Morgunblaðið - 08.10.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.10.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021 ég hann líka tala, og því hlógum við mikið að því þegar hann fór í Tækniskólann og þurfti að ljúka prófi í dönsku. Þar var íslenski búrahátturinn alveg upp á sitt besta, nokkuð sem Róbert gat oft fárast yfir, og með réttu. Það var sárt að horfa á hvern- ig taugahrörnunarsjúkdómur rændi hann mætti og máli og að lokum lífinu. Í huga þeirra sem kynntust honum verður hann hins vegar alltaf þessi úrræða- góði og útsjónarsami maður sem fór sínar eigin leiðir í lífinu, sem hjólaði í vinnuna löngu áður en það komst í tísku, sem endur- nýtti og hugsaði um umhverfið áður en aðrir tóku við sér, rækt- aði sinn eigin mat og fram- kvæmdi í stað þess að áforma. Blessuð sé minning einstaks val- mennis. Kristján Bjarki Jónasson Það var á sólríkum laugar- degi í sandöldunum á eyjunni Terschelling við Norðursjóinn þegar síminn hringdi og Didda sagði mér að hann Robert okkar hefði kvatt þennan heim. Tárin runnu niður vangana. Tilfinn- ingarnar tóku völdin. Sorg, sam- úð og ást fyllti hjartað. Á svona stundu er erfitt að geta ekki ver- ið til staðar og vafið vinkonu sína örmum. Við hjónin horfðum út á sjóinn, hafið sem tengir hans heim og heima okkar. Holland og Ísland, himin og jörð. Flóð og fjara leika sér í sól- inni og rúllandi öldurnar minna mig á það þegar ég hitti Robert síðast í ágúst. Eins og alltaf ræddum við saman um hin ýmsu málefni, um tilveruna og lífið, hér og þar. Hann sagði okkur frá því þegar hann var ungur maður í leit að rúllandi öldum við Ijsselmeer. Um helgar fór hann með vinum sínum – örugg- lega á VW-bjöllu, þótt hann hafi nú ekki sagt okkur frá því – frá Delden til Makkum til að leika sér á sjóbrettum. Þeir félagar dvöldust þá við vatnið, nutu strandlífsins og leiksins við öld- urnar. Náttúruöflin tengdust því Ro- bert í æsku en hann lét sig borg- arlífið litlu varða. Robert var uppalinn á fjölskylduhótelinu Carelshaven sem staðsett er á kastalasetrinu Twickel í hér- aðinu Twente. Garðurinn var stór og skartaði eplatrjám og margvíslegum matjurtum. Um- hverfið sem hann ólst upp í gerði það að verkum að hann naut þess að rækta grænmeti og hlúa að heimilinu. Hann eldaði helst sjálfur og iðulega hversdagsleg- an mat. Það var eins og hann hefði fengið nóg af dýrindisrétt- um úr eldhúsi hótelsins. Fyrir einhverja tilviljun ákvað Robert að flytjast á Sauð- árkrók. Didda var þá nýkomin úr ársdvöl í Hollandi og varð þeim vel til vina. Þegar ég svo kynntist mínum manni fór ég í tungumálakennslu hjá Robert þar sem hann bjó á töfrandi stað með útsýni yfir eyjar Skaga- fjarðar. Robert hafði mikinn metnað fyrir sjálfbærni og vildi helst framleiða sína eigin orku og rækta sitt eigið grænmeti. Hann var frumkvöðull í hugsun og hafði gott verklag. Þegar ég var flutt út til Hollands og hann enn þá búsett- ur í Hegranesinu man ég eftir einu örlagaríku símtali þegar hann hringdi og spurði mig ráða. Eftir það samtal varð honum al- veg ljóst að ef hann ætlaði að ná í hana Diddu sína væri enginn annar kostur mögulegur en að flytja í borgina. Þau hjónin byggðu sér og dætrum sínum fallegt heimili í Kópavogi og Didda sá til þess að garðurinn væri stór og þar væri nóg pláss fyrir matjurtir og falleg tré. Einnig sá hún til þess að það væri góð vinnuaðstaða fyrir þennan handlagna mann og auð- vitað nóg pláss fyrir öll hjólin. Robert var á undan sinni íslensku samtíð í lífsstíl, matargerð og hreyfingu. Hann var fyrirmynd okkar allra. Vinskapur, kærleikur og hug- rekki eru mér efst í huga þegar ég hugsa til okkar yndislega vin- ar. Einnig mikið þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða og gefandi manni. Elsku Robert, öldurnar eru þínar, hvíldu í friði! Við fjölskyldan sendum inni- legar samúðarkveðjur til Diddu, Helgu Elínar, Kötlu og allra að- standenda þeirra, hér og þar. Jóhanna (Hanna) Lára. Við kynntumst Robert árið 2012 þegar hann réð sig til starfa hjá EFLU. Hann hafði áður unn- ið sem tæknifræðingur hjá Vél- smiðju Héðins og kom því inn í okkar hóp með töluverða reynslu sem var mikils virði við uppbygg- ingu á véladeild EFLU. Það var mikill fengur fyrir EFLU að fá Robert til starfa því hann tók að sér að leiða krefjandi verkefni fyrir álverin og stýra innleiðingu á þrívíddarteikningu í hönnun sem tókst afar vel til. Einnig má nefna að Robert var sérfræðingur í suðumálum og CE-merkingum. Robert var góður og traustur félagi, hafði einstaklega góða nærveru og skemmtilegan húmor sem kom okkur oft á óvart. Fjöld- inn allur af skemmtilegum sögum sem hann sagði af sjálfum sér og öðrum lifa með okkur áfram. Hann var mikill útivistarmaður og átti góða félaga sem deildu þeim áhuga. Hann hjólaði alla daga í og úr vinnu og var mikil hvatning fyrir okkur hin í þeim efnum. Hann var okkur fyrir- mynd í sjálfbærni og var lunkinn í að gera við hluti og gat oftar en ekki ráðlagt með lausnir. Hann hafði ástríðu fyrir ræktun á alls kyns grænmeti og kom iðulega með afurðir í vinnuna til að leyfa okkur að smakka. Vinnubrögð Roberts ein- kenndust fyrst og fremst af ná- kvæmni og eftirfylgni í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og naut hann þess vegna mikils trausts bæði hjá EFLU og viðskiptavin- um. Það var því mikill missir þeg- ar Robert þurfti að láta af störf- um vegna veikinda sinna og söknum við góðs félaga. Fyrir hönd EFLU viljum við þakka fyrir frábær kynni og vel unnin störf. Við vottum Rannveigu eigin- konu Roberts, Helgu Elínu og Kötlu Rut, dætrum þeirra og öðr- um aðstandendum innilega sam- úð. Fyrir hönd samstarfsfólks á EFLU, Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri. ✝ Hjördís Ólafs- dóttir fæddist í Keflavík 5. júní 1949. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 2. október 2021. Hjördís var næstyngst tíu systkina. For- eldrar hennar voru Ólafur Ingibersson og Marta Eiríksdóttir en þau eru bæði látin. Systkini Hjördísar voru þau Ingiber Marino (lát- inn), Eiríkur Gunnar (látinn), Jóhann (látinn), Stefán, Sverr- ir, Hulda, Albert, Reynir og Ólafur Már. Hjördís giftist Sigurði Ein- ari Birni Karlssyni 10. sept- ember 1966, en Sigurður lést árið 2015. Börn þeirra eru þrjú: 1) Karl, f. 18.12. 1967, maki hans er Heiðbjört Gylfa- dóttir og eiga þau drengina Gylfa Frey og Sigurð Egil. 2) Gunnar, f. 7.1. 1971, maki Garðabæ en færðu sig svo í Kópavog og bjuggu þar síð- ustu 26 árin. Hjördís starfaði sem dag- móðir í Búðardal, sinnti skátastarfi og var sóknarnefndarformaður Hjarðarholtskirkju. Hún lauk síðar námi sem leikskólakenn- ari frá Fósturskólanum og starfaði sem leikskólakennari lengst af, þá á Bæjarbóli í Garðabæ og síðar Arnar- smára í Kópavogi. Hún hafði mikinn áhuga á söng og tónlist og var í Kvennakór Suðurnesja, Kirkjukórnum í Búðardal, Samkór Kópavogs og síðast í Árnesingakórnum. Hún fór í söngnám og tók 8. stig í söng frá Söngskólanum í Reykja- vík. Hún bætti við sig fram- haldsnámi í listgreinum við Fósturskólann sem hún nýtti meðal annars við list- og tón- listarkennslu barna við leik- skólann Arnarsmára. Sín síðustu ár nýtti hún til að sinna barnabörnunum og rækta vinskap við vini og vandamenn. Hjördís verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 8. október 2021, klukkan 11. hans er Kristín Halla Hafsteins- dóttir, þau eiga börnin Lindu Mar- gréti og Eyþór Inga. 3) Anna, f. 22.9. 1973, maki hennar er Elías Víðisson, og eiga þau börnin Elías Karl, Óðin, Mána, Mörtu Marín (f. andvana) og Bjart. Hjördís ólst upp í Keflavík. Snemma á barnsaldri var hún farin að aðstoða móður sína við heimilishald og föður sinn við að afhenda vörur. Á ung- lingsárum fór hún í Hús- mæðraskólann á Staðarfelli og nam þar hjá tengdamóður sinni Ingigerði Guðrúnu Guð- jónsdóttur skólastjóra. Hjördís og Sigurður byrj- uðu búskapinn í Keflavík. 1975 fluttu þau búferlum í Búðardal og bjuggu þar í átta ár eða til 1983. Þá lá leiðin suður aftur og settust þau að í Það kom að þeim degi að við þyrftum að kveðja elsku bestu móður mína. Hún var fyrir- mynd mín á svo margan hátt. Hún var einstaklega þrautseig og dugleg og mætti hverju lífs- ins verkefni með miklu æðru- leysi og staðfestu. Hún var þekkt fyrir hjálpsemi sína og umvafði fólk kærleika, sem á þurfti að halda. Hún hefur ver- ið stoð mín og stytta síðan ég kom í þennan heim. Þegar við systkinin vorum ung saumaði hún á okkur föt, eldaði og bak- aði allt frá grunni og klippti á okkur hárið. Á unglingsárum mínum saumaði hún keppnis- danskjóla, kápur og allt það sem ég bað um. Þegar ég eign- aðist mín eigin börn voru hún og faðir minn mikil stoð okkar hjóna. Við mæðgurnar höfum alla tíð verið nánar og vorum svo lánsamar að eignast dýr- mætan vinskap hvor í annarri. Ég gat ávallt leitað ráða hjá henni, hvort sem það var um uppeldi, eldamennsku, heimilis- hald eða garðyrkju. Helstu ánægjustundir móður minnar voru samverustundir með fjöl- skyldunni. Hún sinnti einnig áhugamálum sínum af natni, m.a. að syngja, og var hún í ýmsum kórum yfir ævina og nú síðast í Árnesingakórnum. Hún sinnti einnig hannyrðum og skilur eftir sig mörg falleg handverk í formi útsaums og tækifæriskorta. Í gegnum ástríðu hennar á sköpun ým- iskonar elskaði hún að deila gleði sinni með barnabörnum sínum í gegnum föndur og tón- list. Hún sinnti jafnframt öllum heimilisstörfum af mikilli vand- virkni og var það hennar leið að dekra við okkur fjölskylduna. Síðustu átta ár tóku mikið á elsku móður mína og mörg áföll tóku sinn toll. Hún stóð sterk eins og klettur við hlið föður míns í gegnum hans veikindi, en stuttu eftir að hann lést greindist hún með mergæxli. Hún mætti veikindum sínum af æðruleysi, þrjósku og þraut- seigju. Ég held ég sé ekki alveg búin að átta mig á því að elsku móðir mín sé í alvöru látin. Ég mun sakna þess að geta ekki tekið upp símann og hringt í hana til að fá ráð, hvatningu eða huggun. Samt sem áður er ég innilega þakklát fyrir að hún náði að kveðja sitt nánasta fólk þessa síðustu daga. Að hún gat tekið á móti væntumþykju og þakklæti og glaðst með þeim sem henni þótti svo vænt um. Ég er því viss um að hún kvaddi þennan heim með hjart- að fullt þakklætis og að hún sé flogin í faðm föður míns og dóttur minnar. Ég kveð elsku- legu móður mína með söknuði og innilegu þakklæti. Takk fyr- ir allt elsku mamma mín og Guð geymi þig. Þín dóttir, Anna. Nú er skarð fyrir skildi í hópnum okkar þar sem í dag kveðjum við hana Hjördísi vin- konu okkar og félaga. Í mörg ár hefur hún sungið með okkur af hjartans lyst, alltaf jákvæð og til í allt. Það verður sér- stakur sjónarsviptir að henni þegar við höldum jólabasarinn enda var hún einstaklega viljug að gefa vinnu og fallega hand- verkið sitt á basarinn. Hjördís var einstaklega mikil hann- yrða- og föndurkona. Hún var mjög hugkvæm og skapandi í verkum sínum og það eru margir fallegir gripir eftir hana sem prýða bæði heimili okkar og ástvina hennar. Fyrir nokkrum árum missti hún sinn elskulega eiginmann, hann Sigga. Hjördís studdi hann með ráðum og dáð gegn- um erfitt sjúkdómsferli. Þá sást best hversu samrýnd og sam- hent hjón þau voru. Hún sýndi líka ótrúlegan dugnað og seiglu í eigin veikindum. Hún vissi að óvinurinn var sterkur og vissi líka að það kæmi að því að hann sigraði en hún lét engan bilbug á sér finna. Hún ætlaði að lifa og gera gagn svo lengi sem hún gæti. Nú er hún komin til Sum- arlandsins til hans Sigga síns sem hefur tekið henni opnum örmum. Kærleikur Krists er hlið himinsins. Hin endanlega lækning, náðargjöf Guðs. (Sigurbjörn Þorkelsson) Með trega og söknuði kveðj- um við góða vinkonu og söng- félaga. Við vottum fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd ÁR-kórsins, Þorgerður, Ingibjörg V. og Herdís. Nú hefur hún Hjördís okkar lokið sinni jarðvist. Við hittumst svo oft í sundlauginni í Kópa- vogi. Fyrst synti hver sinn sprett og síðan var sest í heita pottinn og rætt saman. Með tímanum vorum við öll orðin svo náin. Hver sagði frá hvað hann var að sýsla, hvort hann ætlaði að fara til tannlæknis eða ann- ars læknis og hvernig það hefði gengið. Líka hvað til stæði að fara að gera, kaupa bíl eða fara með bílinn í viðgerð. Við deild- um bæði gleði og sorg hvert annars. Við samglöddumst og við samhryggðumst. Við heim- sóttum hvert annað. Við vorum reglulega góðir vinir og hlökk- uðum alltaf til að hittast næsta dag. Við nutum svo vináttunnar og þess vegna er svo sorglegt fyrir hópinn þegar eitthvert okkar fellur frá. Hjördís var yndisleg kona og henni var um- hugað um þá sem henni þótti vænt um. Hennar verður sárt saknað. Minning um einstaka konu lifir. Við sendum fjölskyldu Hjördísar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd sundhópsins, Eyþór Heiðberg. Hjördís Ólafsdóttir Ástkær móðir mín, dóttir, systir og frænka, GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Tröllakór 7, sem lést 25. september, verður jarðsungin frá Lindakirkju í Kópavogi 11. október klukkan 13. Útförinni verður streymt á eftirfarandi vefslóð: https://www.lindakirkja.is/utfarir/ Ivy Alda Guðbjargardóttir Alda Breiðfjörð Indriðadóttir Einar Bjarnason Bjarni Georg Einarsson Bryndís Guðmundsdóttir Guðrún Ólöf Einarsdóttir Jóhanna Ásgerður Einarsdóttir og frændsystkini Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR, lést á Hrafnistu síðastliðinn sunnudag. Útför fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. október klukkan 13. Helga Gísladóttir Gísli Steinar Gíslason Eiríkur Sigurðsson Inga Rós Aðalheiðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri ÁRNI VALUR VIGGÓSSON, Víðilundi 24, Akureyri, er látinn. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. október klukkan 13. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – Beinar útsendingar Vinsamlegast sendið ekki blóm eða kransa en styrkið frekar Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Unnur Þorsteinsdóttir Soffía, Friðjón, Zophonías, Axel, Arnhildur, Árni Valur, Jón Ómar, Hólmfríður, Helena, Erika, Auðunn og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIBERGUR ELÍASSON framhaldsskólakennari, Álalind 16, Kópavogi, lést á Landspítalanum mánudaginn 4. október. Hann verður jarðsunginn frá Lindakirkju föstudaginn 15. október klukkan 13. Lilja Dóra Gunnarsdóttir Eiríkur Steinn Ingibergsson Ragnar Ingibergsson Ingibergur Ingibergsson Edduson Magnús Grétar Ingibergsson Katrín Ingibergsdóttir og fjölskyldur Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.