Morgunblaðið - 08.10.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.10.2021, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021 um í skötuveislu og ákvað í miðri veislu að leyfa nokkrum gestum að kveikja sér í sígarettu í stof- unni en hann gleymdi því bara að amma var enn heima og það hefur aldrei verið reykt í stofunni í Goðalandi. Hann gat farið heim í vitlausum skóm eða rennt saman sitthvorum rennilásnum, á flís- peysunni og svo úlpunni, og verið fastur í fötunum fyrir vikið. Ein sagan segir líka af því þegar afi fór óvart buxnalaus í vinnuna. Afi hafði húmor fyrir sjálfum sér, var hnyttinn og hafði einstaklega notalega nærveru. Hann var vel lesinn og ljóð voru hans uppáhald. Gleymi því seint þegar ung- lingurinn ég hélt jólin hjá ömmu og afa. Við vorum bara þrjú, sem mér þótti frekar lítilfjörlegt þar sem alla jafna var húsið fullt af fólki á þessum tíma árs. Afi lét mig lesa ljóðið um Stjörnurnar eftir Davíð Stefánsson áður en við borðuðum. Unglingurinn kunni því miður ekki alveg að meta þessa gullfallegu stund en minn- ingin yljar í dag. Mér hefur alltaf þótt saga ömmu og afa aðdáunarverð. Hvernig þau hittust á miðri lífsins leið. Hann einstæður með tvö börn, hún einstæð með fjögur börn, eignast saman sjöunda barnið og að ná svo að sameina þetta allt og það á tímum þar sem ekki voru til sjálfshjálparbækur um stjúptengsl og samsettar fjöl- skyldur. Samt fundu þau sinn takt í þeirri vandasömu vegferð. Missir ömmu er mikill, vinátta og samskipti þeirra voru einstak- lega falleg. Jón og Dóra, næstum órjúfanlegur hluti hvort annars. Vegferð og virðing ömmu og afa hvors fyrir öðru í gegnum lífið er og verður mín fyrirmynd. Elsku amma og börn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. End- urminningar um afa munu ylja okkur um ókomna tíð. En gleðitár Guðs, sem hann felldi, er grét hann í fyrsta sinn, eru stjörnurnar, sem við sjáum sindra um himininn. (Davíð Stefánsson) Dóra Gunnarsdóttir. Jón D. Þorsteinsson er einn þeirra sem ég hef, á minni tíð, átt mest gott upp að unna. Það stafar ekki af því að hann væri alltaf að gera mér greiða eða rétta mér sérstaka hjálparhönd – sem þó stóð ekki á ef eftir var leitað. Það er af því hver hann var, hvernig hann var og hvar hann var. Hann var í mínu lífi alltaf réttur maður á réttum stað – á réttum tíma. Mér þótti það einhvern veginn sjálfsagt frá því ég var fyrst kynntur fyrir honum að hann mundi kvænast móður minni; það væri rétt og eðlilegt að þau, bæði nýlega fráskilin og vel á fertugs- aldri, mundu nú stofna sameigin- legt heimili með sjö börnum sín- um. Og það mundi nú aldeilis ganga ágætlega. Það er rétt núna, um fimmtíu árum síðar, að ég átta mig á hug- prýðinni sem í þessu fólst af beggja hálfu. Og að óbilandi og blessunarríkt samband þeirra í fimmtíu ár var ekki eins fyrirfram sjálfsagt og unglingnum virtist. Jón var traustur maður og stöðugur. Hann var heimakær, laghentur og úrræðagóður í handverki og framkvæmdum, frá smíðum og bókbandi að viðgerð- um raftækja. Einstakur garð- yrkjumaður og áhugasamur um veiðiskap og fjallaferðir. Hann var bókhneigður, orðhagur kunn- áttumaður á vísur og kvæði, alltaf hógvær en skemmtilegur í við- ræðu. Hann var góður fóstri og góður afi barnanna minna. Hann var góður maður. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa átt hann að. Sigurður J. Grétarsson. - Fleiri minningargreinar um Jón Dalmann Þorsteins- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jóhannes Helgason var fæddur í Hruna 26. ágúst 1929, sonur Helga Kjart- anssonar og Elínar Guðjónsdóttur. Hann lést 28. sept- ember 2021. Systk- ini hans eru Kjart- an, fæddur 13. september 1932 og Guðrún, fædd 13. ágúst 1936. Jóhannes kvæntist Kristínu Karlsdóttur 17. maí 1958 og eiga þau fjögur börn: 1) Karl, f. 7. janúar 1959, kona hans er Barbro Vestrin. Þau eiga fjög- ur börn, Stefán, Kristínu, Tómas og Maríu og þrjú barnabörn. 2) Unnur, f. 29. júlí 1960, maður hennar er Paul A Hansen. Börn þeirra eru Hilmar og Katrín. 3) Helgi, f. 22. maí 1962, kona hans er Ingibjörg Bjarney Bald- ursdóttir. Börn þeirra eru Jó- hannes, Snorri, Pálmi og Kristín og barnabörnin tvö. 4) Daði, f. 22. apríl 1967, kona hans er Victoria Nyaga, barn þeirra er Diljá Daima. Fyrri kona Daða er Erla Soffía Björns- dóttir. Þau eiga þrjú börn, Sólveigu, Hring og Sölva og eitt barnabarn. Jóhannes lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla og eftir nám í Garðyrkjuskóla ríkisins stofnuðu þau Kristín ný- býlið Hvamm 2 þar sem þau stunduðu fjölbreyttan búskap allan sinn starfsaldur. Útför Jóhannesar fer fram frá Hrunakirkju í dag, 8. október 2021, klukkan 13. Streymt verður frá Facebook- síðu Hrunaprestakalls. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/4vs4zfxy/. Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/. Hann Jói tengdapabbi er far- inn frá okkur og með hlýju minn- ist ég hans og þakka fyrir árin. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég, 19 ára stelpuskott að norðan, kom í heimsókn til Kristínar og Jóa. Helgi var að kynna mig fyrir foreldrum sínum, fór á fund og skildi mig eftir hjá þeim eina kvöldstund. Frá fyrstu stundu fannst mér ég vera velkomin og alla tíð síðan. Alltaf var hægt að treysta á stuðning frá Jóa, börnin okkar áttu skjól hjá afa og hann hafði endalausa þolinmæði þegar kom að barnabörnunum. Hann kenndi þeim vinnusemi og þau fylgdu honum í störfum frá því þau voru lítil og allt fram undir það síðasta. Jói var maður sem var á undan sinni samtíð að mörgu leyti. Frumkvöðull í skógrækt og grænmetisrækt. Heimili þeirra Kristínar var menningarheimili, listaverk á veggjum, bókmenntir í hillum og úr plötuspilaranum hljómaði klassísk tónlist. Þau ferðuðust mikið, bæði innanlands og utan. Jói var nýjungagjarn, átti oft nýjustu græjur eins og t.d. myndavélar og upptökuvélar. Það er gaman að setjast niður og skoða myndbönd af börnunum sem afi tók upp. Jói kunni alls ekki að sitja auð- um höndum. Hann var alltaf að hvort sem var í ræktun, fé- lagsstörfum eða að sinna áhuga- málum. Alltaf var mikill hugur í honum og eftir að við Helgi flutt- um í sveitina vorum við farin að læðast ef þurfti að smala hross- um, það var einhvern veginn miklu rólegra ef Jói var ekki með. Jói var mikill hesta- og söng- maður, hélt mikið upp á Halldór Laxness og ég þakka samfylgdina með ljóði eftir hann. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir. Við sitjum saman systkinin í stofunni í Hvammi 2, þar sem minningarnar af afa okkar hellast yfir okkur. Allar þær góðu stund- ir sem við vorum svo heppin að eiga með þessum einstaka manni birtast okkur jafn ljóslifandi og risavöxnu aspirnar fyrir utan stofugluggann sem bærast um í vindinum, umvafðar ótrúlegum gróðri og fegurð sem amma okk- ar og afi skópu af mikilli alúð og dugnaði. Við systkinin vorum svo ótrú- lega lánsöm að alast upp í næsta húsi við afa og ömmu og fá að kynnast þeim vel í gegnum ævina. Við erum að sama skapi þakklát fyrir umhverfið sem við fengum að alast upp í. Gróðursældin allt í kringum okkur var engin tilviljun heldur uppskera áralangrar vinnu og eljusemi og fallegt og gefandi umhverfið var stór hluti af okkar uppeldi. Það er margt hægt að segja um afa en fyrst og fremst var hann ótrúlega skemmtilegur og líflegur einstaklingur. Hann tók sjálfan sig alls ekki of alvarlega og þótt við næðum aldrei að sjá hann stíga á svið með leikfélagi Hruna- mannahrepps var hann mikill leikari heima við, með tilheyrandi grettum og geiflum sem glöddu ung hjörtu og fékk alla til að brosa út að eyrum. Í sérstöku uppáhaldi voru þeir Herra Bean og Einræðisherrann með Charlie Chaplin sem alla jafna spiluðust í VHS-tækinu og uppskáru mikinn hlátur frá okkur og ekki síst afa þar sem hann sat með okkur í sóf- anum. Eftir því sem við sjálf eltumst áttuðum við okkur svo alltaf betur og betur á því að afi var ekki bara stórskemmtilegur húmoristi, heldur líka mjög góður maður. Aldrei heyrðum við hann segja slæmt orð um aðra og án þess að tala sérstaklega um það lifði hann bersýnilega eftir þeim gildum að allir menn væru jafnir, að græðgi og heimtufrekju skyldi forðast og að hinn sanni auður byggi í vinum okkar og vandamönnum. Afi var bæði uppátækjasamur og forvitinn. Sumir kalla það að vera í snertingu við sitt innra barn eða einfaldlega að búa yfir mikilli lífsgleði. Hann hafði mik- inn áhuga á nýjustu tækni og vís- indum og sankaði gjarnan að sér alls konar skrítnum græjum. Honum þótti gaman að ferðast og hafði mikinn áhuga á menningu og listum. Var ekki hátíðlegur og oft var stutt í smá fíflagang sem var svo skemmtilegur. Afi suðaði til dæmis alltaf um að fá að opna að minnsta kosti einn pakka fyrir kvöldmat á aðfangadag og mynd- aði þar með órjúfanlegt samband við okkur börnin sem vorum að sjálfsögðu á sama máli. Því verður aldrei hægt að koma fyrir í stuttri minningar- grein hvað afi kenndi okkur mik- ið. Sá lífsins lærdómur skilaði sér til okkar áreynslulaust fyrir hann og alla í kring. Hann einfaldlega lifði sínu lífi til fulls, uppfullur af ást og gleði. Sýndi okkur einlæg- an áhuga og stuðning, án nokk- urra væntinga um annað en að við reyndum sjálf að vera glöð og að okkur liði sem best. Hann skilur eftir sig aragrúa af ótrúlegum minningum og ævintýralega fallegt skógi vaxið ættarból sem umlykur okkur öll áfram eins og hlýju faðmlögin hans gerðu áður. Jóhannes Helgason, Snorri Helgason, Pálmi Helgason og Kristín Helgadóttir. Hugsa sér! Ég man meira en sjötíu ár aftur í tímann, meira en helminginn af öldinni sem leið. Og alveg frá því fyrsta er hann Jói í Hvammi í þessum minningum. Pabbi ólst upp í Hvammi frá ell- efu ára aldri, Jói var þá uppeld- isbróðir hans. Við áttum þar svo heima á meðan Garður var byggður, fyrstu tvö árin mín. Eftir að við fluttum var ég lengi að átta mig á því að ég ætti ekki lengur heima í Hvammi. Ég fór þangað um leið og ég var kom- in á fætur og búin með hafra- grautinn. Í eldhúsið til Ellu, eða út í fjós til feðganna. Þar var allt að gerast. Þar voru kýrnar og kálfarnir, svínin, hænurnar og hestarnir fyrir utan. Ég man meira að segja Jóa-Rauð. Þar var líka alltaf margt fólk. Heima í Garði var ekkert svona spenn- andi, við áttum ekki einu sinni hund. Við systkinin eltum Hvammsbræður við útiverkin flesta daga og heimsóttum svo Ellu í eldhúsið ef við urðum svöng. Við vorum þó oftast send heim á matmálstímum, en vorum komin aftur fyrr en varði. Í hey- skapnum fengum við alltaf að vera með. Sátum ofan á hlassinu á heyvagninum, sem Willys-jepp- inn dró. Síðasta ferðin og farið að skyggja, kannski alveg að koma nótt? Þolinmæði bræðranna og Helga gagnvart okkur, þessum auka smákrökkum, sem birtust á hverjum morgni og þvældust um allt, með og fyrir vinnandi fólki var einstök. Þegar ég var tólf ára fékk Jói sér kindur og þá fengum við líka tvær og það var sett á fót sauðfjárbú inni á Hveraheiði. Þá lærði ég að hleypa til og rýja, taka á móti lömbum og bólusetja. Við smöluðum og rákum á fjall. Jói var ábyrgur fyrir öllu sem smá- smalarnir gerðu, eða gerðu ekki. Ég varð fljótlega sá smalinn sem mestan áhuga hafði og var í fjár- húsinu flesta daga sem þar voru kindur. Jói kenndi mér allt sem ég kann í sauðfjárrækt, hann var „yfirbóndinn“ á Hveraheiðinni. Það fór samt alveg fram hjá mér þegar hann fór að sækja fram að Ásatúni, til að hitta þar kaupakonuna, hana Kristínu. Þetta hlýtur hann að hafa gert eftir að ég var háttuð og sofnuð. Ég vissi ekki neitt fyrr en einn dag á miðjum sauðburði, að hann spurði hvort ég treysti mér til að sjá um búskapinn á meðan hann færi nokkra daga til Reykjavíkur … til að gifta sig! Og svo kom Kristín, en það breytti engu. Við „bændur“ héldum okkar striki. Við rákum á fjall, drógum fé í réttum og fórum ríðandi á kapp- reiðar og landsmót. Þegar ég varð aðeins eldri vorum við Jói saman í leikstarfsemi ungmennafélagsins, hann var ekki svo mörgum árum eldri en ég þegar þangað var komið. Hann var alltaf til í gott grín, spaugari af bestu sort. Á síð- ari árum hefur verið gott að eiga hann að í ræktunarstarfinu. Þær eru orðnar nokkrar hríslurnar í Mýrinni sem minna á Jóa. Það var gaman að koma til þeirra hjóna í plöntusölunni, þá var vorið komið. Mér var hann í gegnum árin, eftir því sem þurfti, fóstri eða bróðir og alltaf góður vinur. Við Garðs-krakkarnir þökkum allt gott á liðnum árum, þau eru orðin mörg. Innilegar samúðar- kveðjur til Kristínar og allra af- komenda. Það er gott að eiga minningar um hann Jóa í Hvammi. Helga R. Einarsdóttir. Það er stundum sagt að stór hluti af gæfu manns sé samferða- fólkið, ættingjar og vinir. Jói frændi minn var einn þeirra og það er ekki ofsögum sagt að lífið okkar hér á Hvammstorfunni sé fátæklegra nú en áður, þegar hans nýtur ekki lengur við. Þeir bræður, Jói og pabbi, hafa alið all- an sinn aldur í Hvammi og því bú- ið þar svo lengi sem þar hefur verið búið og um langt skeið í fé- lagsbúi. Þar hefur sjálfsagt reynt á þolinmæði þeirra og þraut- seigju. Svo vel vildi til að báðir höfðu nóg af hvoru tveggja. Jói var hestamaðurinn á bænum og fyrir vikið varð hann snemma fyr- irmynd mín, svona vildi maður verða þegar maður yrði stór. Fara á fjall og ferðast á hestum um fjöll og firnindi, ríða á milli bæja og athuga hvort ekki væru einhverjir heima og jafnvel hvort þeir ættu eitthvað í kaffið. Kannski taka lagið. Eitthvað af þessu gekk jafnvel eftir. Hann fylgdist vel með hrossabrallinu og mörg dýrmæt samtöl áttum við um það í gegnum tíðina. Alltaf hvatti hann mann til dáða, alltaf leist honum vel á viðfangsefnin, þótt mörgum hefði þótt þau hálf- galin. Mörg eru minningabrotin, sem alltof langt mál væri að telja upp hér, en þegar upp er staðið stendur eftir minning um einstak- an mann. Ég tel það mikla gæfu að hafa fengið að njóta samfylgd- ar og leiðsagnar mannkosta- mannsins Jóhannesar í Hvammi. Blessuð sé minning hans. Við Erna sendum Kristínu og stór- fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Helgi Kjartansson. Að flytja til Hrunamanna úr Hlíðunum í Reykjavík vorið 1988 var ljúft, nokkuð strangt en eft- irminnilegt. Þar beið organistans fjölmennur kór, frekar tveir en einn og mikil kennsla er haustaði, en nú var sumar í vændum og lítil snót hafði bæst við nýstofnað kennaraheimili á Vesturbrúninni í Flúðaþorpinu. Þar bjó litla fjölskyldan okkar næstu sjö ár, eða þar til tónlist- armennirnir Edit Molnar og Miklós Dalmay komu þar til starfa norðan frá Húnaflóa 1995 en gamli organistinn og fjögurra manna fjölskylda flutti frá Flúð- um niður í Flóa og síðar til Sel- foss. Borg og sveit þróast í friðsæld víða um Suðurland og Flúðir voru þá orðnar að þorpi í allmiklu þétt- ingarferli og jörðin hans Jóa í út- jaðri þess, umvafin laufi, trjám og blómum, heimili hjónanna í Hvammi II, ötulla bænda þar sem garðyrkja og trjárækt voru við- fang og lifibrauð fjölskyldunnar. Jóhannes var í sóknarnefnd og traustur liðsmaður í kirkjukórn- um. Hlýr, starfsamur og ljúfur maður sem reyndist okkur hauk- ur í horni þegar við – tveim árum síðar – hófum sjálf trjárækt á Skeiðum, í Taglaskógi við Skeiðháholt. Frá honum fengum við margvísleg asparkvæmi og leiðbeiningar sem komu okkur að góðum notum þegar farið var að planta í móa og tún út við Blesa- staðamerki. Þennan velgerðar- mann okkar viljum við kveðja með orðum Tómasar Guðmunds- sonar: Því Kristur lifir. Angist hans og ást fer alla tíð með frið og mildi, hvar sem heimslán brást og háð er banastríð. Og megi kirkjan koma og lýsa þeim að krossi hans sem þrá að líkna og leiða þjáðan heim að lindum kærleikans. Harpa og Ingi Heiðmar. Nú er hann Jói í Hvammi fall- inn frá eftir farsælt og gott ævi- starf. Alla sína tíð eða í níutíu og tvö ár átti hann heima hér í Hrunamannahreppi, fæddur í Hruna, en fluttist tveggja ára með foreldrum sínum að Hvammi. Hvammur er nýbýli sem for- eldrar hans, Helgi Kjartansson frá Hruna og Elín Guðjónsdóttir frá Gröf, stofnuðu úr hálflendu Grafar og byggðu 1930. Tvær voru þær Grafarsystur, Elín og Eyrún, og fékk hvor þeirra sína hálflenduna, Eyrún Gröfina en Elín Hvamminn. Nafnið á nýbýl- inu var til komið þannig, að Helgi Kjartansson var borinn og barn- fæddur á þeim sögufræga stað Hvammi í Dölum þar sem faðir hans var prestur. En gömlu Hrunasystkinin Kjartansbörnin höfðu lengst af mjög sterkar ræt- ur til bernsku staðarins. Hvammur í Hreppum stendur í skjóli fyrir norðanáttinni undir Högnastaðaásnum. Þar er bæði sólríkt og jarðvegur frjór og svo bætir ómælt hundrað stiga heitt vatn enn á landkosti. Þar bjuggu foreldrar Jóa alla sína búskapar- tíð með mjólkurframleiðslu og garðyrkju. Má því með sönnu segja að þau voru frumkvöðlar í nýtingu á heita vatninu til upphit- unar gróðurhúsa og góðum og heitum jarðvegi til matjurtarækt- ar. Við þessar aðstæður ólst Jó- hannes í Hvammi upp, er þó ótalið menningarsinnað Ungmenna- félag Hrunamanna með upp- byggilegu félagsstarfi. Hann fór í Flensborg og Garðyrkjuskólann, kom þaðan eflaust víðsýnni og veraldardjarfari og tók við búi foreldra sinna með Kjartani bróð- ur sínum. Kvæntist þeirri ágæt- ustu konu Kristínu Karlsdóttur, greindri og víðlesinni, og eignuð- ust þau fjögur vel gerð börn. En þó að Jóhannesi í Hvammi hafi búnaðst vel, enda afburða- næmur garðyrkjumaður, opinn fyrir nýjungum og tækni, þá var hann svo mikið meira. Hann var svo skemmtilegur og vel gerður maður. Var flinkur í félagsmálum, músíkalskur og söngmaður góð- ur, leikari, hestamaður og skóg- ræktarmaður. Tók þátt í öllu fé- lagsstarfi. Alla tíð jákvæður og talaði aldrei niður til neins eða illa um nokkurn mann. Hann Jói í Hvammi var enginn venjulegur búandkarl, hann lifði að hluta til fyrir skáldskap og list- ir. Hann las mikið og ekki síst framúrstefnubókmenntir. Fór mikið í leikhús, á óperur og á tón- leika enda var þetta áhugamál þeirra hjóna beggja. Man vel eitt sinn í Amsterdamferð að hópur- inn missti þau inn á nýlistasýn- ingu. Undirritaður var svo heppinn að eiga hann að næsta nágranna í fjörutíu og sex ár og ferðast með honum ríðandi um fjöll og firn- indi. Fara með honum margar ferðir til útlanda og eiga hann að vini, sem alltaf var hægt að líta inn til. Að leiðarlokum þökkum við Helga fyrir okkur. Jón Hermannsson. Jóhannes Helgason Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.