Morgunblaðið - 12.10.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar horft er
yfir svið al-
þjóðlegra
stjórnmála er
fjarri því að vera
bjart yfir mynd-
inni. Og það dekk-
ir yfirbragðið enn
að það er varla glætu að sjá úr
neinni átt. Forseti Bandaríkj-
anna hefur verið við völd í
hefðbundinn meðgöngutíma,
þennan sem kenndur við
hveitibrauðið, hið bjarta og
sæla skeið brúðhjóna. Forset-
inn, og aðrir valdamenn lýð-
ræðisríkja, fá þá oftast að
njóta vafans hvernig muni spi-
last úr. Það er þekkt að stjórn-
arandstöðu hentar þá að kasta
mæðinni eftir harðan kosn-
ingaslag og sýna landslýð að
„nýi maðurinn“ fái tóm til að
sýna sig og sanna.
Trump fékk ekkert slíkt.
Skipulögð voru forföll þing-
heims í innsetningu, örygg-
isráðgjafi forsetans nýja var
leiddur í gildru af alríkislög-
reglunni FBI og sætti svo
rannsókn á gildrunni árum
saman! Og í tvígang stóð
meirihluti demókrata í full-
trúadeildinni fyrir beiðni um
réttarhöld sem áttu að leiða til
embættismissis forsetans. Í
fyrra fallinu var reynt að
sanna að forsetinn hefði reynt
í samsæri með Pútín að
tryggja sér kjör. Allur sá
málatilbúnaður var byggður á
spuna, leikþætti, sem fram-
boðsnefnd mótframbjóðand-
ans keypti af aflóga breskum
leyniþjónustumanni til að
semja! Þegar tveggja ára til-
raun, byggð á sandi úr þeim
burði, hrundi, var rokið í að
stefna til nýs brottrekstrar í
krafti símtals forsetans við
starfsbróður í Úkraínu. Látið
var eins og þar færi magn-
þrungið hneyksli, þótt tugir
manna væru áheyrendur að
þessu símtali, þar á meðal
margir embættismenn úr röð-
um demókrata og þótt Trump
skipaði að þingið skyldi fá
uppskrift af samtalinu! Slíkar
uppskriftir af samtölum Joes
Bidens hafa ekki enn verið af-
hentar.
Demókratar spunnu einnig
upp sögur um að Trump væri
af heilbrigðisástæðum ekki
fær um að gegna forsetaemb-
ættinu og kröfðust þess að sér-
fræðingar yrðu fengnir til að
rannsaka hann að þessu leyti.
Öllum að óvörum samþykkti
forsetinn það og hefur ekki
heyrst um það mál síðar. En
við allri heimsbyggðinni blasir
án nokkurrar rannsóknar að
Joe Biden „gengur ekki lengur
á öllum“ eins og kallað er. Það
hefur leitt til þess að hand-
langarar forsetans, í orðanna
fyllstu merkingu,
leyfa honum ekki
að svara spurn-
ingum blaða-
manna. Einu und-
antekningarnar
eru ef innvígðir
blaðamenn demó-
krata eiga í hlut og að forset-
inn hafi blað með svarinu fyrir
framan sig! Það er harla lítið
eftir af blaðamannsheiðri
manna sem láta nota sig með
svo niðurlægjandi hætti. For-
setinn bætir svo ekki úr skák
þegar blaðamenn kalla á að fá
að spyrja hann fáeinna spurn-
inga og hann svarar á þá leið
að „þeir“ vilji það ekki og hann
geti lent í vandræðum hjá
„þeim“ ef hann brjóti af sér í
því. Vandi Hvíta hússins er
ekki síst sá að öllum er orðið
augljóst að vandi Bidens er
þess eðlis að líkur standa til
þess að hann muni óhjákvæmi-
lega fara dagvaxandi.
Og nú er svo komið að sú
„röksemd“ sem stjórn-
málaflokkum þykir hvað örð-
ugast að eiga við er komin hátt
á himin. Þá er átt við kannanir
um stuðning almennings við
forsetann. Fylgið við Biden
virðist í frjálsu falli eftir fá-
eina mánuði í embætti. Og þar
sem sömu lögmál munu gilda
um það og gildir um hitt, sem
áður var nefnt, er glannalegt
að vænta þess að fylgið muni
rísa á ný.
Þegar horft er til Evrópu er
ekki bjartara um að litast í
pólitískum efnum. Á örfáum
mánuðum snerist taflið í hönd-
unum á Merkel, fráfarandi
kanslara, og þeim sem hún
hafði í raun handvalið til að
taka við. Sósíaldemókratar
hafa verið í mikilli fylgislægð
meirihluta kjörtímabilsins en
lyftust óvænt upp á síðustu
metrunum og náðu að sigra
flokka Kristilegra naumlega.
Ekki var það vegna forystu-
ímyndar formanns krata, sem
er einkar daufgerður. Nýi
maðurinn sem ætlaður var í
stól Merkel gerði sjálfum sér
þann óleik að flissa þegar það
átti ekki við og við það bættist
svo, sem hefur verið lenska í
Þýskalandi, að hann hafði fyrir
allnokkru tekið sér efni úr rit-
gerðum annarra til að bæta
sína. Tölvur eiga nú auðvelt
með að keyra slíkt saman ef
sæmilegu afli er beitt.
En hvað vitum við um krata-
foringjann? Hann segir við
þekkt stuðningsrit sitt að hann
„vilji gera heiminn betri“. Aðr-
ir stjórnmálamenn gætu sjálf-
sagt tekið undir það, og það
sem meira er hafa þeir gert
það margoft síðustu áratugina,
og þá einkum þeir sem hafa
minnst fram að færa.
Stjórnmálamönnum
sem hafa ekkert að
bjóða er réttast að
fjalla eingöngu um
manngert veður}
Dauft og ófrumlegt
er dagskipunin
Í
september samþykkti ég aðgerða-
áætlun um barneignaþjónustu til árs-
ins 2030, sem miðar að því að bæta
barneignaþjónustu, jafnt á með-
göngutíma, við fæðingu barns og í
kjölfar fæðingar. Í heilbrigðisstefnu til ársins
2030 er lögð áhersla á þjónustustýringu og
flæði notenda milli þjónustustiga og hvernig
stýra megi þjónustu til að tryggja öryggi og
jafnræði. Til þess þarf að vera yfirsýn yfir
þjónustuna, mismunandi þætti hennar og
upplýsingaflæði milli þeirra. Aðgerðaáætlunin
endurspeglar þessi áhersluatriði heilbrigðis-
stefnu.
Rannsóknir sýna að fæðingarútkoma er
best þar sem gott samstarf er á milli starfs-
stétta sem koma að þjónustunni. Teymisvinna
og skipulögð samvinna milli starfsfólks heilsu-
gæslustöðva og einnig milli ljósmæðra og fæðingarlækna
eru því lykilatriði í barneignaþjónustu. Aðgerðaáætlunin
um barneignaþjónustu miðar að því að tryggja þessa
samfellu í þjónustu; auka yfirsýn, aðgengi og samstarf í
þjónustunni til að tryggja öryggi, gæði og fagmennsku
hennar, óháð búsetu, fjárhag og félagslegri stöðu skjól-
stæðinga. Við þróun barneignaþjónustunnar er mikil-
vægt að viðhalda góðum árangri sem hér á landi er með
því besta sem þekkist. Engu að síður er mikilvægt að
nýta öll færi sem gefast til að bæta enn frekar heilsu og
líðan fjölskyldna í barneignaferli.
Áætlunin er byggð á skýrslu starfshóps sem ég fól að
gera tillögur að bættri barneignaþjónustu með áherslu á
að auka samþættingu milli meðgönguvernd-
ar, fæðingarhjálpar og þjónustu við konur í
sængurlegu. Yfirsýnin yfir þjónustuna og
samvinnan milli stofnana er gríðarlega mik-
ilvæg og einnig bakstuðningur fyrir fagfólk
sem eykur fagmennsku og aðgengi að nauð-
synlegri þjónustu og eykur þar með öryggi
kvenna og barna. Skýrsla með tillögum
starfshópsins var birt til umsagnar í sam-
ráðsgátt stjórnvalda í byrjun þessa árs og
bárust umsagnir sem einnig voru hafðar til
hliðsjónar við gerð aðgerðaáætlunarinnar,
sem nú hefur verið samþykkt.
Í þessu samhengi er einnig vert að nefna að
ég staðfesti nýlega rammasamning Sjúkra-
trygginga Íslands við ljósmæður vegna fæð-
inga og umönnunar sængurkvenna í heima-
húsum. Árið 2020 fjölgaði konum sem nutu
aðstoðar við heimafæðingu um 40% frá fyrra ári. Með
þeim samningi sem nú hefur verið undirritaður er stuðl-
að að því að fæðandi konur fái þjónustu á viðeigandi
þjónustustigi. Meðal nýmæla samningsins er stóraukin
þjónusta við mæður sem þurfa ráðgjöf vegna brjósta-
gjafar, en vitjunum brjóstagjafaráðgjafa er fjölgað og
tímabilið sem konur geta nýtt sér þjónustu þeirra er
lengt úr tíu dögum í sex mánuði eftir fæðingu.
Nýgerðir samningar SÍ við ljósmæður og aðgerða-
áætlun í barneignaþjónustu marka stór skref í átt að enn
betri barneignaþjónustu hér á landi.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Samfelld barneignaþjónusta
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
hrifningu og skáldsagan Skálholt
komið út víða og hlotið frábæra dóma
austan hafs og vestan. Þá segir að
Þjóðverjar hafi alla tíð sýnt verkum
Kamban áhuga og eftir valdatöku
nasista hafi hann fengið ýmis verk-
efni og tækifæri í Þýskalandi, og síð-
an í Danmörku eftir hernámið þar.
Þessi tengsl hafi leitt til þess að
danskir andspyrnumenn drápu hann
í stríðslok.
Vakti mikla reiði á Íslandi
Víg Guðmundar Kambans vakti
mikla reiði hér á landi og var harð-
lega fordæmt. Lík hans var flutt heim
og fór útför hans fram á kostnað rík-
isins með viðhöfn. Danska utan-
ríksiráðuneytið harmaði atburðinn í
greinargerð til sendiráðs Íslands en
aldrei var beðist afsökunar á honum
og enginn andspyrnuliðanna var
gerður ábyrgur fyrir verknaðinum.
Ekki er vitað hver þeirra varð Kamb-
an að bana. Ekkju hans voru hins
vegar dæmdar bætur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
fornleifafræðingur, sem rannsakað
hefur sögu Guðmundar Kambans og
dráp hans á friðardaginn 1945, hefur
dregið fram gögn um að Kamban hafi
átt í samstarfi við þýska hernámsliðið
og fundið heimild þar sem hann er
sakaður um ábyrgð á því að Thalmay,
sem var nágranni hans, var handtek-
inn. Víg Kambans í veitingasal á gisti-
staðnum þar sem hann bjó í Kaup-
mannahöfn var þó ótengt máli
Thalmay. Samkvæmt lögreglu-
skýrslum virðist það ekki hafa verið
ásetningur dönsku andspyrnuliðanna
að drepa hann heldur aðeins að hand-
taka hann. Skoti var hleypt af í upp-
náminu og varð það Kamban að bana.
Skjöldur umdeilds
höfundar fjarlægður
Minningarskjöldur Hjónin Helgi Skúlason og Helga Bachmann við uppsetn-
ingu skjaldarins við heimili Kambans í Kaupmannahöfn sumarið 1990.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
M
inningarskjöldur sem
ættingjar Guðmundar
Kambans (1888-1945),
leikskálds og rithöf-
undar, settu upp við heimili hans í
Kaupmannahöfn fyrir rúmum þrjátíu
árum hefur verið fjarlægður vegna
ásakana um að hann hafi árið 1944
svikið danskan andspyrnumann af
gyðingaættum, Jacob Thalmay, í
hendur hernámsliðs þýskra nasista.
Thalmay lést í fangabúðum í Þýska-
landi. Það var barnabarn hans sem
setti kröfuna fram
fyrir nokkru og
ákvað stjórn hús-
félagsins í Upp-
salagötu 20, þar
sem skjöldurinn
var, að taka hann
niður. Málið hefur
vakið nokkra at-
hygli í dönskum
fjölmiðlum.
Kamban var á sín-
um tíma mjög
þekktur í dönsku menningarlífi.
Leikarahjónin Helgi Skúlason
og Helga Bachmann stóðu fyrir upp-
setningu skjaldarins sumarið 1990.
Fengu þau samþykki húsfélagsins í
Uppsalagötu fyrir því. Þau eru bæði
látin. Móðir Helgu var systir Guð-
mundar.
Bjó lengst af í Danmörku
Kamban bjó lengst af í Dan-
mörku og skrifaði flest verk sín á
dönsku. Þekktustu leikrit hans eru
Marmari, Vér morðingjar og Hadda
Padda. Ungur fékkst hann við miðils-
störf og fyrsta bókin sem hann sendi
frá sér 17 ára gamall, Úr dular-
heimum, var sögð rituð með „ósjálf-
ráðri hendi“ eftir forsögn Snorra
Sturlusonar, H.C. Andersen og Jón-
asar Hallgrímssonar. Hann tók upp
ættarnafnið Kamban árið 1908 og
flutti til Danmerkur tveimur árum
síðar. Bók um ævi hans og störf eftir
Svein Einarsson kom út árið 2013. Í
kynningu á bókinni á vef Forlagsins
segir að Kamban hafi slegið snemma
í gegn í Danmörku sem leikskáld og
leikstjóri, reynt fyrir sér í Englandi
og Bandaríkjunum, Frakklandi og
Þýskalandi, verið á faraldsfæti, skrif-
að, leikstýrt og fengist við kvik-
myndagerð. Leikrit hans hafi vakið
Guðmundur
Kamban