Morgunblaðið - 12.10.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sælgætisgerðin Freyja ætlar að
flytja starfsemi sína úr Kópavogi í
Hveragerði, þar sem reisa á nýja
verksmiðju fyrirtækisins. Ævar
Guðmundsson, eigandi og stjórn-
arfomaður Freyju, staðfestir þetta í
samtali við Morgunblaðið. Ævar
segir að fyrirtækið hafi fengið út-
hlutaða 15 þúsund fermetra lóð í
Hveragerði undir verksmiðjuna.
„Við erum að huga að þessu og
höfum áhuga á að flytja verksmiðj-
una þangað,“ segir Ævar. Hann á
von á að það muni taka um tvö ár að
reisa verksmiðjuna og flytja alla
framleiðsluna í Hveragerði. Milli 50
og 60 manns starfa í dag hjá Freyju,
sem er elsta starfandi sælgætisgerð
á Íslandi. Freyja var stofnuð árið
1918. Fyrirtækið framleiðir mörg af
þekktustu vörumerkjum íslensks
sælgætis og flytur einnig sælgæti til
annarra landa, einkum annarra
Norðurlandaþjóða.
Ævar segir staðsetningu fyrir-
tækisins í Hveragerði um margt
heppilega og verksmiðjan verði
mjög sýnileg vegfarendum þegar
komið er niður Kambana. Hann seg-
ir að Suðurlandið sé allt orðið eitt at-
vinnusvæði í dag og fljótlegt að fara
á milli bæjarfélaga, sem þurfi ekki
að taka lengri tíma en að fara á milli
hverfa á höfuðborgarsvæðinu.
Ævar segir að byrjað verði á að
reisa verksmiðjuna og svo geti vel
verið að í framhaldinu verði skrif-
stofan og önnur starfsemi líka flutt í
Hveragerði.
Útflutningur á sælgæti hefur
gengið vonum framar
Spurður hvort fyrirhugað sé að
stækka verksmiðjuna og auka fram-
leiðsluna segir Ævar að Freyja hafi
ekki getað annað að fullu allri eftir-
spurn að undanförnu, sérstaklega í
útflutningi. „Við höfum verið að
flytja vörur til Norðurlandanna og
það hefur gengið vonum framar. Við
höfum gert það í um 20 ár en á síð-
ustu árum hefur salan aukist hraðar
en oft áður, sérstaklega á lakkrís-
tengdum vörum, sem seljast bara
mjög vel.
Það er orðið þröngt um okkur í
Kópavoginum. Þar er farið að
byggja mikið af íbúðarblokkum og
annað og við sjáum okkur ekki fært
að stækka neitt að ráði. Við getum
stækkað verksmiðjuna eitthvað en
ekki þannig að það sé einhver fram-
tíð í því,“ segir hann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flytja Ævar Guðmundsson segir orðið þröngt um starfsemina í Kópavogi.
Freyja flytur
í Hveragerði
- Verksmiðja reist á 15 þúsund m² lóð
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mikil atvinnuuppbygging stendur
fyrir dyrum í Hveragerði og hafa
bæjaryfirvöld útlutað lóðum undir
margvíslega uppbyggingu og starf-
semi, meðal annnars nýja verksmiðju
sælgætisgerðarinnar Freyju, heilsu-
lind og bjórgarð brugghússins Öl-
verks. Fleiri lóðir eru auglýstar laus-
ar til uppbyggingar í sveitarfélaginu
um þessar mundir.
„Það hefur verið mjög mikil eftir-
spurn eftir svæðum til uppbygging-
ar,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæj-
arstjóri. „Við höfum verið að úthluta
íbúðalóðum en nú erum við að úthluta
lóðum fyrir fjölbreytta athafnastarf-
semi á tveimur stöðum í bæjarfélag-
inu. Á öðru svæðinu erum við að út-
hluta lóðum fyrir verslun og þjónustu
og höfum nú þegar fengið tvær
spennandi umsóknir, annars vegar
frá fjársterkum aðilum sem vilja
byggja upp heilsulind og hins vegar
frá Ölverki, sem er með áform um
ferðatengda þjónustu í kringum bjór
og bjórgarð.
Þessi starfsemi er staðsett á leið-
inni upp í Reykjadal en aðeins innar í
dalnum erum við í samstarfi við aðila
sem eru að fara að setja upp zip-línur
eða svifbraut þar sem fólk getur farið
í svifbrautina rétt fyrir neðan
Kambaveginn og svifið þar niður yfir
gilið. Þetta verður lengsta svifbrautin
á Íslandi og þótt víðar væri leitað en
hún verður einn kílómetri að lengd.
Þetta er mjög spennandi verkefni
sem er í fullum gangi og þeir sem að
því standa eru þegar farnir að kynna
það fyrir væntanlegum viðskiptavin-
um og ferðaþjónustuaðilum,“ segir
hún.
Sælgætisgerðin Freyja ætlar að
færa starfsemi sína úr Kópavoginum
í Hveragerði og reisa þar nýtt verk-
smiðjuhús á lóð sem fyrirtækið hefur
þegar fengið úthlutaða á nýju at-
hafnasvæði sem er fyrir neðan þjóð-
veginn, að sögn Aldísar. Um eða yfir
50 manns starfa hjá Freyju. Þá er
bygging annarrar verksmiðju á lóð
fyrirhuguð en Aldís segir ekki tíma-
bært að greina nánar frá því verkefni.
Gróðurhúsið verður opnað fljót-
lega í Hveragerði en þar eru m.a.
verslanir, mathöll og Greenhouse
Hotel auk fleiri fyrirtækja sem eru
þar með starfsemi og þjónustu. Teng-
ist sú starfsemi uppbyggingu sem
þegar er hafin ofan við Hveragerði.
Á annað hundrað störf
Að sögn Aldísar eru viðræður í
gangi við fleiri aðila um alls konar
fjölbreytta uppbyggingu í bænum.
Aldís segir þessi verkefni öll sem eru
í farvatninu mjög raunhæf og bæjar-
yfirvöld í Hveragerði telji líklegt að
þau verði að veruleika. Þá verða til
vel á annað hundrað störf við þessa
starfsemi í Hveragerði.
Spurð hvert sé aðdráttaraflið í
Hveragerði fyrir þá sem hyggja á at-
vinnuuppbyggingu segist Aldís telja
að það sé fyrst og fremst hagstætt
lóðaverð. „Svo finn ég alveg að
Hveragerði heillar. Þau lífsgæði sem
við getum boðið upp á, umhverfið og
þjónustan er með því allra besta og
þegar fólk hugsar sér til hreyfings
eða vill stofna ný fyrirtæki horfir það
til þess hvar finna megi framúrskar-
andi búsetuskilyrði fyrir starfsfólkið.
Við erum á vissan hátt í stúkusæti á
Íslandi hvað það varðar. Við erum úti
á landi en samt aðeins í hálftíma akst-
ursfjarlægð frá miðbænum í Reykja-
vík.
Ég finn líka vel fyrir því að upp-
bygging hafnarinnar í Þorlákshöfn
hefur áhrif. Við erum í tuttugu mín-
útna akstursfjarlægð frá höfninni.
Fyrirtæki sem koma til okkar eiga
því góða möguleika á að sækja inn á
ýmis markaðssvæði,“ segir hún.
Lóðir orðnar dýrar í Reykjavík
„Svo held ég að við séum líka að sjá
einhverjar afleiðingar af því að lóðir í
Reykjavík eru orðnar mjög dýrar.
Þeir sem eru þar með atvinnurekst-
ur, og eru kannski á lóðum sem
myndu betur henta undir íbúðabyggð
eða annað slíkt, sjá í hendi sér að þeir
geta slegið tvær flugur í einu höggi;
búið til mjög góðar aðstæður fyrir
sinn rekstur fyrir austan fjall en jafn-
framt búið til peninga úr þeim lóðum
sem þeir eru með á höfuðborgar-
svæðinu,“ bætir hún við.
Stöðugleiki hefur ríkt á vinnu-
markaðinum í Hveragerði og at-
vinnuleysi á tímum heimsfaraldurs
kórónuveirunnar verið heldur minna
en víðast hvar annars staðar.
Aldís minnir einnig á að það verður
sífellt algengara með bættum sam-
göngum að fólk sæki daglega vinnu á
milli sveitarfélaga á svæðinu enda
séu höfuðborgarsvæðið, Hveragerði,
Selfoss og Þorlákshöfn í reynd orðin
eitt atvinnusvæði.
„Erum á vissan hátt
í stúkusæti á Íslandi“
- Fjölbreytt athafnastarfsemi er í farvatninu í Hveragerði
Morgunblaðið/Eggert
Uppbygging Hagstætt lóðaverð og framúrskarandi búsetuskilyrði eru m.a.
ástæður mikillar eftirspurnar að mati Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra.
Dröfn Kærnested, sækjandi í máli
Carmenar Jóhannesdóttur gegn Jóni
Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi
utanríkisráðherra, fór fram á það í
málflutningi fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær að honum yrði
gert að sæta fangelsi í tvo til þrjá
mánuði, skilorðsbundið.
Hún sagði sönnun vera komna
fram um brot Jóns Baldvins gegn
199. grein almennra hegningarlaga
um kynferðislega áreitni. Hún sagði
Jón vera með hreint sakavottorð en
að hann hefði gengist undir sátt árið
2019 fyrir ölvunarakstur og brot á
lögreglulögum.
Hún sagði Jón Baldvin hafa breytt
framburði sínum í nokkrum atriðum
frá því hann fór í skýrslutöku hjá lög-
reglunni í málinu. Sagði hún fram-
burð brotaþola trúverðugan en fram-
burð ákærða Jóns Baldvins
ótrúverðugan og ekki í samræmi við
framburð annarra.
Skipaður réttargæslumaður Car-
menar fór fram á að hann yrði dæmd-
ur til að greiða miskabætur upp á
eina milljón króna, auk vaxta.
Réttargæslumaðurinn sagði brot
hafa verið framið af mun eldri manni
gegn yngri konu og að hann hefði
verið í mikilli yfirburðastöðu sem
gestgjafi Carmenar og móður hennar
Laufeyjar. Hann sagði brotaþola
hafa viljað skila af sér skömminni,
enda hefði hún ekkert gert rangt.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmað-
ur Jóns Baldvins, krafðist þess að
hann yrði sýknaður. Hann sagði inn-
byrðis ósamræmi vera í framburði
vitna og hafnaði atburðarásinni eins
og hún hefði verið lögð fram. Hann
gagnrýndi að kæra hefði verið lögð
fram í málinu um átta mánuðum eftir
meint brot og að hún hefði verið lögð
fram á Íslandi en ekki Spáni. Hann
sagði jafnframt enga rannsókn hafa
átt sér stað á vettvangi. „Það er engin
raunveruleg rannsókn sem fer fram,“
sagði Vilhjálmur. Nánar á mbl.is.
Taldi sönnun vera
fyrir meintu broti
- Málflutningur í máli Jóns Baldvins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málflutningur Jón Baldvin Hanni-
balsson ásamt lögmanni sínum.
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is