Morgunblaðið - 08.10.2021, Page 29

Morgunblaðið - 08.10.2021, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI T H E T E L E G R A P H S . F. C H R O N I C L E B B C T I M E O U T 90% F R Á L E I K S T J Ó R A T H E R I T U A L R E B E C C A H A L L N I G H T H O U S E T H E T O D A R K A N D D A N G E R O U S P L A C E S” “A F I L M T H A T A L L O W S T H E M I N D T O G O S I L V E R S C R E E N R I O T 86% O R I G I N A L C I N T H E A U ST I N C H R O N I C L E SÍÐASTA BOND MYNDIN MEÐ DANIEL CRAIG ÞESSA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ Í BÍÓ 84% K vikmyndagerðarmaðurinn Árni Ólafur Ásgeirsson lést 26. apríl á þessu ári, aðeins 49 ára að aldri, eft- ir alvarleg veikindi. Árni nam kvik- myndaleikstjórn í Póllandi við virtan kvikmyndaskóla í Lodz og var altal- andi á pólsku. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Blóðbönd, kom út árið 2006 og þótti áhrifaríkt fjöl- skyldudrama. Önnur kvikmyndin, Brim, þótti einnig vel heppnuð sem og teiknimyndin Lói – þú flýgur aldr- ei einn, sem var hans þriðja bíómynd, frumsýnd árið 2018 og sagði af lóu- unga sem skilinn er eftir af fjölskyldu sinni og þarf að lifa veturinn af. Allt eru þetta í grunninn drama- tískar myndir, líkt og síðasta kvik- mynd Árna í fullri lengd, Wolka, sem frumsýnd var í öllum sölum Bíós Paradísar í fyrrakvöld. Er sú fram- leidd af íslenskum og pólskum fyr- irtækjum og með styrkjum frá kvikmyndamiðstöðvum beggja landa. Myndin er að mestu tekin upp í Vestmannaeyjum og nær eingöngu töluð pólska í henni. Er þetta því fyrsta kvikmynd íslensks leikstjóra þar sem pólska er aðaltungumál myndarinnar og nær allir leikarar pólskir. Tími til kominn, mætti segja, því á þriðja tug þúsunda Pólverja búa á Íslandi. Og í mynd Árna er ekki bara einhver pólskur leikari í aðalhlutverki heldur ein skærasta kvikmyndastjarna Póllands, Olga Boladz, sem leikur söguhetjuna Önnu. Wolka er, samkvæmt minni eftir- grennslan, pólskt slanguryrði yfir „tugthúslim“ og bið ég alla Pólverja og pólskumælandi sem þetta sjá af- sökunar ef svo er ekki. En líklegt þykir mér að það sé rétt því í mynd- inni segir af Önnu sem lokið hefur af- plánun 15 ára fangelsisdóms í heima- landi sínu Póllandi. Fyrir hvaða sakir kemur fyrst í ljós í lokahluta mynd- arinnar en skiptir svo sem ekki höf- uðmáli fyrir framvinduna. Anna er hörð í horn að taka eins og sjá má strax í einu fyrsta atriði myndarinnar þar sem hún nefbrýtur einn sam- fanga sinna fyrir að rífa kjaft. Anna virðist ofarlega í goggunarröð fang- elsisins og þegar hún öðlast frelsi heldur hún beint í gamla hverfið sitt á fund náunga sem kallaður er Páf- inn. Sá virðist vera einhvers konar glæpaforingi og biður hún hann að hafa uppi á konu að nafni Dorota. Hver þessi Dorota er kemur ekki í ljós fyrr en vel er liðið á myndina og reynist það áhugaverð ráðgáta fyrir bíógesti. Dorota býr í Vestmannaeyjum og þangað heldur Anna með fölsuð skil- ríki. Með því hefur hún rofið skilorð og greinilegt að glæpir eru henni tamir því við það eitt að komast til Vestmannaeyja fremur hún þrenns konar glæpi, sem ekki verður nánar farið út í. Hún hefur uppi á Dorotu sem fölnar upp þegar hún sér Önnu og greinilegt að heimsóknin er henni ekki að skapi. Eiginmaður Dorotu býður Önnu að snæða kvöldverð með fjölskyldunni, þeim hjónum og tveim- ur börnum þeirra, ungri dóttur og unglingssyni, Tomma. Dorota gerir Önnu grein fyrir í einrúmi að hún vilji ekki sjá hana, vilji að hún fari frá Vestmannaeyjum og komi aldrei aft- ur. Anna lætur ekki segja sér fyrir verkum og fer að starfa í frystihúsi við að spúla fiskikör. Hún venur einn- ig komur sínar á bar og kynnist þar vingjarnlegum barþjóni sem Guð- mundur Ingi Þorvaldsson leikur ágætlega. Meira skal ekki sagt um söguþráðinn en þó það að ráðgátan er leyst um miðbik myndarinnar, þ.e. hver tengsl Önnu og Dorotu eru og upp úr því stefnir í dramatískt upp- gjör kvennanna. Inn í fléttast svo óvæntur vinskapur Önnu og Tomma sem dreymir um að losna undan oki foreldra sinna og ganga í pólska her- inn. Wolka er vönduð kvikmynd, fag- mannlega leikstýrt og leikurinn er prýðilegur. Ekki vissi ég að aðal- leikkonan, Boladz, væri kvikmynda- stjarna í heimalandinu og það kemur mér ekki á óvart eftir að hafa horft á hana í hlutverki Önnu. Áhrifamest eru þau atriði þar sem Anna fellir grímuna og gerir áhorfendum grein fyrir þeim mikla missi og sársauka sem hún hefur mátt þola. Það örlar á von um að Anna geti fundið hamingj- una á ný og jafnvel eignast fjölskyldu og hafið nýtt líf en hvatvísin er henn- ar akkilesarhæll og lífi hennar virðist ætlað að vera harmleikur. Frelsið er vissulega yndislegt, eins og Nýdönsk söng um hér um árið, en Anna virðist ekki kunna með það að fara. Aðrir leikarar gefa Boladz lítið eft- ir og Anna Moskal er þar einna eftirminnilegust sem hin stranga Dorota. Hinn ungi Jan Cieciara stendur sig líka afbragðsvel í hlut- verki Tomma og Eryk Lubos í hlut- verki eiginmanns Dorotu, Krystian. Wolka hefur verið skilgreind sem þriller en ég er frekar á því að hún sé drama og harmleikur þótt spennandi sé á köflum. Árni og meðhandritshöf- undur hans halda áhorfandanum á tánum framan af en eftir að í ljós kemur hvernig í pottinn er búið, þ.e. hver forsaga kvennanna tveggja er, missir sagan nokkuð dampinn og endalokin verða heldur fyrirsjáanleg. Því miður, verður að segjast, því framan af er Wolka mjög áhugaverð og mann þyrstir í að vita meira. Engu að síður er hiklaust hægt að mæla með þessari vönduðu kvik- mynd Árna heitins, líkt og fyrri verk- um hans. Þekkt Olga Boladz í hlutverki Önnu í Wolku. Boladz mun vera afar þekkt og virt leikkona í Póllandi. Frelsið er yndislegt Bíó Paradís Wolka bbbmn Leikstjórn: Árni Ólafur Ásgeirsson. Handrit: Árni Ólafur Ásgeirsson og Michal Godzic. Aðalleikarar: Olga Bo- ladz, Anna Moskal, Eryk Lubos, Jan Cieciara og Guðmundur Ingi Þorvalds- son. Ísland, Pólland, 2021. 100 mín. Sýnd á RIFF. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Rokksveitin Dimma fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinn- ar, Þögn, með tónleikum í Eld- borg í Hörpu í kvöld kl. 20.30. Dimma hefur gefið út sex hljóðversplötur, fimm tónleikaplötur og átt fjölda vinsælla laga í útvarpi. Á útgáfutónleikunum mun sveit- in flytja Þögn í heild sinni auk fleiri vinsælla laga af ferli sveitarinnar. Hljómsveitina skipa söngvarinn Stefán Jakobsson, gítarleikarinn Ingó Geirdal, bassaleikarinn Silli Geirdal og trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson. Dimma fagnar Þögn í Eldborg Stefán Jakobsson Menningarhátíð hófst í gær á Sel- tjarnarnesi og stendur yfir til sunnudags. Tvær sýningar voru opnaðar í gær, annars vegar á hljóðverki Gunn- ars Gunnsteins- sonar, „Sækúlu“, í Gróttuvita og hins vegar á sýn- ingu frönsku myndlistarkonunnar Mathilde Morant, Viti Project, í Vitavarðarhúsinu en þar sýnir hún vatnslitamyndir af 110 vitum á Ís- landi. Guðrún Einarsdóttir opnaði einnig sýninguna Málverk í Gall- eríi Gróttu á Eiðistorgi og sýn- ingin Sköpunarkraftur kynslóð- anna var opnuð í bókasafninu. Ýmislegt verður í boði um helgina, Gunnar Helgason rithöf- undur kemur í heimsókn á bóka- safnið og Árni Heimir Ingólfsson, píanóleikari og tónfræðingur, býð- ur upp á Kyrrðarstund með Bach. Pálmi Jónasson sagnfræðingur, rithöfundur og fréttamaður stend- ur fyrir menningargöngu um æskuskóðir sínar og boðið verður upp á Bílabíó, svo fátt eitt sé nefnt. Dagskrá má finna á seltjarn- arnes.is. Menningarhátíð á Seltjarnarnesi Gunnar Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.