsbyggðina alla,
ekki síst lýðræðisríkin, er þetta
verulegt áhyggjuefni.
CIA brýnir sverðin
gegn Kínverjum}Hið nýja kalda stríð
V
erkefnin sem bíða að loknum kosn-
ingum eru mörg og mismunandi.
Nær öll voru þó fyrirsjáanleg. Eitt
var það alls ekki. Fordæmalaus
staða kom upp þegar landskjör-
stjórn gaf út kjörbréf 63 þingmanna eftir að
hafa komist að þeirri niðurstöðu að óvíst væri
að meðferð kjörgagna og endurtalning at-
kvæða í Norðvesturkjördæmi hefði verið sam-
kvæmt lögum.
Þingmanna bíður nú það vandasama verk-
efni að taka afstöðu til þess hverjir úr þeirra
röðum séu réttkjörnir. Sú staða hlýtur að leiða
til þess að löngu tímabærar breytingar verði
gerðar á því fyrirkomulagi að þingmenn sitji
þar beggja vegna borðs.
Fram hefur komið að þingmannanefndin
sem nú er með málið þurfi einhverjar vikur í að
meta lagarök málsaðila; þeirra sem bera ábyrgð á fram-
kvæmd kosninganna og þeirra sem hafa kært endurtaln-
ingu atkvæða.
Það er grundvallaratriði að ekki leiki vafi á því hverjir
eru réttkjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Kerfið okkar þarf að
virka og það þarf að birtast fólki þannig að það skapi
traust. Verði niðurstaðan sú að verulegir annmarkar hafi
verið á framkvæmd kosninganna er það einfaldlega for-
senda ógildingar.
Viðreisn efnahagsins
Á meðan þingmenn reyna að finna út úr því hverjir
þeirra eru réttkjörnir gengur lífið sinn vanagang. Þar með
talið efnahagslífið. Þótt vonir standi til að bein áhrif af
Covid-faraldrinum fari þverrandi sýna kannanir
vaxandi svartsýni um þróun efnahagsmála. Al-
mennt er nú talið að neikvæð langtímaáhrif far-
aldursins verði meiri en útlit var fyrir fyrr á
þessu ári þegar gríðarlegt framlag stjórnvalda á
heimsvísu til efnahagsaðgerða og tilkoma bólu-
efna keyrði upp hraðari hagvöxt en vænta mátti.
Þegar hægir á hagvextinum en verðlag heldur
áfram að rísa sjáum við fram á ástand sem
skerðir verðmætasköpun og lífsgæði.
„The economy, stupid“ er ódauðlegt slagorð
úr smiðju kosningastjórnar Bills Clintons frá
1992. Þessi skilaboð eiga við nú sem aldrei fyrr
þegar formenn stjórnmálaflokkanna vinna í að
koma saman ríkisstjórn sem er best til þess
fallin að stýra landi og þjóð út úr Covid-
brimsköflunum. Hvernig við reisum efnahag-
inn við í kjölfar heimsfaraldursins hlýtur að
vera fyrsta forgangsmálið í viðræðum formannanna, hvar
í flokki sem þeir standa. Hvernig við tryggjum samkeppn-
ishæfni íslensks atvinnulífs, hvernig við verjum hag heim-
ila, hvernig við mætum áskorunum í loftslagsmálum.
Við mættum líka líta til annars slagorðs úr sömu kosn-
ingabaráttu: „Breytingar eða meira af hinu sama.“ Heim-
fært á aðstæður okkar er svarið ekki annaðhvort eða,
heldur nýjar lausnir sem byggjast á rótgróinni þekkingu.
Stöðugleiki í stað stöðnunar.
Þriðja slagorðið var síðan: „Ekki gleyma heilbrigðis-
kerfinu.“ Getum við ekki öll verið sammála um gildi þess?
hannakatrin@althingi.is
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
Ný verkefni á gömlum grunni
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen