Morgunblaðið - 08.10.2021, Side 19

Morgunblaðið - 08.10.2021, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021 sinn hressileika og orku. Samband hennar og Finnboga var náið og myndaðist þeirra á milli einstakur vinskapur og kærleikur. Hann tók þátt í lífi og störfum hennar í nokkrum löndum, kom með gleði og ástúð. Með Finnboga hófst nýr kafli hjá systur minni þar sem úti- vist, fjallgöngur og ferðalög urðu hluti af venjulegu lífi og gaf því frekara gildi. Þátttaka Íslands í Evrópumótinu í Frakklandi og heimsmeistaramótinu í Rússlandi á sama tíma og hún gegndi sendi- herrastöðu í viðkomandi löndum voru stórkostlegir og krefjandi tímar hjá þeim. Ég náði að sækja báða þessa viðburði með þeim og er það ógleymanlegt ævintýri. Við starfslok þeirra stefndi hugurinn til Akureyrar, fæðingarbæjar Finnboga, með búsetu og til að njóta þar fegurðar og fjölbreyti- leika íslenskrar náttúru. Þegar litið er yfir störf og verk- efni Finnboga um ævina sést að fáir hafa komið að íslensku at- hafnalífi með sama hætti og hann. Hann kom að iðnaðaruppbygg- ingu við Eyjafjörð, var leiðandi í stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum Íslands, stýrði Nýsköpunarsjóðn- um þar sem fyrirtækjasprotar framtíðarinnar voru ræktaðir og síðan kom hann að uppbyggingu íslenskra lykilfyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008 í gegnum Framtakssjóð Íslands. Auk þessa sat hann í stjórn Háskólans á Ak- ureyri, sem hann hafði hvatt til stofnunar á, sem og í fjölmörgum öðrum stjórnum. Loks tók hann þátt í markaðsuppbyggingu ís- lenskra tæknifyrirtækja í Rúss- landi á meðan hann bjó þar. Við Finnbogi áttum oft langt spjall um viðskipti og viðskipta- tækifæri og sótti ég oft í hans reynslubanka með þau verkefni sem ég var að fást við. Ég kom aldrei að tómum kofunum hjá Finnboga, einlægur áhugi hans samfara yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu skilaði sér ávallt í mjög ígrunduðum tillögum eða ráðgjöf. Hann hugsaði alltaf stórt, sá vel í gegnum þokuna og verk- efnin í stóru samhengi. Jafnan var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur, sem endurspeglaðist í áhuga hans á krefjandi ferðalögum og að klífa há fjöll, sum af hæstu fjöllum við- komandi heimsálfa, og þá kominn fram á miðjan aldur. Hann hjólaði t.d. allan pílagrímaveginn San- tiago de Compostela á Norðvest- ur-Spáni með litlum undirbúningi. Finnbogi kleif meðal annars Ki- limanjaro í Afríku og síðar Elbrus í Rússlandi, þá 70 ára gamall, og hafði hug á að fara á fleiri há fjöll en var talaður frá því, slíkur var hugurinn. Finnbogi var ekki endi- lega í besta líkamlega forminu í slíkum ferðum en hann bætti það upp með einstökum vilja, ástríðu og baráttugleði að takast á við nýja áskorun. Því miður dugði það ekki til í síðustu áskorun Finnboga í lífi hans. Við Sigurveig þökkum Finn- boga samfylgdina og sérlega ánægjulegar stundir. Innilegar samúðarkveðjur til Berglindar, dætra hans og fjölskyldna þeirra. Hvíl í friði. Lárus Ásgeirsson. Finnbogi Jónsson kom inn í fjölskyldu okkar fyrir um 16 árum og er mér minnisstætt þegar ég hitti hann í fyrsta sinn í samkvæmi bróður míns. Þar hitti ég hávax- inn, myndarlegan og brosmildan mann sem mér var sagt að væri vinur systur okkar Lárusar. Frá þessum tíma varð Finnbogi hluti af okkar fjölskyldu og þó að hann og Berglind dveldu ekki mikið á Íslandi fann maður hversu góð áhrif hann hafði á Berglindi og hversu vinskapur þeirra styrktist með árunum. Það voru ófáar myndir af þeim á fjöllum og á ferðalögum hérlendis sem og er- lendis sem birtust á samfélags- miðlum og ljóst að mikill kærleik- ur ríkti á milli þeirra. Finnbogi var greinilega mikill fjölskyldumaður og hafði gaman af því að heim- sækja foreldra okkar til að ræða málin. Hann sinnti dætrum sínum vel og svo í seinni tíð sá maður hversu stoltur hann var af barna- börnum sínum og tók virkan þátt í þeirra lífi og gerði sér m.a. ferðir út á land til að fylgjast með kapp- leikjum þeirra. Tengsl Finnboga við Akureyri voru sterk, en hann ólst þar upp og flutti þaðan eftir að námi lauk við Menntaskólann á Akureyri. Ein af okkar síðustu samverustundum er mér minnis- stæð, en þá hittum ég og dóttir mín, Ragnheiður Anna, þau Berg- lindi á Akureyri vorið 2020 og rölt- um við um æskuslóðir Finnboga. Ljóst er að æska hans var ekki auðveld og þurfti hann að flytja oft með móður sinni á árunum fram yfir fermingu. Finnbogi sýndi okkur húsið sem hann fædd- ist í og hvar hann síðan bjó á hverju ári fram til 15 ára aldurs þegar hann flutti að heiman til að undirbúa sig fyrir landsprófið. Það sem kom mér á óvart var hversu stoltur og glaður hann var með upplifun sína á þeim stöðum sem hann hafði búið. Hann sýndi okkur hvar hann og leikfélagar höfðu gert at í húsum og hvar hann lék sér og spilaði fótbolta. Þessi morgunstund með honum gaf manni góða innsýn inn í hvern- ig Finnbogi leit á lífið. Æska hans hefur greinilega mótað hann og maður skildi betur hvernig hann hefur þurft að treysta á sjálfan sig, gefast ekki upp, og vera áræð- inn. Þessi eiginleiki nýttist honum í starfi en árangur hans í viðskipt- um var mikill og sá maður fljót- lega að á bak við brosið reyndist alvara sem kom í ljós þegar við- skipti bar á góma. Við kveðjum þennan sómamann sem hvarf úr lífi okkar svona skyndilega, og sendum samúðarkveðjur til Berg- lindar og barna hennar, dætra og tengdasona Finnboga, barna- barna og systkina. Þór Ásgeirsson og fjölskylda. Það er einhvern veginn óskilj- anlegt að Finnbogi Jónsson hafið fallið frá svona snögglega og ég á hreinlega erfitt með að meðtaka það. Finnbogi, þessi hressi, glað- legi, vinalegi og í alla staði frábæri maður og fjallgöngugarpur. Finnbogi kom inn í líf fjöl- skyldu minnar í Vestmannaeyjum þegar hann gerðist kærasti Sveinu systur, fyrir um 50 árum. Finnbogi heillaði alla fjölskyldu- meðlimi strax með sinni vinalegu og glaðlegu framkomu og ég veit að foreldrar mínir voru afar ánægðir og stoltir með tengdason- inn allar götur síðan. Hann var þeim afar hjálplegur og nærgæt- inn og þegar Vestmannaeyjagosið skall á og fjölskyldan þurfti að flýja eyjuna um miðja nótt með allt sitt þá stigu þau Finnbogi og Sveina fram og buðu allri fjöl- skyldunni samastað hjá þeim í litlu íbúðinni á Hringbraut þó þröngt væri. Finnbogi og Sveina eignuðust tvær dætur þær, Esther og Rögnu, og voru þær sólargeislar pabba síns og yndislegt að sjá hvað hann var góður og nærgæt- inn við þær. Þeirra missir er mik- ill, móðurmissir fyrr 15 árum og nú föðurmissir. Í sorginni sem fylgir því að missa náinn ættingja og vin er haldreipið minningin um þann sem farinn er. Minningin um Finnboga er yndislega góð og ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og verða honum samferða í gegnum stóran hluta af lífi mínu. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og bræðra þá votta ég ykkur, Esther, Ragna og fjölskyldur, Berglind og fjölskylda, innilegra samúð og sendum við ykkur hlýj- ar hugsanir á þessum erfiðu vega- mótum lífsins. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Ragnar Sveinsson (Raggi mágur). Við Finnbogi bjuggum í sama húsi, Grænugötu 10 á Akureyri, fram til sex ára aldurs, ég í risinu en hann í kjallaranum. Þá vorum við Addi og Brói og lékum okkur saman meira og minna alla daga. Í huga minn koma fram ýmsar minningar frá þessum tíma en þær sem ég man best eru sam- verustundir okkar með Finnboga afa. Afi og amma bjuggu þá á Eiðsvallagötu. Við vorum í pössun hjá honum meðan mæður okkar og amma voru í vinnu og undum okkur vel. Við fundum báðir vel fyrir dálæti afa á sjómennskunni og fór hann stundum með okkur í skipasmíðastöð KEA þar sem þá voru í smíðum tveir 30 og 40 tonna bátar. Við fylgdust með fram- vindu smíðanna um alllanga hríð. Afi ræddi við smiðina og við hlust- uðum upprifnir á þá ræða um byrðing, lunningu, stafn og skut á þessum fleyjum. Við spurðum afa eitt sinn hvorn bátinn hann vildi eiga. Gamli formaðurinn svaraði ekki strax, horfði á bátana frá nokkrum sjónarhornum og sagði að lokum að hann veldi þann minni, sá væri örugglega betra sjóskip. Ég er ekki frá því að sam- vistir með afa hafi kveikt með okk- ur áhuga á sjómennsku og þá sér- staklega hjá Finnboga sem stefndi fram á unglingsár að því að feta í fótspor föður síns og afa. Við fluttum úr Grænugötunni upp á Brekku, hann í Löngumýri og ég í Þórunnarstræti. Ekki var langt á milli okkar og tengslin sterk þótt við eignuðumst aðra vinahópa hvor um sig. Þetta var tími framkvæmda. Smíðaðir voru kofar úr timburbútum frá ný- byggingum í grenndinni allt upp í þrjár hæðir. Það þarf ekki að spyrja að því að 3. hæðin varð til vegna ötullar framgöngu og áeggjanar Finnboga. Unglingsárin runnu upp og 15 ára vorum við komnir á síldarver- tíð hjá Alla ríka á Eskifirði. Á þessum árum þreyttum við frum- raun okkar á sjónum ásamt ýms- um störfum tengdum sjávarút- vegi. Við fórum í Menntaskólann á Akureyri og þar varð til nýtt sam- félag sem enn heldur tryggð við uppruna sinn, ekki síst vegna eld- móðs og elju Finnboga og fleiri sem létu hugmyndir verða að veruleika. Ferðir MA ’70-ár- gangsins til Rússlands og Siglu- fjarðar nú í sumar áttu uppruna sinn í kolli hans og hann lagði kraft sinn og dugnað í að koma þeim í framkvæmd. Svona var Finnbogi, hann lét verkin tala. Komið er að kveðustund skyndilegar en nokkurn óraði fyr- ir. Ég kveð hér minn kæra frænda og fyrsta leikfélaga og ylja mér við ljúfar minningar. Við Droplaug vottum Berg- lindi, Esther, Rögnu og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úð. Áskell Jónsson. Finnbogi frændi tilheyrði Ak- ureyrararmi fjölskyldu minnar. Kynni tókust með okkur á menntaskólaárunum, en áður höfðu mér borist til eyrna afrek hans á landsprófi og dugnaður í vinnu. En það var ekki fyrr en Finnbogi og Sveina fluttu frá Norðfirði til Hafnarfjarðar að með okkur tókst traust vinátta. Finnbogi var frændrækinn með eindæmum, hlýr og vinmargur. Hann var myndarlegur, bjó yfir miklum persónutöfum og ávann sér hvarvetna virðingu og vin- sældir. Eftirminnilegt er Aust- firðingamót, þar sem þeim hjón- um var tekið með kostum og kynjum rétt eins og þjóðhöfðingj- ar væru á ferð. Það segir sína sögu um framlag þeirra til mannlífs þar eystra. Finnbogi var ákafamaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, og skipti þá engu hvort viðfangsefnin snerust um vinnu, veisluhöld eða ferðalög. Minnisverð eru glæsileg heimboð í Fagrahvammi og síðar á Huldubraut, þar sem glaðst var í góðra vina hópi. Mikil umskipti urðu í lífi Finn- boga og dætranna við þungbært fráfall Sveinu, en þá raun tókst Finnbogi á við með aðdáunar- verðum hætti. Þegar frá leið fet- aði hann á nýjar slóðir og gerðist útivistarmaður af lífi og sál. Hann naut sín á fjöllum og minn- isstæðar eru margar ferðir með honum um óbyggðir. Ógleyman- leg er frumraun Finnboga í öræfaferð, þegar hann óvænt og í miklum vatnavöxtum lóðsaði ferðafélagana af miklu öryggi yf- ir stríðar kvíslar Hverfisfljóts. Þar næst arkaði hann eftir Síðu- jökli undir níðþungum bakpoka, hlöðnum munaðarvöru. Veigun- um deildi hann síðan ríkulega með ferðafélögunum, sem höfðu veigrað sér við slíkum burði. Þegar Berglind kom inn í líf Finnboga varð hún kærkominn hluti af ferðagenginu, en saman skipulögðu þau ógleymanlegar ferðir um Barðaströnd og Víkurn- ar og síðar Gerpissvæðið. Þau Berglind og Finnbogi náðu ævin- týralegum tökum á fjallgöngum eins og svo mörgu öðru, sem þau tóku sér fyrir hendur saman. Frækileg för á Kilimanjaro er til vitnis um það. Meðan Berglind sinnti störfum sendiherra í Rúss- landi vann Finnbogi það afrek að ganga á Elbrus, hæsta fjall Evr- ópu. Finnboga voru falin ótal trún- aðarstörf, hann var aldrei verk- laus og hafði iðulega mörg járn í eldinum. Verkefnin fönguðu hug hans allan og hann nýtti hverja þá stund sem gafst til að ýta mál- um áfram – jafnvel við erfiðar að- stæður á fjallstindum. Í hugan- um bregður fyrir mynd af Finnboga á göngu yfir Ljósufjöll með síma á lofti og spjaldtölvu innan seilingar, sem hann notaði óspart til bregðast við brýnum erindum. Finnbogi og Berglind voru far- in að hlakka til þess að geta varið meiri tíma með fjölskyldu og vin- um hér heima. Akureyrarræturn- ar toguðu í Finnboga og fyrir skömmu festu þau Berglind kaup á fallegu húsi við Helgamagra- stræti, þar sem þau hugðust dvelja löngum stundum heim- komin frá Kanada. En margt fer á annan veg en ætlað er. Það var mikið reiðarslag að Finnbogi veiktist skyndilega og lést eftir skammvinn veikindi. Á þungbærri kveðjustund vott- um við Auður og fjölskylda okkar Berglindi, Esther, Rögnu og fjöl- skyldunni allri okkar einlægustu samúð. Blessuð sé minning Finn- boga. Ingvar og Auður. Mig langar að skrifa nokkur orð um kæran frænda og móður- bróður. Ég minnist Finnboga sem bjarts, glaðlegs og hlýs. Við hitt- umst reglulega í jólaboðum og fjölskylduafmælum. Það var ein- staklega nærandi að hitta hann og spjalla um málefni líðandi stund- ar. Hann hafði svo þægilega nær- veru. Því miður var langt liðið frá síðasta fundi okkar, afmælin og jólaboðin blásin af. Ég leit upp til frænda míns og var ákaflega stoltur af afrekum hans. Hann kom víða við og áork- aði miklu á lífsleiðinni. Hann var minn viti og leiðarljós í mörgu. Lenti ég í vandræðum eða erfiðu úrlausnarefni leiddi ég ósjaldan hugann að því hvað Finnbogi frændi hefði gert í sömu stöðu. Finnbogi var atorkusamur og duglegur. Hann var mikill útivist- armaður og göngugarpur. Hann hljóp upp hvern tindinn á fætur öðrum og einn sólarhringinn lágu þeir 24 að baki. Hann ferðaðist víða ásamt Berglindi sinni og hafði ávallt margt fyrir stafni. Ég minnist jólakortanna frá honum sem voru í raun margra síðna annáll frá því sem á daga þeirra hafði drifið á árinu. Nýlega höfðu Finnbogi og Berglind fest kaup á húseign á Akureyri og ætlunin var að flytj- ast þangað þegar færi að hægjast um og njóta þar ævikvöldanna. Þau urðu því miður færri en nokk- urn óraði fyrir. Ég sendi Berglindi, Esther, Rögnu og fjölskyldum þeirra mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Finnboga verður sárt saknað. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Vilhjálmur Bergs. Við Finnbogi vorum æsku- félagar og tilheyrðum strákahópi á Akureyri sem tók sér ýmislegt fyrir hendur eins og gengur. Sett- um fyrsta þorskastríð Breta og Íslendinga á svið í móunum sem þá voru á milli Þórunnarstrætis og Byggðavegar, byggðum kofa sem við svo rifum til þess eins að byggja á ný, gerðum út öskudags- hóp o.fl. Ekki er ofsagt að Finn- bogi hafi oftast verið í forystu í leik okkar. Hann lét sér ekkert fyrir brjósti brenna, hugmynda- ríkur og framtakssamur sem hann var alla tíð í margvíslegum og mikilvægum störfum. Þetta eru eftirminnileg ár. Við fylgd- umst svo að í skóla allt til stúd- entsprófs frá MA 1970. Þar var Finnbogi gjarnan í forystu í fé- lagslífi og leik, hrókur alls fagn- aðar þegar svo bar undir. Við sem vorum með honum í skólaárgangi nutum oft dugnaðar hans og frumkvæðis, nú síðast í júní sl. þegar hátt í eitt hundrað manns hittust á Siglufirði til þess að fagna 51 ári frá útskrift frá MA og njóta samvista í tvo daga. Ekki aðeins hafði hann frumkvæðið heldur annaðist hann, með aðstoð góðra félaga, skiplagningu afar vel heppnaðrar hátíðar okkar. Ekki var annað að sjá en þar færi fílhraustur maður. Og ekki eru nema liðlega fjögur ár síðan stór hópur okkar fór í afar eftirminni- lega ferð til Pétursborgar og Moskvu fyrir tilstilli hans og und- ir öruggri forystu hans og Berg- lindar sem sannarlega var orðin hluti af hópi okkar, og aftur með dyggri aðstoð góðra félaga. Þar var hann í essinu sínu. Öruggur, úrræðagóður og umfram allt skemmtilegur félagi. Andlát Finnboga bar óvænt að. Hans verður sárt saknað í hópi MA stúdenta 1970 en missir Berglindar, dætra og stjúpbarna Finnboga og fjölskyldna er mest- ur. Við Gréta vottum þeim inni- lega samúð okkar. Ingimundur Friðriksson. Elsku Finnbogi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur meðal okkar eftir að hafa kvatt okkur óvænt og allt of snemma. Þú komst inn í líf fjölskyldunnar í gegnum mömmu og varst fljótur að koma þér vel fyrir og verða stór hluti af henni. Það var aldrei lognmolla í kringum þig og þegar þú varst ekki að kasta þér út í ný störf eða dunda þér við nýsköpun, varstu að skipuleggja eitthvert ævintýri. Þú settir þig alltaf vel inn í allt sem var að gerast hjá okkur Hildigunni, hlustaðir af at- hygli og gafst okkur góð ráð, hlýju og stuðning hvert sem viðfangs- efnið var. Einnig varstu alltaf af- skaplega jákvæður og drífandi sem kristallast kannski best í því að þú ákvaðst að fylgja mömmu út í heim, en á sama tíma fannstu þér ótal verkefni innanlands sem utan og hélst áfram að bæta við þig áhugamálum. Það var frábært hversu mikið þú studdir mömmu í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og lagðir áherslu á að þið tvö nytuð lífsins við hvert tæki- færi. Sérstaklega þótti mér þó vænt um hvað þú gafst þig að börnunum mínum sem æddu allt- af til dyra kallandi afi Finnbogi! þegar þú komst í heimsókn. Mér varð hugsað til þess við þessar sáru fréttir af andláti þínu að þrátt fyrir að þú kveðjir okkur allt of snemma er ekki mikið sem þú áttir eftir ógert. Þegar þú fékkst áhuga á einhverju fórstu í að framkvæma það og lífið var ávallt núna í þínum huga og gjörðum. Við munum sakna lífs- gleði þinnar, hlýju og umhyggju. Líf fjölskyldunnar er sannarlega ríkara af því að þú komst inn í það og við hefðum viljað hafa þig hjá okkur miklu lengur. Ásgeir Gíslason. Finnbogi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað, er látinn. Finnbogi kom austur til Neskaupstaðar og tók við forstjórastarfinu á viðsjár- verðum tímum í íslenskum sjáv- arútvegi. Fjárhagsstaða fyrir- tækisins var erfið, íslenska kvótakerfið nýlega komið til, nei- kvæð afkoma í sjávarútvegi og greinin fjarri því að vera sjálfbær. Það var í reyndinni ekki sjálfgefið að Síldarvinnslan héldi velli. Finnbogi var vel gefinn baráttu- maður sem tókst á við viðfangs- efni sín af festu og ákveðni. Hann skipaði sér fljótlega í framvarða- sveit íslensks sjávarútvegs, tókst á við lélega fjárhagsstöðu fyrir- tækisins og leiddi það farsællega í gegnum hina erfiðu tíma. Hann byggði upp fyrirtækið og sam- félagið eystra studdi hann í hví- vetna. Finnbogi mótaði þá stefnu sem Síldarvinnslan fylgir enn og það er stefnan sem skilaði fyrir- tækinu í fremstu röð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Þannig lagði hann grunninn að fyrsta frystihúsinu, sem var sérhæft til vinnslu á uppsjávartegundum, og eftir 1991 hóf hann að fjárfesta í aflaheimildum til að ná sem bestri nýtingu á skip og vinnslubúnað. Skortur á fjármagni til uppbygg- ingar leiddi til þess að Síldar- vinnslan var skráð á markað og það var gert undir stjórn Finn- boga. Þegar Finnbogi hvarf frá Síldarvinnslunni var staðan allt önnur og margfalt betri en þegar hann kom. Hann hafði skapað traustan grunn sem unnt var að byggja á. Eftir að Finnbogi hvarf á braut frá Neskaupstað fylgdist hann ávallt með rekstri Síldarvinnsl- unnar af miklum áhuga. Þegar fréttir bárust af skipakaupum fyrirtækisins eða öðrum mikil- vægum fjárfestingum eða fram- faraskrefum gladdist hann mjög. Þá varð hann áhyggjufullur þegar á móti blés. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar viðskiptabann við Rússland skall á, en þá var okkar maður ekki sáttur enda hafði hann fullkominn skilning á áhrifum bannsins á íslenskan sjávarútveg. Finnbogi hélt góðu sambandi við fyrrverandi samstarfsmenn sína eystra og þar var um gagn- kvæma vináttu og virðingu að ræða. Hann reyndi ávallt að sækja hin landsfrægu Komma- blót og fylgjast með mannlífinu í bænum. Ég hef alltaf borið mikla virð- ingu fyrir störfum Finnboga. Hann var opinn og skemmtilegur félagi sem ávallt var tilbúinn að gefa góð ráð og rökræða málefn- in. Við Anna áttum þess kost að heimsækja Finnboga og Berg- lindi til Rússlands. Þau tóku okk- ur opnum örmum og okkur sýndu okkur perlur Moskvuborgar. Finnbogi og Berglind komu síðan austur til okkar í fyrrasumar á fallegum degi þar sem Norðfjörð- ur skartaði sínu fegursta. Við sigldum út að Barðsnesi og þá þurfti ekki mikið til að mana Finnboga til að stinga sér í sjóinn. Hann var frumkvöðull, traustur og skemmtilegur gleðimaður sem var tilbúinn til að taka áskorunum og njóta stundarinnar. Hann var líka mikill fjölskyldumaður og stoltur af stelpunum sínum og barnabörnum, sem hann naut að fylgjast með og leika við. Ég vil þakka Finnboga allt gott sem hann gerði hér eystra um leið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.