Morgunblaðið - 12.10.2021, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Alls greindust 93 kórónuveirusmit
innanlands um helgina og á föstu-
dag. Þar af greindust 38 eftir sýna-
tökur á föstudag, 28 á laugardag og
loks 27 á sunnudaginn.
Fimm liggja inni á sjúkrahúsi
með sjúkdóminn. Enginn þeirra er
á gjörgæslu. Meðalaldur þeirra
sem eru á sjúkrahúsi er 68 ár.
448 manns eru í einangrun vegna
smits og 1.469 til viðbótar í sóttkví.
Tilmælin dregin til baka
Tilmæli lögreglustjórans á Norð-
urlandi eystra, um að æskulýðs- og
tómstundastarfi skuli vikið til hlið-
ar eina viku, voru dregin til baka í
gær, viku eftir að þau voru gefin
út. Sagði í tilkynningu lögregl-
unnar að þróunin væri nú til betri
vegar, þó að fjöldi smitaðra í um-
dæminu væri með mesta móti.
Voru 10 smit staðfest þar um
helgina, en bara tveir þeirra voru
utan sóttkvíar.
93 smit samtals um helgina
150
125
100
75
50
25
0
júlí ágúst september okt.
Staðfest smit
7 daga meðaltal
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is
kl
.1
1.
0
0
íg
æ
r1.469 einstaklingar
eru í sóttkví
Fjöldi innanlands-
smita frá 12. júlí
362 eru í
skimunarsóttkví448 eru með virkt smit
og í einangrun
5 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
enginn á gjörgæslu
93 ný innanlandssmit
greindust sl. helgi
(fös. 9. til sun. 10. okt.)
- Æskulýðsstarf
getur hafist aftur
á Norðurlandi
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Dómsmálaráðuneytinu hefur borist
beiðni frá Alþingi um að ráðuneytið
taki saman minnisblað um hvaða
reglur gildi um uppkosningar.
Minnisblaðið er í vinnslu og verð-
ur sent Alþingi. Þetta upplýsir Fjal-
ar Sigurðarson, upplýsingafulltrúi
ráðuneytisins, í svari til Morgun-
blaðsins.
Lög um kosningar til Alþingis eru
fáorð um það hvernig staðið skuli að
uppkosningu komi til hennar.
Ráðuneytið ákveður kjördag
Í 115. grein laganna segir orðrétt:
„Nú verður uppkosning nauðsynleg
fyrir það að kosning er úrskurðuð
ógild skv. 46. gr. stjórnarskrárinnar,
sbr. 120. og 121. gr. þessara laga, og
skal þá [ráðuneytið] 1) með auglýs-
ingu kveðja til nýrra kosninga í kjör-
dæmi og ákveða kjördag svo fljótt
sem því verður við komið og eigi síð-
ar en innan mánaðar. Að öðru leyti
fer kosning fram samkvæmt fyrir-
mælum þessara laga.“
Í 46. grein stjórnarskrár Íslands
segir: „Alþingi sker sjálft úr, hvort
þingmenn þess séu löglega kosnir,
svo og úr því, hvort þingmaður hafi
misst kjörgengi.“
Ýmsar spurningar vakna hvernig
staðið verði að uppkosningum. Mun
sama kjörstjórn sjá um framkvæmd-
ina? Eða segir hún af sér og Alþingi
kýs nýja? Ennfremur vaknar sú
spurning hvort sama kjörskrá gildir
og við fyrri kosningu og hvort greidd
verða atkvæði utankjörstaðar,
heima og erlendis.
Hluti af fyrri kosningum
Miðað við orðalag 115. greinar
kosningalaganna má ætla að upp-
kosning sé hluti af þeim kosningum
sem þegar hafa farið fram, en hafa
verið úrskurðar ógildar.
Svör við þessum spurningum og
fleirum verða væntanlega í minnis-
blaði dómsmálaráðuneytisins, sem
hefur yfirumsjón með kosningum til
Alþingis.
Ráðuneytið
skoðar upp-
kosningar
- Lög um kosningar til Alþingis eru
fáorð um framkvæmd slíkra kosninga
Morgunblaðið/Eggert
Kosið Komi til uppkosningar þarf
hún að fara fram innan mánaðar.
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Ágallar á framkvæmd kosninga í
einu tilteknu kjördæmi ættu, lögum
samkvæmt, aldrei að leiða til þess
að kjósa þurfi upp á nýtt í landinu
öllu. Þetta sagði Hafsteinn Þór
Hauksson, dósent við lagadeild Há-
skóla Íslands, á opnum fundi und-
irbúningsnefndar fyrir rannsókn
kjörbréfa, sem haldinn var í gær.
Fundurinn er liður í undirbún-
ingi nefndarinnar fyrir rannsókn
kjörbréfa vegna álitamála sem upp
hafa komið um framkvæmd alþing-
iskosninganna 25. september, eink-
um í Norðvesturkjördæmi.
Þegar hafa í það minnsta fimm
frambjóðendur og tveir kjósendur
kært framkvæmd kosninganna til
kjörbréfanefndar Alþingis og hefur
lögreglu einnig borist kæra, sem
lögum samkvæmt er rannsökuð
sem sakamál.
Hafi áhrif á jöfnunarsæti
„Ég hef skilið það þannig að lögin
séu alveg skýr um það að ef það eru
einhverjir ágallar á kosningunni í
einu tilteknu kjördæmi þá fer upp-
kosningin fram eingöngu í því kjör-
dæmi en ekki á landinu öllu og að
það sé meira að segja bersýnilega
gert ráð fyrir því í lögunum að slík
uppkosning hafi áhrif á útdeilingu
jöfnunarsæta annars staðar.
Þannig að að mínum dómi myndi
sú niðurstaða að nauðsynlegt væri
að kjósa aftur vegna ágalla á kosn-
ingum í Norðvesturkjördæmi aldrei
samkvæmt lögum leiða til þess að
það ætti að kjósa á öllu landinu,“
sagði Hafsteinn Þór við spurningu
Svandísar Svavarsdóttur heilbrigð-
isráðherra um hvort sá möguleiki
væri fyrir hendi að kjörbréfanefnd
eða Alþingi gæti lagt til að kosn-
ingar yrðu endurteknar á lands-
vísu.
Ófullnægjandi frágangur
ekki nóg eitt og sér
„Ef við einangrum það eitt að
innsigli hafi ekki verið notað og
ekki búið um kjörgögn nákvæmlega
eins og lög gera ráð fyrir þá er það
ágalli, en ég myndi halda að það eitt
og sér væri ekki ágalli sem myndi
leiða til ógildingar á kosningunni.
Það þyrfti eitthvað annað að
koma til, einhver vísbending um
það að ætla mætti að það hefði haft
áhrif á niðurstöðu kosningannna,“
áréttaði Hafsteinn við spurningu
Vilhjálms Árnasonar er hann
spurði um mörk þess hvenær ágalli
væri orðinn svo mikill að hann gæti
leitt til ógildingar. Hafsteinn hafði
fyrr á fundinum bent á að til að
mynda við ógildingu kosninganna
til stjórnlagaráðs hefðu ágallar ver-
ið margir og saman myndað svo
stóran ágalla að til ógildingar kom.
Endurtalning eða hlé?
Meðal annarra álitamála sem
rædd voru var hvort fyrir lægi að
um endurtalningu á atkvæðum
hefði verið að ræða eða hvort hlé
hefði verið gert á talningu, sem
ekki hefði lokið fyrr en um miðjan
dag 26. september.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Kjörbréf Undirbúningsnefnd við rannsókn kjörbréfa kom saman á nefndasviði Alþingis í gærmorgun.
Ekki efnt til uppkosn-
ingar á landinu öllu
- Hafsteinn Þór Hauksson kom fyrir undirbúningsnefnd í gær
Alþingi Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild HÍ, sat fyrir svörum.
Starfsmenn Landspítalans munu fá
örvunarbólusetningu, þriðju
sprautuna gegn Covid-19, með
bóluefni frá Pfizer dagana 18.-21.
október, að sögn Andra Ólafs-
sonar, upplýsingafulltrúa Land-
spítalans.
Örvunarbólusetningu um 1.600
starfsmanna Landspítalans sem
boðaðir voru í bólusetningu í gær
og í dag var frestað. Nota átti bólu-
efnið Spikevax (Moderna) við þessa
bólusetningu.
Frestunin var ákveðin í kjölfar
ákvörðunar sóttvarnalæknis. Sem
kunnugt er komu fram gögn frá
Norðurlöndum
um aukna tíðni
hjartabólgu og
gollurshússbólgu
eftir bólusetn-
ingu með Spike-
vax (Moderna)
umfram bólu-
setningu með
bóluefni Pfizer/
BioNTech (Comirnaty). Því ákvað
sóttvarnalæknir að bóluefni Mod-
erna yrði ekki notað hér á landi á
meðan frekari upplýsinga er aflað
um öryggi þess við örvunarbólu-
setningar. gudni@mbl.is
Örvunarbólusetningu
á Landspítala seinkar