Morgunblaðið - 12.10.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.10.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021 12. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.15 Sterlingspund 175.98 Kanadadalur 103.05 Dönsk króna 20.077 Norsk króna 15.113 Sænsk króna 14.771 Svissn. franki 139.19 Japanskt jen 1.1553 SDR 182.26 Evra 149.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.3955 « Eignir lífeyris- sjóðanna jukust um 168 milljarða króna í ágústmán- uði samkvæmt tölum Seðlabank- ans og nema eign- ir þeirra nú 6.410 milljörðum króna. Hafa þær vaxið um 679 milljarða það sem af er ári, eða um 84,9 milljarða króna að með- altali hvern mánuð þessa árs. Erlendar eignir eru nú ríflega 35% af eignasafni sjóðanna og hefur það hlut- fall þokast jafnt og þétt upp á síðustu misserum. Hafa erlendar eignir aukist um 326 milljarða það sem af er ári og standa því undir tæplega helmingi eignaaukningarinnar það sem af er ári. Síðustu tólf mánuði hafa eignir sjóð- anna aukist um 910 milljarða króna. Lífeyrissjóðirnir bólgna út sem aldrei fyrr STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Miðflokkurinn er álitinn mest gamaldags stjórnmálaflokkur Ís- lands og Píratar sá nútímalegasti. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun vörumerkjastofunnar Brandr sem birt er á heimasíðu hennar. Könnunin er gerð út frá vöru- merkjafræðum þeim sem stofan not- ar til að vinna hina svokölluðu Brandr-vísitölu um styrk vöru- merkja. Kristján Már Sigurbjörnsson, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Brandr, segir í samtali við Morg- unblaðið að heilt yfir hafi verið nokk- ur samhljómur með niðurstöðum rannsóknarinnar og útkomu alþing- iskosninga á dögunum. „Það er nokkur samhljómur en einstök atriði skera sig úr,“ segir Kristján. Ekki endilega ánægðir Hann segir að ýmislegt veki at- hygli, eins og að þeir sem kusu VG hafi ekki endilega verið mjög ánægðir með samstarfsflokk flokks- ins í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enda neðstur í könnuninni þegar kemur að umhverfismálum og næstneðst á eftir Miðflokknum þegar spurt er út í hvaða stjórnmálaflokkur sé heið- arlegastur, að sögn Kristjáns. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru jákvæðari í garð VG heldur en VG í garð Sjálfstæðisflokks. Þegar rýnt er í hug kjósenda Framsóknarflokksins má sjá að þeir vilja hafa Sjálfstæðisflokk og VG með sér í ríkisstjórnarsamstarfi. Þegar skoðað er hversu vel fólk þekkir hvað flokkarnir standa fyrir þá er Sjálfstæðisflokkurinn þar efst- ur á blaði. Fólk virðist vita hvað hann stendur fyrir. „Þeir sem kusu Framsókn töldu sig til dæmis vita betur fyrir hvað Sjálfstæðisflokkur- inn stendur heldur en hvað Fram- sókn stendur fyrir,“ segir Kristján. „Það þýðir að Framsóknarflokkur- inn þyrfti að útskýra betur fyrir hvað hann stendur.“ Þegar spurt er um hvaða flokkar eru „einstakastir“ koma Píratar oft- ast upp í huga svarenda. Eins og Kristján bendir á segir sú mæling ekkert um hvort sú aðgreining sé já- kvæð eða neikvæð. „Þeim sem kusu Framsókn þótti Miðflokkurinn til dæmis yfir meðallagi einstakur en þeim þótti hann ekki höfða til sín,“ bætir Kristján við. Viðreisn áreiðanleg Af öðrum niðurstöðum þá þykja Píratar og Viðreisn áreiðanlegustu flokkarnir og VG er efstur í nær öll- um þáttum er snúa að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Hvað traust varðar þá nýtur VG samkvæmt rannsókninni mests trausts og Framsókn kemur næst á eftir. Minnsta traustið var til Mið- flokksins. Í rannsókninni er hægt að flokka niðurstöður eftir launum og kyni. Kristján segir að Flokkur fólksins komi áberandi vel út hjá eldri ald- urshópum og hjá þeim tekjulægri. Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til karla en kvenna, sam- kvæmt rannsókninni. Flokkar eru vörumerki Friðrik Larsen, framkvæmda- stjóri Brandr, segir í samtali við Morgunblaðið að líta eigi á stjórn- málaflokka sem vörumerki. „Þegar þú ert að byggja upp vörumerki og reyna að festa það í vitund fólks kemurðu ekki og lætur vita af þér með margra ára millibili. Þú þarf að minna reglulega á þig til að þú sért lifandi í huga fólks,“ segir Friðrik. Hann segir Flokk fólksins og Sósíalistaflokkinn mjög skýrt dæmi um sterk vörumerki sem eru með vel afmörkuð skilaboð sem fólk skilji. „Framsóknarflokkurinn stóð sig mjög vel í sinni markaðsfærslu fyrir kosningarnar og uppskar sam- kvæmt því. Ég get hinsvegar ekki svarað því með góðu móti fyrir hvað flokkurinn stendur.“ Þá segir Friðrik að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi staðið sig vel í að hamra á „stöðugleikanum“ í aðdrag- anda kosninga. Fólk tengi flokkinn einmitt við slík skilaboð. Miðflokkurinn og Samfylkingin eru sístu vörumerkin samkvæmt rannsókninni, enda er að sögn Frið- riks mjög óljóst fyrir hvað þau vöru- merki standa. „Þessi flokkar þurfa að tala miklu skýrar til að ná í gegn.“ Miðflokkur gamaldags og Píratar nútímalegir Morgunblaðið/Hari Vitund Þegar vörumerki er byggt upp er ekki nóg að láta vita af sér með margra ára millibili, segir Friðrik Larsen, framkvæmdastjóri Brandr. Stjórnmál » Kjósendur VG ekki endilega mjög ánægðir með Sjálfstæð- isflokkinn. » Miðflokkurinn og Samfylk- ingin eru sístu vörumerkin. » Flokkur fólksins kom vel út hjá eldri aldurshópum og hjá þeim tekjulægri. » Fólk virðist vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. » Píratar einstakastir. - Vörumerkjafræði notuð á flokka - Nokkur samhljómur með kosningum Hollenska álfyrirtækið Aldel hefur lokað kerskála sínum í hollensku hafnarborginni Delfzijl vegna hækk- andi raforkuverðs. Verður skálinn lokaður fram á nýtt ár hið minnsta, að því er fram kom í frétt Reuters. Haft var eftir Chris McNamee, forstjóra fyrirtækisins, að mikil hækkun á raforkuverði hefði þrengt að fyrirtækinu enda væri það ekki með varnir fyrir hærra orkuverði. Þá væri fyrirtækið ekki að keppa á jöfnum samkeppnisgrundvelli og væri það stjórnvöldum að kenna. Ríkisvaldið beiti sér Álver Aldel notar 200 MW af raf- orku við fulla framleiðslu og fer for- stjórinn fram á að hollensk stjórn- völd ívilni fyrirtækinu svo það búi við sömu skilyrði og keppinautar í Frakklandi og Þýskalandi. Að sögn Reuters vísaði hann til ívilnana til orkufreks iðnaðar í Evrópu vegna meðal annars verðhækkana í evr- ópska kolefniskvótakerfinu (ETS). Álver Aldel getur framleitt 110 þúsund af áli árlega og 50 þúsund tonn af endurunnu áli. Það gerði samning við Glencore í fyrra um að afhenda árlega 180 þúsund tonn af áli en það er nú í endurskoðun. Um 400 manns starfa hjá álverinu en óvíst er hvaða áhrif lokunin mun hafa á starfsmannafjöldann. Nú hærra en markaðsverðið Álverið mun halda áfram að endurvinna ál. Samkvæmt áætlun Aldel kostar raforkan um 4.500 evr- ur á hvert framleitt tonn af áli en nú fáist um 2.500 evrur fyrir tonnið. Framleiðslukostnaður er því langt umfram markaðsverð sem var komið í ríflega 3.000 dali tonnið í kauphöll- inni með málma í London (LME) í gær. Nánar verður fjallað um málið í ViðskiptaMogganum á morgun. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Á uppleið Verð á áli hefur hækkað mikið undanfarna mánuði. Loka kerskála vegna orkuverðs - Hollenskt álfyrirtæki vísar til verðhækkana Kuldaskór Verð 22.995 Stærðir 36-47 Vatnsheldir Innbyggðir broddar í sóla SMÁRALIND www.skornir.is « Olíuverð á heimsmarkaði heldur áfram að hækka og fór verðið á Brent- Norðursjávarolíu upp í 84,6 dollara á tunnuna í gær. Hefur það ekki risið jafn hátt síðan á árinu 2014. Helsta ástæðan fyrir hækkandi olíu- verði nú er sú að eftirspurn á mark- aðnum virðist taka hraðar við sér en áætlanir gerðu ráð fyrir og litlar líkur taldar á að framleiðendur geti brugðist við hinni breyttu stöðu til skamms tíma. Olíuverðið hækkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.