Morgunblaðið - 08.10.2021, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
VANDAÐIR STÓLAR
fyrir ráðstefnu-, veislu- og fundarsali
Fastus býður upp á mikið úrval af húsgögnum og innréttingum
fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði, ráðstefnur, fundi o.fl.
Komdu og kynntu
þér úrvalið.
Við sérpöntum
eftir þínum óskum!
A
ð missa minnið hlýtur að
vera erfitt, en enn erf-
iðara getur verið að öðlast
það á ný. Þetta er við-
fangsefni Unnar Lilju Aradóttur í
spennusögunni Högginu, en hún
fékk nýverið
Svartfuglinn,
verðlaun sem höf-
undar geta fengið
fyrir fyrstu
glæpasögu sína.
Ánægjulegt líf
blasir við Elín-
borgu og Einari,
þegar þau hittast
óvænt í Noregi.
Þau verða ástfangin, giftast, eignast
barn og sinna sínu. Hún lendir í slysi
og í kjölfarið man hún ekkert frá því
sem gerðist fram að því. Með aðstoð
eiginmannsins, vinkvenna og fleiri
safnast gömlu púslin hægt og síg-
andi saman og sú mynd, sem við
blasir, er ógeðfelld, svo vægt sé til
orða tekið.
Minnisleysi getur haft alvarlegar
afleiðingar og upp í hugann kemur
hrollvekjan Áður en ég sofna, sem
kom út á íslensku fyrir nokkrum ár-
um. Höggið er frábrugðin að því
leyti að í fyrrnefndu bókinni man
helsta persónan ekkert frá gærdeg-
inum að morgni, en í hinni safnar sú
minnislausa saman minningabrotum
og tekur síðan afdrifaríka ákvörðun
um framhaldið.
Margar spurningar vakna við lest-
ur Höggsins, Sú mikilvægasta snýr
að stjórnsemi og öfgum. Hvernig er
þessi heimur, viljum við láta stjórna
okkur á einn eða annan hátt eða vilj-
um við búa í öðruvísi heimi? Ekkert
einhlítt svar er við spurningunni en
málið er umhugsunarvert og höf-
undur setur það í eftirtektarverðan
búning.
Höggið er sérstök glæpasaga að
ýmsu leyti. Ákveðin samfélagsmál
eru í brennidepli sem og viðbrögð
helstu persóna við utanaðkomandi
áreiti. Bókin er vel uppbyggð, held-
ur lesandanum og tekið er á ýmsum
álitamálum, sem oft eru þögguð nið-
ur. Þótt lítið gerist í fyrsta þriðj-
ungnum er spennan undirliggjandi
og eftir því sem á líður leysist úr
flækjunni, þótt ógnin sé áfram til
staðar.
Morgunblaðið/Eggert
Höfundurinn Unnur Lilja hreppti Svartfuglinn fyrir spennusöguna Höggið.
Annað líf –
annar heimur
Glæpasaga
Höggið bbbbn
Eftir Unni Lilju Aradóttur.
Veröld, 2021. 310 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
sem lögð er
áhersla á sýnd-
arveruleika og
geta gestir kynnt
sér átta mismun-
andi „veruleika“.
Viðburðurinn fer
fram í anddyri
kvikmyndahúss-
ins Bíós Para-
dísar milli kl. 13
og 15.15 og milli kl. 15.30 og 17.45 á
laugardag og sunnudag og miða-
sölu að finna á vef hátíðarinnar,
riff.is.
Dagskrárflokkur tileinkaður
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík, RIFF, lýkur á sunnudag
og verður mikið um að vera loka-
helgina.
Á morgun, laugardag, tekur
danska leikkonan og einn af heið-
ursgestum RIFF, Trine Dyrholm,
þátt í meistaraspjalli kl. 11 í Nor-
ræna húsinu og er aðgangur ókeyp-
is. Einnig verður í boði að kaupa
miða á „spurt og svarað“-sýningar
á Dronningen kl. 14.45 og nýjustu
mynd Dyrholm, Margréti fyrstu, kl.
19.
Nýjasta tækni og kvikmyndir
nefnist nýr viðburður á RIFF þar
dagskrárstjóra RIFF árin 2005-
2010, Dimitri Eipides, inniheldur
nokkrar af hans eftirlætismyndum
og þrjár þeirra, Dogtooth, Taxi-
dermia og Kinbaku – The Art of
Bondage, verða sýndar í Bíó Para-
dís á morgun.
Lokahóf RIFF verður einnig
haldið á morgun í Bókabúð Máls og
menningar kl. 17 þar sem kynntir
verða sigurvegarar í keppnis-
flokkum hátíðarinnar og verðlaun
veitt.
Nánari upplýsingar og heildar-
dagskrá kvikmyndahátíðarinnar
má finna á riff.is.
Lokahelgi RIFF fram undan með fjölda sýninga og viðburða
Trine Dyrholm
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Rithöfundurinn Abdulrazak Gurnah
hlýtur Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum í ár. Gurnah fæddist árið
1948 á eynni Zanzibar í Indlandshafi
austur af Afríku en flúði 18 ára
borgarastyrjöld í heimalandinu, sem
tilheyrði þá hinu nýstofnaða lýðveldi
Tansaníu, þar sem fólk af arabískum
uppruna eins og hann var ofsótt og
drepið. Hann komst til Englands og
hefur búið þar síðan, ef frá eru skilin
nokkur ár þegar hann kenndi bók-
menntir í Nígeríu. Gurnah hefur
doktorsgráðu í bókmenntum frá há-
skólanum í Kent og starfaði lengi
sem prófessor við sama skóla, sam-
hliða því að skrifa og senda frá sér
tíu skáldsögur og eitt smásagnasafn.
Svahílí var fyrsta tungumál Gurnah
en bækur sínar hefur hann skrifað á
ensku, í senn undir áhrifum af vest-
rænni og afrískri menningu.
Staða flóttamanna grunnþema
Í tilkynningu Sænsku akademí-
unnar í gærmorgun segir að Abdul-
razak Gurnah fái verðlaunin fyrir
óvægna en samúðarfulla umfjöllun
um áhrif nýlendustefnu og örlög
flóttamanna í dýpinu sem er á milli
menningarheima og heimsálfa.
Í samantekt akademíunnar um
feril höfundarins, sem ritari hennar,
Anders Olsson flutti í beinni útsend-
ingu frá höfuðstöðvum hennar í
Stokkhólmi í gær, segir að grunn-
þema í skrifum Gurnah sé staða
flóttamanna og áhrifin sem það að
þurfa að flýja heimkynni, fjölskyldu
og menningu hefur á fólk.
Gurnah hafi sagt frá því að í upp-
vextinum hafi hann ekki haft aðgang
að neinum bókmentum á svahílí og
því hafi verið eðlilegt að hann fyndi
skrifunum farveg á ensku þegar
hann var sestur að í ensku mál-
umhverfi. Hann sagði líka arabíska
og persneska ljóðlist hafa haft á sig
áhrif, auk til að mynda sagnabálks-
ins Þúsund og ein nótt og kafla í
Kóraninum. Þó hafi hin enska bók-
menntahefð, frá Shakespeare til
V.S. Naipaul, einkum haft áhrif á
skrif hans. Í því samhengi benti
Olsson á að Gurah hafi í skrifunum
ekki tekið sér stöðu með nýlendu-
herrunum heldur frumbyggjum
landanna, en forðast þó alla nostalg-
íu fyrir á einhvern hátt „hreinni“
Afríku fyrir landnám vestrænna
ríkja í álfunni. Hann benti á að
Gurnah hafi á alist upp við mikinn
menningarlegan fjölbreytileika á
Zanzibar; þar hafi verið löng saga
þrælaviðskipta og ofríkis margra ný-
lenduþjóða og þá hafi eyjan gegnum
aldirnar tengst viðskiptum við fjölda
landa.
Nóbell fyrstu frægu verðlaunin
Fyrsta skáldsaga Gurnah, Me-
mory of Departure, kom út árið 1987
– í þeirri sögu eins og þeim sem á eft-
ir hafa komið hefur mikilvægi minn-
inga skipt miklu máli. Hann hefur
síðan sent frá sér bók á tveggja til
sex ára fresti; sú síðasta, Afterlives,
kom út í fyrra. Skáldsögur hans hafa
verið tilnefndar til ýmissa virtra
verðlauna, án þess að hreppa þau, og
hafa gegnum tíðina vakið eftirtekt og
hlotið lofsamlega dóma. Engin þeirra
hefur til þessa verið þýdd á íslensku.
Meðal þeirra skáldsagna Gurnahs
sem mesta athygli hafa vakið má
nefnda Admiring Silence (1996) og
By the Sea (2001) sem báðar fjalla á
marglaga hátt um sjálfsmynd og
stöðu afrískra flóttamanna. Í Deser-
tion (2005), sem gerist í upphafi 20.
aldar og hefur hlotið mikið lof, kynn-
ist lesandinn aðalpersónum í óræðu
rýminu milli ólíkra menningarheima
Austur-Afríku og heimsálfa.
Í fjórðu skáldsögu sinni, Paradise
(1994), vinnur Gurnah markvisst
með vísanir í hina kunnu sögu Jo-
sephs Conrads, Heart of Darkness,
og sendir aðalpersónuna í sannkall-
aðar mannraunir. Í Gravel Heart
(2017) heldur Gurnah áfram í svip-
uðum söguheimi, þar sem ungur
maður þarf að takast á við illt og
óskiljanlegt umhverfi. Og í nýjustu
skáldsögunni, Afterlives, tekur
Gurnah aftur upp þráðinn þar sem
Paradise lýkur; sagan gerist áður en
Þjóðverjar lögðu Austur-Afríku und-
ir sig árið 1919 en söguhetjan er
neydd til að berjast með Þjóðverjum
sem samt níðast á henni. Þegar hann
snýr síðan aftur til heimahaganna
eru fjölskylda hans og vinir horfin.
Gurnah hreppti Nóbelsverðlaunin
- Abdulrazak Gurnah verðlaunaður
fyrir samúðarfulla umfjöllun um áhrif
nýlendustefnu og örlög flóttamanna
AFP
Verðlaunaskáld Á fimm ára gamalli mynd má sjá Abdulrazak Gurnah við
kennslu í háskólanum í Kent en hann hefur skrifað mikið um bókmenntir.