Morgunblaðið - 12.10.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2021
Birta Sólin lét sjá sig víða í gær, alltaf kærkomin þótt hún sé ekki hátt á lofti. Hér bregður hún skemmtilegri birtu á hús við Lækjargötu.
Árni Sæberg
Ég flutti tillögu á
borgarstjórnarfundi 5.
október sl. um að
borgarstjórn hafnaði
styrk frá Bloomberg
Philanthropies, í eigu
Michaels R. Bloom-
bergs, upp á tæplega
2,2 milljónir banda-
ríkjadala, eða sem
nemur um 300 millj-
ónum íslenskra króna.
Byggði ég tillöguna á efasemdum
mínum um að viðtaka fjármagnsins
ætti sér lagastoð og ekki væri
grundvöllur fyrir að taka við
greiðslunum þar til hægt væri að
sýna fram á á hvaða lagagrunni
væri byggt. Á fundi borgarráðs 1.
júlí var lagt fram bréf borgarstjóra
þar sem borgarráði var tilkynnt að
Bloomberg Philanthropies yrði bak-
hjarl Reykjavíkurborgar í stafrænni
vegferð hennar. Enn liggur inni
ósvöruð fyrirspurn frá mér sem ég
lagði fram 12. ágúst um þetta efni.
Það á ekki að vera flókið að svara
svo einfaldri fyrirspurn ef laga-
grundvöllurinn er tryggur. Tekju-
stofnar sveitarfélaga á Íslandi eru
skýrt afmarkaðir í sveitarstjórn-
arlögum. Þeir eru skattar á íbúa og
fyrirtæki, greiðslur úr jöfnunarsjóði
sveitarfélaga og þjónustutekjur.
Ekki er um aðra tekjustofna að
ræða nema ef um arð dótturfélaga
er að ræða. Jafnræði og gegnsæi er
lykilatriði í allri stjórnsýslu og
rekstri sveitarfélaga. Íslensk sveit-
arstjórnarlög eru í fullu samræmi
að þessu leyti við sveitarstjórnarlög
í öðrum norrænum ríkjum. Það ligg-
ur í hlutarins eðli að setja verður
greiðslum frá erlendum aðilum,
hvort sem er utan eða innan EES,
mjög þröngar skorður. Hér erum
um að ræða sveitarfélag sem lýtur
opinberum rétti. Því er
ljóst að ef opnað yrði á
að erlent fjármagn geti
runnið óheft inn í
rekstur sveitarfélaga í
skiptum fyrir þjónustu,
gæði og áhrif þá setj-
um við sveitarfélög í
dæmalausa stöðu. Svo
er í þessu tilfelli, því á
móti gjafafé upp á
tæpar 2,2 milljónir
bandaríkjadala, eða
sem nemur 300 millj-
ónum íslenskra króna, leggur borg-
arsjóður fram 10 milljarða á þremur
árum í það sem er kallað stafræn
umbreyting. Á meðan borgarsjóður
skuldar 140 milljarða og er rekinn á
lánum er ljóst að þessi ráðstöfun er
óeðlileg og nær langt út fyrir lög-
bundið hlutverk Reykjavíkur sem á
að sinna lögbundinni þjónustu og
grunnþjónustu. Mjög strangar
skorður eru settar um fjármagns-
flutninga á milli landa. Nú þegar hef
ég sent samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðuneytinu erindi til að skorið
verði úr um hvort það samræmist
íslenskum lögum að Reykjavíkur-
borg taki á móti gjafafé frá erlend-
um einkaaðila með heimilisfesti í
Bandaríkjunum af fyrrgreindri
stærðargráðu sem skal renna inn í
borgarsjóð og síðan í almennan
rekstur borgarinnar.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
» Það liggur í hlutarins
eðli að setja verður
greiðslum frá erlendum
aðilum, hvort sem er
utan eða innan EES,
mjög þröngar skorður.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og
borgarfulltrúi Miðflokksins.
Bloomberg, borgar-
stjórinn og borgin
Thomas Carlyle
heimspekingur komst
vel að orði þegar hann
sagði að „sá sem hefur
góða heilsu hefur von
og sá sem hefur von
hefur allt“.
Mikilvægt er að ís-
lenska heilbrigðis-
kerfið tryggi öllum
landsmönnum ákveðna
grunnþjónustu án end-
urgjalds en að sérhæfðari meðferðir
séu fáanlegar hjá einkareknum að-
ilum. Með þessu er jafnræðissjón-
armiða gætt auk þess að virkja
einkageirann í heilbrigðiskerfinu og
auka þannig skilvirkni og sam-
keppni. Margar meðferðir og að-
gerðir eru betur komnar í höndum
einkaaðila í ljósi þess að þeir eru
betri í að meta eftirspurn eftir þjón-
ustunni á hverjum tíma. Með ríkis-
væðingu heilbrigðiskerfisins verður
til mikil sóun og atgervisflótti en
mikilvægi þess að neytendur taki
eigin ákvarðanir er oft vanmetið.
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu
er nauðsynlegur valkostur í heil-
brigðismálum til að ná hámarks-
árangri í rekstri en skv. fjárlaga-
frumvarpi er 30% ríkisútgjalda
ráðstafað til heilbrigðismála.
Skynsamlegt væri að líta til upp-
byggingar hjá vinaþjóðum okkar
annars staðar á Norðurlöndum á
þeirra heilbrigðiskerfum, sem eru
meðal þeirra fremstu í heimi. Meiri-
hluti Svía notar þjónustu einkarek-
inna heilbrigðisþjónustufyrirtækja í
sínum heilbrigðismálum og biðlistar
og ófullnægjandi þjónusta þekkist
varla. Eldri borgarar og fólk sem
þarfnast aðhlynningar vegna ýmissa
sjúkdóma þurfa að sætta sig við
ófullnægjandi þjónustu vegna of
mikils álags í ríkisreknum fyrir-
tækjum, skorts á
skipulagi og óskýrra
verkferla. Liðskipta-
aðgerðir í Svíþjóð,
langir biðlistar og sjúk-
lingar geymdir á
bráðadeildum spítala
eru dæmi um óreiðuna.
Skortur á hjúkrunar-
heimilum, heimaþjón-
ustu, forvörnum og
heilbrigðri skynsemi
hefur aukið verulega á
vandann og raunveru-
leikinn er nú þegar
orðinn að martröð fyrir marga
landsmenn. Aukin ríkisvæðing og
miðstýring að hætti þeirra sem að-
hyllast miðstýringu og sóun fjár-
muna hafa tekið yfir heilbrigðis-
málin á Íslandi. Afleiðingar slíkrar
miðstýringar greiðast af skattgreið-
endum. Í íslenskri heilbrigðisþjón-
ustu er framúrskarandi heilbrigðis-
starfsfólk en slök stjórnun, fram-
tíðarsýn og stefnumörkun hefur
breyst í martröð fyrir marga sem
vilja og þurfa að nýta þjónustu ís-
lenska heilbrigðiskerfisins. Nú þeg-
ar þarf að lágmarka skaðann af auk-
inni ríkisvæðingu undanfarinna ára.
Mikilvægt er að auka samkeppni
með einkarekinni heilbrigðisþjón-
ustu sem veitir aðhald og gerir
þannig kröfu til opinbers rekstrar.
Mikilvægt er að gera ráð fyrir nýju
rekstrarformi þannig að biðlistar
hverfi og þjónustan sé með svipuð-
um hætti og hjá frændum okkar á
Norðurlöndunum.
Blandað heilbrigðiskerfi
skilar betri árangri fyrir alla
Skortur á samkeppni og fram-
tíðarsýn hefur haft veruleg áhrif á
þróun heilbrigðiskerfisins á undan-
förnum árum. Í ljósi þess að 30% af
ríkisútgjöldum fara til heilbrigðis-
mála hefur mikilvægi meðferðar
fjármuna aldrei verið meira. Há-
marka þarf nýtingu fjármuna skatt-
greiðenda og það gerist með því að
vera með næga samkeppni á mark-
aði milli aðila sem starfa í opinbera
kerfinu og þeirra sem starfa á einka-
markaði. Skilgreina þarf betur virð-
iskeðjuna og auka þarf leiðtogafærni
þeirra sem taka ákvarðanir. Mikil-
vægt er að auka samkeppni með
nýju rekstrarformi sem veitir aðhald
og gera þannig kröfu til ríkis-
rekstrar.
Annars staðar á Norðurlöndum
hefur einkarekin heilbrigðisþjónusta
veitt opinberum rekstri verulegt að-
hald og eflt samkeppni og aukið
samkeppnishæfni. Að öðrum kosti
mun kostnaður halda áfram að
aukast og framleiðni minnka og
skattgreiðendur sitja uppi með af-
leiðingarnar. Samkeppni eykur
framleiðni, eflir leiðtogafærni og
sparar ríkissjóði fjármuni. Val Ís-
lendinga í heilbrigðismálum er
stefnumarkandi ákvörðun sem eyk-
ur samkeppnishæfni heilbrigðiskerf-
isins. Gerum íslenska heilbrigð-
iskerfið öflugra og skilvirkara með
breyttri stefnumörkun og framtíð-
arsýn sem tekur mið af viðskipta-
vinum þess, sem eru íslenskir skatt-
greiðendur.
Eftir Albert
Þór Jónsson »Mikilvægt er að heil-
brigðiskerfið tryggi
öllum ákveðna grunn-
þjónustu án endurgjalds
en að sérhæfðari með-
ferðir séu fáanlegar hjá
einkareknum aðilum.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðngur,
MCF í fjármálum fyrirtækja og
með 30 ára starfsreynslu
á fjármálamarkaði.
albertj@simnet.is
Valfrelsi gerir heilbrigðis-
kerfið öflugra og skilvirkara
Nú hafa þjóðinni verið
borin þau tíðindi að einn
af nýkjörnum alþing-
ismönnum hafi sagt skil-
ið við stjórnmálaflokk-
inn sem hann var í
framboði fyrir er hann
hlaut kosningu. Það eru
nokkrir dagar liðnir frá
kosningum og ekki er
vitað um nein tíðindi á
vettvangi stjórnmála
sem gefa manninum til-
efni til þessara sinna-
skipta. Ljóst er að hann
bauð sig fram undir
fölsku flaggi, enda hefur
hann sjálfur ekki skýrt
athæfi sitt með öðru en
gamalli atburðarás sem
lá öll fyrir löngu fyrir
kosningarnar. Hann var einfaldlega að svindla á
kjósendum, þegar hann lét kjósa sig fyrir flokk sem
hann yfirgefur svo strax að kjörinu loknu vegna at-
vika sem lágu fyrir áður en kosið var.
Ég held ég myndi varla nenna að stinga niður
penna til þess eins að áfellast þennan mann fyrir
hátterni hans. Það er hins vegar ástæða til að
staldra við og spyrja, hvers vegna Sjálfstæðisflokk-
urinn tekur þátt í þessu með honum? Með því hátta-
lagi gerist sá flokkur meðsekur í háttsemi mannsins.
Komið hefur fram í fréttum að enginn þingmanna
flokksins greiddi atkvæði gegn því að taka við hon-
um. Þingflokkurinn hefur þá upplýst að hann er til í
að taka þátt í siðlausum brotum annarra ef hann
aðeins telur sig hagnast á því – í þessu tilviki með
því að fá viðbótaratkvæði á þingi.
Ekki gott.
Stuðningur
við siðleysi
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
Jón Steinar
Gunnlaugsson
»Með því
háttalagi
gerist sá flokkur
meðsekur í hátt-
semi mannsins.
Höfundur er lögmaður.